Morgunblaðið - 24.12.1992, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992
Kópavogur
Beindi byssu að lögreglu
MAÐUR ógnaði tveimur Iögreglu-
mönnum með hlaðinni haglabyssu
á stigagangi fjölbýlishúss í aust-
urbæ Kópavogs um klukkan
hálffjögur í fyrrinótt. Lögreglu-
mennirnir yfirbuguðu manninn og
Grímur Gíslason, stjórnarfor-
maður Heijólfs hf., staðfesti að tvö
tilboð hefðu borist í skipið og sagði
að verið væri að vinna að sölunni.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er annað tilboðið frá
sænska sjóhemum en hitt frá
dönskum skipamiðlara. Tilboðin em
nálægt 70 milljónum kr.
Þórhallur Jósepsson, deildarstjóri
í samgönguráðuneytinu, sagði í gær
færðu hann í fangageymslur en
hann var ölvaður og æstur og
hafði brotist inn á heimili fyrrum
sambýliskonu sinnar og barna en
ekki ógnað þeim með byssunni.
Að sögn Valdimars Jónssonar,
að ráðuneytið hefði ekki heimild til
að kaupa svona dýrt skip fyrir
Slysavarnaskólann og gæti því ekki
keppt við þá sem sýnt hefðu áhuga
á Heijólfi. Því væri verið að athuga
aðra möguleika. Sagði hann að
meðal annars væri verið að athuga
með kaup á hollensku skólaskipi
sem kosta myndi 30-35 milljónir
króna.
yfírlögregiuþjóns í Kópavogi, hafði
maðurinn fyrr um kvöldið brotist inn
á heimilið en var farinn þaðan er
lögreglan kom. Síðar var hringt og
beðið um að maðurinn yrði handtek-
inn þar sem hann hefði á ný ruðst
inn á heimilið og fóru þá tveir lög-
reglumenn á staðinn.
Þeir voru í stigahúsi fjölbýlishúss-
ins þegar maðurinn kom í flasið á
þeim og beindi að þeim haglabyssu.
Að sögn Valdimars hafði ekki fylgt
tilkynningunni að maðurinn væri
vopnaður og er talið að hann hafí
nálgast byssuna á annan stað í hús-
inu eftir að hringt var á lögregluna.
Vitni höfðu heyrt hann segja að hann
ætlaði að sitja fyrir lögreglunni og
skjóta hana. Þegár maðurinn mund-
aði byssuna réðust lögreglumennirnir
á hann og náðu að yfirbuga hann,
þrátt fyrir mikla mótspymu. í ljós
kom að fjögur skot voru í skotgeymi
byssunnar, sem er pumpa sem rúmar
fjögur skot í geymi og eitt í hlaupi.
Maðurinn var færður í fanga-
geymslu lögreglunnar og síðan til
yfírheyrslu hjá Rannsóknarlögreglu
ríkisins.
Sænski sjóherinn býður 70
milljónir í gamla Heijólf
STJÓRN Herjólfs hf. hefur fengið tvö tilboð í gamla Herjólf. Annað
tilboðið er frá sænska sjóhernum. Ekki er útlit fyrir að ríkið kaupi
skipið fyrir Slysavarnaskóla sjómanna eins og Slysavamafélagið
óskaði eftir en verið er að athuga með ódýrari skip erlendis.
VEÐUR
V
/DAG kl.
*
Heimild: Veðurstofa íslands
(Byggl á veðurapd kl. 16.15 f gær)
VEÐURHORFUR I DAG, 24. DESEMBER
YFIRLIT: Við austurströnd Grænlands, vestur af Bjargtöngum, er 964
mb lægð sem grynnist smám saman.
8PÁ: Áfram verður suðvestlæg átt, víða stinningskaldi eða allhvasst.
Éljagangur um landið sunnan- og vestanvert, en Téttskýjað norðaustan
til. Vægt frost í flestum landshlutum.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á JÓLADAG: Fremur hæg vestlæg ótt og smáél vestanlands
en léttskýjað annars staðar. Vægt frost um allt land.
HORFUR A ANNAN JÓLADAG: Nokkuð hvöss sunnanátt, og rigning
sunnan- og vestanlands en úrkomulftið norðaustanlands. Hiti 3-9 stig.
HORFUR A SUNNUDAG: Hvöss vestanátt með éljum sunnan- og vestan-
lands, en skýjað með köflum norðan- og austanlands. Vægt frost um
allt land.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22.30. Svarsfmi Veðurstofu Isiands - Veðurfregnir: 990600.
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað
r r r * r *
r r * r
r r r r * r
Rigning Slydda
V Ý
* * *
* *
* * *
Snjókoma Skúrir Slydduél
Alskýjað
*
V
Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
ögf|aðrimarvindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.^
10° Hitastig
y súid
s Þoka
riig-.
FÆRÐA VEGUM: (Ki, 17.30 ígær)
Fært er á vegum í nágrenni Reykjavíkur, um Hellisheiði, Þrengsli og
Mosfellsheiði. Töluverður éljagangur er á Suður-, Vestur- og Norður-
landi og slæmt skyggni í éljunum. Fært með suðurströndinni austur á
Austfirði og fært á öllum aðalleiðum eystra. Einnig er fært fyrir Hval-
fjörð og um vegi í Borgarfirði og á Snæfeilsnesi og fært er um Heydal í
Dali og Reykhólasveit. Brattabrekka er fær. Fært er frá Brjánslæk til
Patreksfjarðar og þaðan til Tálknafjarðar, en ófært á Hálfdán. Á norðan-
verðum Vestfjörðum er fært milli Þingeyrar og Flateyrar en ófært á
Breiðadals- og Botnsheiðum. Þá er fært á milli Bolungarvíkur og Súðavfk-
ur en ófært í ísafjaröardjúpi og á Steingrímsfjarðarheiði. Fært er um
Holtavörðuheiði og Strandasýslu til Hólmavíkur og einnig um vegi á
Norðurlandi, svo sem til Siglufjarðar, Akureyrar og Olafsfjarðar, en víða
skafrenningur og versnandi færð. Frá Akureyri er fært austur um Víkur-
skarð til Húsavíkur, þaðan upp í Mývatnssveit og með ströndinni til
Vopnafjarðar.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
ágrænnilínu 99-6315. Vegagerftin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
ki 12.00 ígær að ísl. tíma
Akureyrl Reykjavík hítl 0 -r3 veóur úrkoma snjóél
Bergen 2 skýjað
Helsinki ±2 alskýjað
Kaupmannahöfn 2 léttskýjað
Naresaresuaq +9 snjókoma
Nuuk ■t-B snjókoma
Ósló +8 léttskýjað
Stokkhólmur +4 léttskýjað
Þórshöfn 8 rigning
Algarve 17 iéttskýjað
Amsterdam 3 (jokumóða
Barcelons 14 místur
Berlín +2 þokumóða
Chicago 2 þokumóða
Feneyjar 7 alskýjað
Frankfurt 6 þokumóða
Glasgow 1 mistur
Hamborg 0 þokumóða
London 2 þokumóða
LosAngeles 9 heiðskirt
Lúxemborg 3 súld
Madrtd 9 alskýjað
Malaga 17 skýjað
Mallorca 17 léttskýjað
Montreal +2 léttskýjað
NewYork 4 alskýjað
Orlando 16 þokumóða
Parfs 3 léttskýjað
Madelra 16 skýjað
Róm 12 rignlng
Vín +1 iéttskýjað
Winnipeg *25 heiðskírt
Morgunblaðið/Ingvar
Bifreiðin hafnaði á hvolfi í skafli.
Faxafen
Sex á slysadeild
eftir bílveltu
SEX voru fluttir á slysadeild
eftir að jeppi valt í Faxafeni
undir miðnætti í fyrrakvöld.
Hálka var á götunni þegar slys-
ið átti sér stað.
Slysið varð með þeim hætti að
ökumaður jeppabifreiðar missti
stjórn á bifreið sinni með þeim
afleiðingum að hún fór út í kant
og valt á hliðina. Sex manns voru
í bílnum og voru þeir allir fluttir
á slysadeild með minni háttar
meiðsl. Upphaflega var talið að
kviknað hefði í jeppanum en svo
reyndist ekki vera.
Borgarráð
Tjörnin verði á
ný skautaparadís
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að fela borgarverkfræðingi að leita
leiða til að nýta Tjörnina betur til skautaiðkana. Þar á meðal
verði kannað hvort vélfrysting á hluta Tjarnarinnar komi til greina
eða hvort dæla megi köldu vatni í hana, til dæmis næst Ráðhúsinu.
Katrín Fjeldsted borgarfulltrúi
lagði þetta til. í greinargerð með til-
lögunni segir hún að áhugi borg-
arbúa hafí aukist á skautahlaupi og
vinsældir vélfrysta skautasvellsins í
Laugardal séu svo miklar að oft sé
nauðsynlegt að takmarka aðgang
eða loka vegna fjölmennis og æf-
inga. Tjörnin hafi verið vinsæll vett-
vangur fyrir skautafólk á árum áður
og Skautafélag Reykjavíkur beitt sér
fyrir að svellið væri rutt og vatni
sprautað á til að slétta það. í rysj-
óttri tíð undanfarna vetur hafi ís
varla haldist nægilega lengi í senn
til þess að hægt væri að ryðja burt
snjó og nota svellið. „Tillagan gerir
ráð fyrir því að leitað verði leiða til
að gera Tjömina á ný að þeirri
skautaparadís sem hún áður var,“
segir síðan í greinargerðinni.
*
Olafur Þ. Jónsson í Hornbjargsvita
Vínarvalsar stignir
milli jóla og nýárs
Rammgerður stigi brotnaði í spón í óveðri
ÓLAFUR Þ. Jónsson, vita-
vörður í Hornbjargsvita, fékk
loks jólaglaðninginn til sín í
vitahúsið í gær, en skipveijar
af varðskipinu Tý náðu þá að
selflylja varninginn í land.
Áður höfðu skipveijar á Óðni
reynt að sæta færis í sextán
daga og koma vörunum á land
en skipið varð frá að hverfa
vegna óveðurs og voru vörun-
ar fluttar yfir í Tý, sem er
stærra skip en Óðinn. Aftaka-
veður hefur verið á Horn-
bjargi undanfarna daga.
Rammgerður stigi við vitann
brotnaði í spón í óveðrinu, en
Ólafur, sem hefur verið í vitan-
um í sex ár, sagði að vel hefði
gengið að flytja vörurnar í land.
Olafur nýtur aðstoðar austur-
ískrar konu við störf sín í vitan-
um, Margret Martin, og sagði
hann að íslenskt kvenfólk feng-
ist ekki til starfans. „Margret
kom hingað í vor beint frá Vínar-
óperunni. Þar tók hún þátt í
flutningi á Vínarvölsum
Strauss-fjölskyldunnar. Á milli
jóla og nýárs verða stignir Vín-
arvalsar í Hornbjargsvita," sagði
Ólafur.
Hann sagðist eta hangikjöt á
aðfangadag og helst vildi hann
hafa það í öll mál. „Annars hef
ég aldrei gert veður út af mat,
en það var farið að skorta ýms-
ar lífsnauðsynjar núna, sem sagt
bækur, brennivín og tóbak,“
sagði Ólafur.
Helsta dægrastytting Ólafs
svo fjarri mannabyggðum er
bóklestur. Hann kvaðst kaupa
bækur á hálfvirði í janúarmán-
uði þegar fólk hefði losað sig
við jólabækumar á fornbókasöl-
ur. Núna væri hann að lesa
Snorra á Húsafelli, en mánaðar-
lega kveðst Ólafur lesa Komm-
únistaávarpið.
>
>
|
)
>