Morgunblaðið - 24.12.1992, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992
Jólaskákþrautír
Skák
Margeir Pétursson
EINS og venjulega eru jóla-
þrautimar sín úr hverri áttinni
og raðað upp eftir þyngd, sú
léttasta fyrst o.s.frv. Allar eru
þó mjög vel viðráðanlegar.
Flestar eru gamlar og góðar
én ein er þó glæný og fékk
fyrstu verðlaun á heimsmóti
skákdæmahöfunda 1989-1992.
Fróðlegt er að bera hana saman
við þær gömlu. Bandarikja-
manninn Samuel Loyd þekkja
allir skákdæmaunnendur. Eins
og svo oft áður á hann eina
jólaþrautina, en hann samdi
hana þó ekki, heldur kom hún
upp í skák sem hann tefidi sjálf-
ur.
Þrautir Sam Loyds eru fyrst
og fremst hnyttnar og skemmti-
legar og ekki samdar til að mæta
fagurfræðilegum kröfum dómara
í skákdæmakeppnum, eins og
tíðkast nú til dags. Litlum sögum
fer hins vegar af taflmennsku
hans. í skákritinu / uppnámi 1902
er meira að segja birt skák sem
hann tefldi við Thomas bróður
sinn á árunum 1856-1858. Til að
hún yrði spennandi var ákveðið
fyrirfram að Thomas yrði að máta
Sam með g peði sínu. Það tókst
honum svikalaust, fyrst hirti hann
mestallt liðið af Sam og eftir að-
eins 27 leiki gat hann tilkynnt
mát í ellefu leikjum með g peðinu!
En víkjum nú að þrautunum.
Sú fyrsta er eftir tékkneska skák-
hugsuðinn mikla Richard Réti.
Margir kannast áreiðanlega við
stefið og leysa það strax. Hinum
kemur það skemmtilega á óvart.
Annað dæmið sem er rússneskt
gæti virst snúið, því fímm leikir
eru í mátið. Lausnin er þó lítt
dulbúin, en fyndin.
Þriðja dæmið er dæmigert tví-
leiksdæmi og ætti það ekki að
vefjast fyrir neinum.
Það ijórða er hins vegar erfíð-
ara og jafnframt talið sérlega list-
rænt. A.m.k. fékk það fyrstu verð-
laun í flokki tvfleiksdæma nýjustu
heimskeppni skákdæmahöfunda
frá 1989- 1992. Hið listræna gildi
þess verður útskýrt þegar lausn-
imar birtast.
Fimmta þrautin er svo úr skák
Samuels Loyds (1841-1911).
Hann er frægastur fyrir þrfleiks-
dæmi sín, en þó henti það hann
að missa af máti í þremur. Þraut-
in er lokastaða úr skák sem hann
tefldi sjálfur með hvítu. Henni
lauk þannig að Loyd lýsti yfír
máti í sex leikjum sem andstæð-
ingurinn tók gott og gilt. En löngu
seinna, árið 1882, birti Loyd í
tímaritinu Chess Strategy eftir-
farandi klausu:
„Þótt ég sé á móti aldarfjórð-
ungs umhugsunartíma, mun ég
ef Doktorinn vill leyfa mér frek-
ari umhugsun um stöðuna, til-
kynna mát sem er meira í sam-
ræmi við uppáhald nútímans á
fárra leikja skákdæmum." - Og
viti menn, það reyndist vera mát
í aðeins þremur leikjum i stöðunni.
Nú geta lesendur spreytt sig á
að fínna mátið sem Sam Loyd
þurfti aldarfjórðung til að upp-
götva.
Sjötta og síðasta dæmið er lík-
lega erfíðast. Það er reyndar kall-
að „músagildran" og eins og í
öllum góðum dæmum kemur
lausnin á óvart.
Heimildir: Björn Nielsen og
Alfred Christensen: Alt om
Skak, Odense 1943,
í uppnámi, 2. árgangur 1902,
dr. Ingimar Jónsson: Alfræði-
bókin um skák, A-Ö, Reykjavík
1988,
ýmsir sovéskir höfundar:
Shakhmatnyi enzyklope-
dísjevskí slovarj, Moskva 1990,
G. Nadareishvili, J. Akobia: Mat
v’etjúdi, Tbilisi 1990.
Sutherland, Lommer: 1234
Modern chess endings, New
York 1968
Skákmót milli jóla og nýárs
Að venju eru mörg skákmót
fyrirhuguð á milli jóla og nýárs.
Taflfélag Reykjavíkur heldur
jólahraðskákmót sitt dagana
28—29. desember og hefst taflið
kl. 20 báða dagana í félagsheim-
ili TR að Faxafeni 12. Teflt verð-
ur í riðlum, 5 mínútna hraðskák-.
ir. Fyrra kvöldið fara fram undan-
rásir en seinna kvöldið úrslit.
Skákfélag Akureyrar heldur
jólahraðskákmót sitt sunnudaginn
27. desember kl. 14 í félagsheimil-
inu Þingvallastræti 18.
Taflfélag Kópavogs er með jóla-
hraðskákmót sunnudaginn 27.
desember kl. 14 í félagsheimilinu
Hamraborg 5.
Taflfélag Akraness gengst fyrir
afmælismóti í tilefni 50 ára kaup-
staðarréttinda sunnudaginn 27.
des. og hefst taflið kl. 11.00 í
Fjölbrautaskóla Vesturlands.
Verðlaun eru 20 þús., 15 þús.,
10. þús og 5 þús. kr.
GLEÐILEG JÓL!
Hvítur leikur og heldur jafn-
tefli
2. E. Pogosjantz 1967
3. A. Bottacci 1922
• bcd*l o h
Hvítur mátar í öðrum leik
4. J. Valuska 1988
5. Hvítt: Sam Loyd, svart: C.C.
Moore
6. P.A. Orlimont 1904
■ b c o • i 0 n
Hvítur mátar í þriðja leik
Jólabridsþrautir
Árið 1950 var brotið blað í brids-
sögunni. Maður að nafni Alberto
Perroux tók við sljóm ítalska lands-
liðsins, valdi það og þjálfaði. Ári
síðar vann lið hans, Bláa sveitin,
sinn fyrsta alþjóðlega sigur, Evr-
ópumót, sem haldið var í Feneyjum.
Bláa sveitin náði ekki að vinna
Bandaríkjamenn í úrslitum heims-
meistarakeppninnar, sem fylgdi í
kjölfarið, en nokkmm áram síðar
vora liðsmenn Perroux tilbúnir.
Þeir unnu sitt fyrsta heimsmeist-
aramót 1957 og öll síðan til ársins
1969, eða 10 í röð!
Bláa sveitin tók ekki miklum
breytingum á þessum tíma, en þeir
sem komu við sögu eru nöfn sem
allir bridsáhugamenn þekkja: Ava-
relli, Belladonna, Chiaradia, d’Al-
elio, Forquet, Garozzo, Pabis-Ticci
og Siniscalco. Jólaþrautimar í ár
era allar frá ítölsku gullaldarspilur-
unum komnar; meistarastykki, sem
þeir hafa sjálfír spilað við græna
borðið. Lesendum Morgunblaðsins
er nú boðið að setjast í sæti suðurs
og spreyta sig á sömu vandamálum
og blöstu við ítölsku meisturanum.
Svörin verða birt í dagdálki blaðsins
eftir hátíðar.
1
Austur gefur; allir á hættu.
Norður
♦ 95
▼ D1086
♦ DG105
♦ K10
Suður
♦ ÁK3
♦ Á7
♦ Á9876
♦ 987
Brids
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Vestur Norður Austur Suður
1 spaði 1 grand
Pass 2 grönd Pass 3 grönd!
Pass Pass Pass
Utspil: spaðadrottning.
(a) Hvernig viltu spila?
(b) Hvaða níu slagi reiknarðu
með að taka?
2
Suður gefur; allir á hættu.
Norður
♦ 54
♦ Á8752
♦ KD765
♦ Á
Suður
♦ K3
♦ 104
♦ ÁG4
♦ KD9765
Vestur Norður Austur Suður
1 tígull*
Pass 2 hjörtu Pass 3 lauf
Pass 4 tíglar Pass 4 spaðar
Pass 5 lauf Pass 6 tíglar
Pass 6 tfglar Allir pass
•kerfið er sterkt lauf, svo tígulopnun lofar
aðeins 3-lit
Útspil: hjartaþristur.
Sagnhafí tekur fyrsta slaginn á
hjartaás og austur lætur níuna.
Taktu við. (Er einhver leið að vinna
spilið ef laufið liggur ekki 3-3?)
3
Suður gefur; enginn á hættu.
Norður
♦ Á954
♦ ÁD10
♦ G765
♦ 43
III
Suður
♦ KG763
♦ 32
♦ Á109
♦ ÁKD
Vestur Norður Austur Suður
1 spaði
Pass 4 spaðar Allir pass
Útspil: laufgosi.
Til að tryggja það að gefa aðeins
einn slag á tromp, leggur sagnhafí
niður spaðakóng í öðram slag. AV
fylgja lit. En þegar spaða er spilað
á ás, heldur austur hjarta.
Taktu við.
4
Suður gefur; enginn á hættu.
Norður
♦ Á2
♦ G105
♦ Á543
♦ ÁG42
III
Suður
♦ KDG1093
♦ Á6
♦ K62
♦ K9
Vestur Norður Austur Suður
- - 1 spaði
Pass 2 lauf Pass 3 spaðar
Pass 4 tíglar* Pass 4 grönd
Pass 5 lauf** Pass 5 grönd
Pass 6 lauf*** Pass 6 spaðar
Pass Pass Pass
* fyrirstöðusögn
** 0 eða 3 ásar
*** 0 eða 3 kóngar
Útspil: hjartanía.
Hver er áætlunin?
5
Suður gefur; enginn á hættu.
Norður
♦ K975
♦ 32
♦ Á764
♦ K64
Suður
♦ ÁG1084
♦ ÁKD
♦ KG5
♦ Á7
Vestur Norður Austur Suður
1 lauf*
Pass lgrand**Pass 2 spaðar
Pass 3 spaðar Pass 4 lauf
Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu
Pass 4 spaðar Pass 6 spaðar
Pass Pass Pass
* sterkt lauf
** 4 kontról (Á=2, K=l)
Útspil: laufdrottning.
Hvernig viltu spila?
6
Norður gefur; allir á hættu.
Norður
♦ DG2
♦ ÁKG
♦ G1092
♦ ÁD2
II
Suður
♦ Á76
♦ 1094
♦ K875
♦ K54
Vestur Norður Austur Suður
1 lauf* Pass 1 grand**
Pass 3 grönd Pass Pass
Pass
* sterkt lauf
** 4 kontról
Útspil: spaðaátta.
Hvemig viltu spila?
7
Vestur gefur; NS á hættu.
Norður
- ♦ÁKGgt
♦ Á765
♦ 3
♦ 1097
llllll
Suður
♦ 7652
♦ KG
4 ÁK
♦ ÁD832
Vestur Norður Austur Suður
3 líglar Dobl 5 tíglar 6 lauf
Pass Pass Pass
Útspil: spaðaþristur.
Sagnhafi fer illa af stað þegar
hann drepur á spaðaás og hleypir.
lauftíu. Vestur drepur á gosann og
spilar tíguldrottningu.
Taktu við.
8
Vestur gefur; NS á hættu.
Norður
♦ 642
♦ G108
♦ D8
♦ ÁK542
Suður
♦ KG7
♦ -
♦ ÁKG1096
♦ D986
Vestur Norður Austur Suður
1 bjarta Pass 2 hjörtu 3 tfglar
4 hjörtu 5 tíglar Allir pass
Útspil: laufsjö.
Hver er áætlunin?