Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992
27
eru því markmiðin með uppgræðsl-
unni sem hljóta að skipta mestu
máli og þessi markmið verða að
vera studd nægum rökum. Því verð-
ur að spyija hvort þörf sé fyrir
gróðursetningu, hvað vinnst og
hvað glatast. Mismunandi hags-
munir geta rekist á og þá verður
að skera úr um mikilvægi þeirra
og forgangsröð áður en ákvörðun
er tekin um þá aðferð sem beita
skal. Ef stefnan er að viðhalda eða
auka upprunalegan gróður hentar
lúpínan ekki en hún gæti á hinn
bóginn verið góður kostur þar sem
byggja skal upp landbúnaðarsvæði,
t.d. land fyrir sauðfjárbeit.
Með óheftri dreifingu getur lúp-
ínan haft þau áhrif á landslag og
gróður að í stað græna litsins kæmu
bláar breiður. Ekki er víst að unnt
væri að sporna við þeirri þróun
þegar hún er á annað borð komin
af stað. Það samræmist illa þjóðar-
stolti íslendinga að láta séreinkenni
íslensks gróðurfars og jafnvel
landslags víkja fyrir innfluttum
landgræðslujurtum.
Lúpínan í Skaftafelli
Áður en þjóðgarður var stofnaður
í Skaftafelli var lúpínu sáð í hluta
svæðisins. Hún breiddist lítið út á
meðan sauðfjárbeit var haldið uppi
en það átti eftir að breytast þegar
svæðið var friðað árið 1978. Það
landsvæði sem lúpínan þekur nú
hefur margfaldast og þær plöntu-
tegundir sem vaxa í Skaftafelli
standast henni ekki snúning heldur
víkja úr vegi. Náttúruvemdarráð
telur þetta uggvænlega þróun og
hefur hafist handa við að hefta
útbreiðslu lúpínunnar í þjóðgarðin-
um.
Lúpínan á Víghólasvæðinu
Víghólasvæðið í Kópavogi er frið-
lýst útivistarsvæði sem hefur að
geyma sérstæðar jarðfræðimyndan-
Þá er komið að því þriðja í orðum
sem ég vitnaði til í upphafi. Kennar-
ar beijast gegn niðurskurði og það
tengist vissulega faglegri hlið
skólastarfsins. Núverandi niður-
skurður bitnar þannig verr á iðn-
námi heldur en bóknámi af því að
það er dýrara nám. Þessu eru iðn-
nemar einmitt að kynnast þessa
dagana í stórauknum skólagjöldum.
Þess vegna eiga þeir sem vilja auka
veg skólanna að beijast hart gegn
niðurskurði.
Það að iðnnám skuli vera sett
skör lægra en almennt bóknám er
vont en alls ekki einkavandi skól-
anna. Ástæða þess er ekki bara
námsframboð skólanna. Þetta kem-
ur einnig fram í því að Lánasjóður
íslenskra námsmanna setur iðn-
nema til hliðar. Og eftir blaðafregn-
um að dæma telur núverandi
menntamálaráðherra að iðnnám sé
fyrir þá sem ekki ráða við bóknám.
Þetta eru fordómar sem skólinn
einn ræður alls ekki við.
Þá má heldur ekki gleyma að hið
svokallaða atvinnulíf verður að tíma
að greiða fyrir þá menntun sem
fólk sækir í skólana. Hlutverk skól-
anna á alls ekki að vera að fram-
leiða láglaunaþræla fyrir atvinnulíf-
ir og mikið útsýni. Þar vex lággróð-
ur, s.s. holta- og lynggróður sem
nú er í hættu vegna lúpínunnar.
Ekki er fullljóst hvemig lúpínan er
þangað komin en líklegast er að
hún hafí borist úr nærlægum görð-
um. Einnig telja sumir að almenn-
ingur hafi gróðursett plöntunar á
svæðinu. Hún hefur nú dreift sér
talsvert og kæft annan gróður svo
að til vandræða horfir, verði ekkert
að gert.
Lokaorð
Hæfileiki lúpínunnar til upp-
græðslu við tilteknar aðstæður er
óumdeilanlegur. Hún hentar vel til
landgræðslu í gróðursnauðu landi,
t.d. í þeim tilgangi að heíja þar
landbúnað síðar. Hún virðist vel
fallin til beitar en þar að auki er
ljóst að hún flýtir mikið fyrir jarð-
vegsmyndun. Lúpínan hefur einnig
mikla ókosti í för með sér sem koma
sérstaklega fram ef ekki er farið
rétt að. Hún takmarkar vöxt ann-
arra plantna á ógrónum svæðum
og kæfír annan gróður með tíman-
um því mjög fáar plöntur geta þrif-
ist með lúpínunni. Með þessum
hætti getur hún m.a. eyðilagt nátt-
úmperlur og svæði sem em kjörin
til útivistar.
Ekki er vitað hvemig lúpínan
þróast í íslensku umhverfí né hvað
tekur við ef hún hverfur af til-
teknum svæðum. Hún er kraftmik-
ill innflytjandi og mjög ólík íslensk-
um gróðri. Röskun á vistkerfi og
landslagi gæti orðið mikil þar sem
hún tekur völdin og erfitt gæti orð-
ið að hafa stjóm á því eftir á. Hér
má einnig hafa í huga að þær teg-
undir sem best henta til land-
græðslu em svipuðum eiginleikum
gæddar og illgresi.
Höfundar eru nemendur (
Kennaraháskóla íslands.
ið heldur vel menntað og stolt fólk
sem vill fá hæfíleika sína metna
að verðleikum.
Ekkí bara fyrir opinbera
starfsmenn
Á ASÍ-þinginu var samkvæmt
Tímanum spurt hvort menn þyrftu
að vera opinberir starfsmenn til að
hafa skoðun á skóiakerfinu. Mitt
svar er þetta:
Það er alls engin skylda. Það er
ekki einu sinni skylda að hafa vit
á skólakerfínu til að hafa skoðun á
því þótt það sé óneitanlegra betra.
Að lokum vil ég ítreka það sem
ég sagði í upphafi: Það er gleðilegt
að skólamál skuli koma' til umræðu
á ASÍ-þingi og enn betra væri ef
samvinna og samstarf kæmist á
milli kennara og annarra launa-
manna sem vissulega hafa hags-
muna að gæta varðandi menntun
komandi kynslóða, bæði sem for-
eldrar og verðandi samstarfsmenn
þeirra sem nú eru í skóla.
Höfundur er rithöfundur og
ritstjóri Félagsblaðs Bandalags
kennarafélaga fyrir Hið íslenska
kennarafélag.
J—---------
Lœknafélags Reykjavíkur
°9
Lyfjafrœðingafélags Islands
verður í Domus Medica
sunnudaginn 27. desember
kl. 15.00.
Grímudans-
leikurínn
eftir Verdi
í flutningi LYRIC OPERA OF CHICAGO
verður á AÐALSTÖÐINNI FM 90.9 kl. 13.00
á jóladag með KRISTJÁNI JÓHANNSSYNI
í hlutverki Gústafs konungs.
K'*3'
Chicken
Skeljungur hf.
Einkaumboö fyrir Shell-vörur á íslandi
SJÓVÁ-ALMENNAR
NQATÚN
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings
S
MlfjjM
AÐALSTÖÐIN
Aðalstræti 16