Morgunblaðið - 29.03.1994, Side 1

Morgunblaðið - 29.03.1994, Side 1
72 SIÐURB 73. tbl. 82. árg. ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fyrstu tölur úr ítölsku þingkosningunum benda til sigurs hægrimanna Frelsisbandalagi Berl- usconis spáð meirihluta Róm. Reuter, The Daily Telegraph. FYRSTU tölur bentu í gærkvöldi til þess að Frelsisbandaiag ítaiskra hægrimanna, undir forystu auðjöfursins Silvios Berlusconis, hefði unnið sigur í þingkosningunum, sem fram fóru í gær og á sunnu- dag. Samkvæmt tölvuspá ítalska ríkissjónvarpsins, RAI, fær Frelsis- bandalagið hreinan meirihluta í báðum deildum þingsins. I neðri deildinni, þar sem 316 þingmenn þarf til að mynda meirihluta, var bandalaginu spáð 325-345 þingmönnum. „Það hefði engin getað búist við þessu fyrir nokkrum mánuðum," sagði Berlusconi, er hann fagn- aði sigri í gærkvöldi. Sagðist hann ætia að gera allt sem í hans valdi stæði til að mynda ríkisstjórn með samstarfsflokkum sínum. Frelsis- bandalagið er bandalag ýmissa hægriflokka, þar á meðal flokks Ber- lusconis, Afram Italía (Forza Italia), sem stofnaður var fyrir tveimur mánuðum, Norðursambandsins og nýfasískra flokka. Sigurvegarinn SILVIO Berlusconi greiðir atkvæði í Róm í gær. Reuter. Helsti keppinautur Frelsis- bandalagsins í kosningunum var kosningabandalag vinstrimanna, Framfarabandalagið, undir forystu Achille Occhetto, fyrrum leiðtoga ítalska kommúnistaflokksins. Samkvæmt tölvuspá IiAI fær Framfarabandalagið 225-245 menn kjörna. Occhetto játaði ósig- ur vinstrimanna í gærkvöldi en spáði því að Berlusconi myndi ekki takast að mynda ríkisstjórn. Spá Occhettos gæti ræst. Gianfranco Fini, leiðtogi Þjóðar- bandalagsins, flokks nýfasista, sem á aðild að Frelsisbandalaginu, hvatti Oscar Luigi Scalfaro Ítalíu- forseta í gær til að veita Berlusc- oni umboð til stjórnarmyndunar. Umberto Bossi, leiðtogi Norður- sambandsins, sagði hins vegar að hann gæti ekki séð hvernig kaup- sýslumaður á borð við Berlusconi gæti leitt ríkisstjórn þar sem hann myndi lenda í hagsmunaárekstrum daglega. „Þannig breytum við ekki landinu,“ sagði Bossi. Hann gagn- rýndi einnig Þjóðarbandalagið í sjónvarpsviðtali og sagði ítali nú hafa fjárfest í nútímanum en ekki afturhaldi. Berlusconi hefur ekki lýst því yfir hvort hann sækist eftir emb- ætti forsætisráðherra. Kosningarnar á sunnudag og mánudag voru þær fyrstu sem haldnar eru, frá því tekið var upp nýtt kosningakerfi. Sökum þess hvé flókið það er, er talið líklegt að endanleg úrslit muni ekki liggja fyrir fyrr en síðdegis í dag. Þá bætti ekki úr skák, að nán- ast allir þeir flokkar og stjórnmála- menn, sem voru í framboði í síð- ustu þingkosningum fyrir tveimur árum, hafa horfið algjörlega af sjónarsviðinu. Er talið, að 80% þeirra stjórnmálamanna, sem nú voru í frarhboði, hafi nær enga stjórnmálareynslu. Talið að Bretar fall- ist á mála- miðlunina London. The Daily Telegraph. TALIÐ er fullvíst að breska ríkis- stjórnin muni í dag samþykkja málamiðlunartillögu um atkvæða- vægi innan Evrópusambandsins (ESB), eftir að aðildarríkjum fjölgar úr tólf í sextán, er fram kom á fundi utanríkisráðherra sambandsins í Aþenu um helgina. Þó að Douglas Hurd utanríkisráð- herra hafi ekki viljað gefa upp af- stöðu sína opinberlega er talið að hann muni skýra ríkisstjórninni frá því í dag að ekki sé svigrúm til frek- ari málamiðlana. „Það er búið að ná árangri. Nú verður ríkisstjórnin að ákveða hvort að það sé nægilegur árangur," sagði heimildamaður inn- an stjórnarinnar. Búist er við að Hurd muni segja samráðherrum sín- um að ef tillagan verði ekki sam- þykkt muni það valda kreppu innan sambandsins og koma í veg fyrir að Svíar, Norðmenn, Finnar og Austur- ríkismenn geti gengið í sambandið um næstu áramót. Þá er talið að erfitt verði fyrir Hurd að sitja áfram sem utanríkisráðherra hafni Bretar tillögunni. Bretar náðu ekki fram þeirri kröfu að 23 atkvæði í ráðherraráðinu dugi áfram til að stöðva ákvarðanir. Mun þurfa 27 atkvæði samkvæmt mál- amiðlunartillögunni. Ef 23 atkvæði eru hins vegar á móti verður ákvörð- un frestað á meðan framkvæmda- stjórn sambandsins reynir að finna nýja lausn sem er ásættanleg fyrir alla. Reuter. Hlaupið í skjól ZULU-menn leita skjóls er skotið er á göngu þeirra. 18 falla í skothríð í Jóhannesarborg Jóhannesarborg. Rcuter. AÐ MINNSTA kosti 18 manns biðu bana og rúmlega 50 særðust í Jóhannesarborg í gær þegar þúsundir zulu-manna gengu um miðborgina til að lýsa yfir stuðningi við konung sinn, Goodwill Zwilithini. Sjónarvottar sögðu að skothríð hefði hafíst þegar hópur zulumanna hefði gengið framhjá höfuðstöðvum Afríska þjóðarráðsins (ANC) í mið- borginni. Lögreglan sagði að örygg- isverðir ANC hefðu skotið átta zulu- menn til bana. Verðimir sögðu að zulu-mennirnir hefðu reynt að ráð- ast inn í bygginguna. Sjónarvottar sögðu að leyni- skyttur hefðu síðan drepið nokkra zulumenn sem hefðu safnast sam- an á torgi í miðborginni. Thabo Mbeki, formaður ANC, sagði að til greina kæmi að lýsa yfir neyðarástandi í Suður-Afríku til að tryggja að þingkosningar gætu farið fram 26.-28. apríl. Eiiiing Ukraínu talin vera í mikilli hættu Kíev. Reuter. FYRRI umferð þingkosninganna í Úkraínu á sunnudag leiddi í ljós, að alvarlegur klofningur er meðal landsmanna, annars vegar milli þjóðernissinna í austur- og miðhluta landsins og hins vegar rússnesku- mælandi fólks, sem er í meirihluta í austurhluta landsins og á Krím og krefst nánara sambands og jafnvel bandalags við Rússland. Ágrein- ingur milli fólks í austur- og vesturhluta landsins er aldagamall og augljóst þykir, að með kosningunum hafi þungamiðja valdanna færst austur á bóginn. í Donbass-kolanámahéruðunum og á Krím sigruðu kommúnistar og bandamenn þeirra og samþykkt var í eins konar skoðanakönnun að auka tengslin við Rússland, stofna jafnvel nýtt sambandsríki Rússlands, Hvíta Rússlands og Ukraínu, og ennfrem- ur að krefjast þess, að rússneska verði opinbert mál til jafns við úkra- ínsku. Á Krím var auk þess sam- þykkt, að íbúar þar mættu einnig vera rússneskir borgarar. í Vestur- og Mið-Úkraínu vegnar hófsömum þjóðernissinnum Rúkh- flokksins vel en auk þess náðu tveir öfgasinnaðir þjóðernissinnar kjöri í fyrri umferðinni og þrír aðrir standa vel að vígi í þeirri seinni. Vestur- og Austur-Úkraína hafa lengi verið eins og tveir aðskildir heimar. Vesturhlutinn, miðstöð úkraínskrar menningar og sjálfstæð- isbaráttu, var í 150 ár undir austur- rísk-ungverska keisaradæminu en í austurhlutanum hafa rússnesk áhrif alltaf verið rík. Stalín lét síðan flytja í yfirlýsingu frá ísraelsher sagði að Palestínumennirnir hefðu verið grunaðir hryðjuverkamenn og vopn- aðir hríðskotarifflum og skamm- byssum. Voru þeir skotnir í Jebala- ya-flóttamannabúðunum. Palest- ínsk vitni sögðu að mennirnir hefðu verið úr Fatah-samtökum Yassers Arafats, leiðtoga PLO. Þeir hefðu þangað milljónir Rússa til starfa í þungaiðnaðinum. Þótt endanleg niðurstaða verði ekki kunn fyrr en eftir síðari umferð- ina 10. apríl er ljóst, að kosningarn- ar eru ósigur fyrir Leoníd Kravtsjúk, forseta Úkraínu, en fyrir utan auk- inn styrk rússneskumælandi iands- manna gekk ýmsum öðrum and- stæðingum hans vel á sunnudag. Sjá „Djúpstæður klofningur ..." á bls. 30. verið klæddir búningum Fatah og verið að dreifa bæklingum úr bíl er óeinkennisklædda ísraelska her- menn bar að. Friðarviðræðurnar hófust að nýju í síðustu viku en þær höfðu legið niðri eftir fjöldamorðið í Hebron. Samningamenn Israela og Palestínu- manna hittast á fundi í Kaíró í dag. Felldu 6 Palestínumeun Gaza. Reuter. ÍSRAELSK stjórnvöld sögðust í gær vona að friðarviðræður við Frels- issamtök Palestínu (PLO) inyndu halda áfram þrátt fyrir að ísraelsk- ir hermenn skutu sex Palestínumenn til bana á Gaza-svæðinu í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.