Morgunblaðið - 24.12.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.12.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLÁÐIÐ FIMMTIJDAGUR 24. DESEMBEÍR 1992 V erðlagsstofnun Osannaðar full- yrðingar í hvít- lauksauglýsingu Bakarí má ekki nota heildsöluverð í smásölu VERÐLAGSSTOFNUN hefur beint þeim eindrengn tilmælum til innflytjanda hvítlauks að hann hætti að nota tilteknar fullyrðing- ar um hvítlaukinn í auglýsingum þar sem þær eru ekki taldar standast. Þá hefur Verðiagsstofnun beint þeim tilmælum til bakar- ís að það hætti að auglýsa heildsöluverð við sölu til neytenda þar sem það sé villandi. Verðlagsráð ræddi bæði þessi mál á fundi sínum fyrir skömmu og varð sammála afstöðu Verðlagsstofnunar. Verðlagsstofnun tók hvítlauks- málið fyrir vegna kæru frá keppi- naut innflytjands. Gerði stofnunin athugasemdir við tíu staðhæfingar sem fram koma í auglýsingabækl- ingi heildverslunarinnar Loga- lands um kyolic hvítlauk. Einnig Garðurinn Fékkjám- krók í auga 27 ára gamall maður var flutt- ur á slysadeild eftir að járnkrók- ur hafði slegist í auga hans í fisk- vinnslunni Nesfiski í Garðinum um kl. 17.20 á þriðjudag. Maðurinn var að draga bakka með jámkróki þegar bakkinn losn- aði frá og krókurinn slóst í hann. Hann var fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík og síðar á slysadeild Borg- arspítalans. hafa verið gerð athugasemd við fullyrðingu í blaðaauglýsingu. Verðlagsstofnun telur að þessar staðhæfingar standist ekki og tel- ur að innflytjandinn hafi ekki get- að rökstutt þær. Með bréfi frá því í gær var þeim eindregnu tilmæl- um beint til fyrirtækisins að hætta að auglýsa með þessum hætti svo ekki þurfí að koma til frekari að- gerða af hálfu verðlagsyfirvalda. Borgarbakarí hefur auglýst að það selji vörur á heildsöluverði til neytenda. Verðlagsstofnun telur að notkun orðsins heildsöluverðs í þessu sambandi sé villandi og samrýmist ekki verðlagslögum. Vísar hún til þess að orðið heild- sölu eigi að nota um sölu í stórum skömmtum til smásala, en ekki um smásölu. Beinir hún þeim ein- dregnu tilmælum til fyrirtækisins að hætta að auglýsa með þessum hætti svo ekki þurfi að koma til frekari aðgerða, eins og segir í bréfí stofnunarinnar sem sent var í gær. Morgunblaðið/Þorkell Þorsteinn Helgason, deildarforseti verkfræðideildar, Sveinbjörn Björnsson, háskólarektor, Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, og styrkþeginn, Agni Ásgeirsson. Styrkur veittur úr minningar- sjóði Þorvalds Finnbogasonar AGNA Ásgeirssyni, nema á fjórða ári í verkfræði við Háskóla ís- lands, var afhentur námsstyrkur úr minningarsjóði Þorvalds Finn- bogasonar, stúdents, á mánudag. Frú Vigdís Finnbogadóttir, for- seti íslands, afhenti Agna styrkinn, sem stofnaður var til minningar um bróður hennar. Styrkurinn er veittur til styrktar nema í verk- fræði, og nam að þessu sinni 70 þúsund krónum. Athöfnin fór fram í Skólabæ, móttökustað Háskólans. Minningarsjóður Þorvalds Finn- bogasonar, stúdents, var stofnaður af Finnboga Rúti Þorvaldssyni, prófessor, og konu hans, Ástu Sig- ríði Einarsdóttur, til minningar um son þeirra, sem lést á tuttugasta aldursári. Tilgangur sjóðsins er að styrkja stúdenta til náms við verk- fræðideild Háskóla íslands eða til framhaldsnáms í verkfræði við annan háskóla. Á undanfömum árum hefur styrkþegi sjóðsins verið sá verkfræðinemi við verkfræði- deild Háskóla Islands, sem hefur nám á fjórða námsári með bestum heildarárangri. Agni er fæddur árið 1969. Móð- ir hans er Albína Thordarson, arki- tekt en faðir var Ásgeir Höskulds- son og fósturfaðir er Ólafur Sig- urðsson, fréttamaður. Agni gekk í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófí af eðlisfræði- braut árið 1989. Hann hefur tekið þátt í eðlisfræði- og stærðfræði- keppnum menntaskóla með glæst- um árangri, og árið 1988 tók hann þátt í Ólympíuleikunum í eðlisfræði í Austurríki. Hann hóf nám í véla- verkfræði við H.í. haustið 1989, og hefur margsinnis verið heiðrað- ur þar fyrir frábæran námsárang- ur. Veturinn 1991-1992 dvaldist hann sem skiptinemi við University of Iowa og fékk þar hæstu einkunn í hverju námskeiði. Hann er nú gjaldkeri Félags verkfræðinema, en stefnir í framhaldsnám í iðn- rekstarverkfræði í Bandaríkjunum næsta haust. AUGLYSINGASTOFA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.