Morgunblaðið - 24.12.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.12.1992, Blaðsíða 37
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992 t MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992. 37, Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. ó mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Heiðin jól og kristin Isvartasta skammdeginu, um vetrarsólstöður, héldu þjóðir norðursins heiðin jól löngu áður en kristni kom til sögu þeirra. Þær fögnuðu því að hafín var sigurganga birt- unnar á hendur myrkrinu; þeirri staðföstu vissu, að líf- ríki umhverfísins, sem sefur í klakaböndum, vaknar til nýs lífs, lita og angans með kom- andi vori. Sumarið, þetta árvissa kraftaverk, sem gaf búsmala grös og bændum gæftir á sjávarmið, hjálpaði gengnum kynslóðum að þreyja þorra og góu klaka, myrkurs og knappra kjara. Það var vel við hæfí að halda hátíð sólarinn- ar, lífgjafans, þegar vöxtur myrkursins var stöðvaður og upprisa gróðurríkisins í nánd. Fornar sagnir greina frá heiðnum bónda sem lét á dán- ardægri bera sig út í skin sólarinnar og fól anda sinn þeim er hana skóp. Sá atburð- ar brúar í vissum skilningi bilið milli heiðinna og krist- inna jóla hér á landi. Og þeg- ar grannt er skoðað má sjá í tilefni heiðinna jóla, að ljósið lýsir upp myrkrið í umhverfi okkar, tákn fagnaðarboðskap- ar kristindómsins, sem spann- ar ekki aðeins „sól úti og sól inni“, heldur og sól í sinni manna og þjóða. Þetta forna sólarviðhorf áa okkar segir og til sín í samtíð okkar. Halldór Laxness, nób- elskáld, skyggnir íslands þús- und ár þegar hann segir í greinarstúf um jólin árið 1939: „Jólin, það er miðsvetrarhá- tíðin, sú hátíð þegar „sólin heim úr suðri snýr“ og „sumri lofar hlýju“, og ef maður elsk- ar stúlku heitar en lífið í brjósti sínu, þá á maður að óska henni gleðilegs sumars 21sta desember, því þann dag byijar sumarið.“ Með kristni öðlast jólin nýj- an, fyllri og dýpri boðskap, sólris í hugum og hjörtum ein- staklinga, þjóða og kynslóða. Með Kristi rætast orð Jesaja spámanns, sem fínna má í heilagri ritningu: „Yfír þá, sem búa í landi náttmyrkr- anna, skín ljós“. Yfír okkur skín þessa daga og alla daga ljósið, sem spá- mennimir boðuðu, því okkur er frelsari fæddur. Á þessum jólum og öllum jólum göngum við, hvert og eitt, í fótspor hirðanna, sem stjarna jólanna leiðir að jötu kærleikans, svo við megum líta ljósið og sann- leikann. Við höldum kristin jól til að minnast fæðingar hans sem var og er ljós heimsins, vegurinn, sannleikurinn og líf- ið. Hans sem er sól í sinni okkar og vekur anda okkar til nýs lífs úr klakaböndum dauðans. Á kristnum jólum eigum við að bera birtu góðvildar og kærleika til náunga okkar, hver sem hann er. Auðsýna honum skilning, umburðar- lyndi og umhyggju. Ekki sízt bágstöddum, öldruðum og einmana. Á jólum og endra- nær er okkur hollt að minnast orðanna: „Það sem þér gerið mínum minnsta bróður, það hafið þér og mér gjört.“ Jólaljósin, sem hvarvetna skína næstu daga, eru tákn hans sem er ljós heimsins. Gjafimar, sem við gefum hvort öðru, eru, eða eiga að vera, tákn góðvildar og kær- leika. Það er ekki mergurinn málsins hver gjöfin er, heldur hugarfaríð sem að baki býr. Sá sem sýnir náunganum hlý- hug og virðingu gefur dýr- mætustu gjöfína. Það er stór sannleikur fólgin lítilli stað- hæfingu: Eitt bros getur böli í birtu breytt. Jólin eru og eiga að vera fjölskylduhátíð. Heimilin og fjölskyldurnar eru hornsteinar og undirstöður samfélagsins. Þessa homsteina verðum við, bæði sem einstaklingar og samfélag, að styrkja í ríkara mæli en nú er gert. En það kristna viðhorf má aldrei gleymast, og allra sízt á jólum, að landsmenn allir heyra til þjóðarfjölskyldu og þjóð okkar fjölskyldu þjóðanna. Þess vegna ber öllum þeim, sem aflögufærir em, að rétta þurf- andi hjálparhönd, hvort sem neyðin er nær eða fjær. „Því meðan til er böl, sem bætt þú gazt, og barizt var, á meðan hjá þú sast, er ólán heimsins einnig þér að kenna.“ (Tómas Guðmundsson.) „Heims um ból helg eru jól, signuð mær son Guðs 61.“ Megi hann sem er ljós heims- ins Iýsa upp hugskot okkar á þessum jólum, svo að það góða, sem í öllum býr, megi vakna til nýs lífs og vaxtar. Með þeim orðum óskar Morg- unblaðið lesendum sínum og landsmönnum öllum gleði- legra jóla. Jólahald í sól og hita fjarri heimahögum Frásagnir af Islendingnm við hjálparstörf, kristniboð og þróunaraðstoð erlendis um jólin FJÖLDI íslendinga er staddur í útlöndum yfir jólahátíðina, og marg- ir þeirra vinna óeigingjöm störf í annarra þágu. Meðal þeirra em starfsmenn Rauða krossins, Kristniboðssambandsins og Þróunarsam- vinnufélags íslands, sem era við störf víða um heim þessi jól. Við- fangsefnin spanna allt frá flutningi hjálpargagna í hinni stríðshijáðu Júgóslavíu og hjúkmnarstörf í Mogadishu í Sómalíu, til aðstoðar við Namibíumenn og Panamabúa í rannsóknum á lífríki sjávar. Hér segja nokkrir þeirra frá reynslu sinni fjarri heimahögum, og því, hvernig hægt er að komast í jólaskap í glampandi sól og steikjandi hita. Rauði krossinn Sigríður Guðmundsdóttir, starfs- maður Rauða krossins, sagði að vart hefði orðið við aukinn áhuga fólks á að starfa hjá Rauða krossin- um. „Þeir sem fara utan á okkar vegum verða fyrst að ljúka sérstöku námskeiði, og sem dæmi um að- sóknina má nefna að um 80 manns sóttu um þau 20 pláss sem stóðu til boða á síðasta námskeiði," sagði Sigríður. „í störfin er síðan valið samkvæmt menntun og starfs- reynslu.“ Dvöl starfsmanns Rauða krossins erlendis stendur að jafnaði í sex mánuði. Ferlið hefst á því, að Al- þjóða Rauði krossinn sendir beiðni hingað til lands um að senda fólk með ákveðinn bakgrunn til ákveð- inna verkefna í útlöndum. Héðan er svo fólk gert út af örkinni á vegum Rauða kross íslands, en þegar kemur á áfangastað tekur Alþjóða Rauði krossinn við, og öll störf á vettvangi eru unnin í sam- ráði við þesslenskan Rauða kross eða Rauða hálfmána. Um þessi jól eru fíórtán starfsmenn Rauða krossins staddir erlendis, og er það með mesta móti. Fáum hangikjöt á aðfangadagskvöld Þrír starfsmenn Rauða krossins, , Þorkell Diego Þorkelsson, Lars Holm og Dagbjartur Guðmundsson, eru staddir í Zagreb í Króatíu um jólin. Þeir aka flutningabílum með hjálpargögn milli staða í fyrrum Júgóslavíu. „Ástandið hjá okkur er kannski ekki eins slæmt og af er látið í fjölmiðlum,“ sagði Lars í samtali við Morgunblaðið. „Við ökum með mat, lyf, eldunartæki og önnur hjálpargögn víðsvegar frá Evrópu til fólksins hér. Við ökum í 2-10 bíla lestum, og erum yfirleitt látnir í friði - fólkið hér þarf á hjálpinni að halda.“ Lars og Þorkell hafa nú dvalið í Júgóslavíu í sex vikur, og munu verða þar fram í febrúar, eða þijá mánuði alls. Dagbjartur er hins vegar tiltölulega nýkominn til starfa. Einnig eru í Júgóslavíu Frið- rik Friðriksson, sem vinnur við dreifingu á hjálpargögnum og að- stoð við flóttafólk, og Ríkharður Pétursson, sem vinnur sem bíl- stjóri. Þeir eru báðir í Bosníu- Herzegóvínu, Friðrik í Jablonica en Ríkharður í Zenica. „Þetta hefur verið geysilega at- hyglisverð lífsreynsla. Það er sér- staklega ánægjulegt að geta komið börnunurrrtil hjálpar, og þetta er hlutur sem ég myndi gjarnan vilja endurtaka,“ sagði Lars. Aðspurður um jólahald sagði hann að kona sín hefði komið til að að vera hjá þeim félögunum yfir jólin. „Ætli við fáum ekki hangikjöt á aðfangadagskvöld, en annars snýst mest hér um vinn- una.“ Gott að taka hlé frá skothríðinni Hólmfríður Traustadóttir og Kristín Davíðsdóttir, hjúkrunar- fræðingar, starfa á sjúkrahúsum Rauða krossins í Mogadishu í Sóm- alíu. Kristín, sem sér um lyfjabirgð- ir samhliða starfi sínu sem hjúkrun- arfræðingur, lýsir stríðsástandinu í landinu í bréfí heim: „Af mér er allt gott að frétta, er á leið til Sóm- alíu eftir sjö daga frí á Zanzibar. Það var yndislegt að slappa af frá skothríð og öryggisvörðum, það er ótrúlega lýjandi að geta ekki geng- ið um stræti og torg. Án bíls ferð- umst við ekki, svo það var kærkom- in tilbreyting að ganga um þröngar götur Zanzibar jafnt í björtu sem í myrkri, í friði og ró. Ástandið í Sómalíu er ögn skárra. Fólk er ekki alveg jafn hungrað og áður. Hin mörgu eldhús Rauða krossins vítt og breitt um landið hafa komið að góðu gagni, þar fær fólk tvær máltíðir á dag. Enn er erfitt að feija mikið magn af mat í einu, því þá fara bófar af stað.“ í Afríku eru nú fjórir starfsmenn á vegum íslenska Rauða krossins, auk þeirra Kristínar og Hólmfríðar. Jean Jacque Maerel er yfirmaður alls hjálparstarfs Rauða krossins í Mósambík og Bjöm Óli Hauksson vinnur með eþíópíska Rauða kross- inum við matvæladreifingu. Þá eru tvær stúlkur staddar í Gambíu á vegum ungmennahreyfíngar Rauða krossins, Inga Friðriksdóttir og Sjöfn Vilhelmsdóttir. Inga og Sjöfn vinna með gambíska Rauða kross- inum að uppbyggingu ungmenna- starfs þar. „Moskítóflugurnar em að éta mig lifandi“ Þór Daníelsson og Hildur Magn- úsdóttir eru stödd á vegum Rauða krossins í fyrrum Sovétlýðveldum. Þór er í borginni Tashkent í Tadz- íkhistan, og vinnur við að koma hjálpargögnum til afganskra flótta- manna sem flúið hafa stríðið í Afg- hanistan, en Hildur starfar við út- tekt á heilbrigðisstofnunum í Baku og víðar í Azerbadjan. Pálína Ásgeirsdóttir er svæfíng- arhjúkrunarfræðingur í borginni Quetta í Pakistan. I bréfi heim seg- ir hún meðal annars: „Spítalinn er hreinn og fallegur, allt í fína lagi, svona við fyrstu skoðun ... Vanda- málið er hins vegar það, að það er engin aðstoð - lítil, að minnsta kosti, því það er bara einn af skurð- arstrákunum sem hjálpar til annað slagið. Ég þarf að fara að þjálfa einhvem upp, því það er ómögulegt að vera bæði bíllinn og bílstjórinn. Loftslagið hér í Quetta er fínt, um 30-33 gráðu hiti og sól á daginn, en 8-10 gráður á nætumar. Það á víst eftir að kólna meira. Það versta er, að moskítóflugumar em að éta mig lifandi, sem er svo sem ekkert nýtt...“ Kristniboðssambandið Kristniboðssambandið heldur uppi öflugu starfi í Afríku yfir há- tíðirnar, sem og endranær. Kristni- boðarnir taka til hendi á mörgum sviðum, en meginverkefni þeirra er boðun kristinnar trúar og stofnun sjálfstæðra, kristinna söfnuða. Að sögn Skúla Svavarssonar, formanns Kristniboðssambands- ins, starfa kristniboðamir meðal fólks sem trúir á illa anda, færir þeim fórnir, og fómar þá jafnvel börnum sínum til að forðast bölvun andanna. Þá stuðla kristniboðamir að stofnun gmnnskóla og fylgjast með starfí þeirra. Auk þess vinna þeir að heilsugæslu, til dæmis með hreinlætisfræðslu, bólusetningum og mæðra- og ungbarnaskoðunum. Starf kristniboðanna felst einnig í að bæta hag fólksins sem þeir vinna meðal. Þeir aðstoða við land- búnað, grafa bmnna, veita hjálp í hungursneyð eftir því sem þörf krefur á hveijum stað, en starfa ætíð í samvinnu við heimamenn. vatni og fóðri. Það er enginn að stressa sig fyrir jólin. Menn lifa fyrir líðandi stund. í gærkvöldi heyrði Daudi, næt- urvörðurinn okkar, eitthvert hljóð í myrkrinu frá blómabeðinu við eldhúsdymar. Það var þá puffedd- er-slanga, stór og sver, líklega í leit að vatni. Daudi drap hana á stuttum tíma með spjóti og lurki. Þetta er sú tegund sem drepur flesta í Afríku ... Kjartan er að kenna og skipuleggja starfið með prédikumnum. Eiginlega má segja að það sé orðið aðalatriðið í starfi kristniboðanna að fræða leiðtoga og skipuleggja starfið. Allt upp- fræðslustarf er í mótun hér í Pó- Pálína Asgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingnr Rauða krossins í borginni Quetta í Pakistan, ásamt ungum skjólstæðingum sínum. Feginleiki og fögnuður gagntók okkur og þökkin steig upp til Guðs.“ Kristniboð í Afríku í 40 ár Að sögn Friðriks Hilmarssonar, starfsmanns Kristniboðssam- bandsins, er algengt að fólk og fjölskyldur dvelji langdvölum við kristniboð og þróunarstörf. „Fyrstu íslensku kristniboðarnir í Eþíópíu héldu þangað árið 1953 til tungumálanáms, og hófu störf við norska kristniboðshreyfingu. Starfsemin byggist að mestu leyti á fijálsum fjárframlögum. Með þeim sem hafa verið lengst við störf í Afríku á vegum Kristniboðs- sambandsins em Jóhannes Ólafs- son og Kari Böe. Jóhannes hefur unnið að læknisstörfum og kristni- boðun í Eþíópíu í um það bil 20 ár, og era þáu hjónin búsett í Gí- dole í Suður-Eþíópíu. Þá hefur séra Helgi Hróbjartsson verið kristni- boði í Eþíópíu og Senegal lengst Við sendum ykj&r óskjr um gCeðiíegjóC Vegna þróunar- samvinnu í Malawi: Hannes Bjamason, Tumi Tómasson og fjölsk. Á vegum Rauða krossins í Mósambik: Jean Jacques Maerel Við kristniboð í Kenya: Sr. Kjartan Jónsson, Valdis Magnúsdóttir, Edda Skúladóttir „Það var hátt til lofts í þessari fæðingarstofu...“ Séra Kjartan Jónsson og Valdís Magnúsdóttir hafa á tólfta ár unn- ið að kristniboðun, fræðslu og smærri þróunarverkefnum í Kenýa, einkum í Pókothéraði. Böm þeirra, Heiðrún, Ólöf Inger og Jón Magnús, eru þar með þeim, og í bréfi sem fjölskyldan skrifaði heim um jólin, getur að líta næma lýs- ingu á umhverfi, lífi og starfi, sem mörgum uppi á íslandi kann að virðast framandi: „Hér í Kongelsi er jörðin sviðin og sólin steikjandi heit. Þrátt fyrir óvenjulangan rigningartíma um mestallt landið, skrælnar allt á örstuttum tíma hér, þegar sólin brennir jarðveginn allan liðlangan daginn ... Það er líkast því að tíminn standi í stað hér. Fuglarnir syngja, eðlurnar þjóta um steinana og húsvegginn, moskítóflugurnar stinga, ránfuglar sveima yfir klett- unum, vindurinn feykir fölnuðum laufblöðum um allt, og hitinn er kominn í 30 gráður fyrir kl. 10 að morgni... Barn grætur hástöf- um í nágrenninu, mörg önnur era farin með kýr og geitur í leit að kot og annars staðar. Eitt sinn, er ég var á leið frá Chepararia, var ég beðin að flytja konu í bamsnauð á spítala. Við bökkuðum upp þrönga götuna og biðum svo eftir að komið væri með konuna. Nokkrar konur stummðu yfir henni nokkra metra fyrir neð- an veginn. Eftir nokkra bið fór ég að athuga hvað tefði fyrir. Þá sátu flestar konurnar í nágrenninu þar álengdar og fylgdust með. Ein gömul, kristin kona og vön „ljós- móðir“ kraup fyrir framan unga, svitastorkna stúlku með teppi eitt klæða sveipað um sig, og önnur sat fyrir aftan hana til að gefa henni stuðning. Blóðið rann niður á moldina, fæðingin var greinilega í fullum gangi, og ljósmóðirin reyndi að opna fæðingarveginn með berum fíngrunum . . . Eftir svolitla stund heyrðist barnsgrát- ur, og velsköpuð telpa með afar ljósa húð og dúnmjúkar, svartar krallur var lögð í fang ömmunnar. Barnið átti ekki eitt fataplagg, en tusku var vafið utan um það. Það var hátt til lofts í þessari fæðingar- stofu, himinninn blár, sólin steikj- andi, geitur og kýr á beit rétt hjá. ári síðar,“ sagði Friðrik. „Á næsta ári verða því 40 ár síðan kristniboð hófst í Afríku, þótt lengra sé síðan kristniboðar fóru til Kína, svo dæmi sé nefnt. í Kenýa hafa hins vegar verið íslenskir kristniboðar síðan 1978.“ Nú eru tvær íslenskar fíölskyld- ur á fyrsta ári í Eþíópíu. Ragnheið- ur Guðmundsdóttir og Karl Jónas Gíslason eru ásamt bömum sínum, Ástu Maríu og Gísla Davíð, við tungumálanám til undirbúnings kristniboðsstarfi í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu. Áformað er að þau verði þar í um það bil átta ár. Þá eru Birna Jónsdóttir og Guð- laugur Gíslason í Konsó í Eþíópíu með dætram sínum, Guðrúnu Birnu og Katrínu Þorbjörgu. Þau sinna einkum heilsugæslustörfum, bygginga- og framfaraverkefnum, og áformað er að þau dvelji þar í fjögur ár. Einnig er á fyrsta ári Edda Skúladóttir, en hún vinnur við kennslu og félagsstörf í heima- vistarskóla kristniboðabama í Nairóbí, höfuðborg Kenýa. Kristniboðssambandið, ásamt öðrum kristniboðssamböndum á Norðurlöndum, starfar í samvinnu af síðan 1968. Hann vinnur nú að kristniboðun og hjálparstarfi í Vaddera í Suður-Eþíópíu. Benedikt Jasonarson og Margrét Hróbjarts- dóttir hafa starfað um 10 ár í Eþíópíu að kristniboðun og hjúkr- un. Þau era nú í Senegal í Vestur- Afríku á vegum norskrar kristni- boðshreyfingar. Flestir starfa kristniboðarnir fjarri alfaravegu. Samskipti eru þá með örðugasta móti - strjálir póstflutningar sem jafnvel taka margar vikur að skila sér, og margra kílómetra akstur í næsta síma. Þr óunar samvinnustofnun Islands Þróunarsamvinnustofnun ís- lands sér um að stjórna þeim fjár- munum sem íslenska ríkið leggur af mörkum til þróunarmála, með það fyrir augum að stuðla að var- anlegum framförum og þróun. Á vegum Þróunarsamvinnu- stofnunar í borginni Swakopmund í Namibíu í Afríku eru Dóra Stef- ánsdóttir verkefnisstjóri, Sigurður A. Hreiðarsson skipstjóri, Friðrik M. Jónsson vélstjóri og kona hans, Birna G. Hauksdóttir, ásamt börn- unum Andra, Rannveigu, Stefáni og Snorra. Þá era þar einnig Magn- ús K. Ásmundsson stýrimaður ásamt konu sinni, Dagmar Elías- dóttur, og dætranum Helgu og annarri nýfæddri, og Viðar Helga- son fiskifræðingur, kona hans, Rannveig Baldursdóttir, og dóttir þeirra, Nanna. íslendingarnir í Namibíu að- stoða heimamenn í Swakopmund við að halda úti rannsóknaskipi á stærð við Árna Friðriksson. íslend- ingar leggja þar til alla yfirmenn auk tveggja fiskifræðinga. „Á jóladag fóm sumir á ströndina ...“ í bréfí sem Rannveig Baldurs- dóttir ritaði ásamt Margréti Úlf- arsdóttur í tímaritið Þróunarmál í fyrrasumar, segir meðal annars. „Það er erfitt að lýsa mannlífinu héma. Það era mikil þýsk áhrif í bænum, m.a. era starfrækt tvö þýsk bakarí með tilheyrandi hnall- þórum. Þýsku áhrifin eru til komin vegna þess að Namibía var eitt sinn nýlenda Þjóðveija og enn búa margir afkomendur þeirra hér ... Okkur Islendingunum fínnst flest ganga afar hægt. Hér ríkir sá hugsunarháttur að það komi dagur eftir þennan dag. Til að byija með voram við oft að springa úr óþolin- mæði, til dæmis þegar við fórum í búðir, en nú eram við farin að venjast þessu ... Eitt af því fyrsta sem við þurftum að gera eftir að við komum hingað var að undirbúa jólin. Jólastemmningin lét bíða eft- ir sér. Hvernig er hægt að komast í jólaskap í glampandi sól og steikj- andi hita? ... Klukkan sex á að- fangadagskvöld var enn glampandi sól, og biðu sumir með að borða þar til klukkan átta, en þá er kom- ið myrkur. Hangikjötið vantaði ekki hjá neinum. Á jóladag fóra sumir á ströndina, aðrir í bíltúr, og enn aðrir voru bara heima hjá sér með sínar hugsanir eða að lesa bækumar sem þeir höfðu fengið sendar að heiman.“ í Afríkuríkinu Malawi era stödd Hannes Bjamason vélstjóri, Tumi Tómasson vatnalíffræðingur, Alli- son Macdonald kona hans og böm þeirra, Marin, Anna og Daniel. Þau era öll í borginni Lilongwe, þar sem þau starfa fyrir hönd Norðurland- anna við stjórn vatnafiskimála á skrifstofu Efnahagsbandalags sunnanverðrar Afríku, SADC. Tók með skötu og hangikjötslæri Á Fengi, skipi Þróunarsam- vinnustofnunar, sem statt er í Pa- nama í Mið-Ameríku, era Jóhann Gunnarsson skipstjóri og kona hans, Maria R.M. Gunnarsson, ásamt börnum þeirra, Decio Illiano Rocha López og Söru Mist Jó- hannsdóttur. Fengur er í leigu hjá stofnun sem mun verða Hafrann- sóknastofnun Panamabúa. „Ég kom með skötu og hangi- kjötslæri með mér frá Islandi," sagði Jóhann Gunnarsson, skip- stjóri á Fengi, í samtali við Morjg- unblaðið. „Við lögðum upp frá Is- landi um miðjan september, og vorum komin hingað 10. október. Ég held að það sé óhætt að segja að hér er margt töluvert öðravísi en heima.“ Þetta er ekki fyrsta verkefni Jóhanns fyrir Þróunarsamvinnu- stofnun, því áður var hann á Græn- höfðaeyjum á vegum stofnunarinn- ar í tvö ár, en kona hans er frá eyjunum. Aðspurður um hvaða háttur væri á jólahaldi í Panama, sagði hann stemmninguna kannski einna helst minna á áramót, með sprengingum og látum. „Það hefur verið athyglisverð lífsreynsla að sjá hvernig lífið er hjá fólki hér,“ sagði Jóhann. „Samt er sennilega svolítið öðruvísi að vera hér en í mörgum öðrum Mið- Ameríkuríkjum, því bandarísk áhrif eru mjög áberandi hér. Þó er hér tiltölulega mikil fátækt, og manni bregður stundum við það sem maður sér.“ G.L. Akranes Bæjarsljóri leitar lið- «** sinnis unga fólksins Akranesi. BÆJARSTJÓRINN á Akranesi, Gísli Gislason, hefur sent íbúum Akraness 13-19 ára bréf þar sem hann óskar eftir liðsinni þeirra við að lagfæra nokkur atriði sem varða umgegni á almannafæri á Akranesi. í bréfínu er bent á að þó yfirgnæf- andi meirihluti bæjarbúa gangi vel um bæinn sinn, sé til fólk á öllum aldri sem ekki ber nægilega virðingu fyrir umhverfi sínu og veldur vísvit- andi tjóni á sameign bæjarbúa eða gengur illa um. Nefnd er sú iðja að bijóta ljósker á ljósastauram, beygja umferðarskilti og mála veggi með úðabrúsum svo og rúðu- og flösku- brot. Fram kemur í bréfinu að Akra- neskaupstaður eyði árlega hundrað- um þúsunda króna í helgarþrif bæj- arsins og er þá ótalinn kostnaður vegna viðgerða sem bæði falla á bæjarfélagið og einstaklinga. I bréfinu leitar Gísli bæjarstjóri eftir liðsinni unga fólksins til að veij- ast óþrifnaði og skemmdum á eign- um bæjarbúa með því að hafa áhrif á þá sem litla virðingu bera fyrir umhverfi sínu. Gísli Gíslason, bæjar- .stjóri, sagði í samtali við Morgun- blaðið að skemmdaverk í bænum væra hvimleið og kostnaðarsöm og hefðu farið vaxandi á undanfömum misseram. „Ég tók þann kostinn að vekja athygli á málinu á þennan hátt því fólkið á þessum aldri sem fékk bréfið er mest á ferðinni á göt- um bæjarins og af fyrri kynnum við það veit ég að mikill meirihluti þess vill gera góðan bæ betri og gæti haft áhrif á þá sem hann veit að ber litla virðingu fyrir umhverfi sínu,“ sagði Gísli að lokum. - J.G. Kjördæmisráð Sjálf- stæðisflokksins á Vesturlandi Bjami Helga- son kosinn formaður NÝ stjórn Kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins í Vesturlandskjör- dæmi var kosin á aðalfundi í Borg- arnesi fyrir skömmu. Bjarni Helgason á Laugalandi í Mýra- sýslu var kosinn formaður. Sæ- mundur Krisljánsson úr Dalasýslu lét af formennsku en sú regla gild- ir að formenn sitja i tvö ár. Á aðalfundinum var rætt um stöð- una í stjórnmálun- um, efnahagsráð- stafanir ríkisstjórn- arinnar og Evr- ópska efnahags- svæðið, að því er fram kemur í fréttatilkynningu um fundinn. Geir Bjarni Helgason H. Haarde formað- ur þingflokks Sjálfstæðisflokksins og alþingismenn kjördæmisins, Sturla Böðvarsson og Guðjón Guð- mundsson, höfðu framsögu. Með Bjarna í stjórn eru Guðni Halldórsson á Akranesi, Bergþór Úlfarsson á Kvisti í Reykholtsdal,' Margrét Vigfúsdóttir í Olafsvík og Jóhannes Benediktsson í Búðardal. í flokksráð Sjálfstæðisflokksins voru kjömir Benedikt Jónmundssor á Akranesi, Davíð Pétursson á Grund í Skorradal, Björn Arason í Borgar- nesi, Ellert Kristinsson í Stykkis- hólmi og Guðjón Kristjánsson á Skriðulandi í Dalasýslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.