Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 57

Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24< DESEMBER 1992 a;57. Minning Ragnar Davíðs- son hreppsljóri Fæddur 26. mars 1899 Dáinn 10. desember 1992 Ragnar Davíðsson frá Kroppi, Hrafnagilshreppi, Eyjafirði, síðar bóndi og hreppstjóri á Grund, lést þann 10. desember 1992. Utför hans fór fram frá Grundarkirkju 20. desember sl. Ragnar var fæddur 26. mars árið 1899, sonur hjónanna Sigur- línar Jónasdóttur frá Stóra-Hamri og Davíðs Jónssonar, bónda og hreppstjóra á Kroppi í Hrafnagils- hreppi. Hann var elstur fjögurra systkina. Sjálfur segir hann svo frá, að hann hafi verið í farskóla á Botni. Kennt var þá á þremur stöðum í hreppnum, hálfan mánuð í senn. Heima vann hann eins og gerist og gengur við búskapinn, þar til hann fór árið 1919 í Bænda- skólann á Hvanneyri. Þar lætur hann vel af vistinni, kennslu, skóla- brag öllum og kennurum. Námið stundaði hann í tvo vetur. Að því loknu fór Ragnar til Danmerkur og vann þar m.a. á búgarði úti á Sjálandi. Án efa hefur hann haft mikið gagn af utanlandsförinni. I Danmörku bjuggu þá margir land- ar, sem Ragnar hefir að sjálfsögðu kynnst. Hann var félagslyndur og alls staðar kærkominn gestur. Eftir Danmerkurförina fór hann að Kroppi til foreldra sinna og sinnti þar búskapnum. En honum kippti í kynið og hugur hans hvarf að ýmsum menningar- og félags- málum. Ragnar hafði yndi af tón- list. Hann var þá ungur í kór hjá frú Valgerði Briem en söngæfingar voru oft haldnar á Hrafnagili. Stutt er á milli bæjanna og vinátta var mikil á milli fjölskyldu séra Jónas- ar á Hrafnagili og Kroppsfólksins. Þá tók og Ragnar mjög virkan þátt í starfi ungmennafélagsins og var formaður þess um skeið. Félag- ið kom upp sundlaug við Hrafna- gil og efldi menningarlífið í sveit- inni. Á árinu 1937 kvæntist Ragnar frú Margréti Sigurðardóttur á Grund, ekkju Magnúsar Sigurðs- sonar, stórbónda og kaupmanns þar á staðnum. Margrét og Magn- ús áttu eina dótt'ur, Aðalsteinu, sem giftist Gísla Bjömssyni frá Reykjavík. Árið 1950 fluttu þau hjónin, Aðalsteina og Gísli, að Grund og bjuggu þar félagsbúi með Margréti og Ragnari til ársins 1959. Þá tóku þau Aðalsteina og Gísli alveg við búinu, en Margrét og Ragnar fóru til Akureyrar. Gísli Bjömsson tók við starfi hrepp- stjóra eftir Ragnar. Þau Aðalsteina og Gísli eiga fósturson, Bjama Aðalsteinsson, sem kvæntur er Hildi Grétarsdóttur. Þau hjónin eiga fjögur börn og búa þau á Grund. Á Akureyri hafði Ragnar verk- efnum að sinna og jafnan var mjög gestkvæmt á heimili þeirra hjóna. Geta má þó nærri um það, að oft hafi hugurinn leitað fram í sveit- ina, til grösugra byggða og hárra fjalla. Hvergi í Eyjafirði er meiri veðurblíða en í Grundarplássi. Þar er og snjólétt og því gott til bú- skapar. Ekki var í kot vísað fyrir þau Margréti og Ragnar að koma á fornar slóðir. Margt hefir þá verið rifjað upp frá liðnum tíma. í lífinu skiptast á skin og skúrir. Á lífsleið Margrétar og Ragnars var birtan ríkjandi. Ragnar Davíðsson missti konu sína, Margréti 6. október 1982. Eftir það dvaldi hann að Grand í skjóli Aðalsteinu og Gísla og naut Blóm Skreytingar Gjafavara Kransar Krossar Kistuskreytingar Opið alla daga frá kl. 9-22 Fákafeni 11 s. 68 91 20 stakrar umhyggju og elsku. Hann náði háum aldri. í viðtali við Sig- ríði Guðmundsdóttur Schiöth, sem kom í tímaritinu „Heima er bezt“ í pktóber 1991, segir hann í lokin: „Ég er sáttur við Guð og menn, hefi aldrei átt neina óvildarmenn, svo ég viti til og hér líður mér vel í gamla herberginu okkar Margrét- ar, þar sem svo margar minningar era við bundnar." Ragnar Davíðsson var vinsæll merkismaður. Kona hans, Margrét Sigurðardóttir, naut virðingar og þakklætis allra, er henni kynntust. Hann naut ástúðar, Aðalsteinu, dóttur Margrétar frá fyrra hjóna- bandi, og manns hennar Gísla Bjömssonar. Ég og ættmenni mín þökkum Ragnari Davíðssyni samfylgdina og vottum ástvinum hans samúð okkar. Jónas G. Rafnar. Ólöf Kristjáns- dóttir — Kveðja Vinir hverfa á braut í tímans rás og þeir sem eftir lifa reyna að fylla tómið sem myndast með minning- um. Víst ér að þær streyma að á kveðjustund. Ólöf var ein tíu systkina og ólst upp á Merki í Vopnafirði þar sem hún fékk sitt veganesti til lífsins. Víst er að það hefur dugað vel og mótað þá mannkosti sem prýða systkinahópinn og sprottnir eru upp úr viðmóti foreldranna, mannkost- um þeirra og þeim aðstæðum sem lífið skóp þar eystra. Margs er að minnast á skilnaðar- stundu. Upp í hugann koma glað- værar samverustundir þegar fjöl- skyldur hittust á tímamótum í lífi einhvers. Það var og er alltaf líflegt í kringum systumar frá Merki. Ólöf lagði sitt af mörkum til glaðværðar- innar, skaut að setningum og at- hugasemdum sem gjarnan vöktu hlátur og gleði. Og smitandi hlátur hennar sjálfrar fékk aðra til að hlæja með. Hún lagði og sitt af mörkum til umræðna af ýmsu tagi og þá kom í ljós ákveðni hennar og skilningur á hinum ýmsu að- stæðum fólks í lífinu. Þær era minnisstæðar heimsókn- irnar til Ólafar og Jónasar Sigurðs- sonar, manns hennar, í húsið sem þau reistu sér að Garðsenda 4 í Reykjavík. Þó Ólöf ætti við heyrn- arskort að stríða lét hún það ekki aftra sér frá því að eiga hressilegar samræður við fólk. Og ekki var hægt annað en dást að því hversu vel hún var megnug að yfirstíga þá hindrun. Þau voru ekki í neinum vælutóni samtölin, heldur var þar leitast við að koma því að sem var skemmtilegra en annað. Hún var einstök við að fylgjast með öðrum í fjölskyldunni og vildi vita um það sem var að gerast hjá öðrum. En lítt var hún gefin að tala um sjálfa sig, - ég hef það gott, var svarið þegar hún var spurð um eigin að- stæður. Heimsóknirnar voru skemmtileg- ar og gefandi eins og öll samskipti við Ölöfu. Orð mega sín lítils en við þökkum samskiptin og það sem þau gáfu okkur. Við eigum í hug- skoti okkar minningu um góða, hjálpsama konu og skemmtilega frænku. Við í fjölskyldunni sendum öllum aðstandendum samúðar- kveðjur, megi góður Guð styrkja ykkur. Sigurður Jónsson. Erfidrykkjur Glæsileg Iviiíii- hlaðborð fallegir rnasonar salir og mjög Ulíarat>jónusfa t L.íltistusmíSi Vesturhlíð 3 ♦ Sími: 13485 ♦ Davið Osvaldsson ♦ Heimasími: 39723 goð þjónnsta. Upplysingiu* ísíimi223 22 FLUGLEIDIR Starfsfólk Vátryggingarfélagsins Skandia þakkar fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða og sendir landsmönnum öllum hátíðarkveðjur. r/yylf Skandia r Island Lifandi samkeppni - iægri iðgjöld! VATRYGGINGARFELAGIÐ SKANDIA HF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.