Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 24
24 i!01 1AM .D5í fljJOAayUUH'! (H(JAvJaVUJ>iflpM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1993 Pétur Sveinsson skipstjóri á Vestmannaeyj abátnum Andvara sem sökk snögglega á Reynisdýpi Staðsetninff spilanna slysagildra Vestmannaeyjum. „ÞETTA gerðist allt á ótrúlega stuttum tíma og ég hugsa að ekki hafi liðið nema 10 mínútur frá því ég byqaði að hífa og þar til báturinn var sokkinn og frá því mér fannst ástandið orðið alvar- legt og þarigað til hann fór var ekki nema örskotsstund," sagði Pétur Sveinsson, skipstjóri á Andvara VE en öll áhöfnin, níu manns, bjargaðist um borð í Smáey VE þegar Andvari. sökk skyndilegar þar sem hann var á veiðum á Reynisdýpi á laugardag. Pétur sagði að líklega hefðu margir samverkandi þættir orsakað slysið en seg- ir að það sýni að staðsetning spila eins og var í Andvara sé ekk- ert annað en slysagildra. „Við vorum að hífa úr festu í Reynisdýpinu, um 10 mílur frá landi,“ sagði Pétur í samtali við fréttaritara. „Við vorum á lensinu og hann fór að súpa á svo við feng- um sjó í spilrúmið. Mér fannst ekki koma mikið inn og þó veðrið hafi verið þokkalegt, austan 6 vindstig og frekar þungur sjór, þá hefur líklega verið mikill straumur þarna. Skvetturnar hafa læðst inn yfir lunninguna og farið niður í spilrúmið enda kemst mikið magn niður um þessar lúgur sem vírinn kom upp um. Þegar trollið vildi ekki losna og hann fór að súpa vel á þá hætti ég að hífa og fór að slaka út. Beygði í bak og ætl- aði að snúa bátnum upp í. Við vorum búnir að slaka smávegis út þegar rafmagnið fór af spilunum og við gátum ekki slakað út. Þá varð ég að slá af enda ekki annað að gera því um leið og spilin fóru út þá fór stýrisvélin líka út þannig að ég hafði ekki stýrið. Það hefur líklega eitthvað slakast misjafnt út því það tók meira í bakborðsvír- inn þegar fór að taka í aftur og báturinn lagðist meira aftur á til bakborða. Við ætiuðum þá að reyna að skera á vírana en það bara gafst ekki tími til þess því þetta gerðist allt svo snöggt. Rafmagnið fór af Það voru tveir menn í koju þeg- ar þetta gerðist og þegar báturinn fór að taka inn á sig í hífingunni sendi ég yfirvélstjórann sem var hjá mér niður til að ræsa hinn vélstjórann svo hann gæti aðstoðað hann við að lensa. Skömmu síðar fór svo allt rafmiagn af skipinu þar sem sjór hefur líklega komist í rafmagnstöflur og þá gátum við lítið orðið gert. Þegar við misstum spilin út kall- aði ég á Sigga á Smáeynni, en ég vissi að hann var þarna rétt hjá okkur og sagði honum að við ætt- um í einhveijum vandræðum. Hann spurði hvort hann ætti að hífa og ég sagðist telja það rétt þannig að hann byijaði strax. Þetta var meira gert til öiyggis hjá mér því mér datt ekki til hug- ar þá að þetta yrði svona alvarlegt. Ekki tími til að sjósetja gúmbátana Skömmu seinna sagði ég svo strákunum að fara í flotgallana. Ég spurði þá hvort allir væru komnir upp en _þá var enn einn maður í koju. Ég hljóp niður til að ná í hann og þegar ég kom upp aftur sá ég í hvað stefndi. Ég kall- aði þá í Smáeyna til að athuga hvort hann hefði ekki staðsetning- una á okkur og sagði honum síðan að það væri að drepast á vélinni og ég héldi að báturinn væri að fara niður. Ég dreif mig síðan í flotgallann og það var ekki meira en svo að ég hefði að komast í hann. Báturinn var þá kominn í kaf að aftan og stóð orðið upp á endann. Ég hafði það af að klöngr- ast út úr stýrishúsinu og flýt þá bara frá því báturinn var bara að sökkva. Hann hékk svo í smástund með stefnið upp úr áður en hann hvarf. Þegar ég kom út úr stýris- húsinu voru strákarnir að fara í sjóinn og eftir að við höfðum kom- ið okkur frá bátnum náðum við hópnum saman og ég gat gengið úr skugga um að allir hafðu kom- ist frá borði. Dvölin í sjónum var ekki svo slæm. Flotbúningarnir gefa mikla öryggistilfínningu og við vissum að Smáey var ekki langt undan þannig að við vorum ekki mjög óttaslegnir. Ég tók þá ákvörðun að láta alla fara í flotgallana fyrst áður en reynt yrði að sjósetja gúmmíbátana en það gafst bara ekki tími til að koma bátunum í sjóinn því þetta gerðist allt svo snöggt,“ sagði Pétur. Læddi sér inn fyrir lunninguna Pétur segir að eflaust hafi marg- ir samverkandi þættir orðið til þess að slysið varð og þar sem veðrið var alls ekki slæmt hafi menn ekki trúað því að svona gæti farið. „Fiskilúgan var opin þegar við byijuðum að hífa og eins' kýrauga niður á millidekki. Þetta er oft haft opið á þessum bátum Heilir í höfn Morgunblaðið/Sigurgeir ÁHÖFNIN af Andvara ásamt skipstjóra Smáeyjar um borð í Smá- ey við komuna til Vestmannaeyja, f.v: Þröstur Kamban Svein- björnsson, Heimir Jóhannsson, Sigurður Sigurjónsson skipstjóri á Smáey, Pétur Sveinsson skipstjóri á Andvara, Brynjar Stefánsson, Þorsteinn Ólason, Auðunn Stefnisson, Sveinn Matthíasson, Jóhann Berg Þorbergsson og Jón Ingi Steinþórsson. Fagnaðarfundir FJÖLSKYLDAN fagnar Pétri Sveinssyni, Henný Ólafsdóttir eigin- kona hans er fyrir miðri mynd. þegar verið er að gera að því það vill verða heitt á millidekkinu. Þeg- ar við byijuðum að hífa og það komu skvettur inn hætti ég að hífa og lokaði fiskilúgunni en eflaust hefur einhver sjór verið kominn þar niður en ég held að það hafi ekki verið mikið. En þeg- ar báturinn var kominn á kaf að aftan hefur eflaust lekið inn með lúgunni því þær eru aldrei það þéttar. Kýrauganu sem var opið gátu strákamir Iokað en svo held ég að það hafi komið sjór inn um Þröstur Kamban Sveinbjörnsson fyrsti vélstjóri á Andvara Veltum okkur út fyrir Vestmannaeyjum. „ÞETTA gerðist mjög snöggt og ég hugsa að það hafi ekki liðið nema 10 mínútur frá því ég var ræstur þangað til skipið var sokk- ið,“ sagði Þröstur Kamban Sveinbjörnsson, fyrsti vélstjóri á And- vara VE í samtali við Morgunblaðið, en Þröstur var sofandi í koju þegar slysið varð. Hann segir að þó tíminn hafi verið naumur þá hafi allir verið rólegir og telur að nám í Björgunarskóla sjómanna hafi nýst áhöfninni vel þegar á reyndi. „Ég var í koju en var ræstur og áttaði mig strax á að það var óeðli- lega mikill halli á skipinu og það var orðið sigið að aftan. Ég dreif mig upp og klæddi mig í sjógalla og sá þá að það var kominn tals- verður sjór á millidekkið. Skipið var þá orðið mikið sigið að aftan og öll öftustu rýmin full af sjó. Ég fór ásamt yfirvélstjóranum niður í vél því við ætluðum að reyna að lensa úr skipinu en sáum fljótt að það þýddi ekkert og ég dreif mig því upp í brú þar sem ég fór í flotgall- ann. Við ætluðum síðan að fara að losa björgunarbátinn en þá var skip- ið bara að sökkva svo við gátum ekki náð til hans. Nafnakall í sjónum Skipið seig hægt niður á aftur- endann og lá talsvert á bakborðs- hliðinni þannig að við veltum okkur út fyrir lunninguna og í sjóinn. Við rákum frá skipinu innan um net og drasl og maður reyndi að forðast að festast. Við gátum tekið höndum saman í sjónum, þar var viðhaft nafnakall og þá sáum við að allir höfðu komist frá borði. Smáey kom og það gekk vel að ná okkur um borð,“ sagði Þröstur. Hann sagðist ekki hafa fundið fyrir hræðslu þar sem þeir flutu í sjónum og þakkar það námi í Slysa- vamaskóla sjómanna. „Ég áttaði mig fljótlega á því hvað var að gerast þegar ég kom upp en auðvit- að hélt maður í vonina um að skip- ið færi ekki. Mér fannst eftirtektar- vert hvað allir vom yfirvegaðir og rólegir og enginn var hræddur við að fara í sjóinn í flotgalla. Það held ég að megi þakka því að allir vora búnir að fara á námskeið í Slysá- vamarskólanum og menn vissu því að hveiju þeir gengu. Ég var aldrei hræddur því flotgallínn veiti mér öryggistilfínningu.. Þröstur sagði að eftir svona slys kæmi upp í hugann hvort fara ætti aftur á sjóinn. „Auðvitað veltir maður því fyrir sér eftir svona hvort maður fari aftur á sjóinn. Hvort ekki eigi bara að hætta en ég held allavega að ef ég verð áfram á sjó þá verði ég meira vakandi fyrir öryggismálum og geri meiri kröfur til öryggisbúnaðarins um borð en áður,“ sagði Þröstur. Grímur slorlúgurnar. Þær vora neðarlega og við höfðum verið óhressir með þær. Það var því verið að smíða nýjar og betri lúgur sem við ætluð- um að prófa og áttu að fara um borð í sumar. Þegar mikill sjór var kominn í spilrúmið náði hann að leka inn í vélarrúm með lúgu sem var tessuð aftur en hún var ekki þétt þegar sjóþrýstingur var kom- inn á hana. Maður hefur kannski verið grandalaus fyrir hvað hann tók mikið inn á sig að aftan þar sem veðrið var tiltölulega gott. Við höfum oft fengið inn gusur og stundum hefur allt verið á kafí að aftan í vitlausum veðram án þess að við höfum lent í vandræðum. Þetta virðist einhvem vegin hafa lætt sér inn fyrir lunningu án þess að maður veitti því eftirtekt hversu mikið það var. Götin sem víramir komu upp um vora frekar stór, ætli þau hafi ekki verið um hálfur metri á hvorn veg svo það komst óhemju magn niður um þau og ætli spilrúmið, sem náði þvert yfír skipið hafi ekki tekið 40 til 60 tonn þannig að þetta var ekkert annað en slysagildra. Við höfðum reyndar haft grun um að þetta gæti verið veikur punktur á skipinu og ég held að það hafí sannast rækilega að það getur verið hættu- legt að hafa spilin eins og þau voru á Andvara og era reyndar á nokkram bátum.“ Sleppibúnaður hefði komið að góðum notum Pétur segist telja að sleppibún- aður á gúmmíbátum hefði komið að góðum notum hjá þeim en slík- ur búnaður var ekki um borð. Þá segir hann að námskeið sem áhöfn- in hafí farið á hjá Slysavarnarskól- anum hafí komið að góðu gagni. „Það var eng;nn sleppibúnaður um borð hjá okkur því það er ekki lengur skylda og var það ekki þeg- ar báturinn var smíðaður. Éftir allt þrasið sem varð um þann bún- að var það eina ráðið sem menn höfðu að afnema kröfur um allan sleppibúnað. Ég held að ef við hefðum haft sleppibúnað þar sem hægt hefði verið að losa gúmbátinn með einu handtaki í bránni hefðum við komist í hann. Að vísu hefur þessi búnaður stundum bragðist þannig að maður getur ekki sagt til um hvað hefði gerst hjá okkur. En það hefði allavega verið betri möguleiki fyrir okkur ef við hefð- um haft búnaðinn því eins og þetta gerðist áttum við ekki möguleika að ná til bátsins án sleppibúnaðar. Ég er. búinn að fara á tvö nám- skeið hjá Slysavarnaskóla sjó- manna og það kom sér mjög vel nú þegar á reyndi. Flestir úr áhöfn- inni voru búnir að fara á slík nám- skeið og ég held að það hafi hjálp- að okkur mikið. Það að vera búinn að fara í sjóinn í flotgalla gerir það að verkum að maður veit við hveiju er að búast og mér fannst ég vera öraggur þegar ég var kom- inn í gallann." Þakklátur fyrír björgunina Pétur hefur tvisvar áður lent í óhöppum til sjós. Hann var á Sig- urbára þegar hún strandaði og á Ágústu þegar hún var rétt farin niður í gíginn á Syrtlingi í Surts- eyjargosinu. Hann segir að þó menn séu ef til vill ekki hræddir við að fara á sjó aftur eftir svona atburði sitji þeir í mönnum. „Mér er nú efst í huga þakk- læti fyrir að allir skyldu bjargast og þetta skyldi ekki gerast í verra veðri því þá er aldei að vita hvem- ig farið hefði. Þá var það auðvitað happ að Smáeyin skyldi vera svona nálægt okkur og vil ég þakka þeim fyrir björgunina," sagði Pétur Sveinsson. Grímur Sigurður Sigurjónsson skipstjóri á Smáey Loka áttí lúgnnni Vcstmannaeyjum. „ÞEIR voru svo rólegir og yfirvegaðir þegar við komum þeim til bjargar að það var með ólíkindum," sagði Sigurður Sigurjónsson, skipstjóri á Smáey sem bjargaði áhöfninni. Skipbrotsmennirnir voru teknir inn um netalúgu sem Sigurður segir að sé aldrei not- uð og að lengi hafi staðið til að loka. Björgunin gekk vel nema hvað einn skipveiji á Smáey handleggsbrotnaði þegar gengið var frá lúgunni. „Pétur kallaði í mig og bað um aðstoð. Við vorum þá á toginu um tvær mílur frá og ég byijaði strax að hífa. Það leið um hálftími frá því hann kallaði og þar til þeir voru komnir um borð en þá hafa þeir verið búnir að vera í sjónum í um 20 mínútur. Mér fannst taka óra- tíma að hífa þó allt væri keyrt á fullu. Við sáum til skipsins allan tímann og þegar það fór niður. Við sáum þó mennina ekki fyrr en þeir birtust allt í einu á einum öldu- toppnum og það gekk síðan fljótt og vel að ná þeim um borð. Við tókum þá inn um netalúgu á síðunni, notuðum bjarghringi og Björgvinsbelti og það gekk eins og í sögu“, sagði Sigurður. Grímur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.