Morgunblaðið - 25.05.1993, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAI 1993
h
Frá sýningn Leikfélags Akureyrar á Leðurblökunni.
Leðurblakan í Perlunni
LEIKFÉLAG Akureyrar frum-
sýndi 26. mars sl. óperettuna Leð-
urblökuna eftir Johann Strauss.
Þrír af einsöngvurum munu flytja
atriði úr Leðurblökunni í Perlunni
25. maí undir kvöldverði Meistar-
ans og Perlunnar. Þau eru sópran-
söngkonan Ingibjörg Marteins-
dóttir sem leikur Rósalindu, tenór-
söngvarinn og leikarinn Aðal-
steinn Bergdal sem leikur ítalska
tenórinn Alfredo og Michael Jón
Clarke baritón sem leikur Frank
fangelssljóra. Þau flytja leik- og
söngatriði úr fyrsta þætti óperett-
unnar. Með þeim verður píanóleik-
arinn Richard Simm.
Sýningin hefur hlotið góðar við-
tökur jafnt áhorfenda sem gagnrýn-
enda og fjöldi manns komið víða af
landinu í hópferðir á sýninguna sem
flestar hafa verið uppseldar með
nokkrum fyrirvara, segir í fréttatil-
kynningu frá Leikfélagi Akureyrar.
Fáar óperettur hafa notið jafn
mikillar hylli og Leðurblakan, enda
eru hún með sönnu nefnd „drottning
óperettunnar". Þar fara saman hríf-
andi Vínartónar valsakóngsins
Strauss og gáskafullur gamanleikur
um áhyggjulitla og lífsglaða Vín-
arbúa fyrir 120 árum.
Leiksjóri Leðurblökunnar er Kol-
brún Halldórsdóttir en Roar Kvam
annaðist hljómsveitarstjórn og út-
setningar. Karl Aspelund var höfund-
Mary Ellen Mark er nú einn
þekktasti fréttaljósmyndari heims.
Eftir nám í listasögu og listmálun
útskrifaðist hún sem fréttaljós-
myndari 1964 og fékk strax Full-
bright styrk til að mynda í Tyrk-
landi. Hún sneri heim til Bandaríkj-
anna eftir árs dvöl þar og hóf að
skrásetja með myndavél sinni hvað-
eina sem vakti áhuga hennar;
mannlíf í Central Park, mótmæla-
fundi, kvennahreyfinguna og lík-
ur leikmyndar og búninga og Böðvar
Guðmundsson vann nýja þýðingu
fyrir sýningu Leikfélags Akureyrar.
amsræktarmenn.
Fljótlega hlaut hún frægð fyrir
ljósmyndir sínar og myndaraðir.
Meðal þeirra eru „Deild 81“, „Eitur-
lyfjaneytendur í London“, „Heimil-
islaus fjölskylda", „Góðgerðarstofn-
anir Móður Teresu" og „Indversk
fjölleikahús“. Mary Ellen Mark hef-
ur alla tíð einbeitt sér að fólki og
meðhöndlar viðfangsefni sín af
samúð og virðingu.
Mary Ellen Mark
á Kjarvalsstöðum
SÝNING á verkum bandaríska ljósmyndarans Mary Ellen Mark var
opnuð á Kjarvalsstöðum 22. maí. Sýningin spannar fyrstu 25 árin
af ferli ljósmyndarans, 125 myndir, allt frá blindum börnum í Úkra-
ínu til indverskra fjölleikahúslistamanna. Þetta er farandsýning,
skipulögð af alþjóðlega ljósmyndasafninu við George Eastman Ho-
use og styrkt af atvinnuljósmyndadeild Eastman Kodak samsteypunn-
ar. Hún stendur til 11. júlí.
Okkar veröld! Okkar réttur!
TÓNLEIKAR
til styrktar
íslandsdeild Amnesty International
verða haldniríTunglinu þriðjudaginn 25. maíkl. 21.00.
Fram koma:
• GCD •
• Bogomil Font og milljónamæringarnir •
• Júpíters • Kolrassa krókríðandi • KK Band •
Kynnir: Baltasar Kormákur.
Forsala aðgöngumiða er í Skífunni, Body Shop, Japis, Steinar Músik og á skrif-
stofu Amnesty, Hafnarstræti 15.
Miðaverð 1000 kr. Aldurstakmark 18 ára.
Vestnorskir dag-
ar í Reykjavík
28. maí-1. júní 1993
Dagskrá:
Föstudagur 28. maí kl. 20.30.
Vestnorskir dagar settir. Ame
Holm, ræðismaður íslands í Nor-
egi, býður gesti velkomna. Ávörp
fljrtja: Ole Didrik Lærum, rektor
háskólans í Björgvin, Magnar Lus-
sand, formaður stjórnar Hörðafylk-
is, Ragnhild Skjerveggen, formapur
bæjarstjórnar í Voss, Lars-Áke
Engblom, forstjóri Norræna húss-
ins. Styrkveiting. Sendiherra Nor-
egs á íslandi, Per Aasen, veitir styrk
úr „Fondet til fremje av nordisk
kulturliv, samfundsliv og næringsliv
for islandsk og norsk ungdom“.
Kl. 21.00. Grieg-tónleikar. Tón-
listarmennirnir Dag Arnesen, Olav
Dale, Wenche Gausdal, Knut
Hamre, Reidun Horvei, Frank Jak-
obsen, Lars-Erik ter Jung, Einar
Mjolsnes, Maghild Mo, Leif Rygg,
Anne Nitter Sandvik og Linda
Ovrebo flytja tónlist eftir Edvard
Grieg ásamt frumsaminni tónlist.
Laugardagur 29. maí. Vossa-
brúðkaup (Ridande Vossabrud-
laup). Kl. 11.00-13.00 á Lækjar-
torgi: Voss Spelemannslag leikur
og sýnir þjóðdansa. Voss Husflids-
lag kynnir vestnorskan heimilisiðn-
að í versluninni „íslenskur heimilis-
iðnaður" í Hafnarstræti. Hópur
Vestlendinga frá Voss kynnir gamla
brúðkaupshefð við Norræna húsið.
Brúðhjónin koma ríðandi með fríðu
föruneyti. Reiðleiðin sem farin verð-
ur er frá Laugardal, niður Lauga-
veg að Lækjartorgi og þaðan til
Norræna hússins. Á flötinni fyrir
utan húsið verða sýndir þjóðdansar
og leikin þjóðlög.
Kl. 13.00 verður brúðurin skrýdd
brúðarklæðum í Norræna húsinu.
Kl. 14.00 verður riðið úr hlaði í
Laugardal áleiðis til Norræna húss-
ins.
Kl. 15.30 Ragnhild Skjerveggen
formaður bæjarstjórnar í Voss flyt-
ur 'ræðu. Að því loknu verða sýndir
þjóðdansar og leikin þjóðlög á flöt-
inni fyrir utan Norræna húsið. Um
kvöldið tekur jasshópur Grieg-
hljómsveitarinnar þátt í lokatónleik-
um Rúrek-jasshátíðarinnar í
Reykjavík.
„Griegbildspel" — litskyggnu-
sýning um Edvard Grieg verður í
kjallara Norræna hússins (gengið
niður úr bókasafni) á laugardag
29., sunnudag 30., mánudag 31.
maí og þriðjudag 1. júni kl. 13, 14,
15 og 16. Sýningin tekur 17 mín.
Sunnudagur 30. maí — hvíta-
sunnudagur:
Kl. 14.00. Norsk-íslensk guðs-
þjónusta í Hallgrímskirkju. Halfdan
Tschudi Bondevik, dómprófastur í
Björgvin, predikar. Hljóðfæraleik-
arar úr Grieg-hópnum spila við
messuna.
Kl. 17.00. Grieg-tónleikar í Nor-
ræna húsinu. Aðgöngumiðar seldir
í bókasafni Norræna hússins. Miða-
verð 1.000 kr.
Mánudagur 31. maí — annar í
hvítasunnu:
Kl. 14.00. Reykjaskóli í Hrúta-
firði. Vossabrúðkaup (Ridande
Vossabrudlaup), þjóðdansasýning,
þjóðlög leikin og heimilisiðnaður
kynntur.
Kl. 20.30. Grieg-tónleikar í safn-
aðarheimilinu Vinaminni á Akra-
nesi. í samvinnu við Norræna félag-
ið á Akranesi. Miðaverð 1.000 kr.
Þriðjudagur 1. júní. Kynning í
Háskóla Islands á vestnorsku
menningarlífi.
Fyrirlestrar háskólakennara við
Háskólann í Björgvin í Odda í stof-
um 201 og 202 og kynning á náms-
möguleikum við menntastofnanir í
Björgvin og Voss í stofu 205.
Kl. 10.00, stofa 201. Prófessor
mag. art. Oddvar Nes, Norrænu
stofnuninni við Heimspekideild Há-
skólans í Björgvin: „Jorungavág.
Ei namnegáte i Jomsvikingasaga".
Kl. 10.00, stofa 202. Fyrsti
amanuensis, dr. scient. Karin Pitt-
man. Fiskveiða- og Hafrannsókna-
stofnun við Stærðfræði- og náttúru-
fræðideild: „Aquakultur i Vest-
Norge“.
Kl. 13.30, stofa 201. Prófessor
dr. phil. Jorgen Christian Meyer,
Sagnfræðistofnun Heimspekideild-
ar: „Historie og samfund. Fra nat-
ional til international opdragelse".
Kl. 13.30, stofa 202. Prófessor
dr. Miguel Quesada, Rómönsku
stofnun Heimspekideildar: „E1
Espanol de Costa Rica: Historia y
situación actual“.
Kl. 14.30, stofa 202. Prófessor
Ph.d. Yngve Kristoffersen. Jarðeðl-
isfræðistofnun Stærðfræði- og nátt-
úrufræðideildar ásamt Bryndísi
Brandsdóttur og Einari Kjartans-
syni. „Preliminary Result of an
Experiment to Image the Magma
Chamber below Krafla.by Seismic
Reflection Measurements".
Kynning á námsmöguleikum í
Björgvin og Voss og kynning á
háskólanum í Björgvin verður í
Odda, stofu 205.
Kl. 11-12.30. Rektor Ole Didrik
Lærum og förste konsulent Paul
J. Manger frá Alþjóðaskrifstofu
Háskólans í Björgvin kynna nám
og samvinnu Háskólans í Björgvin
og Háskóla íslands og námsmögu-
leika fyrir íslendinga við Háskólann
í Björgvin.
Kl. 13.30-15.00. Kynning á
námsmöguleikum við Háskólann í
Björgvin, Ole Bull-akademiet í
Voss, Búnaðarskólann í Voss og
Lýðháskólann í Voss.
í anddyri Norræna hússins verð-
ur sýning á veggspjöldum um Ed-
vard Grieg, ævi hans og tónsmíðar.
I bókasafni verður sýning á heim-
ilisiðnaði.
Sódóma á mynd-
bandi um allan heim
NÁÐST hefur samningur milli Skífunnar og fyrirtækisins Columb-
ia TriStar Home Video um alheimsdreifingu á íslcnsku kvikmynd-
inni Sódómu sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakk-
landi.
Að sögn Jóns Ólafssonar fram-
leiðanda er um að ræða samning
til sjö ára og verður myndinni dreift
til allra landa heims á myndbandi
að Bandaríkjunum meðtöldum. Það
er að sögn Jóns mikið afrek enda
séu Bandaríkjamenn ekki ginn-
keyptir fyrir kvikmyndum á öðrum
tungumálum en engilsaxneskum.
„Þetta er mjög góður samningur,
myndin er komin í höfn fjárhags-
lega. Ævintýrið tókst,“ sagði Jón.
Einnig hefur verið gerður samn-
ingur við fyrirtækið Angelika Films
International og mun það sjá um
sölu myndarinnar til kvikmynda-
húsa og sjónvarpsstöðva. „Sam-
vinna þessara tveggja fyrirtækja
er hluti af samningum sem við höf-
um gert svo myndin njóti sem
mestrar dreifingar. Angelika nýtur
virðingar fyrir að hafa framsæknar
myndir til sýningar og hefur tii
umráða glæsilegt kvikmyndahús á
Manhattan, rétt við New York-
háskóla," sagði Jón ennfremur.
»
%
|
t
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I