Morgunblaðið - 25.05.1993, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINBÍULÍF ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1993
Reynslunni ríkari
Vöruþróun
I vetur hefur vöruþróunarhópur Hagræðingarfélags Islands efnt til fyrir-
tækjaheimsókna til þess að kynna sér skipan og stjórnun vöruþróunar-
verkefna í fyrirtækjum sem hafa skarað fram úr á sviði vöruþróunar og
markaðsmála undanfarin ár
Fyrirsögn þessara heimsókna hefur verið _Reynslunni rikari’ þar sem
markmið með heimsóknunum var og er að læra af reynslu þessara fyrir-
tækja, á hvern hátt best er að vinna að vöruþróun bæði skipulags- og
framkvæmdarlega séð
Þegar á heildma er litið þá hefur aðsókn að þessum heimsóknum verð
mjög góð Þau fynrtæki sem nú þegar hafa verið heimsótt eru Islenskar
sjávarafurðir, Epal, Vífilfell og Marel
I óllum tilvikum hefur allur undirbúningur fyrirtækja vegna heimsóknanna
verið góður og vill vöruþróunarhópur Hagræðingarfélagsins þakka
framangreindum fyrirtækjum fyrir gott samstarf.
Af dagskránni „Reynslunni rikari" eru 2 heimsóknir eftir; heimsókn til
Mjólkursamsölunnar 27. maí n k. kl. 16:00 - 17:00 að Bitruhálsi 1
Meginefni þeirrar heimsóknar er að skoða fyrirtækið og ræða síðan um
samspil þróunarstarfs og markaðssetningar almennt
Síðasta heimsókn er síðan til Iðnlánasjóðs er þann 10 júní n.k. kl 16:00
- 17:00 að Ármúla 13a En þar mun sjóðurinn kynna starfsemi sína.
Þeir einstaklingar sem áhuga hafa á að taka þátt í næstu heimsóknum
eru beðnir að skrá f sima 68 7000.
Vöruþróunarhópur Hagræðingarfélags (slands
Nýjung
Erlendir
leyni-
reikningar
NÝLEGA tók til starfa hér á
landi umboðsskrifstofa fyrir
breska útgáfufyrirtækið Scope
International Ltd. sem gefur út
svonefndar PT viðskiptaskýrsl-
ur lögfræðingsins Dr. W.G.Hill.
Þar eru m.a. upplýsingar um
hvernig stofna eigi leynireikn-
inga erlendis, erlendar skatta-
paradisir, útvegun erlendra
vegabréfa, tvöfalda ríkisborg-
ararétti og flutning fjármagns
milli landa.
Garðar Garðarsson sem hefur
fengið umboðið fyrir Scop Inter-
national, segir skýrslunar afrakstur
margra ára rannsókna Dr. Hill á
viðskiptaháttum auðmanna um all-
an heim. Hægt er að fá sendan
bækling hjá umboðsskrifstofunni á
Hjarðarhaga 42 í Reykjavík.
Að sögn Garðars opna skýrslur-
nar leiðir fyrir þá sem hafa tekjur
erlendis til að ráðstafa þeim á hag-
kvæman hátt. í þeim er m.a. að
fínna upplýsingar um aðila sem
taka að sér að opna leynireikninga
í bönkum í Sviss og eyjunni Mön.
HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
HÚSNÆÐISBRÉF 1. FLOKKUR 1993
1. Uppboð - 25. maí 1993
Fyrsta uppboð húsnæðisbréfa fer fram 25. maí n.k.
Frestur til þátttöku rennur út kl. 14:00 þann dag og
þurfa bindandi tilboð í bréfin að hafa borist Húsnæðis-
stofnun ríkisins. Húsnæðisbréf eru gefin út í tveimur
einingum, 1 m.kr. og 10 m.kr. að nafnverði. Hús-
næðisbréf eru verðtryggð með lánskjaravísitölu til 20
ára með 39 jöfnum greiðslum vaxta og afborgana.
Upplýsingarit ásamt tilboðsgögnum liggja frammi hjá
Húsnæðisstofnun ríkisins, Suðurlandsbraut 24, Reykja-
vík og nánari upplýsingar um útboðið veitir verðbréfa-
deild stofnunarinnar.
HANDSALI
XIVSGNVH
HANDSAL H F
LÖGGI1.T VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI • AÐILI AÐ VERÐBRÉFAI’INGI ÍSLANDS
ENGJATEIGl 9 ■ 105 REYKJAVÍK • SÍMI 686111 • FAX 687611
Morgunblaðið/Þorkell
VIÐURKENNING — M.H. Riethoff, útflutningsfram-
kvæmdastjóri hollenska íþróttavöruframleiðandans Rutaco, var stadd-
ur hér á landi nýlega til að veita umboðsaðila Rutaco, J.S. Gunnars-
syni hf., viðurkenningu fyrir góða sölu. Á myndinni eru eigendur J.S.
Gunnarssonar ásamt Riethoff. Frá vinstri eru Aðalheiður Gunnarsdótt-
ir, Steindór Gunnarsson, M.H. Riethoff og Jóhann Ingi Gunnarsson.
Heildsala
Góð sala á Rucanor
íþróttafatnaðar
HEILDSALAN J.S. Gunnarsson hefur undanfarin þrjú ár verið umboðs-
aðili fyrir hollensku íþróttavörumar Rucanor frá Rutaco í samvinnu
við Sportbæ á Selfossi. Einn af framkvæmdastjórum Rutaco var nýlega
staddur hér á landi í tilefni þess að J.S. Gunnarsson hefur verið með
mestu söluna í Evrópu miðað við íbúafjölda fyrir utan heimaland Rutaco,
Holland. Salan hér á landi á síðasta ári nam um tuttugu milljónum króna.
Að sögn Jóhanns Inga Gunnars-
sonar, eins af eigendum J.S. Gunn-
arssonar, er Rucanor með allan al-
hliða sportfatnað ásamt því að bjóða
upp á ákveðnar keppnisvörur. „Þegar
við tókum við þessu umboði var
Rucanor svo til óþekkt merki hér á
landi. Við nýttum okkur umboðið vel
og nú eru hér á landi 25 söluaðilar
Rucanor um allt land. Það sem fyrst
og fremst ræður úrslitum er gott
merki og vönduð vara. Það er mikið
um íþróttahópa sem kaupa af okkur,
en þó leggjum við mesta áherslu á
almennan markað.“
„Miðað við íbúafjölda erum við
með mestu söluna í Evrópu fyrir
utan heimalandið Holland. Þetta
þótti yfirmönnum Rutaco merkilegt
og í því tilefni kom útflutningsfram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins nýlega
hingað til lands til að kynna sér
hvemig staðið er að málum hér,“
sagði Jóhann Ingi.
J.S. Gunnarsson er í eigin hús-
næði í Skútuvogi. Heildsalan leggur
aðaláherslu á innflutning á skófatn-
aði þar sem fyrirtækið er með umboð
fyrir mörg þekkt merki. Eigendur
er þijú systkini, Jóhann Ingi Gunn-
arsson, Steindór Gunnarsson og Að-
alheiður Gunnarsdóttir.
FYRIRTÆKIÐ — Ólafur Þorsteinsson & Co veitti bókiðnaðar-
deild Iðnskólans gjöf í tilefni þess að um þessar mundir eru 10 ár frá
því núverandi eigendur tóku við rekstri fyrirtækisins. Ólafur Þorsteinn-
son & Co hf. sérhæfir sig í innflutningi á pappír og á rekstrarvörum
fyrir prentiðnað. Gjöfin til Iðnskólans var um 100 tegundir af pappír
og öðrum vörum, að verðmæti 600 þúsund krónum. Myndin var tekin
við afhendingu gjafarinnar í prentsal Iðnskólans í Reykjavík. Þeir
Stefán Haraldsson framkvæmdastjóri Ólafs Þorsteinssonar & Co hf.
(t.v.) og Ingvar Ásmundsson skólameistari Iðnskólans takast í hend-
ur. Að baki þeim eru Sigurður Örn Kristjánsson kennslustjóri, Sófus
Guðjónsson kennari og Haraldur Blöndal deildarstjóri.
með ONE TOUCH háreyðingarkremunum losar þú þig við óæskiieg hár á þægilegan og sársaukalausan hátt
Regular
■ fyrir venjulega húð.
Bikini
- fyrir "bikini" svæði
Sensitive
fyrir viðkvæma húð.
o kreminu er einfaldlega
rúllað á hársvæðið og
skolað af í sturtu eða
baði eftir tiltekinn tíma
(sjá leiðb.)
o húðin verður mjúk
- ekki hrjúf
o ofnæmisprófað
Útsölustaðir:
Flestar snyrtivöru-
verslanir, apótek og
snyrtivörudeidir
stórmarkaða.