Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 40

Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ I'IMMTUDAGUR. 24, DESEMBER 1992 Akureyrarflugvöllur Um 350 manns í sjö ferðum frá Reykjavlk 14 ferðir hjá Flugfélagi Norðurlands ÞAÐ var mikill erill á Akureyrarflugvelli í gær, um 350 manns komu frá Reykjavík og um 150-60 manns fóru með vélunum til baka. Þá voru 14 ferðir hjá Flugfélagi Norðurlands frá Akureyri í gær. Alls komu sjö Fokker flugvélar til Akureyrar frá Reykjavík í gær, allar fullbókaðar þannig að farþeg- arnir voru um 350 talsins. „Straumurinn liggur hingað,“ sagði afgreiðslumaður á Akur- eyrarflugvelli í gær, en tæplega 160 manns áttu bókað far suður þennan Þorláksmessudag. Hjá Flugfélagi Norðurlands voru 14 ferðir í gær til allra áfanga- staða félagsins utan Grimseyjar, en þangað á að fljúga í dag, að- fangadag. Félagið flutti um 240 farþega til áfangastaða sinna í þessum 14 flugferðum, en þeim var öllum lokið um kl. 15 í gær. „VIÐ finnum mjög fyrir því að það er þyngra hjá fólki nú er verið hefur,“ sagði Níels Erlingsson hjá Hjálpræðishernum á Akureyri. í kvöld, aðfangadagskvöld, verður í húsakynnum hersins að Hvanna- völlum 6, boðið upp á jólamat og er það í annað sinn sem herinn hefur opið hús á aðfangadagskvöld. Níels sagði að vitað væri um nokkra einstaklinga sem ætluðu að eyða aðfangadagskvöldinu hjá Hjálpræðishemum. Hann sagði að íauk þess að bjóða því fólki sem það kýs að dvelja hjá hemum á aðfangadagskvöld væm matar- Jólaskemmt- un og jóla- ball á skauta- svellinu ÞAÐ verður mikið um að vera á skautasvæði Skautafélags ’Akureyrar um jól og áramót svo sem venja hefur verið, m.a. verður haldin jólaskemmtun og jólaball. pakkar einnig sendir út til þeirra sem með þurfa. „í svona litlu sam- félagi er erfíðara að fá fólk til að fara út, þetta er nýtt hér í bænum en þó grejnilega þörf fyrir að bjóða upp á þetta,“ sagði Níels. Samkoman hefst kl. 18, boðið verður upp á jólamat, jólaguðs- spjallið verður lesið og þá verður boðið upp á kaffi og kökur á eftir og síðan geta menn setið að vild og spjallað fram eftir kvöldi. Níels sagði að vel hefði gengið að safna fé í jólapotti Hjálpræðis- hersins, en hann er staðsettur í göngugötunni, Hafnarstræti. Oveðrið í síðustu viku hefði þó sett strik í reikninginn, en þá hefðu fáir verið á ferli. Þorláksmessuannir Morgunblaðið/Rúnar Þór Svo sem venja er á Þorláksmessu er fólk önnum kafið við lokaundirbúning fyrir jólahátíðina og leggja margir leið sína í verslanir þennan dag. í miðbæ Akureyrar var margt fólk í verslunarleiðangri, en versl- anir voru opnar til kl. 23 í gærkvöld eins og hefðbundið er á þessum degi. Farið fram úr fjárveitingn til Hjálpræðisherinn á Akureyri Boðið upp á jólamat á aðfangadagskvöld Jólaskemmtunin verður haldin sunnudaginn 27. desember frá kl. 17 til 19. jólasveinar koma í heim- sókn og taka lagið auk þess að dreifa sætindum til gestanna, þá verður boðið upp á ilmandi kakó, kaffí og piparkökur. Um kvöldið verður jólaball fyrir unglingana frá kl. 20 til 23. Skautasvellið verður opið fyrir almenning annan dag jóla frá kl. '13 til 16, en á jóladag verður svæð- ið ekki opið, en öllum heimilt að fara á svellið ef aðstæður þar leyfa. Á milli jóla og nýárs verður opið fyrir almenning frá kl. 13 til 16 og frá 20 til 22 og verður boð- ið upp á skautakennslu frá kl. 13 til 14 þá daga. Skautasvæðið verð- ur lokað á gamlársdag og á nýárs- dag verður öllum heimilt að nýta sér búningsaðstöðu og skautasvell í tilefni af 56 ára afmæli félagsins. snjómoksturs vegna óveðurs MIKLU fé hefur verið varið til snjómoksturs á Akureyri í des- ember og Ijóst að fjárveiting þessa árs fer fram út áætlun vegna þess mikla magns sem kyngdi niður í stórhríðinni í síð- ustu viku. Áætlað er að kostnað- ur við snjómokstur í þessari og liðinni viku sé á bilinu 400 til 800 þúsund krónur á dag. Guðmundur Guðlaugsson yfir- verkfræðingur hjá Akureyrarbæ sagði að tölur um kostnað við snjó- mokstur í bænum lægu ekki fyrir fyrr en eftir áramót. Misjafnt væri eftir dögum hver kostnaðurinn væri, öll tæki í eigu bæjarins væru notuð til að hreinsa götur og suma daga Morgunblaðið/Rúnar Þór Stjórnin syðra, en trommar- inn nyrðra Trommuleikari Stjómarinnar, sem aldrei er kallaður annað en Halli Gulli er Akureyringur og var í gær, Þorláksmessudag, kominn norður í jólafrí þegar hljómsveitin kom fram í beinni útsendingu í þættinum Svanfríður og Svanfríð- ur á Rás 2. Þessum knáa trommu- leikara var ekki skotaskuld úr að leika með hljómsveitinni í þessari beinu útsendingu þó hann væri rúmlega 400 kílómetra fjarri fé- Iögum sínum, en hann kom sér fyrir við trommusettið í hljóðstofu Ríkisútvarpsins á Akureyri og lék með sveitinni sem var stödd við Efstaleitið í Reykjavík. væru tæki leigð að auki, en það hefði til að mynda verið gert fy'óra daga í liðinni viku og eins var tækja- kosti bætt við í þessari viku. Kostn- aður við snjómokstur á götum bæjar- ins væri því frá um 400 þúsund krón- um og upp i um 800 þ'úsund krónur á dag. „Það ber öllum saman um að svo mikill snjór hefur ekki verið hér á þessum árstíma mjög langt aftur í tímann. Við kappkostum að hreinsa snjóinn af götum og breikka þær fyrir hátíðina og erum með nokkra vörubíla í leigu nú til að keyra snjó- inn burt og ofan í sjó. Við reiknum með að klára að mestu fyrir jól og vonum að veðrið verði skaplegt milli hátíða þannig að ekki þurfi mikilu að kosta til til viðbótar,“ sagði Guð- mundur. Á fjárhagsáætiun þessa árs var áætlað að veija 7,8 milljónum króna í snjómokstur og um síðustu mán- aðamót, nóvember og desember, var fjárveitingin um það bil hálfnuð, en þá var búið að nota 3,9 milljónir króna í mokstur. Sagði Guðmundur alveg ljóst að fjárveitingin færi fram úr áætlun eftir óveðurskaflann, en kostnaður við moksturinn síðustu daga væri orðinn meiri en 4 milljón- ir króna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.