Morgunblaðið - 25.05.1993, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1993
23
að þjóna hagsmunum sjávarútvegs-
ins. Ég tel orðið samkeppni ekkert
skammaryrði á þessu sviði fremur
en öðrum. Sú samkeppni verður
hins vegar að byggjast á almennum
reglum sem löggjafinn setur og sem
ekki fela í sér mismunun gagnvart
þegnunum. Með tillögum Tvíhöfða-
nefndarinnar um að festa kvóta-
kerfið í sessi er þessu öfugt farið.
Tillögur Tvíhöfðanefndarinnar
ganga út á að réttinum til fiskveiða
og til að nýta fiskimiðin verði skipt
upp á hóp útgerðarmanna án endur-
gjalds, manna sem fyrir tilviljun
áttu skip og stunduðu útgerð á
ákveðnu tímabili í sögunni. Þama
er í raun verið að einkavæða fiski-
miðin. Með þessu fyrirkomulagi
verða útgerðarmenn framtíðarinnar
að kaupa sér þennan rétt og greiða
fyrir hann hátt verð. Slíkt mun aldr-
ei efla hag sjávarútvegsins.“
Aðspurður um hvernig útgerðar-
menn framtíðarinnar komist á sjó
ef farið væri að tillögum félagsins
um fiskveiðistjómun segir Oskar
að flotastærðin sé þar grundvallar-
atriði. „Með því að taka upp strang-
ar reglur um takmörkun flotans
myndast yfirverð á skipum. Að-
gangur að miðunum yrði þá í gegn-
um skipin sem myndi hækka þau í
verði og við því er ekkert að segja,“
segir Oskar. „Það er hins vegar
alröng ályktun sem fram kemur í
skýrslu Tvíhöfðanefndarinnar að
slík aðgangstakmörkun sé hliðstæð
þeirri sem kvótakerfið felur í sér. -
Aðspurður um hvort hann telji
miklar líkur á að tillögur nefndar-
innar yrðu lögfestar í haust segir
Óskar svo vera. „Því miður tel ég
mikla hættu á að svo fari. Mér virð-
ist sem stjórnmálamenn hafi alls
ekki sett sig inn í þessi flóknu mál
sem skyldi og auðvelt virðist að slá
ryki i augu þeirra. Einnig óttast ég
að flestir fiskifræðingar séu hlynnt-
ir kvótakerfinu. Um þessi mál á ég
margt ósagt en menn virðast fastir
í hlekkjum ákveðinnar hugmynda-
fræði. Ég er sannfærður um að
þótt kvótakerfið verði lögfest gildi
slíkt ekki til langframa. Stór hluti
sjómannastéttarinnar er í fullri and-
stöðu við kerfið og sú andstaða fer
vaxandi. Kerfið mun að lokum
springa vegna þess óréttlætis og
þar með þeirrar óhagkvæmni sem
í því felst,“ segir Óskar. „En því
miður er útlit fyrir að þessi gata
verði gengin til enda.“
Ný stjórn í
Félagi ferða-
skrifstofa
KJARTAN Lárusson fram-
kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu
íslands var kjörinn stjórnarfor-
maður Félags íslenskra ferða-
skrifstofa á aðalfundi félagsins
13. maí sl.
Ný stjórn var kjörin á aðalfundin-
um og nýtt skipurit samþykkt.
Meðstjórnendur voru kjömir Hörður
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Úrvals-Útsýnar og Böðvar Val-
geirsson, framkvæmdastjóri ferða-
skrifstofunnar Atlantik.
Sumarfri í Danmörku!
Danmörk bíður, full af spennandi ferðamöguleikum.
Tívolí, Strikiö og Dyrehavsbakken eru aöeins brot af öllum þeim
Ijúfu lystisemdum sem hægt er aö njóta á danskri grundu. Danir
eru frægir fyrir að kunna aö njóta lífsins bæöi í mat og drykk,
hvort sem stefnan er sett á sveitakrá eöa fint veitingahús,
útkoman kemur jafn mikiö á óvart. Fjölmörg söfn og hallir heilla
jafnan feröamenn og fegurö danskrar náttúru er margrómuö.
Sumaráætlun SAS til Kaupmannahafnar er sú að flogið er á
þriöjudögum, föstudögum og sunnudögum. Haföu samband við
söluskrifstofu SAS eða ferðaskrifstofuna þína.
Brottfarartími frá íslandi er kl. 16.20.
Brottfarartími frá Kaupmannahöfn er kl. 14.30.
Verð 28.900 kr.
Innlendur flugvallarskattur er 1.310 kr.
Danskur flugvallarskattur er 664 kr.
M/S4S
SAS á íslandi - valfrelsi I flugi!
Verö gíldir til 30. september og miðast viö dvöl erlendis í 6 - 30 daga.
Barnaafsláttur er 33%. Bókunarfyrirvari 21 dagur.
Laugavegi 172 Sími 62 22 11
I-
rtt
Fræ og áburður
I hentugum umbúðum
RÁÐGJÖF SÉRFRÆÐINGA UM GARÐ- OG GRÓÐURRÆKT
VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA
GRÓÐURVÖRUR SF. SMIÐJUVEGI 5, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 4321 1
I
YDDA F42.57 / SÍA