Morgunblaðið - 25.05.1993, Page 30

Morgunblaðið - 25.05.1993, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAI 1993 Séra Friðrik Friðril 1868-1993 og vígsla Friðrikskj ftorgmfjM&Mli Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði ínnan- lands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Togstreita um vexti Eins og við mátti búast hefur blossað upp mikil deila um það, hvort búast megi við vaxtalækkun í kjöl- far kjarasamninganna, sem gerðir voru fyrir helgi. Aðilar vinnumarkaðar og talsmenn ríkisstjórnar hafa lýst því yfir, að þeir telji eðlilegt að vextir lækki en talsmenn rík- isbankanna sögðu í samtali við Morgunblaðið í fyrradag, að vextir mundu hækka m.a. vegna stóraukinnar eftir- spurnar ríkissjóðs eftir lánsfé. Aðilar vinnumarkaðar telja, að stjórnvöld geti tryggt verulega vaxtalækk- un með því að draga úr lánsfjáreftirspurn ríkissjóðs með aðhaldi að lántökum almennt og með tímabundn- um takmörkunum á útgáfu húsbréfa. Þeir sem halda þessu fram hafa gert samn- inga sín í milli, sem kosta ríkissjóð marga milljarða króna, sem ekki eru til og hljóta því að kalla á auknar lántökur en ekki minnkandi lántökur ríkissjóðs. Ein þeirra leiða, sem aðilar vinnumarkaðar benda ríkis- stjórninni á er sú, að auka erlendar lántökur. Öðrum landsmönnum er orðið ljóst, að auknar erlendar lántökur jafngilda hraðferð íslend- inga í færeyskt ástand og er því ekki boðleg ábending frá heildarsamtökum laun- þega og atvinnurekenda. Hins vegar er full ástæða til að taka ábendingu aðila vinnumarkaðar um húsbréf- aútgáfu til greina t.d. með því að afnema ríkisábyrgð á húsbréfum. Samningsaðilar stjórna jafnframt lífeyrissjóðakerfi landsmanna, en ákvarðanir þess vega þungt á flár- magnsmarkaðnum. í yfirlýs- ingu samningsaðila kemur fram, að þeir vilja beita sér fyrir því, að ávöxtunarkrafa lífeyrissjóðanna lækki þann- ig að raunvextir lækki um a.m.k. eitt prósentustig á næsta hálfu ári. Þetta er raunsærri leið til vaxtalækk- unar en flest annað, sem samningsaðilar hafa bent á. Hins vegar er athyglisvert, að þeir gefa ríkisstjórninni tækifæri í einungis sex mán- uði. Hafi stjórnvöldum á þeim tíma ekki tekizt að skapa almenn skilyrði til vaxtalækkunar er Ijóst, að lífeyrissjóðir hækka ávöxt- unarkröfu sína á nýjan leik. Vegna þessarar yfirlýs- ingar stjórnenda lífeyrissjóð- anna má væntanlega búast við einhverri vaxtalækkun á næstu mánuðum en jafnljóst er, að hún stendur ekki nema í hálft ár ef ríkisstjórninni tekst ekki á þeim tíma að draga verulega úr lánsijár- þörf hins opinbera. Það ger- ist ekki án stórfellds niður- skurðar á opinberum út- gjöldum eða með mikilli hækkun skatta. Stjórnarflokkarnir standa nú frammi fyrir þessu verk- efni. Eftir gerð kjarasamn- inganna má búast við 13 milljarða halla á ríkissjóði að öðru óbreyttu. Sá halli verður enn meiri á næsta ári. Ef ríkisstjórnin ætlar að standa undir nafni verða ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna að taka til hendi nú í sumar til undir- búnings fjárlögum fyrir næsta ár. Með aðild sinni að gerð þessara kjarasamninga hefur ríkisstjórnin skipað málum á þann veg, að hún stendur eða fellur með því, hvernig til tekst. Margra ára reynsla sýnir, að það er afar erfitt að ná samstöðu í þingflokkum um niðurskurð að ekki sé talað um jafn stórfelldan niður- skurð og nú blasir við, að ríkisstjórnin verður að ná fram. Sjálfstæðisflokknum hefur ekki reynzt þetta auð- veldara verk en öðrum flokk- um eins og sagan sýnir, svo að vísað sé til fjármálastjórn- ar flokksins 1983-1987, nú síðustu tvö árin og jafnvel fyrr. Kjarasamningarnir verða hins vegar lítils virði, ef þetta tekst ekki. Þess vegna mun athyglin á næstu mánuðum beinast mjög að því, hvort Friðrik Sophus- syni, íjármálaráðherra, tekst að sannfæra meðráðherra sína og þingmenn stjómar- flokkanna um nauðsyn stór- felldari niðurskurðar á út- gjöldum ríkisins, en þjóðin hefur orðið vitni að áratug- um saman. eftirÞóriKr. Þórðarson íþróttir og „andlega hliðin“ Þegar sótt er fram með knöttinn í íþróttaleik gildir það að „andlega hliðin“ sé í lagi. Þetta vita allir íþróttaunnendur. Hið sama gildir þegar barist er við erfiðleika í at- vinnumálum líðandi stundar. Sam- hugur og kapp þurfa að fara saman og fegurð, háttprýði og drengskapur að setja mark sitt á starf allt, einnig á íþróttaleikinn. Nú á tímum eru menn á einu máli um gildi leikja, náms og félagsstarfs fyrir ungt fólk sem er að búa sig undir átökin við verkefni framtíðarinnar. Félagsleg lífsgildi Engum blandast hugur um þá miklu þýðingu sem starf séra Frið- riks Friðrikssonar að málefnum æskufólks hafði fyrir félagslegan og andlegan þroska unglinga hér í bæ og víðar um land, allt frá upphafs- árum þessarar aldar. Hann vildi temja ungt fólk við hófsemi, starfs- gleði, söng, trúfesti og góða siði, — við mennsku og menningu í daglegu lífi. Hann hóf merkið, og aðrir tóku við fánanum, og fjölmörg æskulýðs- félög og íþróttafélög bera upphafs- starfmu fagurt vitni. Allt miðar það starf sem nú fer fram að því að efla siðmenningu ungu kynslóðarinnar — eða ætti að gera það. Þar með væri lagður grundvöllur að vinnumenn- ingu hennar. Hugmyndafræðin Tvíhyggja (,,guð-djöfull“) verður ekki sönnuð frumspekilega og er því óvísindaleg, en ég nefni það drama- tíska tvíhyggju þegar við lýsum raunveruleika lífsins sem baráttu tveggja andstæðra afla. Hana sjáum við í náttúrunni, í lífi þjóða og í lífi einstaklingsins. Þar keppast letin og viljafestan um völdin, fáfræðin og þekkingin, þursinn og vitið/trúin. Páll Skúlason heimspekiprófessor sagði eitt sinn við mig að höfuðmein- semd nútímans væri sú að menn tækju hið illa ekki alvarlega. Séra Friðrik hvatti liðsmenn sína í barátt- unni gegn hinu illa með orðfæri her- mennskunnar að hætti hinna klass- ísku höfunda sem hann heimfærði til siðgæðisbaráttu ungmenna: „Um eiginlegt hlutleysi getur ekki verið að tala í þessari styrjöld. Sá sem vill vera hlutlaus verður áreiðanlega hertekinn af hinu vonda valdi áður en hann grunar, já svo að segja fyrir- hafnarlaust ... Nú kvéður herlúður Krists við.“' — En þegar hann talaði til stúlkna í KFUK á fundi 1913 notaði hann allt aðra líkingu: Heimil- ið í Betaníu og mynd Mörtu og Maríu. Þar hrósar hann Maríu. Hún á ekki aðeins að vinna heimilisstörf- in eins og Marta heldur einnig að gæta að sínu andlega lífi: „Hið fyrsta og æðsta hlutverk er það að fá ung- ar stúlkur til þess að setjast að fótum Jesú og hjálpa þeim til að heyra hans raust.“ Þetta á vel við um menntunarkröfu kvenna á vorum dögum. Áherslan á trúarlíf einstakl- ingsins fremur en vald stofnunarinn- ar hófst í siðbótinni á meginlandinu á 16. öld og varð undirstaða mennt- unarstefnu siðbótarmanna og bylti Evrópu. Hér nær hún einnig til kvenna. — „Kvöldskóli KFUM“ er ekki stór kapítuli í skólasögu ís- lands. En hann vitnar um stefnuna: Áherslan er á hagnýtri þekkingu. Æviferill í litlum torfbæ í Svarfaðardal fæddist drengur 25. maí 1868. Fað- ir hans var i útróðrum og var talinn af. Drengnum var því gefíð nafn föðurins í heilagri skírn og nefndur Friðrik. En faðirinn komst af í það sinn, þótt ekki yrði hann eldri en 38 ára. Drengurinn var búinn óvenjulegum gáfum og frændur hans styrktu hann til náms við Latínuskól- ann, sem nú heitir Menntaskólinn í Reykjavík. Það er sérstæð og skemmtileg aldarfarslýsing á skóla- lífinu og Reykjavíkurlífínu fýrir alda- mót og úr sveitalífinu sem dregin er upp í æviminningunum, fyrra bindi (Undirbúningsárin). Þar segir frá ævintýralegri för skólapilta að norðan sem lentu í miklum hrakning- um og villum í aftakaveðrum á leið suður og voru næstum taldir af er þeir komu ekki fram, en allt fór vel. Þar er getið hvers gils og skorn- ings sem þeir fóru um, hvers bæjar þar sem þeir beiddust gistingar á hrakningum sínum, og húsráðenda getið með fullu nafni. Allt eftir minni tveimur áratugum síðar! Minni séra Friðriks var með þeim ólíkindum að -orð var á haft. Hann skrifaði þessa þætti upphaflega sem framhalds- sögu í Oðni, tímariti vinar síns Þor- steins Gíslasonar. Frá æskudögum var drengurinn gagntekinn af klassíkinni, sem hann kynntist fyrst í hjásetunni yfir ánum. Hugmyndaflug hans fékk vængi þegar hann las í æsku um hetjur fornaldar í íslendingasögum, Hóm- erskviðum og Gamla testamentinu. Ungi smalinn byggði sér altari í ein- verunni á heiðum uppi og fórnaði þar besta kjötbitanum úr skrínunni sinni í eldfórn. Æ síðan skildi hann að það er undirstaða lífshamingjunn- ar að færa fórn æðra markmiði öðr- um til heilla. Stúdentinn ungi sigldi eftir stúd- entsprófið 1893, og þá öðlaðist hann sína stóru stund trúarreynslunnar sem kveikti í öllum þeim eldiviði trú- ar og æðri menntunar sem hlaðist hafði í köst í hugskoti hans í ís- lénskri sveit og í náminu og bók- menntaumræðum skólapilta í Lat- ínuskólanum, svo að úr varð bál andans sem hann kynti alla ævi. í Kaupmannahöfn varð hann heill- aður af kristilegu drengjastarfi og hóf að starfa í KFUM. A þeim árum var gerður aðskilnaður kynjanna í öllu æskulýðsstarfi og staða konunn- ar önnur en nú er. En þannig var öldin. Karlmennska og hermennska voru hugsjónir til jafns við menntun og andlegar íþróttir. Ungi stúdentinn kom heim til Reykjavíkur og hóf æskulýðsstarf samkvæmt guðlegri köllun, en neisti hennar var bréf Þórhalls Bjarnarsonar, síðar biskups, er bað hann að koma heim og stofna kristilegt félag fyrir æskulýðinn. KFUM og KFUK voru stofnuð 1899, Valur og Hvatur (er síðan saemein- uðust) 1911, Væringjar 1916 og söngfélag (nú Fóstbræður) 1916. Þá hóf hann einnig kristilegt starf í Hafnarfirði og stofnaði Hauka. Sum- arstarfið í Vatnaskógi og Kaldárseli hófst og varð einn öflugasti starfs- þátturinn. Þegar hið rúmgóða KFUM-hús var byggt við Amtmannsstíg tók séra Friðrik til sín móður sína, Guð- rúnu Pálsdóttur, sem dvaldi hjá hon- um til æviloka 1927. Var hún að sögn kunnugra einkar hjálpfús og kærleiksrík kona. Til hennar kom frænka hennar, einstæð móðir í at- vinnuleit, austan af Seyðisfirði, með son sinn 6 ára (f. 1917) og tók sr. Friðrik frænda sinn að sér sem sinn fósturson. Voru með þeim miklir kærleikar, og í æviminningum sínum kallar sr. Friðrik drenginn „framtíð- arguðsgjöf mér til handa.“ Adolf Guðmundsson lést árið 1965, merkur kennari og menningarmaður. Annan Séra Friðrik Friðriksson. fósturson átti séra Friðrik, danskan dreng, Hans að nafni, sem fór til Ameríku ungur að árum 1913, kvæntist þar íslenskri konu og átti einn dreng sem hann skírði Friðrik. Hér verða 92 ára ævi ekki gerð nein skil, en ég minnist þess er ég sá tileinkunina sem Jón Helgason biskup ritaði framan á kirkjusögu sína til vinar síns á sextugsafmæli hans. Hún er dagsett 25. maí 1928. Þá uppgötvaði ég hve þeir lifa mörg æviskeið sem ná 92 ára aldri. Sr. Friðrik varð sextugur 1928! Upp úr því hefur margur fullnað skeið sitt. Sextugur átti hann eftir að lifa kreppuárin, þá stríðið, þá atómöld- ina, og síðan viðreisnarár íslensks þjóðfélags. (Var hann heppinn að lifa ekki andlegu uppdráttarárin sem nú ganga yfir?) Eins konar bóhem í raun og veru var séra Friðrik andlegur bóhem. Hann var alltaf að skemmta sér. Iljónskviða, þegar guð- irnir berjast af grimmd, var honum hið mesta skemmtiefni, og hann hló ofan í skeggið þegar ég las þetta fyrir hann blindan í þýðingu Svein- bjarnar Egilssonar. Efnið hafði hann pantað sjálfur: „I kvöld skulum við skemmta okkur,“ sagði hann, „lestu úr Iljónskviðu." 1913 langaði hann að lyfta sér upp, fór til Ameríku og dvaldi þar í þijú ár. Lét hann félagið í hendur ungs pilts sem hét Bjami Jónsson, síðar vígslubiskup, dr. the- ol. og þjóðsagnapersóna. Árin vestra starfaði hann meðal íslensku safnað- anna. Þar kynntist hann japönskum drengjum og dáðist að háttprýði þeirra. Eftir það langaði hann alla ævi til Japans. , Það var fastur liður hjá séra Frið- rik að fara í partí á þriðjudagskvöld- um. Það voru bókmenntakvöld heima hjá Þorsteini Gíslasyni skáldi og rit- stjóra í Þingholtsstræti (föður Gylfa Þ. og Vilhjálms Þ.) og lásu menn þar upp skáldverk og ljóð eftir sjálfa sig og aðra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.