Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 13

Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 13
MORGUNBLÁÐIÐ FIMMTIJDAGUR 24. DESEMBEÍR 1992 V erðlagsstofnun Osannaðar full- yrðingar í hvít- lauksauglýsingu Bakarí má ekki nota heildsöluverð í smásölu VERÐLAGSSTOFNUN hefur beint þeim eindrengn tilmælum til innflytjanda hvítlauks að hann hætti að nota tilteknar fullyrðing- ar um hvítlaukinn í auglýsingum þar sem þær eru ekki taldar standast. Þá hefur Verðiagsstofnun beint þeim tilmælum til bakar- ís að það hætti að auglýsa heildsöluverð við sölu til neytenda þar sem það sé villandi. Verðlagsráð ræddi bæði þessi mál á fundi sínum fyrir skömmu og varð sammála afstöðu Verðlagsstofnunar. Verðlagsstofnun tók hvítlauks- málið fyrir vegna kæru frá keppi- naut innflytjands. Gerði stofnunin athugasemdir við tíu staðhæfingar sem fram koma í auglýsingabækl- ingi heildverslunarinnar Loga- lands um kyolic hvítlauk. Einnig Garðurinn Fékkjám- krók í auga 27 ára gamall maður var flutt- ur á slysadeild eftir að járnkrók- ur hafði slegist í auga hans í fisk- vinnslunni Nesfiski í Garðinum um kl. 17.20 á þriðjudag. Maðurinn var að draga bakka með jámkróki þegar bakkinn losn- aði frá og krókurinn slóst í hann. Hann var fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík og síðar á slysadeild Borg- arspítalans. hafa verið gerð athugasemd við fullyrðingu í blaðaauglýsingu. Verðlagsstofnun telur að þessar staðhæfingar standist ekki og tel- ur að innflytjandinn hafi ekki get- að rökstutt þær. Með bréfi frá því í gær var þeim eindregnu tilmæl- um beint til fyrirtækisins að hætta að auglýsa með þessum hætti svo ekki þurfí að koma til frekari að- gerða af hálfu verðlagsyfirvalda. Borgarbakarí hefur auglýst að það selji vörur á heildsöluverði til neytenda. Verðlagsstofnun telur að notkun orðsins heildsöluverðs í þessu sambandi sé villandi og samrýmist ekki verðlagslögum. Vísar hún til þess að orðið heild- sölu eigi að nota um sölu í stórum skömmtum til smásala, en ekki um smásölu. Beinir hún þeim ein- dregnu tilmælum til fyrirtækisins að hætta að auglýsa með þessum hætti svo ekki þurfi að koma til frekari aðgerða, eins og segir í bréfí stofnunarinnar sem sent var í gær. Morgunblaðið/Þorkell Þorsteinn Helgason, deildarforseti verkfræðideildar, Sveinbjörn Björnsson, háskólarektor, Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, og styrkþeginn, Agni Ásgeirsson. Styrkur veittur úr minningar- sjóði Þorvalds Finnbogasonar AGNA Ásgeirssyni, nema á fjórða ári í verkfræði við Háskóla ís- lands, var afhentur námsstyrkur úr minningarsjóði Þorvalds Finn- bogasonar, stúdents, á mánudag. Frú Vigdís Finnbogadóttir, for- seti íslands, afhenti Agna styrkinn, sem stofnaður var til minningar um bróður hennar. Styrkurinn er veittur til styrktar nema í verk- fræði, og nam að þessu sinni 70 þúsund krónum. Athöfnin fór fram í Skólabæ, móttökustað Háskólans. Minningarsjóður Þorvalds Finn- bogasonar, stúdents, var stofnaður af Finnboga Rúti Þorvaldssyni, prófessor, og konu hans, Ástu Sig- ríði Einarsdóttur, til minningar um son þeirra, sem lést á tuttugasta aldursári. Tilgangur sjóðsins er að styrkja stúdenta til náms við verk- fræðideild Háskóla íslands eða til framhaldsnáms í verkfræði við annan háskóla. Á undanfömum árum hefur styrkþegi sjóðsins verið sá verkfræðinemi við verkfræði- deild Háskóla Islands, sem hefur nám á fjórða námsári með bestum heildarárangri. Agni er fæddur árið 1969. Móð- ir hans er Albína Thordarson, arki- tekt en faðir var Ásgeir Höskulds- son og fósturfaðir er Ólafur Sig- urðsson, fréttamaður. Agni gekk í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófí af eðlisfræði- braut árið 1989. Hann hefur tekið þátt í eðlisfræði- og stærðfræði- keppnum menntaskóla með glæst- um árangri, og árið 1988 tók hann þátt í Ólympíuleikunum í eðlisfræði í Austurríki. Hann hóf nám í véla- verkfræði við H.í. haustið 1989, og hefur margsinnis verið heiðrað- ur þar fyrir frábæran námsárang- ur. Veturinn 1991-1992 dvaldist hann sem skiptinemi við University of Iowa og fékk þar hæstu einkunn í hverju námskeiði. Hann er nú gjaldkeri Félags verkfræðinema, en stefnir í framhaldsnám í iðn- rekstarverkfræði í Bandaríkjunum næsta haust. AUGLYSINGASTOFA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.