Morgunblaðið - 11.03.1993, Page 36

Morgunblaðið - 11.03.1993, Page 36
MORGUNBLAÐIÐ DAGLE6T LÍF FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 Gunnhildur og græna línan f ELDHÚSINU á matstofunni Á aæstu grösum standa stórir pottar á stórri gaseldavél. Gunn- hildur Emilsdótt- ir hefur rekið matstofuna í sex ár og hefur ein- göngu jurta- fæði á boðstól- um. fií Ég sgg fékk JJJ þessa p seldavél fyrir tveimur árum og fínnst ^ mun þægilegra að elda á henm SS en rafmagnsvél. Það er ódýr- ^ ara að nota þessa og ég ræð betur við matreiðsluna. Á matstofunni er bæði hægt að ■SS fá hádegismat og kvöldmat fifia og eru að meðaltali milli 40 °g 60 manns í mat í einu. Gunnhildur hefur lengi haft Dn áhuga á fjölbreyttri matreiðslu Oi jurtafæðis. „Ég hef lfka áhuga SD á makróbíótísku fæði og fór til Englands fyrir nokkrum árum til að læra meira um makróbíótík. Ég hef ekki haft strang-makróbíó- tískt fæði hér, en notast oft við grunnhugmyndir makróbíótískra fræða.“ Hún gaf okkur tvær uppskriftir, af gríska baunaréttinum Hummus og súkkulaðibúðingi. Hún sýður söl með baunum. „Þau taka gas úr baununum og gera soðið jám- og steinefnaríkara." Hún ráðleggur fólki að sjóða frekar meira en minna af baunum og frysta það sem geng- ur af, því gott sé að geta gripið til þeirra þegar gleymst hefur að eggja þær í bleyti eða ekki er nægur tími til að sjóða þær. HUMMUS 310 g kjúklingabaunir Ódýrir andlitsmaskar í NÁTTÚRUNNI eru flest ef ekki öll efni sem líkami okkar þarfnast. Meira að segja má gera andlitsmaska úr hrein- um náttúruafurðum. Þeir eru bæði góðir og ódýrir. Stífþeyttar eggjahvítur eru «4 góðar fyrir feita húð. Hráar agúrkusneiðar geta gert óhreinni húð mikið gagn. Smytjið maskann á allt and- litið að undanskildu svæðinu næst augum. Leggist upp í sófa og slappið af í 30 mínútur og skolið maskann siðan af. Húðin verður áreiðanlega frísklegri á , eftir. ■ 'Astrimill Kombu-söl 2 hvítlauksrif 4 msk. sítrónusafi ___________‘/ztsk. salt______ 3 msk. sesamsmjör (Tahini) 2 msk. soð af baunum 'Atsk. paprikuduft ■/ttsk. ceyenne-pipar 2 msk. ólífuolía söxuó steinselja til skrauts Baunir lagðar í bleyti yfir nótt. Vatni hellt af og baunir soðnar í hreinu vatni ásamt sölum í 1 '/2 - 2 klst. Vatn á að fljóta yfír baunimar. Hvítlaukur maukaður í raf- magnsblandara, baunum bætt út í 0 g síðan soði. Þegar þetta er orðið að mauki er sítrónusafa, sesam- smjöri og ceyenne-pipar bætt út í. Sett í skál og skreytt með papriku og steinselju. Gott með brauði, t.d. pítubrauði. Gunnhildur kom með aðrar hug- myndir sem einnig hljóma vel: Þynna má maukið með vatni og nota sem ídýfu. Einnig má bæta brauðraspi út í maukið og móta litl- ar kúlur. Þeim er síðan velt upp úr kiyddblönduðu hveiti og djúp- steiktar. Kúlumar t.d. settar í pítu- brauð ásamt salati. Súkkulaöibúöing- ur meö kotasælu 100 g dökkt súkkulaði ________450 g kotasæla_______ 1 tsk. vanilludropar 'h bolli hunang 1 bolli þeyttur rjómi 1 tsk. Maple sýróp Ferskir óvextir Súkkulaði brætt yfír vatnsbaði og hrært saman við kotasælu, vanilu- dropa 0 g hunang. Hellt í fallegar skálar eða glös og skreytt með rjóma sem þeyttur hefur verið með Maple-sýrópi. Litríka ávexti má setja ofan á til skrauts, eða súkku- laði og muldar hnetur. ■ BT VIKUNNAR 122% verðmunur á nasli MIKILL verðmunur er a nasli í söluturnum á höfuðborgarsvæð- inu og munaði 122% á lægsta og hæsta verði samkvæmt skyndi- verðkönnun Morgunblaðsins, sem gerð var í vikunni. Lítill verð- munur virðist hins vegar vera á algengustu tegundum gos- drykkja og súkkulaðitegunda. Að þessu sinni var athugað verð á fjórum algengum sjoppu- vörum. Stórri kók, 30 sentilítra (15 kr.skilagjald glers innifalið), stóru Prins póló súkkulaðikexi, 50 gr., Maamd paprikuskrúfum, 65 gramma pokum, og 100 gr. pökkum af Síríus ijómasúkkulaði. Könnunin var gerð á höfuðborgar- svæðinu síðastliðinn mánudag. Samkvæmt könnuninni er verð á kóki í glerflöskum víðast hvar svipað eða á bilinu 80-90 krónur. Munur á lægsta og hæsta verði er ekki mikill eða 12,5%. Ljóst er að mikil samkeppni er á gos- drykkjamarkaðnum þótt hún komi ekki fram í verðlagningu á kóki í glerflöskum. í flestum sjoppun- um er tilboðsverð á kóki og öðrum gosdrykkjategundum í dósum og plastflöskum. Þannig voru dæmi um að hálfur lítri af kóki í dós kostaði 65 kr. 0g 1,5 lítri í plast- flösku allt niður í 149 kr. Þá var víða hægt að fá 33 sentilítra dós af pepsí á 49 kr. og 1,5 lítra af ís-cola 99 krónur. Af þessu sést að kók í dós er ódýrara en kók í glerflösku og að innkaupin verða hagkvæmari eftir því sem meira magn er keypt. Verðmunur er heldur ekki mik- ill á Prins póló súkkulaðikexi. Það kostar 55 kr. þar sem það er ódýr- ast og hvergi meira en 65 krón- ur. Munurinn á lægsta og hæsta verði er 18%. Nokkur verðmunur virðist vera á nasli í sölutumum ef miðað er við verð á Maarud paprikuskrúf- um. 65 gr. poki af þeim kostaði frá 99 til 220 kr. Það munar því 122% á hæsta og lægsta verði en rétt er að taka það fram að skrúf- urnar voru á sérstöku tilboðsverði þar sem þær voru ódýrastar. Sé umrætt tilboð ekki tekið með í reikninginn munar 47% á lægsta og hæsta verði. Hreint Síríus ijómasúkkulaði í 100 gr. pakkningum kostar frá 128-160 kr. samkvæmt könnun- inni. Verðmunur þar nemur því 25%. Ef verð á þeim tegundum, sem kannaðar voru, er lagt saman kemur í ljós að Skalli í Hraunbæ er ódýrastur. Sérstakt tilboð versl- unarinnar á snakki vegur að vísu þungt en að því slepptu er hún eigi að síður í ódýrari kantinum. Að þessu sinni var aðeins ráð- ist í að gera verðkönnun í nokkr- um af aragrúa sjoppa, sem er á höfuðborgarsvæðinu. Á undan- förnum árum hafa kaup almenn- ings á sælgæti og gosdrykkjum færst í auknum mæli til stórmark- aða enda bjóða þeir í flestum til- vikum hagstæðara verð á þessum vörum. Af sjoppueigendum var þó að heyra að þeir væru að herða sig í samkeppninni, ekki bara við stórmarkaði heldur einnig við aðr- ar sjoppur á sama svæði. Tilboð á gosdrykkjum og sælgæti í sjopp- um hafa færst í vöxt að undan- fömu og styðja þau þessi ummæli. Kj.M. ■ 'Jmíu , og prins með meiru Verðkönnun í söluturnum á höfuðborgarsvæðinu * tilboðsverð “ m. salti og pipar Maruud / \ k-Jy L J Söluturn Stór kók (30 cl) Prins Póló (50 gr.) skrúfur með papriku (65 gr.) Sírius súkkulaði (100 gr,) Samtals: Pólís, Skipholti 50c, Reykjavík 80 60 - 130 - | íssel, Rangárseli 2, Reykjavík 80 60 196 128 464 Póló, Bústaðavegi 130, Reykjavík 85 60 215 158 518 Veisluhöllin, Eddufelli 6, Reykjavík 85 55 165 140 445 Söluturninn Álfheimum, Reykjavík 85 60 198 140 483 Texas, Veltusundi, Reykjavík 85 60 220 145 510 Nesturninn, Suðurströnd, Seltjarnarnesi 85 60 165 145 455 Foldaskálinn, Hverafold 1-3, Reykjavík 90 60 210 160 520 Skalli, Hraunbæ 102, Reykjavík 90 65 99* 135 389 Sælgætis- og vídeóhöllin, Garðatorgi, Garðabæ 90 60 150 150 450 Björk, Strandgölu, Hafnarfirði 90 60 220 150 520 Bræðraborg, Hamraborg, Kópavogi 90 65 210 130 495 Söluturninn Hagamel 67, Reykjavík 90 65 220** 145 520 Meðalverð: 86,54 60,77 189,00 142,76 479,07 Pakkinn frá útlöndum kom allur rifinn úr tollskoðun LÍTIL stúlka í Reykjavík fékk fyrir skömmu afmælispakka frá föður sínum, búsettum erlendis. Þegar móðir stúlkunnar sótti pakkann á pósthús, brá henni í brún, því pakkinn hafði verið tollskoðaður og pappírinn rifinn utan af afmælisgjöfum barnsins. Hafði hún samband við tollpóst- stofuna í Ármúla sem annaðist toll- skoðun á pakkanum og var henni boðið að koma þangað með gjafírn- ar, þeim yrði aftur pakkað inn. „Þetta gerist afar sjaldan,“ sagði Jóhanna Guðbjartsdóttir deildar- stjóri tollpóststofunnar er Daglegt líf hafði samband við hana. Sagði hún að mörg hundruð pakkar færu á dag gegnum póst- stofuna og stikkprufur væru teknar úr til tollskoðunar. Gert væri ráð fyrir að pakkar væru opnaðir snyrti- Iega og vel væri frá þeim gengið eftir skoðun. „Ég man ekki eftir að hafa fengið kvörtun af þessu tagi áður, en fínnst sjálfsagt að bæta skaðann með því að pakka gjöfunum aftur inn.“ Morgunblaðið/Júlíus Svona litu afmælispakkar litlu stúlkunnar út eftir tollskoðun. Ef tjón verður á vamingi við toll- skoðun, sagði Jóhanna að tekin væri skýrsla og tjónið bætt í kjölfar- ið. Hún sagði að ýmist væri toll- skoðað með því að opna pakka, eins Móðirin kvartaði og starfsfólk tollpóststofunnar pakkaði gjöf- unum aftur inn. og gert var við afmælispakka litlu stúlkunnar, eða með röngten- myndavélum eins og þeim sem not- aðar eru í flugstöðinni í Keflavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.