Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsson Sextíu kílómetrar Tvo daga í viku ekur Einar Hafliðason, bóndi í Fremri-Gufudal, skólabílnum um 60 kílómetra leið frá Reykhólum að Skálanesi. Erfiður skólaakst- ur í Reykhólahreppi Miðhúsum. REYKHÓLAHREPPUR er erfiður í skipulagningu vegna legu sinnar og frá Skálanesi í Gufudalssveit í Reykhóla eru 60 kílómetrar en það- an kemur barn í Reykhólaskóla á mánudögum og á föstudögum en á þriðjudögum og miðvikudögum er starfrækt sel að Kiðabergi og þá er leiðin sem börnin þurfa að fara innan við 5 kílómetrar. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Frá ræðukeppni milli Stóru-Vogaskóla og Holtaskóla. Ræðukeppni grunn- skóla á Suðumesjum Vogum. Á VEGUM Félags stjórnenda grunnskóla á Suðurnesjum stendur yfir ræðukeppni milli grunnskólanna á Suðurnesjum. Það er í ann- að sinn sem keppni fer fram á milli allra skólanna, en áður höfðu Holtaskóli í Keflavík og Njarðvíkurskóli keppt sín á milli en upphaf- ið að núverandi fyrirkomulagi má rekja til íslenskuátaks sem félag- ið beitti sér fyrir á síðasta ári. Þegar erfið færð er verða bömin að gista sem koma úr Gufudals- sveitinni í Reykhólasveit. Heimavist hefur verið lögð niður og heiman- akstur tekinn upp í staðinn. Á dög- unum fór fréttaritari með skólabíln- um í Gufudalssveitina en þar sem vegurinn er sjaldan mokaður má segja að ekið hafi verið yfir holt og hæðir. Vegurinn frá Reykhólum liggur yfir Hjallaháls, en hann er á milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar og þaðan yfir Ódijúgsháls og yfir í Gufufjörðinn. Frá Brekku að Guf- udal liggur vegurinn um hlíð sem kölluð er Barmurinn og er sú vega- lengd 2,5 km og þar vill safnast mikill snjór og stundun er 2 til 3 m ofan á veginn og hliðarhalli er mik- ill. Þá tekur Einar Hafliðason bóndi í Fremri-Gufudal á það ráð að aka yfir ísilagðan Gufufjörðinn og geng- ur það ágætlega. Sveinn Húsavík Atvinnu- ástand á Húsavík HÚSAVÍKURBÆR hefur nú undanfarið gert atvinnumála- könnun fyrir hvert ár og kemur það margt fróðlegt fram. At- vinnurekendur á Húsavík voru á sl. ári 163 en voru 158 árið á undan. Minni dekkbátar og trill- ur eru jafn margar, þrátt fyrir að afli þeirra fari minnkandi ár hvert. Heildar starfsmannafjöldi á Húsavík var í könnuninni 1.027 en 1.002 árið áður. Fjölgun hefur átt sér stað í öllum greinum nema fiskveiðum, þar sem fækkaði um 5 störf og samgöngum, en þar stóð starfsmannafjöldinn í stað. Við þjónustustörf unnu um 57% Húsvíkinga en 43% við framleiðslu- og úrvinnslustörf og er það svipað hlutfall og árið áður, en árin á undan hafði fjölgað jafnt og þétt í þjónustustörfum á kostnað fram- leiðslu og úrvinnslu. Störfum á vinnumarkaði hefur ekki fjölgað markvert í mörg ár og voru störf 1992 jafn mörg og meðaltal árs- starfa á Húsavík 1987-1992. Atvinnuástand í dag er ekki gott, um síðustu mánaðamót voru skráðir atvinnulausir Húsvíkingar 73 en í janúar voru þeir 76, en þetta eru ívið hærri tölur en síðast- liðið ár. Fréttaritari Mánudaginn 1. mars keppti lið Stóru-Vogaskóla í Vogum við B-lið Holtaskóla í Keflavík og var um- ræðuefnið: Á að banna ofbeldis- og hryllingsmyndir í sjónvarpi? Það var lið Vogamanna sem studdi bannið en Keflvíkingar and- mæltu. Þrír ræðumenn töluðu fyrir hvort lið. Að umræðum loknum tók dómnefnd að reikna út stig liðanna og fóru leikar þannig að lið Stóru- Vogaskóla sigraði með 66 stiga mun, fékk 1.103 stig en andstæð- ingarnir 1.037 stig. Þá valdi dómnefnd Guðríði Þórð- ardóttur, Stóru-Vogaskóla, ræðu- mann kvöldsins. E.G. Vörusýninq Kaupmenn Innkaupastjórar Vörusýning á fatnaði frá 1 7 fyrirtækjum veróur haldin í húsnæói okkar í Sundaborg sunnudaginn 1 4/3 frá kl. 10-1 8 og mánudaginn 1 5/3 frá kl. 9-1 8. Vörur til afgreióslu fyrir vorið og haustió ’93. Tískusýningar báða dagana. ISkXfi 'enPeysuT & Wlt ® herrQf"~ASty °fQtnOóur H* \h \ u ( * W^KlD'sVVt^R barnaíatnaður barnafatnaóur VI kv V erif. Qtr> 0(3 ur kventawaður kvenfatnaður kicis bomo10’00 ba7na(otnaður kt 'linc útigallar- úlpur ... C0MPAMV domu- og herrafatnaður STROMPEN sokkar AGUST ARMANN hf UMBOÐS-OG HEILDVERSLUN Sundaborg, sími 686677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.