Morgunblaðið - 11.03.1993, Side 41

Morgunblaðið - 11.03.1993, Side 41
41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsson Sextíu kílómetrar Tvo daga í viku ekur Einar Hafliðason, bóndi í Fremri-Gufudal, skólabílnum um 60 kílómetra leið frá Reykhólum að Skálanesi. Erfiður skólaakst- ur í Reykhólahreppi Miðhúsum. REYKHÓLAHREPPUR er erfiður í skipulagningu vegna legu sinnar og frá Skálanesi í Gufudalssveit í Reykhóla eru 60 kílómetrar en það- an kemur barn í Reykhólaskóla á mánudögum og á föstudögum en á þriðjudögum og miðvikudögum er starfrækt sel að Kiðabergi og þá er leiðin sem börnin þurfa að fara innan við 5 kílómetrar. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Frá ræðukeppni milli Stóru-Vogaskóla og Holtaskóla. Ræðukeppni grunn- skóla á Suðumesjum Vogum. Á VEGUM Félags stjórnenda grunnskóla á Suðurnesjum stendur yfir ræðukeppni milli grunnskólanna á Suðurnesjum. Það er í ann- að sinn sem keppni fer fram á milli allra skólanna, en áður höfðu Holtaskóli í Keflavík og Njarðvíkurskóli keppt sín á milli en upphaf- ið að núverandi fyrirkomulagi má rekja til íslenskuátaks sem félag- ið beitti sér fyrir á síðasta ári. Þegar erfið færð er verða bömin að gista sem koma úr Gufudals- sveitinni í Reykhólasveit. Heimavist hefur verið lögð niður og heiman- akstur tekinn upp í staðinn. Á dög- unum fór fréttaritari með skólabíln- um í Gufudalssveitina en þar sem vegurinn er sjaldan mokaður má segja að ekið hafi verið yfir holt og hæðir. Vegurinn frá Reykhólum liggur yfir Hjallaháls, en hann er á milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar og þaðan yfir Ódijúgsháls og yfir í Gufufjörðinn. Frá Brekku að Guf- udal liggur vegurinn um hlíð sem kölluð er Barmurinn og er sú vega- lengd 2,5 km og þar vill safnast mikill snjór og stundun er 2 til 3 m ofan á veginn og hliðarhalli er mik- ill. Þá tekur Einar Hafliðason bóndi í Fremri-Gufudal á það ráð að aka yfir ísilagðan Gufufjörðinn og geng- ur það ágætlega. Sveinn Húsavík Atvinnu- ástand á Húsavík HÚSAVÍKURBÆR hefur nú undanfarið gert atvinnumála- könnun fyrir hvert ár og kemur það margt fróðlegt fram. At- vinnurekendur á Húsavík voru á sl. ári 163 en voru 158 árið á undan. Minni dekkbátar og trill- ur eru jafn margar, þrátt fyrir að afli þeirra fari minnkandi ár hvert. Heildar starfsmannafjöldi á Húsavík var í könnuninni 1.027 en 1.002 árið áður. Fjölgun hefur átt sér stað í öllum greinum nema fiskveiðum, þar sem fækkaði um 5 störf og samgöngum, en þar stóð starfsmannafjöldinn í stað. Við þjónustustörf unnu um 57% Húsvíkinga en 43% við framleiðslu- og úrvinnslustörf og er það svipað hlutfall og árið áður, en árin á undan hafði fjölgað jafnt og þétt í þjónustustörfum á kostnað fram- leiðslu og úrvinnslu. Störfum á vinnumarkaði hefur ekki fjölgað markvert í mörg ár og voru störf 1992 jafn mörg og meðaltal árs- starfa á Húsavík 1987-1992. Atvinnuástand í dag er ekki gott, um síðustu mánaðamót voru skráðir atvinnulausir Húsvíkingar 73 en í janúar voru þeir 76, en þetta eru ívið hærri tölur en síðast- liðið ár. Fréttaritari Mánudaginn 1. mars keppti lið Stóru-Vogaskóla í Vogum við B-lið Holtaskóla í Keflavík og var um- ræðuefnið: Á að banna ofbeldis- og hryllingsmyndir í sjónvarpi? Það var lið Vogamanna sem studdi bannið en Keflvíkingar and- mæltu. Þrír ræðumenn töluðu fyrir hvort lið. Að umræðum loknum tók dómnefnd að reikna út stig liðanna og fóru leikar þannig að lið Stóru- Vogaskóla sigraði með 66 stiga mun, fékk 1.103 stig en andstæð- ingarnir 1.037 stig. Þá valdi dómnefnd Guðríði Þórð- ardóttur, Stóru-Vogaskóla, ræðu- mann kvöldsins. E.G. Vörusýninq Kaupmenn Innkaupastjórar Vörusýning á fatnaði frá 1 7 fyrirtækjum veróur haldin í húsnæói okkar í Sundaborg sunnudaginn 1 4/3 frá kl. 10-1 8 og mánudaginn 1 5/3 frá kl. 9-1 8. Vörur til afgreióslu fyrir vorið og haustió ’93. Tískusýningar báða dagana. ISkXfi 'enPeysuT & Wlt ® herrQf"~ASty °fQtnOóur H* \h \ u ( * W^KlD'sVVt^R barnaíatnaður barnafatnaóur VI kv V erif. Qtr> 0(3 ur kventawaður kvenfatnaður kicis bomo10’00 ba7na(otnaður kt 'linc útigallar- úlpur ... C0MPAMV domu- og herrafatnaður STROMPEN sokkar AGUST ARMANN hf UMBOÐS-OG HEILDVERSLUN Sundaborg, sími 686677

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.