Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 12

Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 12
12. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992 Þau fara í kirkju um jólin, A höfuðborgarsvæðinu 0 co ■8 :2 0 o> S. >o <0 q I lan í landsbyggðinni f *ö 4s m ís I og þau fá gjafir frá útlöndum íbúa höfuðborgarsvæðisins fá jólagjöf sem keypt er í útlðndum, en íbúa í landsbyggðinni fá jólagjöf sem keypt er í útlöndum baka að sjálfsögðu smákökur fyrirjólin Q baka ekki smákökur fyrir jólin bökuðu 10smáköku- sortir eða fleiri árið 1986 en hafðifækkaðí 11992 Könnun Hagvangs á jólasiðum 4-5 gerðir af smákökum bakaðar Dæmdir í fangelsi fyrir hasssmygl í mars 1989 Sluppu frá gegnumlýs- ingu með hass í sæl- gætisdós ÞRÍR menn, 26 og 27 ára, voru í gær dæmdir í héraðsdómi Reykja- víkur í 6-8 mánaða skilorðsbundið fangelsi, tveir fyrir að hafa flutt inn og einn fyrir að hafa ætlað að dreifa u.þ.b. 1 kg af hassi sem mennirnir fluttu inn til landsins í sælgætisdós í mars 1989. Við komu til landsins tveir mannanna handteknir og sendir í röntgen- myndatöku vegna gruns um hass- innflutning en látnir lausir að henni lokinni. Hins vegar láðist að kanna innihald Mackintosh- sælgætisdósar sem þeir höfðu meðferðis en í henni höfðu þeir falið hassið og voru handteknir með það í fórum sínum daginn eftir þegar þriðji maðurinn fékk það afhent til dreifingar hérlend- is. Tveir mannanna höfðu farið til Amsterdam og keypt þar hassið og komið fyrir í dósinni. Við komu til landsins féll á þá grunur um fíkni- efnainnflutning og eftir leit á þeim á Keflavíkurflugvelli voru þeir færðir í læknisskoðun og röntgenmynda- töku til leitar þar sem ekki fékkst staðfestur grunur um að þeir hefðu fíkniefni innvortis. Mönnunum var því sleppt og ekið heim ásamt far- angri sínum, þar á meðal Mackint- osh-dósinni þar sem þeir höfðu falið hassið og búið um eins og dósin væri ósnert. Daginn eftir fékk lögreglan svo frekari vitneskju um málið og voru mennirnir tveir þá handteknir og síð- ar sá þriðji sem hafði þá tekið við þorra hassins til að selja það. ---------» ♦.♦--- Glösin bú- in í bili VÍFILFELL hf. hefur tilkynnt að vegna gífurlegrar þátttöku í jóla- glaðningi Coca Cola hafa öli glösin, sem ætluð voru sem vinningar klár- ast. Ný sending er væntanleg eftir áramót og verða glösin afhent 4. til 8. janúar. Um leið er skilafrestur framlengdur til 8. janúar. SMÁKÖKUR eru bakaðar fyrir jólin á níu af hverjum tíu heimil- um í landinu og fer nú hver að verða síðastur. Fjöldi tegunda er býsna misjafn, sumir láta sér og sínum nægja eina tegund en aðr- ir hætta ekki fyrr en tuttugu tegundir eru komnar í box. Á meðalheimili, ef það skyldi vera til, eru bakaðar fjórar til fimm sortir. Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun Hagvangs á jólasiðum íslendinga. Hagvangur hefur um skeið gert árlega athugun á ýmsu háttalagi landsmanna um jólin. í þetta sinn var spurt um kirkjusókn, gjafir og kökur. Á Þorláki verður látið duga að fletta ofan af smákökubakstri en hitt látið bíða til morguns sem heyrir til jólunum sjálfum. í athugun Hagvangs voru þús- und manns á aldrinum 18-67 ára og búsettir víða um land valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Haft var samband við menn sím- leiðis frá 29. nóvember til 3. des- ember og var hlutfall þeirra sem svöruðu 78%. Spurt var: „Eru bak- aðar smákökur á þínu heimili fyrir jólin? Og ef svarað var játandi var spurt hve margar tegundir væru yfirleitt bakaðar. Smákökubakstur tilheyrir undir- búningi jólanna á nærri 91% heim- ila samkvæmt könnun Hagvangs. En engar smákökur fara í ofninn á rúmlega 8% heimila. Algengast er að fólk baki fjórar til fimm sort- ir, þannig er það á yfir 40% heim- ila, en þrjár eða sex tegundir er algengt líka. Á ríflega 30% heimila eru færri smákökusortir en þijár eða fleiri en sex. Metið í þessari Aðspurður sagði Magnús að ekki væri mjög jólalegt um borð, hvorki jólatré né aðrar skreyting- ar. Aftur á móti sagði hann að menn klæddu sig í betri föt þegar sest væri til borðs á aðfangadags- kvöld og væri þá betri matur á boðstólum. í ár byði kokkurinn t.d. upp á rækjuhanastél í forrétt og athugun sló fólk á myndarheimili á Reykjanesi, lét sig ekki muna um að baka tuttugu gerðir af smá- kökum. í könnun Hagvangs fyrir sex árum var einnig spurt um smá- kökubakstur. Útkoman varð ósköp svipuð og nú, smákökumar virðast nautalundir með kryddsmjöri, bak- aðri kartöflu og waldorfsalati í aðalrétt. Eftir matinn taka skip- veijar upp pakka að heiman. Þaðan koma líka smákökumar því lítið er bakað um borð. Magnús var á karfaveiðum í Grindavíkurdýpi þegar rætt var við hann eftirmiðdaginn í gær. Hann eiga fastan sess í desemberönnum Islendinga. Eini merkjanlegi munurinn milli ára er að ívið fleiri bökuðu fleiri gerðir en tíu árið 1986, 6% þátttakenda, en nú fer slíkur stórbakstur fram á 4% heim- ila. sagði að veiðin gengi vægast sagt illa enda hefði verið snarvitlaust veður að undanförnu. Stefnt er að því að sigla til Þýskalands með aflann um áramót. Morgunblaðið/Eyjólfur Kristjánsson. Leifur Kristjánsson við staðinn þar sem sprengiefnið fannst. Vogar Fundu dínamít við höfnina Vogum. TVEIR drengir fundu nokkra stauta af dinamíti við höfnina í Vogum fyrir skemmstu. Dreng- irnir voru við leik við höfnina er þeir fundu sprengiefnið sem var i stæðu af pappakössum. Drengirnir, Símon Bjömsson og Leifur Kristjánsson, tóku dínamítið og geymdu það við stóran stein. Þegar foreldrar þeirra fengu vitn- eskju um fundinn gerðu þeir lög- reglu aðvart og lagði hún hald á sprengiefnið. Mun fleiri hafa leitað aðstoð- ar líknarsamtaka en áður MUN fleiri hafa leitað eftir aðstoð líknarsamtaka fyrir þessi jól en áður. Þannig hafa um 30% fleiri leitað eftir aðstoð Mæðra- styrksnefndar, og margfalt fleiri en áður hafa leitað til Hjálpar- stofnunar kirkjunnar nú fyrir jólin. Jónas Þórisson framkvæmda- stjóri Hjálparstofnunarinnar segir að jólasöfnunin í ár hefði geng- ið svipað nú og í fyrra, en í gærmorgun höfðu safnast um níu miiyónir króna. „Ef eitthvað er þá er þetta heldur minna en í fyrra, en miðað við aðstæður þá held ég að við ættum þó að geta verið sæmilega ánægðir," sagði hann. Jónas sagði að undanfarnar tvær vikur hefðu margfalt fleiri beiðnir um aðstoð borist Hjálpar- stofnun kirkjunnar frá einstakling- um miðað við í fyrra, og þegar í september hefðu fleiri beiðnir bor- ist en allt árið í fyrra. Hann sagði að á annað hundrað manns hefðu leitað eftir aðstoð síðastliðinn hálf- an mánuð. „Við höfum úthlutað gjafakortum að andvirði um 600 þúsund króna auk nálægt hundrað matarpakka sem okkur áskotnuð- ust og fjárstyrkja sem við höfum veitt. Sennilega nemur þetta eitt- hvað á aðra milljón króna sam- tals,“ sagði hann. Unnur Jónasdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar sagði að í ár hefðu um 30% fieiri leitað eftir aðstoð til nefndarinnar miðað við í fyrra. í gærdag höfðu um 700 leitað þangað eftir aðstoð, en Unnur sagði að líklega myndi tal- an nálgast 900 þegar upp væri staðið. „Við höfum sem betur fer getað veitt öllum sem leitað hafa til okkar einhvern glaðning þó ekki sé um stórar fjárhæðir að ræða í hveiju tilviki. Frá fyrirtækjum fengum mjög góðar matarsend- ingar sem við höfum úthlutað, og eins hafa einstaklingar og fyrir- tæki stutt okkur vel með framlög- um, og kunnum við öllum þessum aðilum bestu þakkir fyrir veitta aðstoð," sagði hún. Hannes Hauksson fram- kvæmdastjóri Rauða krossins sagði að undanfarið hefði verið tekið á móti hátt í 300 einstakling- um og fjölskyldum og reynt að veita þeim aðstoð með matarkort- um, en samtals hefði rúmlega tveimur milljónum verið varið til aðstoðar þessu fólki. „Þetta á ein- ungis við um veitta aðstoð nú fyr- ir jólin, en annars veitum við um 80 einstaklingum aðstoð allt árið. í fyrra var staðið fyrir allsheijar- S6fnun fyrir jólin og þá veittum við rúmlega 300 manns aðstoð, en ég geri ráð fyrir að þetta verði svipaður fjöldi sem nú fær að- stoð,“ sagði hann. Hjálpræðisherinn og Vernd standa saman að jólafagnaði í Herkastalanum í kvöld, aðfanga- dagskvöld, og að sögn Daníels Óskarssonar leiðtoga Hjálpræðis- hersins hér á landi er búist við að þangað komi 90-100 manns sem ekki hafa tök á að dveljast með vinum eða vandamönnum á jólunum. Hann sagði að talsvert meira hefði verið leitað eftir að- stoð til Hjálpræðishersins miðað við í fyrra, og ekki hefði tekist að veita öllum þeim aðstoð sem eftir henni hafa leitað, en búið væri að veita um 100 manns fjár- hagsaðstoð og þar að auki hefðu um 100 manns fengið föt hjá Hjálpræðishernum. Átta skip úti um jólin Verðum helst varir við hátíðina í mat — segir Magnús Arinbjarnarson, skipstjóri á Engey RE 1 „VIÐ VERÐUM helst varir við hátíðina í mat,“ sagði Magnús Arinbjarnarsson, skipstjóri á togaranum Engey RE 1, sem verður á karfaveiðum yfir jólin, þegar grennslast var fyrir um hvernig jólahald færi fram um borð. Fimm aðrir togarar, Skagfirðingur, Skafti og Hegranes frá Sauðárkróki, Sveinn Jónsson frá Sand- gerði og Rán frá Hafnarfriði verða á veiðum um jólin. Ottó E. Þorláksson er á leið til Þýskalands og Már á heimleið frá Þýska- landi. e.g:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.