Morgunblaðið - 24.12.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.12.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992 21 Leikfélag Akureyrar Leikritið Útlend- ingurmn frumsýnt Morgunblaðið/Rúnar Þór Bryndís Petra Bragadóttir og Jón Bjarni Guðmundsson í hlutverkum sínum. JÓLALEIKRIT Leikfélags Akur- eyrar er að þessu sinni bandarísk- ur gaman- og spennuleikur, „Út- lendingurinn" eftir Larry Shue, sem frumsýnt verður að kveldi þriðja dags jóla, sunnudaginn 27. desember. Böðvar Guðmundsson þýddi leikritið en leikstjóri er Sunna Borg. Sjö leikarar fara með stór hlutverk í sýningunni, en að- alpersónuna, Charlie, leikur Þrá- inn Karlsson. „Það er alltaf afstætt að meta hvað er erfítt, en þetta hlutverk er allt öðruvísi en þau sem ég hef verið að leika síðustu ár. Ég hef ekki leik- ið grínhlutverk lengi, þannig að þetta er ný reynsla fyrir mig og ég kann ágætlega við hana,“ sagði Þráinn. „Það er svolítið sérkennilegt að vera á leiksviðinu og skilja allt sem fram fer, en þykjast ekkert skilja af því sem fram fer.“ Charlie þjáist af mikilli feimni og minnimáttarkennd. Hann hefur setið við sitt gráa borð og prófarkalesið hasarblöð í 31 ár og sér ekki tilgang- inn með starfinu, enda á öllum að vera sama þó eitt eða tvö k séu í sumum orðanna. Honum fínnst hann ósköp leiðinlegur og persónuleika- laus og eiginkonunni fínnst fátt merkilegt við hann. Vinur hans býð- ur honum með sér í ferðalag frá heimkynnum þeirra í Bretlandi til Þráinn Karlsson í hlutverki Charlie í Útlendingnum. Georgíu í Suðurríkjum Bandaríkj- anna og þar sér hann fram á að neyðast til að umgangast fólk sem honum er meinilla við. Það verður þrautalending þeirra félaga að segja Charlie dularfullan útlending, sem ekkert skilji og því tilgangslaust að halda uppi samræðum við hann. Þar sem fólk telur að Charlie skilji ekki nokkum skapaðan hlut kemst hann að ýmsu sem honum er ekki ætlað að vita. „Charlie er óhamingjusamur, taugaveiklaður og einangraður, en þegar hann lendir í þessum undar- legu kringumstæðum í Suðurríkjum Bandaríkjanna uppgötvar hann að í honum býr gamansamur púki og eft- ir að hafa dregið hann út úr hug- skoti sínu og dustað af honum rykið uppgötvar hann sér til ánægju að hann hefur ákveðinn pereónuleika og fer að kunna betur við lífið en áður,“ sagði Þráinn um aðalpersónu leiksins sem hann túlkar í verkinu. Þó meginviðfangsefni Útlendings- ins sé ekki útlendingahatur eða öfga- hreyfingar geta menn séð ýmsar tengingar í verkinu þar um, en á sviðinu birtast nokkrar aukapersónur í gervi Ku Klux Klan, þessum banda- rísku samtökum sem þykja eitt ill- ræmdasta tákn fyrir skipulagðar kynþáttaofsóknir á síðari tímum. Auk Þráins fara sex aðrir leikarar með hlutverk í Útlendingnum, þau Sigurveig Jónsdóttir, sem leikur Bettý, eiganda gistihússins þar sem Charlie dvelur á meðan á ferðalaginu stendur, Aðalsteinn Bergdal leikur Froggý, félaga Charlies, Bryndís Petra Bragadóttir, Jón Bjami Guð- mundsson og Sigurþór Albert Hei- misson fara með hlutverk gesta á gistiheimilinu, Bryndís og Jón Bjami leika par, Katrínu og séra Davíð, sem áhuga hafa á að kaupa gistihúsið, og Sigurþór fer með hlutverk bróður Katrínar, Ellards. Björn Karlsson leikur Owen, byggingafulltrúa á staðnum, sem kemur töluvert við sögu. Útlendingurinn er ijórða og síð- asta leikritið sem Larry Shue skrif-v aði, en hann lést í flugslysi árið 1985. Hann var þá að vinna að kvikmynda- handriti að þessu verki, honum hafði verið falið að skrifa gamanþáttaröð fyrir CBS-sjónvarpsstöðina og eins hafði hann undirritað samning um að skrifa handrit að söngleik fyrir Broadway auk þess að vera vinsæll leikari. Útlendingurinn hefur hvar- vetna notið mikilla vinsælda, m.a. verið sýnt um 700 sinnum í Off- Broadway í New York og einnig er hann var sýndur í London. Þá hefur hann verið sýndur í 17 leikhúsum á Norðurlöndunum og var fmmsýndur að nýju í leikhúsum á öllum Norður- löndunum nú í haust. „Ég vona svo sannarlega að þetta verk fái aðsókn og mun njóta vin- sælda hér og það hefur alla burði til þess, þetta er spennandi og skemmti- legt leikrit," sagði Þráinn. Fmmsýningin verður sem fyrr segir sunnudagskvöldið 27. desem- ber, en síðan verður leikritið sýnt mánudagskvöldið 28. desember, þriðjudagskvöldið 29. desember og loks miðvikudagskvöldið 30. desem- ber, eri' sýningar hefjast síðan að nýju eftir áramót föstudagskvöldið 8. janúar. TEXTI: mþþ Leikhús Frumsýningar um jólin BÆÐI Þjóðleikhúsið og Borgar- leikhúsið eru með frumsýningar á annan í jólum. Eins og oft tilheyr- ir jólasýningum er hér um söng- leiki að ræða með skrautlegum sviðsbúnaði. Söngleikurinn My Fair Lady eftir Alan Jay Lerner og Fredrick Loewe verður á Stóra sviði Þjóðleikhússins, en á Stóra sviði Borgarleikhússins er barna- leikritið eða söngleikurinn Ronja ræningjadóttir, byggður á sögu sænska barnabókahöfundarins, Astrid Lindgren, með tónlist eftir danska dægurlagahöfundinn Sebastian. Rúmlega 30 manns taka þátt í söngleiknum My Fair Lady, leikarar, dansarar, Þjóðleikhúskórinn, þrír dansarar, auk 20 manna hljómsveit- ar. Leikstjóri er Stefán Baldursson, leikmynd gerir Þórunn S. Þorgríms- dóttir, en búninga þýskur búninga- teiknari, María Roers. Tónlistarstjóri er Jóhann G. Jóhannsson. Breskur dansahöfundur, Kenn Oldfield semur dansana. Lýsingu hannar Bjöm B. Guðmundsson, en hljóðblöndun Sveinn Kjartansson. í sýningunni Ronja ræningjadóttir em 20 leikarar. Leikstjóri er Ásdís Skúladóttir. Leikmynd og búninga gerir Hlín Gunnarsdóttir, Margrét Pálmadóttir er söngstjóri, en Helga Arnalds sér um brúðugerð. Þýðendur eru Þorleifur Hauksson og Böðvar Guðmundsson. Söngleikurinn My Fair Lady var á fjölum Þjóðleikhússins fyrir 30 árum, fmmsýndur í mars 1962. Hann gekk fyrir fullu húsi fram í júlí og sýningar urðu alls 68. My Fair Lady hefur fengið orð fyrir að vera með vinsælustu söngleikjum og hefur slegið öll sýningarmet bæði á Broadway og í Lundúnum. Kvik- mynd hefur verið gerð eftir honum, sem sópaði til sín Óskarsverðlaunum. Söguþráðurinn er byggður á leik- ritinu Pygmalion eftir Georg Bernard Shaw, og segir hina sígildu sögu um alþýðustúlkuna, sem með heilbrigðri skynsemi sigrast á þröngsýni og for- dómum yfirstéttarkarlsins og hlýtur ást hans að lokum. Og söngleikurinn sprettur upp úr samstarfí tónskálds- Jóhann Sigurðarson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í hlutverk- um prófessor Higgings og Elísu Doolittle. ins, Frederick Loewe og textahöf- undarins Alan Jay Lerner. Þau Jóhann Sigurðarson og Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir fara með aðalhlutverkin, prófessor Higgins og Elísu Doolittle. Vinur Higgings, Pic- kering ofursti er leikinn af Helga Skúlasyni. Steinunn Ólína lék fyrsta hlutverk sitt í Þjóðleikhúsinu í hátíð- arsýningu hússins á Pétri Gaut, en þar lék hún Sólveigu. Sama vor lék hún Elísabetu, elstu dóttur Trampe greifa í Söngvaseið. í öðrum helstu hlutverkum eru Pálmi Gestsson, Þóra Friðriksdóttir, Bergþór Pálsson, Helga Backmann og Margrét Guð- mundsdóttir. Leikgerð á söngleiknum, Ronju ræningjadóttur, er dönsk með söngv- um eftir Sebastian, sem þykir einn af fremstu dægurlagasmiðum í Dan- mörku. Söngleikurinn var frumsýnd- ur í Danmörku 1990 og hefur notið mikilla vinsælda þar. Sögan fjallar um hina hugprúðu Ronju og vini hennar, - er nútímaævintýri með fallegum boðskap, eins og Astrid Lindgren er þekkt fyrir. Með hlutverk Ronju fer Sigrún Edda Björnsdóttir. í öðrum helstu hlutverkum eru Gunnar Helgason, Theodór Júlíusson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Pétur Einarsson, Jón Hjartarson, Árni Pétur Guðjónsson og Karl Guð- mundsson. Báðar frumsýningar eru á annan jóladag. Sýning á Ronju ræningja- dóttur hefst kl. 14.00, en sýning á My Fair Lady hefst kl. 20.00. Næstu sýningar á Ronju verða 29. og 30. desember, en á My Fair Lady 27. 29. og 30. desember. EIGNAMIÐUMN Sími 67-90-90 - Síðumúla 21 Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla!. _ÁbyrS þjónusta í áratugi, ^_ » athugib Afgreiöslutími auglýsingadeildar Morgunblaðsins yfir hátíbarnar verbur sem hér segir: lii| Aðfangadagur 24. desember ...opið frá kl. 9-12 Lokað 25. desember - 27. desember Mánudagur 28. desember....opið frá kl. 9-17 Þriðjudagur 29. desember..opið frá kl. 8-17 Miðvikudagur 30. desember ....opið frá kl. 8-17 Fimmtudagur31. desember ....opiðfrá kl. 8-12 Lokað 1. janúar 1993 Laugardagur 2. janúar.....opið frá kl. 8-12. Skilafrestur auglýsingapantana I blaðið þriðjudaginn 29. desember Sérauglýsingar: 23. desember kl. 16 Atvinnu- og raðauglýsingar: 28. desember kl. 12 í blaðið miðvikudaginn 30. desember Sérauglýsingar. 28. desember kl. 16 Atvinnu- og raðauglýsingar: 29. desember kl. 12 í blaðið fimmtudaginn 31. desember Sérauglýsingar: 29. desember kl. 16 Atvinnu- og raðauglýsingar: 30. desember kl. 12 í blaðið sunnudaginn 3. janúar Sérauglýsingar: 30. desember kl. 16 Atvinnu- og raðauglýsingar: 30. desember kl. 16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.