Morgunblaðið - 29.03.1994, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.03.1994, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 Ægir fer 700 mílur eftir skipi ALVARLEG bilun í aðalvél varð í lciguskipi Eimskipafélagsins, Europe-Feeder, um 700 sjómílur suðvestur af Reykjanesi á sunnu- dag. Fimmtán manns eru um borð, tveir íslendingar, auk Þjóðverja, Pólveija og Filippsey- inga. Varðskipið Ægir hélt í gær áleiðis á móti skipinu til þess að draga skipið inn til hafnar. í fréttatilkynningu frá Eimskipa- félaginu segir að engin hætta sé á ferðum og engar skemmdir hafi orðið á farmi skipsins. Skipið er statt um það bil miðja vegu milli íslands og Nýfundnalands og er áætlað að Ægir komi inn með skip- ið í togi 4. apríl. Europe-Feeder er nýtt gáma- flutningaskip sem Eimskip tók á leigu til að annast flutninga milli Islands og N-Ameríku ásamt Skógafossi. í frétt Eimskips segir að ljóst sé að viðgerð muni taka nokkurn tíma og sé unnið að því að fínna annað hentugt skip til þess að ann- ast þessa flutninga meðan á við- gerð stendur þannig að lágmarks- röskun verði á siglingaleiðinni. Morgunblaðið/Kristinn Útför Alfreds Jolsons biskups gerð í gær ÚTFÖR Alfreds Jolsons, biskups kaþólskra á íslandi, var gerð frá Landa- kotskirkju í gær. Alfred Jolson, sem meðal annars var af norskum og íslenskum ættum, varð biskup kaþólskra hérlendis árið 1987. Hann fæddist 18. júní árið 1928 í Fairfield í Connecticut í Bandaríkjunum og var á 66. aldursári þegar hann lést. Móðir Alfreds, Justine E. Jolson, af írskum ættum, hvílir einnig hérlendis. Fjölmenni var við útförina. Aldrei hafa fleiri laxar borist á land en í fyrra Fiskifræðingar spá miðlungs góðu veiðisumri í ár HEILDARFJÖLDI veiddra og endurheimtra laxa á íslandi 1993 var 217.649 laxar, sem er mesti fjöldi frá upphafi og munar mest um aukningu í hafbeit. „Þetta hefur verið gríðarleg aukn- ing síðustu árin og var met í hafbeitinni 1993. Þetta er í fyrsta sinn sem heildarfjöldi laxa fer yfir 200.000. Alls endurheimtust 168.427 laxar úr hafbeit, 39.025 laxar veiddust á stöng og 6.946 laxar veiddust í net í ám. Þá hafa alls fimm jarðir á Vesturlandi rétt til netaveiða í sjó og í lagnir þeirra veiddust 3.251 lax,“ sagði Guðni Guðbergsson fiskifræðingur á ársfundi Veiðimálastofnunar og árlegum formannafundi Landssambands stangaveiðifélaga sem haldinn var í gærmorgun. í fréttabréfí Veiðimálastofnunar sem dreift var á fundinum eru horf- ur fýrir sumarið 1994 skoðaðar, en sérfræðingar stofnunarinnar hafa að undanfömu verið að stilla saman strengi sína í þeim efnum. Þar seg- ir m.a. að smálaxagöngur 1994 geti aldrei orðið nema í meðallagi og eru rökin þau að sjóganga gönguseiða hafí verið rýr vegna kulda, en á móti komi að þau seiði sem fóru út hafi verið væn og góð og ástand sjávar gott. Þar stendur einnig: „Síðasta sumar var smá- laxagengd í meðallagi góð sunn- an-, vestan- og norðvestanlands og all mikil norðaustanlands. í sam- ræmi við það ætti stórlaxagengd að vera í meðallagi sunnan og vest- an til á landinu, en í góðu meðal- lagi norðaustanlands. Af framan- sögðu má ráða, að veiði sunnan- og vestanlands ætti að vera nærri meðallagi, en í slöku meðallagi norðanlands, en þó betri vestan til en austan. Stórlax ætti hins vegar að vera mjög áberandi í veiði á norðanverðu landinu. + • • Ibúðir byggðar fyrir um 1 Vi milljarð í Kópavogi \ Reiknað með að íbú- um fjölgi um fjög- ur þúsund á 5 árum t GERT er ráð fyrir að byggðar verði rúmlega 1.500 íbúðir á næstunni | í Kópavogsdal og eru 7-800 þegar í byggingu eða við það að komast í gagnið. Gunnar I. Birgisson forseti bæjarstjórnar Kópavogs segir, að íbúðirnar kosti milli átta og tíu milljónir hver og kostar bygging þeirra því um 1 Vi milljarð króna. Nú þegar eru um 700 einstakling- ar fluttir í dalinn og segir Gunnar, að reiknað sé með að íbúum í bænum muni fjölga um 6-800 á ári næstu fimm árin. Uppbyggingin er einkum gerð á fjórum stöðum, það er Nónhæð, botni Kópavogsdals, hluta Digra- neshlíða og Fífuhvammslandi. Gunnar I. Birgisson segir, að inn á svæðið séu þegar komnar allar stofnbrautir og götur, flestallar malbikaðar, auk húsnæðis fyrir skóla, leikskóla og íþróttastarf. „Nú þegar eru 6-700 einstaklingar flutt- ir í dalinn, bæði Kópavogsbúar og fólk úr nágrannasveitarfélögum, sem þýðir að 7-800 íbúðir eru þeg- ar í byggingu eða að komast í gagn- ið,“ segir Gunnar. Reiknað er með, að í dalnum sjálfum verði um 1.200 íbúðir og síðan er búið að úthluta 300 íbúðum í Fífuhvammslandi. Framkvæmdirnar hófust 1992 og . hafa haldið áfram af fullum krafti fram á þennan dag, að sögn Gunn- j ars. Búið er að byggja íþróttahús | og fyrsta áfanga grunnskóla lokið. Leikskóli verður opnaður 30. apríl og fyrirhugað er að opna annan á næsta ári. „Reiknað er með, að á næstu fímm árum verði aukning íbúa um 6-800 manns á ári í bænum en þunginn af byggingafram- kvæmdum á höfuðborgarsvæðinu er í Kópavogsdalnum." Gunnar seg- k ir jafnframt, að meðalverð íbúðar . sé um 8-10 milljónir, þannig að um » er að ræða Wi milljarð króna. j Annað starfsár Orkester Norden 17 íslensk ungmenni valin í hljómsveitina | SAUTJÁN íslensk ungmenni voru valin til að taka þátt í Orkester Norden í sumar en það er norrænt samstarfsverkefni fyrir unga tónlistarmenn. Alls voru 100 ungir hljóðfæraleikarar valdir til þátt- töku úr hópi 500-600 sem sóttu um frá öllum Norðurlöndunum. „Þetta er stórglæsilegur árangur og frábært dæmi um góða tónlistar- kennslu og hæfileikaríkt tónlistar- fólk á íslandi," sagði Katrín Árna- dóttir fíðluleikari og stjórnarmaður í Orkester Norden í samtali við Morgunblaðið. Orkester Norden var stofnað af Sambandi Norrænu félaganna á Norðurlöndum, Norðurlandaum- dæmi Lionshreyfíngarinnar og Jeunesses Musicales á Norðurlönd- um. Fjárhagslegur bakhjarl verk- efnisins er Norræni menningar- málasjóðurinn og Lionshreyfingin veitir öllum þátttakendum styrki til þess að standa undir hluta útgjalda vegna þátttökunnar. Um er að ræða sumamámskeið, sem að þessu sinni verður í Svíþjóð 2.-10. júlí og að því loknu tekur við níu daga tón- leikaferð um Norðurlöndin undir stjórn finnska tónskáldsins og hljómsveitarstjórans Leifs Seger- j stams. 41 sótti um Hljómsveitina skipa ungmenni á aldrinum 15-25 ára. Umsækjendur þurftu að senda inn segulbandsspól- ur með leik sínum á fýrirfram ákveðnum verkum og valdi dóm- nefnd úr án þess að vita hveijir flytjendumir vom eða frá hvaða landi. 41 íslendingur sótti um og 28 sendu inn spólur. Þetta er annað | starfsár Orkester Norden en í fyrra voru 7 íslenskir tónlistarmenn með- al þátttakenda. Fimm þeirra verða » aftur í hljómsveitinni í sumar. í dag Afkoma ÚA Afkoma Útgerðarfélags Akur- eyrar hefur batnað til muna 27 Heiðursborgari Sigfús Halldórsson, tónskáld, er nýkjörinn heiðursborgari Kópa- vogs 33 Úkraína Úrslit kosninganna á sunnudag áfall fyrir forsetann 30 Leiðari_____________________ Aðild að Svalbarðasamkomulagi 32 ► Elva Rut vann brons á NM - Kristinn sjötti á norska meistaramótinu í stórsvigi — Allt opið í körfuboltanum - Drengjaliðið stendur sig vel á Ítalíu Rúmlega sextugur maður lést þegar vélsleði féll niður í snjógil í Skálavík Konu bjargað eftir 11 stundir Bolungarvfk. BANASLYS varð í Skálavík um hádegisbil á sunnudag er 61 árs gamall maður lést þegar vélsleði sem hann var á féll ofan í snjó- gil. Eiginkona mannsins, sem var með honum á sleðanum, slasað- ist og var orðin mjög köld og hrakin eftir að hafa legið í um ellefu klukkustundir á slysstað. Hjónin, sem búsett eru í Bolung- arvík og eiga sumarbústað í Skála- vík, höfðu farið þangað deginum áður. Vitað var að þau áætluðu að fara aftur til Bolungarvíkur um hádegisbil á sunnudag. Um tuttugu til þijátíu mínútur tekur að fara þessa leið á vélsleða í góðu færi. Þegar leið á daginn var farið að grennslast fyrir um þau og um kvöldmatarleytið fór maður á vél- sleða út í Skálavík til að svipast eftir þeim. Þegar honum varð íjóst að þau voru ekki þar og höfðu ekki skilað sér til Bolungarvíkur ákvað hann að óska eftir aðstoð og var björgunarsveitin Ernir þá kölluð út og hófst skipulögð leit kl. 21.45. Fundust eftir klukkustundar leit Leitarmenn fóru á sjö vélsleðum og auk þess var farið á snjóbíl sveitarinnar. Leitað var upp Hlíð- ardal og yfír Skálavíkurheiði og niður Breiðabólsdal. Eftir um klukkustundar leit fundust hjónin ofan í snjógilinu sem myndast hafði þar í árfarvegi Breiðabólsár, sem ekki er vatns- mikil á þessum árstíma. Talið er að maðurinn hafí iátist samstundis, en konan slasaðist nokkuð. Bjó hún um sig á slysstað og má það teljast mikið þrekvirki að þrauka allan þennan tíma með- an hún beið þess að hjálp bærist. Gunnar Leósson Þar sem vélsleðinn fór fram af gilbrúninni er um sjö til átta metra fall, en ljóst er að hann hefur ekki verið á mikilli ferð er óhappið varð. Hjónin eru þaulkunnug á þess- um slóðum, þar sem þau hafa far- ið þessa leið oft á vetri mörg und- anfarin ár. Þau voru vel búin til ferðarinn- ar, en slæmt skyggni var á þessum slóðum, slyddumugga og snjó- blinda. Maðurinn sem lést hét Gunnar Leósson og var pípulagningameist- ari í Bolungarvík. Hann var fædd- ur 26. janúar 1933 og lætur eftir sig eiginkonu og fimm uppkomin börn. Gunnar 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.