Morgunblaðið - 25.05.1993, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAI 1993
49
Gíslína Lóa Þórðar-
dóttir - Minning
Fædd 3. október 1907
Dáin 9. maí 1993
Það er íslenskt vor í lofti, komið
fram í maímánuð og gróðurinn um
I það bil að vakna til lífsins þegar
komið er að leiðarlokum jarðlífs
heiðurskonunnar Lóu Þórðardóttur
ömmu minnar. Við afkomendur
hennar kveðjum nú síðasta hlekk
þeirrar kynslóðar er að okkur
stendur og löngum hefur verið
nefnd aldamótakynslóðin.
Amma Lóa, en svo var hún jafn- ,
an nefnd hvort heldur af börnum
sínum, barnabörnum eða barna-
barnabörnum, var fædd í Reykjavík
hinn 3. október 1907. Foreldrar
hennar voru þau Gísli Gíslason,
löngum kenndur við ReykHolt í
Vatnsmýrinni í Reykjavík, og Sig-
ríður Olafsdóttir frá Akranesi.
| Samband foreldra ömmu varð
skammvinnt og erfiðleikar Sigríðar
miklir þar sem hún átti þrjú börn
fyrir. Sigríður vann um þessar
mundir við holdsveikrasjúkrahúsið
í Laugarnesi og átti það eftir að
ráða örlögum ömmu. A sjúkrahús-
inu var ungur maður, Kjartan
Guðnason, fæddur 1882 austur í
Holtahreppi í Árnessýslu. Kjartani
var kunnugt um hagi Sigríðar og
rann til rifja umkomuleysi hinnar
einstæðu móður. Kjartan var þegar
þarna var korpið sögu orðinn langt
leiddur af sjúkdómi sínum. Setti
hann sig í samband við móður sína
og hlutaðist til um að hún tæki
ömmu í fóstur. Kjartan var einká-
barn móður sinnar, en faðir hans,
Guðni, lést er Kjártan var barn að
aldri. Sú öndvegiskona er hér um
ræðir var Vilborg Jónsdóttir, fædd
í Árnessýslu 19. desember 1857.
Varð úr að hún ásamt síðari eigin-
manni sínum Þórði Bjarnasyni, frá
Miðengi í Grímsnesi, fæddur 16.
ágúst 1860, ættleiddi ömmu með
konungsbréfi, svo sem lög þessa
tíma buðu.
Ekki gafst ömmu tækifæri til
að þakka Kjartani þá góðmennsku
er hann sýndi henni hvítvoðungn-
um, því að hann lést hinn 29. júlí
1908. Þau hjónin Vilborg og Þórður
reyndust ömmu ákaflega vel þrátt
fyrir lítil efni. Ég hygg að með
eftirbreytni sinni hafu þau Vilborg
og Þórður lagt grunninn að þeim
sérstaka persónuleika sem amma
var, er öðru fremur einkenndist af
trúmennsku og fórnfýsi.
Það er komið fram á árið 1927
er amma Lóa hittir mannsefni sitt,
var það Guðmundur Jóhannsson,
fæddur í Reykjavík hinn 16. ágúst
1907. Þau trúlofast sama ár, en
hjónaband er látið bíða þess að afi
útskrifist sem blikksmíðameistari
1931. Það er jafnframt 1931 sem
þau eignast sitt fyrsta barn, Sig-
ríði, í kjölfarið kom faðir minn
Borgþór (látinn), þá Jóhann og loks
Svava. Þau amma og afi hófu sinn
búskap á heimili þeirra Vilborgar
og Þórðar og römm var sú taug
er tengdi ömmu foreldrum sínum
því að heimili héldu þau saman
fram á dánardægur þeirra beggja.
Ekki fannst ömmu annað koma til
greina en að annast foreldra sína
í ellinni og önduðust þau bæði á
heimili þeirra á Hringbraut 58, í
Reykjavík, Vilborg 1941 ogÞórður
1947.
Frá blautu bamsbeini ólumst ég
og bræður mínir upp i nánu sam-
neyti við þau ömmu Lóu og afa
Guðmund. Þær voru óteljandi
sunnudagsheimsóknirnar til, að því
er við töldum þá og teljum raunar
enn, bestu ömmu í heimi. Amma
var ákaflega sérstakur persónu-
leiki. Hún var kona mjög vel gefin,
gat verið skapstór og fylgin sér í
þeim málum er hún taldi einhverju
skipta. Hún reyndist afa traustur
lífsförunautur og var ávallt
reiðubúin að styðja í verki þau mál
er hann tók sér fyrir hendur, en
afi var mikill félagsmálamaður alla.
tíð. Efst er mér í huga er afi gerð-
ist sporgöngumaður AA-samtak-
anna hér á landi fyrir rétt tæpum
40 árum. Þá var amma óþreytandi
í sínum stuðningi, það vita kannski
fáir hennar þátt í þeirri uppbygg-
ingu sem varð á þessum vettvangi,
en hann var hreint ekki lítill. Það
var aldrei hin sterka hlið ömmu að
láta á sér bera, hún lét verkin tala
og leit á alla greiðasemi af sinni
hálfu gagnvart öðrum sem sjálf-
sagðan hlut. Ég held að samband
afa og ömmu hafi í raun alla þeirra
tíð verið að styrkjast og tala ég
af þekkingu þar því að fyrir tæpum
20 árum æxluðust hlutir þannig
að ég eignaðist þau að trúnaðarvin-
um. Það varð ömmu mikið áfall er
afi lést í kjölfar aðgerðar hinn 7.
maí 1989. Um líkt leyti veiktist
amma og dvaldi frá því haustið
1989 á hinum ýmsu sjúkrastofnun-
um og hafði er hún lést dvalið tæp
tvö ár á hjúkrunarheimilinu Selja-
hlíð í Reykjavík. Þrátt fyrir að lík-
aminn væri farinn að bila vottaði
ekki fyrri ellihrörnun á andlega
sviðinu. Eitt sinn skal hver maður
deyja, segir máltækið. Við þessa
óhagganlegu staðreynd sætti
amma sig og skildi sátt við þessa
jarðvist. Minningin um einstaka
konu mun ætíð lifa í hugum okkar
afkomenda hennar.
Birgir Þór Borgþórsson.
Sigríður Þorgríms-
dóttir - Minning
Fædd 29. október 1921
Dáin 3. maí 1993
Mig langar að minnast með
nokkrum orðum ástkærrar föður-
systur minnar Sigríðar Þorgríms-
dóttur, Keflavík, sem lést 3. maí sl.
Hún fæddist 29. október 1921 á
Ormsvelli Fljótshlíð, sjötta í röð 14
barna Ágústs Þorgríms Guðmunds-
sonar frá Háamúla í Fljótshlíð og
konu hans Guðnýjar Pálínu Pálsdótt-
ur frá Hlíðarenda í Fljótshlíð, en nú
eru aðeins þijú á lífi af þeim stóra
barnahóp.
Sigga, eins og hún var ávallt köll-
uð, var tekin í fóstur á öðru ári af
móðursystur sinni Þuríði Sigurð-
ardóttur og manni hennar Halldóri
Þorleifssyni á Gaddstöðum. Þar ólst
Sigga upp sem eitt af börnum þeirra
hjóna. Hún settist að í Keflavík þar
sem hún giftist Sölva Ólafssyni
kaupmanni hinn 4. desember 1943,
en Sölvi lést hinn 12. ágúst 1987.
Þau hjón eignuðust eina dóttur, Þur-
íði, þjónustufulltrúa íslandsbanka í
Mjódd. Maður hennar er Bergsveinn
Alfonsson, varðstjóri í Slökkviliði
Reykjavíkur. Einnig ólu þau upp
elstu dóttur Þuríðar, Sigriði. Maður
hennar er Rúnar Þórmundsson og
eiga þau einn son, Bergsvein Al-
fons. Þuríður og Bergsveinn eiga
einnig Lindu Björk, kennaraskóla-
nema, unnusti hennar er Guðfínnur
Guðnason; og yngstur er Sölvi Þór.
Margar minningar koma upp í
hugann þegar Siggu frænku er
minnst. Þegar þau Sölvi voru vænt-
anleg í heimsókn til Eyja var það
öllum mikið tilhlökkunarefni, ekki
síst hjá okkur systkinabörnunum
þar, því að alltaf var hægt að ganga
að því vísu að þau hjónin kæmu með
glaðning með sér í litla munna. Á
þeim dögum sást sælgæti ekki á
hvetjum degi og var því ánægjan
mikil. Það var sama hvað munnarn-
ir voru margir, aliir fengu jafnt og
það var ríflega útilátið.
1973-1974 bjó ég í Keflavík og
þá var gott að geta komið á Hring-
brautina til Siggu og Sölva. Höfð-
ingsskapurinn var ávallt sá sami hjá
þeim hjónum. Dæmi um það var að
ég lét skíra elsta son minn í Kefla-
vík og þá kom ekki annað til greina
Skilti á lelði
Póstsendum
Sími 91-688513
Skiitil
Síðumúla 23, Reykjavík
hjá Siggu en að halda veglega skirn-
arveislu fyrir barnið, en ég bjó þá í
litlu leiguhúsnæði sem bauð ekki upp
á veisluhöld. Hún hélt nú að plássið
væri nóg á Hringbrautinni. Aldrei
fékk ég að borga neitt fyrir þau
veisluhöld, því að þetta var bara
gjöf til barnsins frá skírnarvottum
þess, var svarið þegar ég ætlaði að
gera upp reikningana.
Oft var setið á þessum árum og
spiluð vist fram á nótt á Hringbraut-
inni, en þaðan mátti enginn fara
heim hvað sem klukkan var orðin
margt án þess að setjast fyrst að
hlöðnu kaffiborði. Það var því oft
hlegið og gantast með „þijú kaffið“
hjá Siggu frænku og margar góðar
minningar eru til frá því.
Fyrir jólin ’73 vorum við Sigga
að ræða um ýmsa jólasiði og þá kom
upp að hvorug okkar hafði bakað
laufabrauð. Ákveðið var því að gera
nú prufu og baka saman laufabrauð
fyrir þessi jól. Byijuðum við á verk-
inu á laugardagseftirmiðdegi og vor-
um við fram á sunnudagsmorgun,
það þýddi ekki að vera að gera eitt-
hvað „smotterí" fyrst byijað var á
annað borð, fannst henni frænku
minni. Mikið spjölluðum við og hlóg-
um þessa laufabrauðsnótt og stafl-
arnir af laufabrauðinu urðu stórir.
Ekki veit ég hvort Siggu hlutur klár-
aðist, en hitt man ég að þegar ég
fluttist frá Keflavík í lok næsta sum-
ars, átti ég ennþá til laufabrauð.
Sigga átti við vanheilsu að stríða
um langt árabil, en það lét hún ekki
aftra sér frá því að fara á manna-
mót og rækta vináttu við ættingja
og vini. Ekki var hún mikið fyrir
að kvarta þó að oft væri full ástæða
til. Þegar hún var spurð hvernig
heilsan væri, þá svaraði hún kannski:
„Skrokkurinn gæti nú verið betri.“
Dugnaður hennar var aðdáunarverð-
ur því að oft virtist hún komast ein-
göngu á viljanum eða Háamúla-
þtjóskunni einni saman og með góðri
hjálp frá Þuru og Svenna eða Siddý
og Rúnari. En öll fjölskylda Siggu
annaðist hana með einstakri ást og
umhyggju til hinstu stundar.
Ég hitti Siggu síðast er hún kom
í fermingu sonar míns hér á Sel-
fossi 4. apríl sl. Hún var þá hin hress-
asta að vanda og kvartaði ekki þó
að líkaminn væri löngu búinn að
vera. Viljinn var samur við sig og
hún var sú sem hvað ákafast hvatti
til að við ættingjarnir drifum nú í
að hittast í sumar og var það ákveð-
. ið þarna á staðnum. Það verður gert,
en Siggu mun verða sárt saknað í
hópnum. Hafi hún innilega þökk
fyrir samfylgdina.
Alda.
Blómmtofa
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
*
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu
blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar
eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er
50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.
Ákjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi.
Minning
Þóranna Lilja
Þórbergsdóttir
Fædd 30. janúar 1993
Dáin 20. apríl 1993
Barnið litla, blítt þú sefur,
blessun guðs nú fundið hefur.
Lífið flaug til ljóssins heima
ljúfa minning skulum geyma.
Af hvörmum streyma tregatárin
tíminn getur hulið sárin.
Þá verða brosin bráa þinna
að björtum perlum minninganna.
Ég votta foreldrum og systkinum
innilega samúð. Vertu ætíð guði
falin, elsku litla frænka.
Torfhildur frænka
og fjölskylda.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÓLAFÍA ÁSTRÍÐUR
ÞÓRÐARDÓTTIR,
Lyngholti,
Sandgerði,
sem lést þriðjudaginn 18. maí, verður
jarðsungin frá Hvalsneskirkju í dag,
þriðjudaginn 25. maí, kl. 14.00.
Armann Guðjónsson,
María Ármannsdóttir, Marel Andrésson,
Helgi Ármannsson, Michela Jespersen
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ARNDÍS
KRISTLEIFSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Reykjavik,
verður jarðsungin frá Laugarneskirkju í
dag, þriðjudaginn 25. maí, kl. 13.30.
Kolbeinn Guðmundsson,
Marteinn Guðlaugsson,
Kristleifur Kolbeinsson, Stefanía Erla Gunnarsdóttir,
Kjartan Kolbeinsson, Helga Stefania Haraldsdóttir,
Guðmundur Kolbeinsson, Kolbrún Jóhannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför dóttur minnar, eiginkonu, móður okkar, tengda-
móður og ömmu,
JÓHÖNNU GUÐRÍÐAR ELLERTSDÓTTUR,
Tangagötu 4,
Stykkishólmi.
Guðrún Ólafsdóttir,
Finnbogi Ólafsson,
Helga Finnbogadóttir, Reynir Gísli Hjaltason,
Kristín Finnbogadóttir, Andrés Kristjánsson,
Ellert Finnbogason, Sigurlina Ragúels,
Anna Finnbogadóttir, Smári Steinarsson
og barnabörn.