Morgunblaðið - 24.12.1992, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.12.1992, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992 Á kórferóalagi; hraustir menn taka lagið í Þýskalandi HÁSKÓLABÍÓ RISINHI REGNBOGINN INDIANASAGA ÚRNÝLEN STRÍÐI Daniel Day-Lewis fer með aðalhlutverkið í jólamynd Regfnbogans í ár, Síðasta Móhíkananum, sem Michael Mann leikstýrir og byggir á hinni klassísku sögu James Fenimores Coopers. Madeleine Stowe leikur á móti Day-Lewis í myndinni. [óhíkaninn gerist eins og svo margir þekkja um miðja átjándu öldina í stríði Frakka og Breta í N-Ameríku. Day-Lewis leikur hvítan mann sem alist hefur upp hjá indíánum af ættbálki Móhíkana við Hudson- ána. Hann flækist inn í stríðið ásamt tveimur vinum sínum og fínnur ástina sína þegar þeir bjarga dætrum bresks hershöfðingja og flytja með sér í virki föður stúlknanna sem umkringt er Frökkum. Mann, sem frægur er fyrir að vera höfundur „Miami Vice“ þátt- anna og leikstjóri spennumyndarinn- ar „Manhunter", gerir sjálfur hand- ritið eftir sögu Coopers en hann byggir Síðasta Móhíkanann einnig á handriti samnefndrar bíómyndar frá árinu 1936. Honum tókst að draga Day-Lewis úr sjálfskipaðri einángr- un til að fara með aðalhlutverkið en leikarinn hafði horfíð af sjónarsvið- inu eftir Óskarsverðlaunaleik sinn í Vinstri fætinum. Hann hafði fengið nóg og hafnaði hlutverkinu eins og öllum öðrum þegar honum bauðst það fyrst. Honum snerist þó hugur, hitti Mann í London og sló til. „Dani- SOGULEGT KÓRFERÐALAG íslenska gamanmyndin Karlakórinn Hekla er jólamynd Háskólabíós í ár. Guðný Halldórsdóttir leikstýrir og skrifar handrit myndarinnar en með helstu hlutverk fer fjöldi þekktra leikara og grínara og söngvara. Á indióna- slóóum; Dani- el Day-Lewis í hlutverki sínu í Síðasta Móhík- ananum. Kórastarfsemi er eins og allir vita mjög öflug hér á landi en myndin segir einmitt frá sögu- legu kórferðalagi karlakórsins Heklu í Hveragerði til Evrópu — Þýskalands og Svíþjóðar — þar sem hann lendir í margvíslegum ævin- týrum._ Með aðalhlutverkin fara Egill Ólafsson, Ragnhildur Gísla- I dóttir og Garðar Cortes, sem kom inn í myndina eftir að ljóst varð að Kristján Jóhannsson yrði ekki með. Önnur hlutverk kórmeðlima eru í höndum Spaugstofumannanna Arnar Ámasonar, Sigurðar Sig- urjónssonar og Randvers Þor- lákssonar en af öðrum sem fram koma í myndinni má nefna Rúrik Haraldsson, Tinnu Gunnlaugsdóttur og Gest Ein- ar Jónasson. Karlakórinn er dýr mynd íslenskan mælikvarða, kostar um hundrað og tuttugu milljónir. Hún var tekin sl. sum- ar og /erðaðist 70 manna hópur leikara og tæknimanna um Evrópu í nokkrar vikur á meðan á tökum stóð. Hún er önnur myndin sem Guðný leikstýrir — hin var Kristni- hald undir Jökli árið 1989 — og fyrsta myndin sem hún bæði skrifar handritið að og leikstýrir; áður var hún framleiðandi Skilaboða til Söndru og Gullsands og skrifaði handritið að gamanmyndinni Stellu í orlofí. Guðný byrjaði á handritinu fyrir nokkrum árum og sagði á sínum tíma að hugmyndin hefði komið upp um vetur þegar menn gátu alltaf farið á kóræfmgar á hveiju sem gekk og þrátt fyrir ofsaveður. Önnur jólamynd Háskólabíós er ævintýramyndin Hakon Hakonsen sem Nils Gaup gerir en hann er frægastur hér heima og víðar fyrir Leiðsögumanninn þar sem Helgi Skúlason fór með eitt aðalhlutverk- ið. Hakon er léttadrengur sem lend- ir í ævintýrum í Suðurhöfum þegar sjóræningi tekur yfir stjóm skips- ins, Hakon verður strandaglópur á eyðieyju og fínnur fjársjóð. Þriðja jólamynd bíósins er svo „Howard’s End“ eftir James Ivory, sem byggð er á sögu E.M. Forst- ers. Þetta er þriðja kvikmyndin sem Ivory ásamt framleiðandanum Ismail Merchant gerir eftir sögum Forsters en með aðalhlutverkin í þessari fara Anthony Hopkins, Van- essa Redgrave, Emma Thompson og Helena Bonham Carter, sem einnig var í Herbergi með útsýni. STJORNUBIO el var einstakur," er haft eftir Madel- eine Stowe. „Hann efaðist aldrei eða reifst við Michael... eins og Michael væri hershöfðinginn og Daníel ætti að fara eftir öllum skipunum hans“. Önnur jólamynd Regnbogans er Tommi og Jenni, teiknimynd í fullri lengd um slagsmál erkióvinanna. Myndin er með íslensku tali og leik- ur Örn Ámason köttinn Tomma en Sigrún Edda Bjömsdóttir er Jenni. Aðrir Ieikarar sem leika inn á mynd- ina em m.a. Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir, Margrét Helga Jóns- dóttir, Egill Ólafsson, Magnús Ólafsson og Laddi. Tommi og Jenni er þriðja teikni- myndin sem Regnboginn talsetur og var leikstjóm sem fyrr í höndum Þórhalls Sigurðssonar og þýðingin er Ólafs Hauks Símonarsonar. Teiknifígúrumar eru meira en hálfr- ar aldar gamlar. Höfundar þeirra em William Hanna og Joseph Barbera. Þriðja jólamynd Regnbogans er ítalska gamanmyndin Miðjarðarhaf- ið, sem hreppti Óskarinn sem besta erlenda myndin í keppni við m.a. Böm náttúmnnar. MORDSAGA MEDLEIGJANDANS í jólamynd Stjörnubíós, Meðleigj- andi óskast, takast á tvær ungar °g upprennandi leikkonur í Hollywood, Jennifer Jason Leigh og Bridget Fonda, undir leik- stjórn Barbets Schroeders, sem á að baki myndirnar „Barfly“ og „Reversal of Fortune“. ^eðleigjandi óskast er sál- fræðitryllir um unga konu sem auglýsir eftir meðleigjanda þeg- ar kærastinn hennar flytur út. Brátt kemur í ljós að sú sem hún hefur valið til að leigja með sér er ekki öll þar sem hún er séð og þegar kærastinn kemur aftur í spilið og þau ætla að taka upp sambúð á ný gerist meðleigjandinn æ bilaðri, tek- ur að haga sér og klæða eins og unga konan og hyggst ræna hana kærastanum, lífsstílnum og loks líf- inu sjálfu. „Þetta er mynd sem fjallar um stúlku sem langar til að vera önnur en hún er,“ segir Schroeder. „Sam- band stúlknanna tveggja er byggt á þörfínni sem þær hafa fyrir hvor Snuin vinátta; Leigh og Fonda í Meðleigjandi óskast. aðra en ekki á sannri vin- áttu eða sannri ást. Og það er kveikj- an að hörm- ungunum. Þetta er éfni- viðurinn í „Persona" eftir Ingmar Berg- man eins og hann liti út ef hann kæmist í hendumar á Hitchock.“ Báðar helltu Ieikkonumar sér í hlutverkin af miklum áhuga og unnu þau í mjög nánu samstarfí við leikstjórann. Þær em af ann- arri og þriðju kynslóð leikara í Hollywood; Jennifer er dóttir leik- arans Vic Morrows og Bridget er sonardóttir Henrys Fonda. Jennifer er sú með meiri leikreynslu, hefur leikið í nokkmm myndum sem sýnd- ar hafa verið hér á landi en Bridget er eiginlega nýbyijuð að leika og lofar góðu eins og föðursystir henn- ar, Jane, í gamla daga. Schroeder er fæddur í Teheran, var kvikmyndagagnrýnándi fyrir „Cahiers du Cinema" og framleiddi myndir Erics Rohmers. Hann gerði sína fyrstu mynd árið 1969 envakti ekki heimsathygli fyrr en með Bar- flugunni árið 1987. Hann er heims- homaflakkari sem getur ekki bent á neitt eitt land og kallað það sitt föðurland. „Ég er könnuður í enda- lausum útlöndum." JÓUMVHHR MMVNDll I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.