Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 62

Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 62
, 62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992 Heljusaga á indíánaslóðum Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Síðasti Móhikaninn „The Last of the Mohicans"). Sýnd í Regnboganum. Leikstjóri: Michael Mann. Handrit: Mann og Christoper Crowe eftir sögu James Fenemore Coopers og handriti Síðasta Móhíkanans frá 1936. Kvikmyndataka: Dante Spinotti. Aðalhlutverk: Daniel Day-Lewis, Madeleine Stowe, Eric Schweig, Russell Means, Steven Wadding- ton, Wes Studi og Maurice Roeves. Síðasti Móhíkaninn í leikstjórn Michaels Manns og með Daniel Day- Lewis í aðalhlutverki er hrífandi æf- intýramynd uppúr hinni frægu land- nemasögu James Fenimore Coopers. Hún er ein af þessum sjaldséðu mynd- um núorðið sem dregur mann til sín og fær mann til að hrífast feimnis- laust af hetjuskap og orustum og ástum og vondum mönnum og góðum líkt og teiknimyndablöðin Sígildar sögur hrifu unga lesendur á sak- lausari tímum. En Síðasti Móhíkaninn er aldrei svikinn í hendur teikni- myndastflsins. Hún er á miklu vit- rænna plani, sniðin að kröfum sagna- gerðar nútímans, ævintýramynd fyrir fullorðna sem ennþá treysta sér til að upplifa bíó í bestu merkingu þess orðs þar sem borin er virðing fyrir efninu og góðir sögumenn ráða ferð en ekki jakkalakkar upplýstir af grænum skjáum markaðsáætlana. Hún er heilmikil upplifun þeim sem ekki óttast slíkan munað. Síðasti Móhíkaninn segir eins og margir þekkja frá hvítum manni, leik- inn af Day-Lewis, sem alinn hefur verið upp á meðal Móhíkana ætt- flokksins. Myndin gerist öll sumarið 1757 í nýlendustríði Breta og Frakka í New York ríki, en indíánaættflokkar taka þátt í stríðinu. Day-Lewis og vinir hans tveir dragast inní átökin þegar þeir bjarga tveimur dætrum yfírmanns í breska hemum og ástin Landnemasaga; Day-Lewis (fyrir miðju) í hlutverki sínu í Síðasta Móhík- ananum. kviknar á milli hans og annarrar dótturinnar, sem Madeleine Stowe leikur. Síðasti Móhíkaninn er gerð eftir amerískri klassík og í anda slíkrar. Hún er þriðja stórmyndin með stuttu millibili sem fjallar um samskipti indí- ána og hvíta mannsins á jaðri hvítu siðmenningarinnar. Hinar eru Dansar við úlfa og Kolstakkur. Eins og þær fjallar Móhíkaninn öðrum þræði um hvemig persónur af ólíkum kynþátt- um, hvítir og indíánar, sameinast í harðri lífsbaráttu þar til öll landa- mæri, sem ólíkur bakgrunnur og menningarheimur setur, em þurrkuð út. Móhíkaninn er að auki stríðsmynd með stórfenglegum umsátursatriðum og brennheit ástarsaga sem Day- Lewis og Stowe færa í annað veldi. Líklega á Daniel Day-Lewis ekki svo lítinn þátt í að gera Síðasta Mó- híkanann að einhveiju meiru en skemmtilegri drengjasögu á fomum indíánaslóðum — hið alvarlega yfír- bragð og íjallmyndarlega útlit hans gefur orðinu aðalleikari nýja vídd. En það er leikstjórinn Mann („Man- hunter"), sem fínnur sögunni frá- sagnarstíl sem er allt í senn skemmti- legur og spennandi, goðsagnakennd- ur og hetjulegur, mannúðlegur og rómantískur. Það skiptast á flauels- mýkt og bláköld harka í lýsingunni en myndin er frábærlega tekin af Dante Spinotti; hinir fíngerðu brún- leitu tónar gefa myndinni yfírbragð horfíns tíma og brothættri ástarsög- unni tilfínningu og mýkt sem mót- vægi við hörkuna í stríðinu og bar- dögunum. Mann stýrir Móhíkananum af fæmi og myndugleik sem hæfir hinni epísku frásögn — lokasennan í fjallshlíðinni er eins og klippt úr ís- lendingasögunum — svo eftir stendur kraftmikil og glæsileg stórmynd. Hann nær líka því besta úr leikur- unum. Day-Lewis lýsir af viljastyrk, hugrekki og karlmennsku sem er inn- takið í lýsingunni á Móhíkönunum og Stowe sýnir ekki minni ákveðni á hættulegum slóðum sögunnar. Aðrir leikarar fara prýðilega með hlutverk sín. Mann hefur gert góða bíómynd, sem býr yfír töfrum sem erfitt og ástæðulaust er að veijast. Göróttur galdradrykkur Eilífðardrykkurinn („Death Becomes Her“). Sýnd í Laugarásbíói og Bíóhöllinni. Leikstjóri: Robert Zemeckis. Handrit: David Koepp og Martin Donovan. Aðalhlutverk: Meryl Streep, Bruce Willis, Goldie Hawn, Isabella Rossellini. Leitin að hinni eftirsóttu eilífu fegurð hefur yfírleitt verið bundin við æfíntýrin en fer að mestu fram á skurðlæknastofum í Hollywood þessa dagana. Eilífðardiykkurinn er kaldhæðnisleg svört kómedía eftir tæknibrelluleikstjórann Robert Zemeckis, sem gerir óspart grín að hégómleika, fallvaltri fegurð og fegrunarlækningum Hollywoodliðs- ins, en virkar meira fyrir augað en hláturtaugamar. Zemeckis hefur sjaldnast haft neitt að segja en hann kann að fela það með furðulegustu göldram kvikmyndarinnar. í myndinni hans leikur Meryl Stre- ep Hollywoodleikkonu sem má muna fífíl sinn fegri, er gersamlega gagn- tekin af útliti sínu og á í sálamauð vegna óumflýjanlegrar og vonlausr- ar baráttu við Elli kerlingu. Hún rænir vinkonu sína, leikin af Goldie Hawn, verðandi brúðguma, sem einnig er lýtalæknir (Brace Willis) og ætlar þannig að tryggja sér gott útlit um aldur og ævi. Mörgum áram seinna þegar hjónabandið er farið í hundana, fegurðin er á undanhaldi og gamla vinkonan hefur snúið aftur í hefndarhug, kemst leikkonan í kynni við Isabellu Rossellini, sem á göróttan galdradrykk og gefur henni sjöunda himininn, tímalausa fegurð.- Reyndar fylgir böggull skamm- rifí, sem óþarfí er að tíunda hér. Streep er senuþjófurinn ef frá era taldar tæknibrellur Zemeckis. Hún Fegurðin kemur utanfrá; úr jólamyndinni Eilífðardrykknum. er eins og nomin í Mjallhvít sem stendur fyrir framan spegilinn og veit að hún er ekki og verður aldrei fegurst og það veldur takmarka- lausu hugarangri. Hjá henni kemur fegurðin alltaf utanfrá; hún fer á kostum sem svona illgjamt kvikindi sem hrakið hefur manninn í drykkju- skap og metnaðarlausar lýtaaðgerðir á útfararstofnun og gæti selt bömin sín fyrir svolitla strekkingu í andliti eða silíkon í bijóstin. Það kemur í ljós hér eins og í Ævi og ástum kvendjöfuls og „Postcards From the Edge“ að Streep er virkilega skemmtileg- gamanleikkona. Hawn er sú sem á harma að hefna og fer ágætlega með reiðina sem bullar undir niðri og Willis, ímynd karlmennskunnar í „Die Hard“ myndunum, er næstum viðkunnan- legur sem alger rola. En eins og búast mátti við af Zemeckis eru það tæknibrellumar sem taka völdin áður en lýkur. Ádeil- an dvínar og flugeldasýningin tekur við. Undarlegt mjög er að sjá Hawn blása upp í a.m.k. 150 kíló áður en hún verður þvengmjó aftur. Hún fær gat á magann svo sér í gegn. Streep raðast eitthvað vitlaust saman eftir hátt fall svo hausinn á henni snýr aftur og hálsinn skrúfast upp. Aðals- merki Zemeckis er vandvirkni og það er erfítt að sjá hvaða brögðum hann og brellumeistarar hans beita nema sumstaðar ber á þeirri tækni sem við sáum í Tortímandanum 2. Eilífðardrykkurinn verður aldrei eins fyndin og hún greinilega ætlar sér en það er gaman að leikurunum, Streep sérstaklega, og brellumar em kostulegar. I s IAUGAKD. 26. DES 8 JOIAGI 11)1 N-l TUNGLSINS í ALGLEYMINGI 100. HVER GESTUR FÆR HARÐAN PAKKA FRUMLEGASTI GESTURINN FÆR JOLATRE GESTAPLÖTUSNÚÐUR FRALONDON ASIRAISrORMSVETT ásamt gestastjörnum VEISLUSTJÓRN: grínararnir STEINN ÁRMANN ö DAVÍÐ ÞÓR RADÍUSBRÆÐUR HF. MÚEEXJR JÚNÍUSDÓTT1R BEE GEES BRÆEXJR FORSALA MIÐA: KÓKÓ KRINGLUNNI, LEVIS BÚÐINNI LAUGAVEGI, JÓI & FÉLAGAR OG SÓLON ÍSLANDUS MIÐAVERÐ KR. 1300,- SPARIBALL 0G MILLJÓNAMÆRINGARNIR ásamt sérstökum heiðursgesti BJÖRK GUÐMUIMDSDÓTTIR VEISLUSTJÓRN f HÖNDUM LANDSFRÆGS LEYNIGESTS HLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS KITLAR HLÁTURTAUGARNAR GLÆSILEGT SJAVARRÉTTAHLAÐBORÐ AO HÆTTI ÚLFARS A ÞREM FROKKUM KAMPAVÍN SUÐRÆNIR ÁVEXTIR í EFTIRRÉTT BOGOMILFÖNT KAMPAVÍN • HATTAR S KNÖLL PIZZUR FRÁ HORNINU JÚPÍTERS Opið annan í jolum 23-03 Annan í jólum forsala á óramot aldarinnar 23-03, 29. des. 16-20, 30. des. 16-20 og gamlórsdag 12-14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.