Morgunblaðið - 24.12.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.12.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992 83 Matthías Már Jóhannesson, sem er að verða þriggja ára, stóð sig eins og hetja þegar sauma þurfti fáein spor í höf- uðið. Asdís Hin- riksdóttir hjúkrunar- fræðingur greiðir honum að því loknu. Sí-Síií; I Deildir og útibú ÞÓ AÐ Borgarspítalinn sé í hugum flestra reisuleg bygging í Fossvogsdalnum, hýsir hún aðeins hluta starf- seminnar. Spítalinn rekur sex útíbú á suð-vesturhorn- inu. Þau eru; hjúkrunar- og end- urhæfingardeild í Heilsuvemd- arstöðinni við Barónsstíg, geð- deild og öldrunardeild í Hvíta- bandinu við Skólavörðustíg, vistheimilið Arnarholt á Kjalarnesi, endurhæfingar- og taugadeild á Grensási, dag- deild geðdeildar í Templara- höllinni og meðferðarheimilið við Kleifarveg. Deildir spítalans í Fossvogi eru; geðdeild, háls-, nef- og eymadeild, heila- og tauga- skurðlækningadeild, lyflækn- ingadeild, rannsóknadeild, röntgendeild, skurðlækninga- deild, slysa- og bæklunardeild, svæfinga- og gjörgæsludeild og þvagfæraskurðlækninga- deild. Auk þess eru á spítalan- um tæknideild, tölvudeild, sótthreinsunardeild, sjúkra- þjálfun, iðjuþjálfun, apótek, lager, innkaupadeild, sauma- stofa, eldhús, ræstingadeild og línafgreiðsla. Við spítalann starfa einnig tveir prestar. Gizur Gottskálksson, sérfræðingur á rannsóknardeild. Jafnvel sjúkrarúmin fá á sig jóla- svip. ferð erlendis og stefnir Gizur að því að því að heija hana hérlendis á næsta ári. -En er hægt að fylgjast vel með °g byggja upp þegar spara þarf háar fjárhæðir í heilbrigðiskerfmu? „Við verðum að fylgjast vel með öllum nýjungum, fólk sættir sig ekki við aðra meðferð en þá sem gerist best erlendis. Jafnframt verðum við að fara varlega með fjármuni, svo að þá megi nýta skynsamlega. En ég neita því ekki að við vildum hafa meiri fjármuni á milli handanna, nú sem endra- nær.“ Jól á gjörgæslu Eðlis síns vegna er starfsemi AF ÞEEW starfsmönnum sem hófu störf á nýjum Borgarspít- ala fyrir aldarfjórðungi starfa um 20 enn við spítalann. Ein þeirra er Birna Friðgeirsdóttir röntgentæknir. Hún var ráðin á spítalann í maí 1966 en þá tók röntgendeildin til starfa fyrst allra deilda. „Húsið var hvergi nærri full- byggt og fyrstu vikurnar fóru því í að hreinsa úr gluggum og því um líkt,“ segir Birna. í upp- hafi voru um 15 manns á deild- inni, en eru nú um 60. Þegar Bima hóf störf var hún aðstoðarstúlka á röntgendeild en útskrifaðist sem röntgentæknir 1971. Áður starfaði hún á Land- spítalanum í fimm ár. Á þeim tíma sem Bima hefur unnið við röntgentökur hafa orðið gífurleg- ar breytingar. „Mig hefði til dæmis aldrei órað fyrir því að hægt yrði að taka sneiðmyndir af mannslíkamanum, hvað þá að sprauta mætti ísótópum í fólk til að kanna hvort veilur séu í lík- amsstarfseminni." Og fleiri breytingar eru á döfinni, sterk lyktin af framköllunarvökva, sem hefur verið óhjákvæmilegur fylgifiskur röntgenmyndanna, gjörgæsludeildar viðkvæm. Starfs- fólk og gestkomandi fara sér hljóð- lega og þar er ekki hávaðanum fyrir að fara, nema ef vera skyldi í öllum þeim aragrúa tækja sem nauðsynleg eru starfseminni. Kristín Gunnarsdóttir hjúkrunar- stjóri segir þó vissulega vera utan- aðkomandi álag á deildina, þó það hafi farið minnkandi. Þar sé fyrst og fremst um fjölmiðla að ræða, enda hafa margir sjúklinganna á gjörgæslu lent í slysum sem teljast fréttnæm. „Þetta hefur breyst mjög til batnaðar, fjölmiðlar sýna meiri tillitsemi en áður.“ Kristín segir það reynast mörg- um aðstandanum erfítt að horfa upp á sína nánustu heyja baráttu, gæti brátt heyrt sögunni til, með tilkomu nýrrar tækni við fram- köllun. „Mér finnst gott að vinna hér,“ segir Birna um ástæður 26 ára hollustu við vinnustaðinn. „Þó að kaupið sé auðvitað ekkert til að hrópa húrra fyrir er margt annað sem kemur til. Vinnutíminn er þægilegur, starfíð fjölbreytt og starfsandinn góður. Ég hef því sem oft er upp á líf og dauða og því hafi verið lögð áhersla á gera aðstandendum veruna á spítalan- um sem bærilegasta. Áðstaða þeirra hefur verið bætt til muna; nýlega var tekið í notkun herbergi þar sem þeir geta hvílst, horft á sjónvarp, lesið og hringt, ef með þarf. Um jólin er reynt að útskrifa sem flesta sjúklinga spítalans. Sjúklingar á gjörgæsludeild fara hins vegar hvergi. Þó er mjög mis- jafnt hversu margir liggja þar yfir jólin. Síðustu jól voru sjúklingarnir aðeins tveir, núna verða líklega velflest rúm skipuð, að sögn Krist- ínar. „Jólaundirbúningurinn fer hér ekkert verið að hugsa mér til hreyfings." Bima viðurkennir fúslega að þrátt fyrir nokkur hundruð kunn- ugleg andlit vinnufélaganna, rek- ist hún sífellt á ný andlit meðal starfsfólks. Enda vart hægt að ætlast til til að fólk þekki alla 1.500 samstarfsmennina, þó að það hafi unnið á sama stað í rúman aldarfjórðung. fram eins og á öðrum deildum spít- alans, við reynum að skapa jóla- stemmningu með því að skreyta allt. Hér er fullmannað af starfs- fólki yfir jólin, enda sjúklingar á gjörgæslu mikið veikir. Jólin eru tími mikilla tilfinninga og aðstand- endur sjúklinga dvelja mikið hjá þeim, ekki síst yfir hátíðirnar og því er mikilvægt að fólki líði eins vel hér og kostur er.“ Kristín segir gjörgæsludeild ber- ast kveðjur á jólum frá mörgum þeirra sjúklinga sem hafa legið á deildinni, svo og aðstandendum þeirra. „Okkur þykir ákaflega vænt um að heyra frá þeim og frétta hvernig fólki hefur vegnað. Þeim sem útskrifast frá okkur er ekið í rúmum sínum yfír á almenn- ar deildir á meðan þeir sem útskrif- ast þaðan, fara jafnvel fótgang- andi burt. Því er okkur mikils virði að frétta af fólki, sem við kveðjum áður en það nær heilsu." Aukin þátttaka starfsfólks í rekstri Að hveiju stefna forráðamenn spítalans svo að í náinni framtíð? „Einingar spítalans eru talsvert dreifðar og ég hefði kosið að sjá hann rekinn á færri stöðum til að ná fram aukinni hagkvæmni," seg- ir Jóhannes Pálmason. Hann segir að einnig þurfi að fínna ákveðið jafnvægi á milli öldrunarþjónustu og bráðaþjónustu spítalans en ver- ið sé að vinna að endurskipulagn- ingu hans í samvinnu við heil- brigðisráðuneytið. „Við teljum okkur reka góðan spítala og hag- kvæman, sem hefur skilað góðum árangri með þátttöku starfsmanna. Vonandi verður haldið áfram á þeirri braut að auka áhrif starfs- manna á ýmsar rekstrarákvarðanir spítalans. Jafnvel að starfsfólk fái að njóta þess árangurs sem það stuðlar að. Dæmi um það er 20 milljóna króna aukagreiðsla, sem skiptist á milli starfsmanna fyrr á þessu ári. Þama var brotið blað í íslenskri spítalasögu. Við viljum halda áfram á þessari braut, stuðla að því að starfsfólk verði virkara, finni að starf hvers og eins skili árangri og að það fái að njóta þess.“ Á röntgen frá upphafi Morgunblaðið/Þorkell Birna hefur starfað sem röntgentæknir á Borgarspítalanum í 26 ár. Frjálsi líf- eyrissjóð- urinn stend- ur undir skuldbind- ing'um VEGNA fréttar í Morgunblaðinu hinn 17. desember sl. þar sem fram kemur að eini lífeyrissjóður- inn sem standi undir skuldbind- ingum sínum sé Lífeyrissjóður verslunarmanna er rétt að eftir- farandi komi fram. Fijálsi lífeyrissjóðurinn er sér- eignasjóður og stendur sem slíkur fullkomlega undir skuldbindingum sínum. Raunávöxtun Fijálsa lífeyris- sjóðsins hefur allt frá stofnun sjóðs- ins árið 1978 verið jákvæð og með því hæsta sem um getur hjá lífeyris- sjóðum landsins. Meðlimir Fijálsa lífeyrissjóðsins geta því átt von á góðum lífeyri í samræmi við það. Raunávöxtun Fijálsa lífeyris- sjóðsins fyrir árið 1991 var 7,1% og verður svipuð fyrir árið 1992. Sjóðs- félagar eru yfír 2.400 og stærð sjóðsins um 1.400 milljónir króna. Yfír 80% af eignum sjóðsins eru bundnar í verðtryggðum skuldabréf- um ríkis, sveitarfélaga og banka. Frjálsi lífeyrissjóðurinn mun hafa það að leiðarljósi að tryggja sjóðsfé- lögum áframhaldandi góða ávöxtun og öryggi eigna sinna. (Fréttatilkynning) Blysför um Sogamýri og Elliða- árdalinn FERÐAFÉLAG íslands efnir til blysfarar og léttrar fjöl- skyldugöngu sunnudaginn 27. desember. Slík ganga var far- in á sama tíma í fyrra og tókst mjög vel, þátttakendur þá voru 650. Á sunnudaginn er mæting við nýtt félagsheimili Ferðafélags- ins í Mörkinni 6 (v/Suðurlands- braut, austan Skeiðarvogs). Brottför í gönguna er kl. 16.30 en fyrir brottför verða seld blys. Frá Mörkinni 6 verður haldið í stutta og létta göngu um skemmtileg útvistarsvæði borg- arinnar, í Sogamýri og haldið um undirgöng við gamla Fáks- heimilinu (norðan Sprengi- sands) inn í Elliðaárdalinn. Áætlaður göngutími er 1,5 klst. Þarna gefst fólki kostur á að kveðja gamla árið og kynnast skemmtilegum útivistarsvæðum í borginni. Undir lok göngunnar verður Hjálparsveit skáta með glæsilega flugeldasýningu. AMangadagui bkaö JóUdagur lnfcxA 2. jóUdagur lokftö Gamlirsdagur lokaA Nýársdagur kl 18-2130 AUa adra daga er oplð cúa oguenjukgakl. U—2330 Œjeöilegahátíð Þökkumviðskiptináárinu j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.