Morgunblaðið - 24.12.1992, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 24.12.1992, Blaðsíða 61
1 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR- 24. DESEMBER 1992 61* Tommi og Jenni. HEIMILIS VINIR Tommi og Jenni við frumsýningn Vinimir Tómas köttur og Jens mús, betur þekkt- ir sem Tommi og Jenni, eru komnir til lands- ins, já ótrúlegt en satt. Hingað komu þeir til að fylgja eftir og kynna frumsýningu hérlendis á kvik- mynd sinni, en hún verður frumsýnd á þremur stöð- um samtímis á 2. í jólum, í Regnboganum, Félags- bíói í Keflavík og í Borgarbíói á Akureyri. Að undanfömu hafa þeir félagar verið iðnir við kolann og komið víða við, m.a. í verslunum hér og þar, á Barnadeild Hringsins og í öldurhúsi til að afhenda popphljómsveit gullplötu. Þeir verða síðan á staðnum á 2. í jólum er kvikmyndin verður fmm- sýnd í fyrmefndum kvikmyndahúsum. SKEMMTANIR Skötukvöld Hrekkjalóma Vcstmannacyjum. A \ rlegt Skötukvöld Hrekkja- lómafélagsins í Eyjum var haldið um helgina. Það er orðinn árviss viðburður hjá félaginu að halda slíkt kvöld skömmu fyrir jól og bjóða Hrekkjalómar þá vinum og kunningjum til skötuveislunn- ar. Fjöldi manns var á Skötukvöld- inu nú. Boðið var upp á fjórréttaða máltíð sem samanstóð af vel kæstri skötu, saltfíski, vestfírskri skötustöppu og plokkfíski. Að lok- inni máltíðinni var slegið á létta strengi. Farið með ýmiss konar gamanmál og vísur og ýmsir at- burðir liðins árs rifjaðir upp á léttu nótunum. Fjörið stóð langt fram eftir kvöldi og voru Hrekkjalómar og gestir þeirra ánægðir með vel heppnað kvöld. Þórarinn Sigurðsson, forseti Hrekkjalómafélagsins en hann var gerður að indíánahöfðingja og fékk nafnið Fljúgandi frétt. SVISS Tónlist og tilheyrandi á Islendingafagnaði ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Fullveldisfagnaður íslandsfé- lagsins í Sviss fór svo vel fram þriðja árið í röð að það hvarflar að manni að íslendingar í þýska hluta Sviss séu búnir að vera svo lengi í útlöndum að þeir kunni ekki lengur að drekka á ís- lenska vísu! Haukur Kristinsson, ritari félagsins, Elín Hróarsdóttir og Bjarki Zophoníasson, sem öll búa í Basel, sáu um undirbúning fagnaðarins. Hann var haldinn í húsi frá 16. öld og falleg húsa- kynnin juku hátíðleik kvöldsins. Nokkrir fílefldir karlmenn fluttu sembal Guðrúnar Óskarsdóttur semballeikara, sem stundar tón- listarnám í Basel, á milli húsa og Guðrún lék eftir kvöldmatinn með Kolbeini Bjarnasyni, eiginmanni sínum, en hann leikur á þver- flautu. Þau vildu ekki ofbjóða nein- um og spiluðu stutta svítu eftir Hotteterre. Kolbeinn spilaði einnig Kalais eftir Þorkel Sigurbjörnsson við undirleik Vigdísar Klöru Ara- dóttur klarinettuleikara, en hún Kokkarnir sem sáu um matseldina. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson er í námi í Schola Cantorum Ba- silisensis eins og Guðrún. Hangikjöt var á borðum með tilheyrandi meðlæti. Svisslending- um var ekki treyst til að búa til hvítu sósuna fyrir soðnu kartöfl- umar svo að Kristín Jónsdóttir hannyrðameistari, sem býr í Zurich, og nokkrar aðrar íslenskar konur sáu um það. Eftir matinn tóku landarnir lagið við undirleik Jóhannesar Vigfússonar. Séra Bemharður Guðmundsson og Rannveig Sigurbjörnsdóttir voru heiðursgestir. Bernharður hélt ræðu og fékk gesti til að velta fyrir sér af hveiju þeir koma sam- an til að fagna fullveldi íslands. Nokkrar ágætar ástæður voru nefndar en leiknum var hætt áður en allir fengu dúndrandi heimþrá. Nokkrir sátu auðvitað frameftir. Vatnið var búið en það var enn til rauðvín þegar þeir komu sér heim. Það hefði þótt frétt til næsta bæjar hér áður fyrr. Elín Hróarsdóttir var klædd í íslenskan búning í tilefni af full- veldi íslands. Frá skötukvöldinu. Guðrún Óskarsdóttir og Kolbeinn Bjarnason spiluðu við mikla hrifn- ingu gesta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.