Morgunblaðið - 24.12.1992, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992
59
Sigurður G. Bald-
ursson — Minning
Fæddur 8. mars 1944
Dáinn 9. desember 1992
Föstudaginn 19. desember síðast-
liðinn fór fram frá Keflavíkurkirkju
útför Sigurðar G. Baldurssonar,
Didda, eins og hann var ávallt nefnd-
ur af vinum og ættingjum, að við-
stöddu fjölmenni.
Það var snemma á sjötta áratug
þeirrar aldar sem senn er nú liðin
að ólust upp í Keflavík, við Suðurgöt-
una, Vatnsnesveginn, Hafnargötuna
og Mánagötuna, hópur ungra
drengja sem mynduðu félagsskap,
sem í ærslum og gleði þeirra daga
lifi hvem dag sem ævintýri.
Diddi kveður nú fyrstur æskufé-
laganna, aðeins 48 ára að aldri, eftir
erfið veikindi. í þá daga er æskufé-
lagarnir ólust upp í Keflavík var stað-
urinn einn helsti útgerðar- og físk-
vinnslubær landsins og þaðan reru
tugir báta á línu- og netaveiðar og
þangað streymdi aðkomufólk á vetr-
arvertíðir. í heiðinni fyrir ofan Kefla-
vík var ekki síður mikið um að vera.
Þar voru lagðar flugbrautir þar sem
áður var beitiland og síðan risu hern-
aðarmannvirki og um loftin blá flugu
herþotur með áður óþekktum hraða
og skyndilega voru miklir peningar
í umferð og mikil atvinna þegar
bandarískur her hóf þar stórfelldar
framkvæmdir og umskiptin slík að
þeirra gætir fram á okkar dag.
Ég á ótal minningar tengdar Didda
frá æskuárunum í Keflavík. Hann
ólst upp á Vatnsnesveginum hjá
ömmu sinni og afa og var snemma
fyrirferðarmikill og setti vissulega
svip á mannlífið í Keflavík og verður
sjálfsagt ógleymanlegur öllum þeim
sem höfðu af honum einhver kynni.
Við æskufélagarnir létum okkur
aldrei vanta í þrjúbíó, í Nýja bíó sem
þau ráku Elísabet Ásberg og maður
hennar, Bjöm Snæbjörnsson.
Kvikmyndasýningamar voru á
sunnudögum og Roy og Trigger fóru
á kostum og að lokinni bíósýningu
skiptu æskufélagarnir. liði og fóru í
bófahasar. Fyrir utan húsið, þar sem
Diddi var alinn upp, var stór blettur
og þar sat Diddi stundum uppá tunnu
með hnakka og beisli, í kúrekafötum,
með kúrekahatt og hrópaði hvatning-
arorð þegar þegar kúrekar hans vora
að beijast við óvinaliðið sem vora
indíánar með örvar og spjót og stríðs-
málningu í andliti. Bófahasarinn stóð
oft langt fram á kvöld og ekki litið
í bók, einungis hasarblöð, innlend og
erlend sem gengu kaupum og sölum
fyrir bíósýningar eða í hléi.
í endurminningunni frá þeim áram
er Diddi prakkarinn, stundum foring-
inn í uppátækjum leikfélaganna og
oft tefldi hann djarft og ekki laust
við að sómakærar húsmæður teldu
hann jafnvel varhugaverðan og lok-
uðu skyndilega hurðum þegar hann
birtist með ærslum. Það var auðvitað
allt fyrirgefið því að á bak við grí-
muna sem Diddi setti stundum upp
var góður drengur sem flestum ef
ekki öllum þótti vænt um.
Svo liðu árin og Diddi var sannar-
lega minnisstæður unglingur og lifði
oft hátt og barst á svo eftir var tek-
ið. Hann lifði hratt og þurfti margt
að reyna. Hann var myndarlegur og
á unglingsáram var hann jafnan
glæsilegur á velli þegar hann birtist
í samkvæmislífinu, klæddur sam-
kvæmt nýjustu tísku, með brilljantín
í hárinu, dökkhærður og greiðslan
minnti stundum á átrúnaðargoðið
Elvis Presley.
Diddi lærði málaraiðn hjá Birgi
Guðnasyni, málarameistara sem
reyndist honum alla tíð sannur vin-
ur. Hann starfaði um árabil hjá Birgi
Þegar félagar og vinir deyja kem-
ur það oftast á óvart, þó það sé vit-
að að þetta er það eina sem við vitum
um framtíðina.
Þorvaldur Snorri Árnason lést 13.
desember 1992. Fyrir hönd Skip-
stjóra- og stýrimannafélagsins Öld-
unnar ætlum við að minnast hans
með örfáum línum og þakka honum
fyrir þau mörgu störf sem hann vann
í þágu félagsins.
Þegar ég fór að hafa afskipti af
félagsmálum kynntist ég Þorvaldi
sem þá var búinn að vera í stjóm
félagsins ásamt því að gegna ýmsum
öðrum trúnaðarstörfum í þágu félgs-
ins. Þegar ég var fyrst kosinn for-
maður Oldunnar 1983 varð Þorvald-
ur varaformaður félagsins. Þorvaldur
var eins og akkerisfesti sem aldrei
gaf sig, svo traustur var hann. Þor-
valdur var mjög virtur af stóram
hópi sjómanna og þeim sem störfuðu
með honum í félagsmálum. Það var
sama hvort málin voru lítil eða stór,
hann íhugaði þau jafn mikið áður
en hann tók ákvarðanir. Gott var að
leita til Þorvaldar með ýmis mál sem
þurfti að leysa.
Þegar Þorvaldur kom í land eftir
langan sjóferil hafði hann alltaf skil-
að fleytum og mannskap heilum í
höfn. Skipstjóra- og stýrimannafé-
lagið Aldan stofnaði fyrsta sjúkra-
og ekknasjóð hér á landi sem varð
fyrsti vísirinn að sjúkrasamlagi og
var það hlutverk Þorvaldar fyrir hver
jól að fara til ekkna látinna félags-
manna með glaðning sem hugsuð er
sem jólagjöf frá eiginmanni. Þetta
er búið að gera í um eitt hundrað ár.
Þann dag sem Þorvaldur lést var
hann að ganga frá þessum málum
og ætlaði að fara með þessar gjafir
ekknanna, þegar kallið kom. Eitt-
hvert hugboð hefur hann haft um
hvað væri að gerast því örfáum tím-
um áður en hann deyr fer hann í að
koma málum svo í kring að annar
maður sem hann var búinn að velja
færi í sinn stað. Svona var samvisku-
Þorvaldur S. Arna-
son - Kveðjuorð
semin gagnvart því sem hann tók
að sér. Mér er minnisstætt þegar ég
tók við sem formaður að ég sagði í
ræðu að nýir vendir sópuðu best, þá
bætti Þorvaldur við „en gamlir þurfa
að vera með“. Seinna sá ég að þessi
orð vora sönn. Því í stéttarfélögum
er oftast mikið um sagnfræði sem
yngri menn þurfa að læra og margt
lærðum við yngri af Þorvaldi.
Við hjá Skipstjóra- og stýrimanna-
félaginu Öldunni þökkum Þorvaldi
öll þau störf sem hann vann fyrir
félagið og Guð geymi hann í nýjum
heimkynnum.
Ragnar G.D. Hermannsson
formaður Skipstjóra- og stýri-
mannafélagsins Öldunnar.
Guðnasyni og var vandvirkur og eft-
irsóttur iðnaðarmaður.
Diddi stofnaði heimili með eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Þórdísi Sölva-
dóttur frá Hafnarfirði. Þau eignuðust
þijú böm, áður hafði Diddi eignast
dótturina Unni. Hann starfaði um
nokkurra ára skeið á höfuðborgar-
svæðinu að iðn sinni þar til fjölskyld-
an flutti til Bandaríkjanna um miðjan
áttunda áratuginn og settist að í
Colorado.
Það ætlaði hann að hasla sér völl
í höfuðríki einkaframtaksins. Hann
dreymdi stóra drauma um um-
fangsmikinn atvinnurekstur og sjálf-
sagt hafa einhveijir þeirra drauma
ræst. Hann starfaði þar við innflutn-
ings- og útflutningsverslun og fram-
an af við málaraiðn og gerði það
gott eins og sagt er, efnaðist, eignað-
ist veglegt einbýlishús og fór út í
atvinnurekstur og þær fréttir bárast
af honum hingað heim að hann hefði
hagnast allnokkuð á eigin atvinnu-
rekstri.
Og enn liðu árin og ég frétti lítið
af Didda þar til hann tók uppá því
að hringja í mig nokkram sinnum
fyrir um það bil þremur, ijóram áram
og taldi ný brýnt að ég gæfí sam-
þykki mitt fyrir því að rita ævisögu
hans á hans kostnað. Og auðvitað
átti litríkur ferill hans erindi á bók.
Hann hafði frá mörgu minnisstæðu
að segja. Hann hafði ekki lifað neinu
venjulegu lífí. Húmorinn var enn sem
fyrr í góðu lagi og frásagnargleðin
og hann mundi ótrúlega margt frá
löngu liðinni tíð í Keflavík. En ævi-
sagan verður varla skrifuð að honum
látnum.
Hann var á ferð hér á íslandi fyr-
ir um það bil þrem árum og boðaði
mig á sinn fund. Það var indæl stund.
Hann var gestgjafínn og tók á móti
mér í hvítum samkvæmisjakka, í
hvítri skyrtu með rauða slaufu og í
stífpressuðum svörtum terlínbuxum
og ræddi meðal annars framtíðará-
form sín í atvinnurekstri og var bjart-
sýnn og þar var sannarlega kominn
gamli góði Diddi eins og ég man
hann forðum.
Að leiðarlokum flyt ég ættingjum
hans, fjölskyldu og vinum innilegar
samúðarkveðjur. Meðal okkar æsku-
félaganna mun hann lifa um ókomin
ár í endurminningu frá liðnum dög-
um. Guð blessi minningu Sigurðar G.
Baldurssonar.
Ólafur Ormsson.
t
HEBA JÓNSDÓTTIR,
Garðastræti 9,
lést 23. desember í Landakotsspítala.
Jón Tómasson,
Ingibjörg Tómasdóttir,
Tómas Tómasson,
og aöstandendur hinnar lótnu.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐIMÝ PÁLSDÓTTIR,
Hveratúni,
verður jarðsungin frá Skálholtskirkju miðvikudaginn 30. desember
kl. 14.00.
Sætaferðir verða frá B.S.f. kl. 11.30 og frá Árnesti kl. 12.30.
Skúli Magnússon,
Elín Asta Skúladóttir, Gústaf Sæiand,
Sigrún I. Skúladóttir, Ari Bergsteinsson,
Páll M. Skúlason, Dröfn Þorvaldsdóttir,
Benedikt Skúlason, Kristín Siguröardóttir,
Magnús Skúlason, Sigurlaug Sigurmundsdóttir
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, bróðir, faðir og afi,
JÓN ALFREÐ LINDQVIST,
lést í Noregi þann 22. desember.
Útförin fer fram í Noregi þann 29. desember.
Berit Lindqvist,
Inger Ellen Larsen, Ivar Larsen,
Gunnar Lindqvist,
Sigrún Lindqvist, Ámi Bergsson,
Kristjana Lindqvist,
Alma Runolfsson, Einar Runolfsson
og barnabörn. ■>,
+
Útför eiginkonu minnar og systur okkar,
JÓHÖNNU MAGNÚSDÓTTUR,
Heiömörk20H,
Hveragerði,
fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 28. desember kl. 13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlega af-
þakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hennar, er bent á Krabbameinsfélagið.
Sigurður Kristmundsson
og systkini hinnar látnu.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
og vinarhug við andlát og útför
GUÐJÓNS EIDE EGILSSON/
Skólavegi 74a,
Fáskrúðsfirði.
Svandís Helgadóttir,
Alberta Sigurjónsdóttir,
Alberta Guðjónsdóttir,
Sigrún Guðjónsdóttir,
Ingþór E. Guðjónsson,
Egill Guðjónsson,
Helgi Guðjónsson
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
HLÍFAR SVÖVU HJÁLMTÝSDÓTTUR,
írabakka 10,
Reykjavík.
Þakkir til starfsfólks á deild A-6 í Borgarspítalanum fyrir góða
umönnun.
Jón Karl Sigurðsson,
Kristín I. Sigurðardóttir, Guðbjörn Guðmundsson,
Jakobma Sigurrós Sigurðardóttir, Guðmundur Ásgeirsson,
Páll Sigurðsson, Sigrún Pálsdóttir,
Hjálmdís Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við útför föður okkar, tengda-
föður og afa,
ÞORBJÖRNS ÞORBJÖRNSSONAR,
áður til heimilis á Skagabraut 31,
Akranesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks E-deildar Sjúkrahúss Akraness
fyrir góða aðhlynningu. Fjölskyldunni á Skagabraut 28, Akranesi,
eru einnig færðar bestu þakkir fyrir umhyggju og hlýju í hans garð.
Guð blessi ykkur öll og bestu óskir um gleðileg jól.
Þórdis Þorbjörnsdóttir, Sveinbjörn Hjartarson,
Þorbjörn Þorbjörnsson
og barnabörn.
Ingi Egilsson,
Hörður Sigmundsson,
Sævar Jónsson,
+
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður okkar,
dóttur og systur,
ÖNNU HJÁLMARSDÓTTUR,
Varmalandi.
Sérstakar þakkir til Svavars Stefánssonar.
Guðmundur Finnsson,
Hjálmar Sveinbjörnsson, Elín Marfa Sveinbjörnsdóttlr,
Friðberg H. Bergsson, Brynhildur Haraldsdóttir,
María Hjálmarsdóttir, Ingvi Rafn,
Konráð Hjálmarsson, Arndis Kristinsdóttir,
Ragnhildur Hjálmarsdóttir, Benedikt Sigurðsson
og fjölskyldur.