Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 42

Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992 m VIKUNNAI i Flugeldar fyrir milljónir UNDANFARIN ár hafa íslendingar flutt til landsins nálægt hundrað tonn af flugeldum fyrir áramót sem þýðir að þær upp- hæðir sem við verjum til flugeldakaupa ár hvert skipta ekki bara milljónum heldur tugum milljóna. Það eru margir sem hafa séð leið til að hagnast á þessari flug- eldagleði okkar og ef Reykjavík- ursvæðið eitt er talið eru á þriðja tug aðila sem beijast um hituna. Sölustaðimir em aðeins færri en í fyrra eða á sjötta tug. Astæðan fyrir fækkuninni er sú að reglur um sölustaði hafa verið hertar og nú fer flugeldasala til að mynda ekki fram í gámum. Svipað verð er á flugeldum og í fyrra, má ætla að í sumum tilfell- um nemi hækkunin um 3-5% sem má rekja til gengisbreytinga sem urðu nú fyrir skömmu. Hjá slysa- vamardeild Ingólfs náðust það góðir samningar um kaup á flug- eldum þetta árið að allir flugeldar lækka eitthvað síðan í fyrra. Það er lögreglustjóraembættið í Reykjavík sem veitir leyfi til sölu á flugeldum í Reykjavík, Mos- fellsbæ og á Seltjamamesi og á meðal þess sem er á bannlista þar á bæ em púðurkerlingar, kínveijar og tívolí bombur. Sýslumanns- embættin úti á landi veita leyfí til flugeldasölu. Þegar ákveðið var að gera laus- lega könnun á verði á flugeldum hér á daglegu lífi kom á daginn að samkeppnin er mikil. Hjá flug- eldasölum gilda sömu lögmál og hjá stórmörkuðunum, allt er reynt til að laða viðskiptavinina að og það ríkir verðstríð. Hjálparsveit skáta selur flugelda um land allt og reyndist verðið ósköp svipað hvort heldur var hjá þeim á Reykjavíkursvæðinu eða úti á landi. Hinsvegar em fleiri en þeir sem flytja inn flugelda og verð- lagning þessvegna með mismun- andi hætti. Könnunin fór fram í byijun Hvarju á ég að skjóta upp um áramótin? FJÖLSKYLDUPAKKAR / : x\ Höfuðborgarsvæðið Lítil stjörnu- Ijós (10 stk.) Stór stjörnu- Ijós (10 stk.) Butterfly raketta Tfvolf kaka 90skota (Blossom Thunder) Krakkap. Fjölsk.p. 1 Barnap. Trftill Fjölsk.p. Fjölsk.p. 2 Sparipakki Tralli Fjölsk.p. Fjölsk.p.3 Bæjarins besti Troðni Pabbap. Fjölsk.p. 4 Trölli Trausti Slysavarnardeildin Ingólfur, R 40 300 20 1.600 1.100 1.600 2.600 5.600 Landsbjörg, Hjálparsveit skáta, R 40 - 40 2.160 1.600 2.800 4.300 7.600 Knattspyrnudeild Víkings, R 40 - 40 2.160 1.600 2.800 4.300 7.600 Knattspyrnudeild KR, R 40 300 30 1.900 1.500 2.100 2.990 4.900 Flugeldafólkið (Ó.H.Ú.), R 25 250 20 1.600 - 1.800 3.000 5.000 Versl. Ellingssen, R 40 280 30 1.800 1.500 2.000 3.000 5.000 Úr þremur fjórðungum Hjálparsveit skáta, Akureyri 40 310 40 2.160 1.500 2.700 4.300 7.500 Hjáiparsveit skáta, ísafirði 40 310 40 2.160 1.600 2.800 4.300 7.600 Hjálparsveitin Gró, Egilsstöðum 40 310 40 2.000 - 2.100 3.400 - * Ekki er hægt að bera saman verð á fjölskyldupökkum þvíinnihald þeirra er mjög mismunandi eftir söluaðilum. Pakkarnir eru gjarnan í fjórum þrepum og því er samanburðinum stillt svo upp hér svo hasgt sé að gefa vísbendingu um verð í ár. þessarar viku og einungis vom nokkrir söluaðilar valdir af handa- hófi. Sökum þess að ekki er farið að selja flugelda vítt um bæinn var tekið það ráð að fá uppgefíð verð símleiðis. Það mæltist mis- jafnlega vel fyrir hjá söluaðilum. Nokkrir töldu að verð á þessum fjómm vörutegundum sem sjá má í töflu myndu mótheijamir lækka til að laða að viðskiptavini og hækka síðan milli jóla og nýárs. Ekki vitum við hvort það á við rök að styðjast en bendum lesendum á að vera vakandi fyrir verði á þessari vöra. Verðið sem fram kemur á fjöl- skyldupökkunum má ekki taka sem verðsamanburð því ómögu- legt er að bera saman hér þá fjöl- skyldupakka sem á markaðnum em. Þeir em mjög ólíkir að stærð og gerð. Þetta er því einungis vís- bending um það á hvaða verði íjöl- skyldupakkamir í ár em. Sölu- menn bentu okkur á að oftast væm hagstæðustu kaupin í þeim fjölskyldupökkum sem væm í miðjunni, þar væri ekki einungis smádót eins og þeir orðuðu það heldur líka alvöra blys og rakett- ur. Það getur munað frá 10% og allt að 20% á verði ef fjölskyldu- pakkar em keygtir frekar en velja sjálfur í poka. Ýmsir bjóða upp á önnur tilboð og Hjálparsveit skáta býður til dæmis upp á stjörnuljós- atilboð á 480 krónur, tertutilboð á 3.700 krónur og Bónus pakka á 4.500 krónur. Hjá Ellingsen er líka hægt að kaupa sérstakan kökupakka á 2700 krónur og þeir bjóða viðskiptavinum upp á ís- lenskan pakka á 2900 krónur. Það er einstaklingur í Garðabæ sem býr til flugelda í þann pakka. ■ grg borð og bijótið hana þrisvar sinn- um saman. Vefjið efri hornunum skáhallt nið- ur utan um vísifingur hvorrar handar og styðjið við með þumal- fingrum. Haldið áfram að rúlla inn á við þar til vísifingur beggja handa mætast. Munnþurrkur til prýðis á jólaborðinu ing, leggið hornin vinstra og hægra megin að efsta hominu. UPP ÚR hádegi fara margir að leggja á jólaborðið til að allt verði tilbúið á slaginu klukkan sex. Sumir nota jóla- legar pappírsmunnþurrkur en aðrir eiga munnþurrkur úr taui, sem ein- göngu eru notaðar á hátíðis- og tylli- dögum. Þær eru engu að síður skraut- legar, séu þær brotnar saman eftir kúnstarinnar reglum. Hér má sjá tvenns konar einfaldar útfærslur á munnþurrkum, önnur er lögð á disk og hin fer vel í glasi. Óþreyjufullir fjölskyldumeðlimir ættu að geta dund- að sér við þessa löngu. iðju í biðinni 9, Snúið munnþurrkunni við og bijótið neðsta homið lítillega upp. Brjótið hornin beggja megin und- ir munnþurrkuna. Partýbollur og annað gott á nýársnótt NÝJU ári er venjulega fylgt úr hlaði með glaumi og gleði, hött- um, knöllum og flugeldum. Gamla árið er gert upp og spáð er í spil þjóðmálanna á nýju ári. Ættingjar og vinir koma saman og gleðjast fram á nótt og þá er ekki úr vegi að eiga eitthvað Ijúf- fengt og fljótlegt í ísskápnum til þess að grípa til ef svo ber undir. Partýbollur í'sósu 500 g nautahakk ____________2egg_____________ 1 bolli paxo rasp 1 saxaður laukur salt og pipar Öllu blandað saman, hnoðað í litl- ar bollur og steikt upp úr olíu. Sósa 1 bolli púðursykur Hálfur bolli edik Hálfur bolli vatn 2 msk. söxuð paprika salt og paprikuduft Öllu blandað saman ogjafnað með sósujafningi. Bollumar em síð- an soðnar í sósunni í 2 mínútur. Fylltir sveppir Sveppastilkamir slitnir og brytj- aðir smátt og skafið er innan úr sveppahausunum með teskeið. Skinka og laukur er saxað smátt og brúnað á pönnu. Kryddað með salti, pipar og oregon. Rjóma er hellt út á pönnuna og síðan er bragðbætt með sherrý. Maisena- mjöl notað til að þykkja. Fyllingin er sett með teskeið í sveppahausana ogþeir hitaðir í ofni við 180° í 10 mínútur eða í örskamma stund í örbylgjuofni. Gerbollur má t.d. eiga í frosti og hita í ofni þegar gesti ber að garði. Gerbollur ó ostabakkann 100 g þurrger 200 g sykur 1 lítri mjólk 200 g smjörlíki 1 kg og 300 g hveiti salt Mjólk og smjörlíki er hitað sam- an. Síðan er öllu hráefninu blandað saman og hnoðað vel. Deigið látið hefast í skál með röku viskastykki yfír í klukkutíma. Bollur búnar til úr deiginu, þær settar á bökunar- plötu og látnar hefast í hálftíma áður en þær em bakaðar í ofni við 200° Þess má geta að úr sama deigi má gera snúða. Þá er deigið flatt út, kanelsykri stráð á, rúllað upp og skorið í bita. Snúðarnir látnir bíða á plötu í hálftíma áður en þeir bakast. ■ ji

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.