Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992
Sambíóin
Stykkishólmur
Rúna Halldórsdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Guðmundur Vig-
gósson augnlæknir.
Mótmæli ASI vegna lækk-
unar persónuafsláttar
Jólatónleik-
ar Tónlist-
arskólans
Stykkishólmi.
JÓLATÓNLEIKAR Tónlistar-
skólans í Stykkishólmi voru
haldnir í kirkjunni við mikla
aðsókn 16. desember sl.
Skólastjórinn, Daði Þór, bauð
fólk velkomið og kynnti dagskrána
sem var mjög fjölbreytt, allt frá
léttum lögum og upp í aríur og
spilað var á öll möguleg hljóðfæri,
orgel, píanó og blásturshljóðfæri
af ýmsum tegundum og þá skal
ekki gleyma bjöllukórunum tveim,
Geisla og Bjarma. Blásarahljóm-
sveit skólans flutti þama skemmti-
legar syrpur og er óhætt að segja
að þarna hafi verið eitthvað fyrir
alla.
Alls komu fram á þessum tón-
leikum um 50 hljóðfæraleikarar
og atriðin sem flutt voru yfir 30
talsins og var jólastemmningin
mikil og fann fólk fyrir að jólin
voru í aðsigi.
- Arni.
MIÐSTJÓRN ASÍ mótmælir harð-
lega hugmyndum meirihluta efna-
hags- og viðskiptanefndar um að
auka skattaálögur almennings,
segir í frétt frá ASÍ.
„Slík skerðing lendir óhjákvæmi-
lega af meiri þunga á því fólki sem
hefur lægstu tekjumar. Miðstjóm
fagnar þeirri ákvörðun að fallið verði
frá því að skerða bamabætur um
500 millj. kr. á næsta ári, en ítrekar
að tekjuþörf ríkissjóðs ber að mæta
með skattlagningu hærri tekna, fjár-
magnstekjuskatti og stórhertu
skattaeftirliti. Miðstjórn lýsir furðu
sinni á því að ríkisstjómin skuli enn
hafna því að láta þá sem betur mega
sín bera meiri ábyrgð en velja þess
í stað að auka skattaálögur látekju-
fólks.“
I fréttatilkynningunni segir enn-
fremur: „Miðstjórn ASÍ minnir Al-
þingi jafnframt á að þegar stað-
greiðslukerfi skatta var tekið upp
l. janúar 1988 vom skattleysismörk-
in sem svarar rúmlega 72 þús. kr.
m. v. verðlag í dag. Skattleysismörk
hafa þannig verið lækkuð um rúmar
15 þús. kr. á mánuði á núverandi
verðlagi. Einstaklingar með 72 þús.
kr. tekjur var skattlaus 1988 en er
nú gert að greiða nærri 9% fekna
sinna í tekjuskatt og útsvar. í tíð
núverandi ríkisstjórnar hafa skatt-
leysismörkin verið lækkuð úr tæpum
63 þús. kr. í 57 þús. kr. eða um 6.000
kr. á mánuði og skattbyrði einstakl-
ings með 63 þús. kr. tekjur aukin
um 3,6%.“
Augnveik börn fá
höfðinglega gjöf
RÚNA Halldórsdóttir og Raguhildur Ingólfsdóttir, fulltrúar Svanfríð-
arsjóðs Thorvaldsensfélagsins á St. Jósefsspítala, komu 19. nóvem-
ber sl. með gjöf að upphæð 200 þúsund krónur til heilla börnum
með augnsjúkdóm. Var gjöfin nú veitt í tilefni af 117 ára afmæli
sjóðsins.
Bamadeild Landakotsspítala skoðunarbúnaði fyrir böm og út-
hefur á liðnum árum margoft notið gáfu fræðsluefnis fyrir aðstandend-
aðstoðar þeirra. I samráði við gef- ur um algenga augnsjúkdóma
endur var ákveðið að verja fénu barna.
bæði til kaupa á sérhæfðum augn-
Diddú og Drengjakórinn
DRENGJAKÓR Laugarneskirkju og Diddú (Sigrún Hjálmtýs-
dóttir) halda tvenna tónleika milli jóla og nýárs. Tónleikamir
verða haldnir mánudaginn 28. og þriðjudaginn 29. desember í
Laugarneskirkju og hefjast kl. 20. Forsala aðgöngumiða er í
Kirkjuhúsinu í Kirkjuhvoli og þá verða miðar einnig seldir við
innganginn.
Drengjakór Laugarneskirkju
var stofnaður í október 1990 og
er eini starfandi drengjakórinn í
landinu. Æft er tvisvar í viku,
sungið við messur í Laugarnes-
kirkju og víða annars staðar af
ýmsum tilefnum. Síðastliðið vor
sótti kórinn alþjóðlegt mót
drengjakóra í Bandaríkjunum og
hlaut mikið lof fyrir söng sinn.
Diddú, Sigrún Hjálmtýsdótt-
ur, er óþarfi að kynna. Hún hef-
ur á undanfömum árum sungið
sig inn í hug og hjörtu allra Is-
lendinga með glæsilegum söng
og hlýlegri framkomu.
Á tónleikunum verða sungin
jólalög frá ýmsum tímum og frá
ýmsum löndum. Má þar nefna
Kom þú, kom vor Immanuel,
Hátíð fer að höndum ein, Einu
sinni í ættborg Davíðs, A la nan-
ita nana (mexíkóskt jólalag) o.fl.
Bjöllusveit Laugarneskirkju
mun einnig taka þátt í tónleikun-
um auk annarra hljóðfæraleik-
ara.
Ný matvöruverslun
Húsavík.
Þingey vömmarkaður heitir
ný matvöruverslun á Húsavík
sem hóf starfsemi sína hinn 12.
þessa mánaðar. Eigandi hennar
er hlutafélagið Ámes hf. en aðal-
eigendur þess eru Árni G. Gunn-
arsson og Hannes Höskuldsson
en þeir keyptu eignir, hús og
lager, þrotabús Kjarabótar hf.
Verslunarstjóri er Albert G. Am-
arson.
í sömu byggingu og Þingey
er bakaríið Kringlan hf., snyrti-
vömverslunin Tain og vefnaðar-
vöruverslunin Vandla og em þær
við Garðarsbraut 62.
Fréttaritari
Kvikmyndaklúbbur
og bíólína stofnuð
Laugarneskirkja
Húsavík
Morgunblaðið/Silli
SAMBÍÓIN hafa ákveðið að brydda upp á tveimur nýjungum, ann-
ars vegar hefur verið stofnaður kvikmyndaklúbbur, þar sem félögum
klúbbsins gefst tækifæri til þess að sjá forsýningar á myndum bíó-
anna áður en þær eru teknar til amennra sýninga. Klúbburinn er
ætlaður fólki á aldrinum 16 til 22ja ára. Hins vegar er um að ræða
nýja þjónustu við viðskiptavini bíóanna þar sem opnuð hefur verið
sérstök Sambíólína, þar sem upplýsingar verða um kvikmyndir, sem
sýndar eru í bíóunum. Síminn er 99-1221 og kostar mínútan 39,90
krónur.
Samkvæmt upplýsingum frá
Sambíóunum er innritun í Bíóklúbb
Sambíóanna þegar hafín. Myndim-
ar, sem sýndar verða á vegum
klúbbsins eru allar bestu myndir
kvikmyndahúsanna og verða þær
sýndar minnst tveimur vikum áður
en almennar sýningar hefjast. í
sumum tilfellum verður t.d. ekki
unnt að texta þær fyrir forsýningu,
þar sem svo mikill hraði er hafður
Samvera í
Skálholti
umjól
og áramót
BOÐIÐ er til jóla- og áramóta-
samveru í Skálholti dagana 28.
desember til 1. janúar. Þátttak-
endur geta dvalið allan tímann
eða hluta hans. Hæfilegur komu-
tími 28. desember er um kl.
14-16 en brottför eftir síðdegis-
kaffi í janúar.
á afgreiðslu mála. Klúbbfélagar fá
skírteini, sem veita þeim rétt til
kaupa á einum miða á forsýningu,
ennfremur fá félagar Bíóblaðið í
kaupbæti og afsláttur er veittur í
Japis á kvikmyndategndum vörum
og ennfremur í Eymundsson. Innrit-
un í klúbbinn fer fram í Bíóhöllinni
og Saga bíó og er innritunargjald
700 krónur. Félagatal verður tak-
markað við 500 manns. Fyrsta sýn-
ing á vegum klúbbsins verður í jan-
úar á myndinni Under Siege með
Steven Segal í aðalhlutverki.
Síðari nýjung Sambíóanna er
upplýsingasíminn Sambíólínan
99-1221 og er hann opinn allan
sólarhringinn. Ástæður þess að
þessi þjónusta er tekin upp, að mik-
ið er hringt í sjma Sambíóanna og
spurt um myndir, sem sýndar eru.
Spumingamar em margs konar,
einnig efnislegar. Upplýsingarar
verða settar upp líflega með tónlist-
arívafí. Þá er í ráði að bæta við
sérstakri leikalínu á næstunni, þar
sem á boðstólum verða kvikmynda-
tengdir leikir.
Á fastri dagskrá er einungis dag-
legt helgihald og matsmáltímar en
þó er kl. 15 hvem dag boðið til
samtals um tiltekið efni eða til tón-
listarstundar. Þátttaka er fijáls.
Umræðuefnin sem verða reifuð í
inngangserindi og síðan rædd. Þau
taka mið af guðspjöllum daganna
milli jóla og nýárs. Þannig er eitt
temað Bömin og heill þeirra
(Bamaguðspjallið, Matt. 2:16-18)
og annað Efri árin (Símeon og
Anna: Lúk 2:34-38).
Helgihald daganna rís hæst í
miðnæturmessu á áramótum.
Kostnaði er stillt í hóf. Böm 7-11
ára greiða þriðjung gjalds, 12-14
ára greiða hálft gjald, en yngri
böm em undanþegin greiðslu.
(Fréttatilkynning)
Gönguferð á annan jóladag
Á annan jóladag, laugardaginn 26. desember, fer gönguklúbburinn
Hana nú í Kópavogi í sína vikulegu laugardagsgöngu. Safnast verður
saman við Fannborg 4 upp úr hálftíu en lagt af stað í gönguna klukkan
tíu. Allar göngur heijast með nýlöguðu molakaffí og allir þátttakendur
og nágrannar em velkomnir í þessa jólagöngu.