Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 11

Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAgUR 24. DESEMBER 1992 n Kínverjar loka frönsku konsúlati Kínversk stjómvöld kröfðust þess í gær af Frökkum að þeir lokuðu ræðismannskrifstofu sinni í borginni Guangzhou í suðurhluta landsins. Astæðan er sú ákvörðun Frakka að selja Mirage 2000 herþotur til stjórnarinnar á Taiwan. Þetta eru harkalegustu aðgerðir sem Kínverjar beita gegn vestrænu ríki í ellefu ár. Bush til Sóm- alíu George Bush Bandaríkjafor- seti tilkynnti í gær að hann hygðist heimsækja bandaríska hermenn í Sómalíu um áramót- in. Bush, sem lætur af emb- ætti 20. janúar, er víðförlasti forsetinn í sögu Bandaríkjanna. Þetta verður hins vegar í fyrsta skipti sem hann heimsækir Afr- íku sunnan Sahara sem forseti. Skortur á varahlutum í Líbýu Lýst hefur verið yfir þriggja daga þjóðarsorg í Líbýu í kjöl- far þess að 158 manns létu líf- ið í flugslysi á þriðjudag. Hin opinbera fréttastofa JANA hafði eftir „heimildarmönnum í flugmálastjórn" að flugrekst- ur í Líbýu stæði frammi fyrir miklum vandamálum vegna skorts á varahlutum og ýmsum búnaði tengdum flugrekstri. Er þetta vegna viðskiptabanns Sameinuðu þjóðanna, sem sett var á vegna tregðu líbýskra stjórnvalda við að framselja tvo menn sem taldir eru tengjast Lockerbie-hryðjuverkinu. Flug til og frá Líbýu var bannað sem og sala á varahlutum og öðrum búnaði til landsins. Slysið á þriðjudag, er Boeing 727-þota hrapaði skammt frá Trípólí, var í frétt JANA ekki sagt tengjast þessum varahlutaskorti. Enn væri verið að rannsaka hvað því hefði valdið. Bandaríkja- maður lætur lífið í Sómalíu Óbreyttur bandarískur borg- ari lét lífið og tveir særðust er bifreið þeirra ók á jarðsprengju skammt frá borginni Bardere í suðurhluta Sómalíu. Þetta er fýrsta mannfallið í röðum Bandaríkjamanna frá því að hersveitir þeirra komu til Sóm- alíu þann 9. desember. Menn- imir þrír voru embættismenn. Sjómannaaf- sláttur aukinn Danska þingið hefur samþykkt að auka sjómannaafslátt. Sjó- menn hafa hingað til notið sjó- mannaafsláttar fyrir þá daga sem þeir hafa verið á fjarlægum miðum. Nú mun afslátturinn gilda almennt og verður hann 190 danskar krónur á dag (tæplega tvö þúsund ÍSK). Er skattafrádráttur þessi rök- studdur með þvi að það hafí sérstök útgjöld í för með sér að vera á sjó. Evrópubandalag- ið þarf að leggja blessun sína yfir afsláttinn því líta má svo á að hann raski eðlilegri sam- keppni milli landa. Þess má geta að sjómannaafsláttur á Islandi er 10%. Warren Christopher næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna Kaim best víð sig að tjaldabaki Waahinnrfnn I.nc in<ra1no Pnnint* Washington, Los Angeles. Reuter. MENN eru ekki á eitt sáttir þegar reynt er að túlka tilnefningu Bills Clintons, verðandi Bandaríkjaforseta, á Warren Christopher í embætti utanrikisráðherra. Sumir óttast að hann sé ekki nægilegur þungaviktar- maður til að láta til sín taka, tilnefningin sýni að Clinton muni einbeita sér að innanlandsmálum og forysta Bandaríkjamanna á alþjóðavett- vangi verði ekki nógu sköruleg. Aðrir telja að nýi ráðherrann muni afsanna þessar hrakspár og þriggja áratuga reynsla hans muni koma Clinton að góðum notum. Christopher er hæglátur maður og hlédrægur, vill fremur stjórna að tjaldabaki en vera stöðugt í sviðsljós- inu. Honum er mjög annt um að skilja á milli einkalífs og opinberra starfa og segir eiginkona hans, Marie, að stundum líði vikur án þess að hann ræði um viðfangsefni sín á vinnu- stað. Þagmælsku hans er við brugðið og er hann því eftirsóttur ráðgjafi. Warren Christopher er 67 ára gam- all, fæddur í Norður-Dakota 1925 en fluttist með forelð- jm sínum til Los Angeles. Eftir hafa gegnt herþjón- ustu í flö^^aum lauk hann prófí í lög- um v;ó Stanford-háskóla 1949, hóf skömmu síðar málafærslustörf og jafnframt þátttöku í stjórnmálum með demókrötum. Svo fór að Chri- stopher gerðist embættismaður í Washington og varð aðstoðardóms- málaráðherra í stjórn Lyndons John- sons. Christopher hefur verið ákafur talsmaður kynþáttajafnréfctis. Hann var á þessu ári skipaður formaður nefndar sem kannaði starfshætti lög- reglunnar í Los Angeles eftir óeirðim- ar þar í borg vegna sýknudóma yfir lögreglumönnum er misþyrmt höfðu blökkumanninum Rodney King. Árið 1973 hafnaði Christopher að verða rannsóknardómari í Watergate-mál- inu, hann óttaðist að fá ekki fullt frelsi til að kanna allar hliðar hneykslisins. Christopher var aðstoðarutanríkis- ráðherra í stjórn Jimmys Carters á áttunda áratugnum og átti þá mikinn þátt í samningum um Panamaskurð- inn, mótaði að verulegu leyti stefnu Carters í mannréttindamálum og fékk því framgengt að arabaríkjum var ieyft að kaupa bandarísk há- tæknivopn. Undir lok stjómartíma Carters annaðist Christopher samn- inga við klerkastjómina í íran um lausn 52 bandarískra gísla úr haldi en þeim var sleppt um leið og Carter lét af embætti í janúar 1981. Turavia og Heimsferðir bjóða einstakt tækifæri ||j |Fj|| Verð aðeins kr. 98.700,- 18. janúar — 3 vikur Valmöguleikar Viðbótargjald á 5 stjörnu hótelum í Brasilíu kr* I 7.000j- 5 kynnisferðir í Brasilíu, aðeins kr. I 3.800,- Innifalið í verði Flug, ferðir til og frá flugvöllum erlendis, gisting á 4 stjörnu hótelum, morgunmatur og íslensk fararstjórn. Ferðatilhögun Beint flug til Kanaríeyja. Dvalið í 6 naetur á Kanarí og framhaldsflug í beinu leiguflugi til Brasilíu með Turavia þar sem dvalið er í samtals 16 daga; þar af viku í Salvador de Bahia og viku í Ríó de Janeiro.Flug til íslands um Kanaríeyjar á heimleið. air europa HEIMSFERÐIR hf. Austurstræti l 7,2. hæð • Sími 624600 TURAVIA Rio de )aneiro Þessi frægasta baðströnd heimsins hefur líklega meira aðdráttarafl en nokkur annar staður í Suður Ameríku. Hér er búið í hjarta Copacabana strandarinnar við frábæran aðbúnað og spennandi ferðir í boði: Sykurtoppurinn með útsýni yfir alla Ríó, Corcovado, einkenni Ríó með Kristsstyttunni frægu og stórkostleg danssýning og kvöldverður þar sem hin fræga samba er dönsuð á ógleymanlegan hátt. Soivador d« Bohia Fyrrum höfuðborg Brasilíu þar sem brasilísk áhrif eru hvað sterkust og afrískir siðir tíðkast ennþá. Hér er i maturinn kryddaðri, dansinn heitari og tónlistin dýpri en annars staðar í Brasilíu og stórkostlegt veður allan ársins hring. Eftirsóttasti ferðamannastaður Brasilíu í dag, enda blanda af heillandi menningu og einstökum ströndum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.