Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C tvgmiWaMfr STOFNAÐ 1913 115.tbl.81.árg. ÞRIÐJUDAGUR 25. MAI 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hlutskipti flóttaf ólksins Reuter Talið er, að hálf önnur milljún manna að minnsta kosti hafi flúið heimili sín í Bosniu og eru múslimar langflestir í þeim hópi. Hér bíður múslimskt flóttafólk eftir að fá matarskammtinn sinn i borginni Travnik í Austur-Bosníu en hún er yfirfull af fólki, sem flúið hefur frá vesturhlutanum. Stefnubreyting vestrænna ríkja í málefnum Bosníu Líkt við samþykki við „þjóðarmorði" Washington, London, Genf. Reuter. STEFNUBREYTING vestrænna ríkja og Rússlands í málefnum Bosn- íu var harðlega gagnrýnd í gær og tók einn frammámanna demó- krata á Bandáríkjaþingi svo til orða, að með henni væri verið að „samþykkja þjóðarmorð" á múslimum. Warren Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, varði nyju stefnuna en haft er eftir heimild- um, að í Bandaríkjunum og innan Atlantshafsbandalagsins, NATO, sé litið svo á, að friðaráætlun Vance og Owens og Sameinuðu þjóð- anna sé úr sögunni. Styttist í rússneska stjórnlagaþingið Liðsflótti úr her- búðum Khasbúl- atovs þingforseta Moskvu. Reuter. MIKIL upplausn er sögð ríkja í herbúðum Rúslans Khasbúlatovs, forseta rússneska fulltrúaþingsins og helsta andstæðings Borís Jeltsíns Rússlandsforseta. Jeltsín hefur kallað saman sérstakt stjómlagaþing til að setju saman og jafnvel samþykkja nýja stjórn- arskrá og mun það koma saman þann 5. júni. Khasbúlatov segir þessa ákvörðun vera ólögmæta en nokkrir af helstu stuðnings- mönnum hans í þinginu hafa samt tekið afstöðu með Jeltsín. Þeirra á meðal er Nikolaj Ry- abov, einn af varaforsetum þings- ins, en hann hefur fagnað ákvörðun Jeltsíns um stjórnlagaþingið. Er sá mikli stuðningur, sem forsetinn hlaut í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 25. apríl sl., talinn hafa haft veru- leg áhrif á marga menn á borð við Ryabov. Hann og fleiri hafí metið stöðuna sem svo að samstarf við Jeltsín væri eina leiðin til að hafa áhrif á framtíðarstjórnarskrá lands- ins. Jeltsín hefur boðið fulltrúum frá öllum þeim 88 héruðum og lýðveld- um, sem mynda Rússland, að senda fulltrúa á stjórnlagaþingið. Sergei Sakhraín, helsti aðstoðarmaður Jeltsíns, sagði um helgina að hann hefði þegar rætt við fulltrúa frá um helmingi svæðanna og hefðu þeir flestir lýst yfir stuðningi við anda Serbar í Bosníu, sem hafa hafnað friðaráætlun SÞ, hafa fagnað nýrri stefnu vestrænna ríkja og Rússlands en múslimum finnst sem þeir hafi verið sviknir. Nú er aðeins gert ráð fyrir sex „griðasvæðum" fyrir músl- ima undir vernd Sameinuðu þjóð- anna. í umræðum á Bandaríkjaþingi í gær gagnrýndi Bob Dole, leiðtogi repúblikana, Bill Clinton forseta harðlega fyrir stefnubreytinguna og sagði, að með henni væri búið að afskrifa Bosníu sem ríki. Daniel Patrick Moynihan, einn af framá- mönnum demókrata í öldungadeild- inni, tók dýpra í árinni og sagði, að verið væri að „samþykkja þjóðar- morð" í Bosníu. Bandaríkin að missa forystuna Warrén Christopher utanríkisráð- herra varði nýju stefnuna og sagði, að hún þjónaði hagsmunum Banda- ríkjamanna, en honum þótti farast heldur óhönduglega þegar hann sagði, að Bandaríkjastjórn hefði haft forystu um hana. Á Bandaríkja- þingi og víðar finnst flestum sem Bandaríkin séu að missa forystu- hlutverkið í samtökum vestrænna ríkja til Evrópu og Rússlands. Embættismaður hjá NATO sagði í gær, að Vance-Owen-áætlunin væri „í frysti, í líkhúsinu að sumra sögn" og þótt sumir stjórnarerind- rekar í Brussel segðu, að friðaráætl- unin væri enn í gildi, sögðu aðrir, að í raun væri búið að fallast á landakröfur Serba. Hlutskipti músl- ima væri nú ekki ósvipað Palestínu- Sjá „Snúa baki ..." á bls. 28. Danir greiði lánin Kaupmannahöfn. Frá N..I. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. FINNBOGI Isakson, sem fer með efnahagsmál í færeysku landsstjórn- iimi, hefur kveðið upp úr með það, að Danir verði að greiða næstum 30 miUjarða kr. af erlendum skuldum Færeyinga. Búist er við, að þessi krafa verði formlega lögð fram á fundi fær- eyskra landsstjórnarmanna með dönsku ríkisstjórninni á föstudag en auk fyrrnefndra 30 milljarða skulda Færeyingar um 20 milljarða kr. í Danmörku. Efnahagsnefnd danska þingsins hefur verið kvödd saman að kröfu Framfaraflokksins en hann krefst þess, að tafarlaust verði hætt að lána Færeyingum, svo ekki sé minnst á, að danskir skattgreiðend- ur verði látnir greiða skuldir þeirra. París í Moskvu Reuter SÍÐUSTU daga hefur Eiffel-turninn verið að rísa á Rauða torginu í Moskvu en hann verður einkennandi fyrir frönsku deildina á mik- illi sýningu, sem rússnesku GUM-verslanirnar efna til vegna 100 ára afmælis síns. Verður öllu torginu breytt í risastóran markað þar sem boðið verður upp á varning víðs vegar að úr heimi. hugmynda Jeltsíns og ætluðu að senda fulltrúa á þingið. Rússlandsforseti hyggst knýja í gegn nýja stjórnarskrá þar sem völd forsetans verða aukin til muna og í raun tekið upp forsetaræði áþekkt því og tíðkast í Frakklandi. Harðlínumenn vilja þj óðaratkvæðagr eiðslu í blaðinu Pravda var frá því skýrt um helgina að harðlínumenn á'full- trúaþinginu segðust vera búnir að safna saman nægilegum fjölda und- irskrifta, til að krefjast þjóðarat- kvæðagreiðslu um að að hin sósíal- íska sovéska stjórnarskrá verði tek- in upp að nýju. Samkvæmt lögum ber að boða til þjóðaratkvæða- greiðslu sé þess krafíst af einni milljón manna. Harðlínumenn segj- ast vera búnir að safna 1,09 milljón- um undirskrifta. Kínverj- arsegjast fátækir Peking. Reuter. STJÓRNVÖLD í Kína hafa mót- mælt nýrri mælingu, svokallaðri PPP-mælingu, Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins á þjóðarframleiðslu rikja en samkvæmt henni er Kina efnahagsstórveldi, það þriðja mesta í heimi. Verði mælingin almennt viðurkennd er hætt við, að Kína og raunar fleiri ríki njóti ekki áfram sömu vildarkjara í viðskiptum við Vesturlönd og hingað til og fái ekki jafn hag- stæð lán hjá alþjóðlegum lána- stqfnunum. I yfírlýsingu Kínverja segir, að þeir búi enn við mikla fátækt og eigi langt í land með að ná jafnvel hálfþróuðum þjóðum. Því sé þjóðar- framleiðsla þeirra stórlega ofmetin með PPP-mælingunni. Áður var uppgefínni framleiðslu ríkja breytt í dollara á markaðsgengi en nú er miðað við fleira, til dæmis kaup- máttinn í einstökum ríkjum. Pólitískar afleiðingar PPP-mæl- ingarinnar geta verið miklar og við- búið, að vestræn ríki, einkum Bandaríkin, fari að huga nánar að kjörunum, sem mörg þróunarríki njóta í viðskiptum við þau. Hagnað- ur Kínverja af viðskiptunum við Bandaríkin var 12,7 milljarðar doll- ara 1991 en 18,3 milljarðar á síð- asta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.