Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1993 57 ð I i i i i Í i Í -t Hin sjö þrep með- vitaðra breytinga Frá Fanný Jónmundsdóttur: Breytingar móta okkur eins og vindurinn mótar fjöllin og vatnið sverfur steininn. Gloría Karpinski er einn fremsti andlegi leiðbeinandi í Bandaríkjun- um í dag. í bók hennar „ Where two worlds touch“, Þar sem tveir heim- ar mætast, sem fjallar um andlega þroskaleið mannsins skilgreinir hún hvernig breytingár í lífinu geta aukið sjálfsvitund okkar og leitt okkur til frekari þroska. „Lífið er breytingar, skrifar hún, breytingar eru áskorun, þær ögra, styrkja, gleðja, syrgja, rugla, hvetja, göfga og hræða okkur. Frammi fyrir breytingum fylgir hver einstaklingur svipuðu mynstri. Gloría kýs að kalla þetta mynstur vígslu, vegna þess að ástæðan fyrir breytingunum þýðir upphaf nýs lífs- viðhorfs og þroska. Jafnframt því að breytingar geta valdið hræðslu og mótþróa þá býður breytingin upp á einu raunverulegu leiðina til auk- ins þroska, vitundar og sjálfsskoð- unar. Langur starfsferill Gloríu hefur veitt henni tækifæri til að fylgjast með og fá innsýn í líf þúsunda manna, frá yfirmönnum stórfyrir- tækja til skólafólks og unglinga. Pennavinir Dönsk kona sem safnar kúlu- pennum vill komast í samband við íslenska pennasafnara. Getur ekki um aldur: Kirsten Bombæk, Bombækvej 40, Borup, 9760 Vrá, Danmark. Átján ára þýskur piltur með áhuga á íslandi og frímerkjasöfnun: Thomas Stuckert, D-6101 Frankisch-Crumbach, Postlagernd, Germany. Dönsk kona sem safnar póstkort- um vill komast í samband við ís- lendinga með sama áhugamál: Irmgard-Hansen, Varbergvej 29, 6100 Haderslev, Danmark. Frá Lettlandi skrifar 29 ára kona sem hefur áhuga á sögu íslands, bókmenntum og listum. Segist hafa lært pínulitla íslensku og miðað við það skrifar hún bréf sitt á tiltölu- Hún skrifar: „Hinn hrái sannleikur andlegrar vígslu er jafn raunveru- legur í lífí fólks í dag sem sinnir hefðbundnum störfum frá 9-5 og býr í lítilli íbúð og vígslan sem við lesum um á tímum fornbókmennt- anna. Stríðið milli hetjunnar og drekans er háð daglega í viðskipta- heiminum, á heimilunum, í sam- böndum og í skólunum. Sérhvert andartak, hver hreyfíng, frami eða mistök er komið frá þínum andlega innri þroska." Breytingar koma oftast upp sem kjörið tækifæri til andlegs þroska og skylda okkur til þroska. Oft berjumst við á rrfóti breytingum. Við förum í hringi þar til breyting breytinganna byijar. Hvemig við tökum breytingum byrjar á því hvemig við skiljum og skynjum hvernig við trúum að við séum. Vanamynstur okkar, viðmót og skoðanir sýna okkur fram á það. Að sjá breytingar eins og leiðir til andlegrar vígslu er að skilja lífið sem ferð til sjálfsvitundar sem hver einstaklingur upplifir. Þessi ferð er farin i daglega lífinu og í gegnum gleði og sorg. Talið er að þessi þróun gerist í sjö þrepum, þannig að við t.d. 21 árs aldur, 28 ára, 35 ára og 42 ára og svo framvegis fínnum við oft lega góðri íslensku. Segist hafa gaman af að lesa bækur íslenskra skálda. Býr í sveit og hefur áhuga á að læra málið betur. Vill skrifast á við konur og karla: Dagnya Medne, „Kursi“-2p.n. Pilsrundale, Bauskas Apr., Latvia, LV-3921. Danskur karlmaður sem getur ekki um aldur né áhugamál vill eignast íslenska pennavini: Preben E. Madsen, Arbygade 19, DK 4400 Kalundborg, Danmark. LEIÐRÉTTING Röng ártöl Vegna mistaka var sama ártal á öllum dálkum í töflu um viðskipti Reykjavíkurborgar við veitinga- og gistihús, sem birt var á bls. 6 í sunnudagsblaði. Ártölin eiga að vera 1989 - 1990 - 1991 - 1992 - 1993. Beðizt er velvirðingar á mis- tökunum. að við stöndum á krossgötum. Gloría hefur skilgreint þessi stig í „Hin sjö þrep meðvitaðra breyt- inga“. Fyrsta þrepið er formið, það grundvallar trú okkar á okkur sjálf og því hvemig lífi við lifum. Á þessu stigi byrja breytingamar. Annað stigið er áskorunin, þar stöndum við frammi fyrir áskorun eða persónu sem truflar okkur og gamla formið virkar ekki lengur. Þriðja stigið er mótþróinn, sem kemur við nýjum hugmyndum, innri átök sem korha fram í óákveðni. Fjórða stigið er vakningin, á þessu stigi stígum við skrefið frá óákveðninni og átökunum sem því fylgja í áttina að breytingunni. Fimmta stigið er skuldbindingin, á þessu stig setjum við alla okkar orku, tíma og peninga í að styðja þess nýju breytingu, og láta markmiðin rætast. Sjötta stigið er hreinsunin, sem felst í því að gamall ótti og sárs- auki sem við höfðum bælt kemur upp á yfírborðið. Hann verðum við að skoða og vinna úr, og með því hreinsast burt það gamla. Sjöunda stigið er sameining. Hið nýja sameinast persónuleikanum, gamla formið er aðeins minning. Að endingu, það þarf hugrekki og trú á sjálfan sig til að takast á við breytingar. Það vitum við. En nýjar leiðir munu opnast. Verum því meðvituð um mikilvægi breyt- inganna. Mikill fengur er að komu Gloríu til íslands. Hún mun halda fyrirlest- ur miðvikudagskvöldið 26. maí í sal Stjórnunarskólans á Sogavegi 69, og þar gefst kjörið tækifæri til að hlýða á hana. Þetta er tækifæri sem engin leitandi menneskja ætti að láta fram hjá sér fara. FANNÝ JÓNMUNDSDÓTTIR verkefnisstjóri og leiðbeinandi, Reynimel 58, Reykjavík Vinning taugard s*?1" I 22. maí 1993. I ^8){23) VINNINGAR fjOldi VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 r, 2 2.726.729. O KU5ifi Z. 4al5l flf 2 273.896 3. 4af5 167 5.658 4. 3af 5 4.875 452 Heildarvinningsupphasö þessa viku: 9.149.636 kr. jj1 upplVsingarsIhsvari91 -681511 lukkulIna991002 íjihnstofa Friðfinns Suðurtandsbraut 10 ■ Simi 31099 — ' Reidnámskcið í Mosfellsbæ BÖRN OG 1JNGLINGAR Boðið er upp á vikunámskeið í sumar frá mánudegi til föstudags, 3 tíma á dag. Farið er í reiðtúra og reið- mennska kennd með bóklegum og verklegum æfingum. Góðir hestar, reiðtygi og öll aðstaða fyrir hendi. Hámarksfjöldi í hverjum hóp eru 9 börn, 2 kennarar með hverjum hóp. Verð kr. 7.000. Afsláttur ef um systkini er að ræða. Innifaldareru ferðir með Mosfellsleiðfrá Grensásstöð. Nánari upplýsingar gefur Sigurveig Magnúsdóttir í síma 668093. Matseðill Heltur aspas með estragon-sinnepssósu 850 Bláskelsúpa með saffranþráðum 790 Salat með heitum humar og cous-cous 920 Ofnbökuð laxasncið með engjasúrusósu 940 Tagliatelli með reyktum laxi og graslauk 980 Steiktur skötusclur með kremaðri steinselju 1590 Fcrskasti fiskur dagsins Grilluð sinnepsmarineruð kjúklingabringa með hrisgrjónum 1390 Steinseljusteiktur lambahryggur með basilikumtcrtu 1690 Grilluð nautalund með morella og svepparagout 2590 Risahumar frá Maine 3800 Heit eplaskifa með vanilluís 510 Súkkulaðimoussc með kardimommusósu 470 Creme Brulc með ferskum berjum 490 Heitar fikjur með hungagsrjóma og hnctum 510 Smjördcig með hunangsís og ávaxtasósu 430 Arni og Sæmundur sjá um mat og þjónustu Boröið á Borginni Búið á Borginni Njótið lífsins á Borginni Velkomin á Hótel Borg il Sími 11440
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.