Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Aðild að Svalbarða-
samkomulagi
Ríkisstjórnin samþykkti _ á
fundi í síðustu viku að ís-
land skuli gerast aðili að Sval-
barðasamkomulaginu og hefur
fulltrúum norskra og rússneskra
stjórnvalda verið tilkynnt um
þessa ákvörðun. Ekki þarf sam-
þykki annarra þjóða fyrir aðild
og geta Islendingar því einfald-
lega afhent tilkynningu þar sem
aðild er lýst yfir.
Mikið hefur verið rætt um það
undanfarin tvö ár hvort við eig-
um að gerast aðilar að Sval-
barðasamkomulaginu, vegna
hugsanlegra möguleika á fisk-
veiðiheimildum. Þjóðréttarleg
staða Svalbarðasamkomulags-
ins er mjög flókin. Lengi vel var
Svalbarði umdeilt einski^manns-
land og í upphafi aldarinnar
tóku Svíar, Rússar og Norðmenn
upp viðræður um yfirráð yfir
eyjunum. Þær leystust upp er
fyrri heimsstyijöldin hófst og
varð deilan um Svalbarða eitt
af úrlausnarefnum friðarráð-
stefnunnar í Versölum árið
1919. Á grundvelli þeirra við-
ræðna, sem þar fóru fram, var
Norðmönnum veittur fullveldis-
réttur yfir eyjunum með Sval-
barðasamkomulaginu árið 1920.
Öll aðildarríki að samningnum
eiga þó að hafa jafnan rétt til
að nýta auðlindir Svalbarða-
svæðisins, þar með talið fiski-
stofna. Um túlkun þess ákvæðis
samkomulagsins er þó deilt.
Árið 1977 lýstu Norðmenn
einhliða yfir fiskverndarsvæði,
sem nær 200 mílur út frá strönd-
um Svalbarða og vísuðu meðal
annars til hafréttarsáttmála
Sameinuðu þjóðanna í því sam-
bandi. Réttur þeirra til þess hef-
ur þó verið dreginn í efa af
mörgum þjóðum og hafa ein-
ungis Finnar viðurkennt fisk-
verndarsvæðið til þessa. Sovét-
menn mótmæltu til dæmis fisk-
verndarsvæðinu harðlega en
þeir hafa löngum deilt við Norð-
menn um yfirráð í Barentshafi.
Vegna kalda stríðsins stilltu
vestrænar samstarfsþjóðir
Norðmanna því mótmælum sín-
um í hóf.
Árum saman hafa Norðmenn
gefíð út kvóta innan fískvernd-
arsvæðisins og hafa Norðmenn
og Rússar veitt megnið af aflan-
um þó að „þriðju ríki“ hafi einn-
ig fengið kvóta. Hefð er fyrir
veiðum Evrópusambandsríkja
auk þess sem Færeyingar hafa
þarna kvóta. Norðmenn telja sig
hafa fulla lögsögu yfír fisk-
verndarsvæðinu og hefur norska
strandgæslan eftirlit með mið-
unum. Þeir hafa hins vegar ekki
treyst sér til að færa togara, sem
verið hafa að veiðum á miðun-
um, til hafnar og lögsækja fyrir
landhelgisbrot. Ríki þau, sem
stunda veiðar á svæðinu, hafa
þó að mestu virt ákvarðanir
Norðmanna, til dæmis varðandi
lokanir á svæðum. Norðmenn
gera sér grein fyrir því að réttar-
staða þeirra í málinu er mjög
óljós og hafa þeir ekki viljað að
deilumálum vegna Svalbarða
yrði vísað til Alþjóðadómstólsins
í Haag.
Nokkur deilumál hafa komið
upp varðandi veiðar á Sval-
barðasvæðinu á undanförnum
árum. Árið 1991 hófu græn-
lenskir togarar veiði á fiskvernd-
arsvæðinu og lýstu því yfir að
þeir teldu sig hafa rétt til þess
samkvæmt Svalbarðasamkomu-
laginu. Eftir harðar deilur og
hótanir sjómanna í Norður-Nor-
egi um „þorskastríð" náðist
samkomulag um skipti Græn-
lendinga og Norðmanna á veiði-
heimildum. Fengu Grænlending-
ar blandaðan kvóta í Norður-
sjónum gegn því að grænlenska
heimastjórnin bannaði veiðar
grænlenskra togara við Sval-
barða. í fyrra hófu svo nokkrir
dóminískir togarar, i eigu Fær-
eyinga, veiðar við Svalbarða og
lönduðu meðal annars afla hér
á landi.
í nóvember í fyrra hófu skip
þriggja íslenskra útgerða veiðar
á fiskverndarsvæðinu en fóru
þaðan eftir að ríkisstjórnin
beindi þeim eindregnu tilmælum
til þeirra að þau létu af veiðum
án tafar og tilkynnti að íslensk
stjórnvöld myndu ekki veita
skipunum neina vernd. Nokkr-
um dögum síðar samþykkti rík-
isstjómin að fela utanríkisráðu-
neytinu að leita eftir viðræðum
við Norðmenn um Svalbarða-
málið áður en endanleg ákvörð-
un yrði tekin um það, hvort ís-
lendingar gerðust aðilar að sam-
komulaginu. Nú hefur verið tek-
in ákvörðun um slíka aðild.
Það veitir ekki sjálfkrafa rétt
til fiskveiðiheimilda þó að ís-
lendingar gerist aðilar að Sval-
barðasamkomulaginu. Það er
hins vegar mun skynsamlegri
leið en að hefja þar veiðar í trássi
við vilja Norðmanna í þeirri von
að niðurstaðan verði fiskveiðik-
vótar líkt og gerðist í deilu Norð-
manna og Gragnlendinga árið
1991. Ef við sækjumst eftir fisk-
veiðiheimildum á þessu svæði
eigum við að reyna að sækja
þær með samningum. Þó að
Norðmenn hafi vissulega ekki
efnahagslögsögu yfir þessu
svæði er það í samræmi við
stefnu íslendinga varðandi út-
hafsveiðar að veiðum sé stjórnað
og reynt að vernda fiskistofna.
Það væri andstætt hagsmunum
Islendinga að sýna tvískinnung
í þessum efnum.
Sjálfstæðismenn í Reykjavík kynna tíu lykla að nýjum tímum
m „
' 'sMto
.
4 “j; s;
S. ", ini ' .ití
:
Morgunblaðið/Kristinn
Atvinnustefnan kynnt
ÁRNI Sigfússon, borgarstjóri, kynnir blaðamönnum stefnu frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins fyrir
borgarstjórnarkosningarnar í atvinnumálum í Kaffivagninum á Granda í gær.
Atvmnan grunniir ör-
yggis fjölskyldunnar
ÁRNI Sigfússon, borgarstjóri, kynnti í gær tillögur þær í atvinnumál-
um, sem frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnar-
kosningarnar hafa lagt fram. Tillögurnar eru undir yfirskriftinni
Atvinna fyrir alla og byggjast á tíu lyklum að nýjum tímum, eins
og Árni orðaði það. Helstu tillögur lúta að því að styðja smáfyrirtæki
í borginni, frísvæði í Reykjavík, ýmsum fjárfestingarkostum í borg-
inni, skattfrelsi í þróunarverkefnum og hvatningu til fjárfestingar.
Til þess síðastnefnda telst að leggja niður skatt á verslunar- og
skrifstofuhúsnæði, sem sjálfstæðismenn vilja gera á komandi kjör-
timabili.
Árni lagði áherslu á að öryggi
væri ijölskyldunni mikilvægast og
grunnur fjárhagslegs öryggis hvíldi
á atvinnunni, sem væri stærsta
hagsmunamál fjölskyldunnar, þótt
hið félagslega öryggi væri ekki síð-
ur mikilvægt. Hann sagði, að í
Reykjavík þyrfti um 6 þúsund ný
störf fram til ársins 2000 til að
mæta árlegri fjölgun fólks á vinnu-
markaði og koma í veg fyrir viðvar-
andi atvinnuleysi.
Borgarstjórinn nefndi fyrst
átáksverkefni þau, sem borgin réð-
ist í á næstunni, en þá fá 1200
atvinnulausir störf, sem að mestu
felast í ýmsum viðhaldsverkefnum.
Þá hefði Reykjavík lagt mikla fjár-
muni til fræðsluverkefna í þágu
atvinnulausra og ynni Atvinnu-
málanefnd borgarinnar að því að
gera atvinnulausum kleift að stunda
nám sem byggði upp sjálfstraust
þeirra. Fram kom, að sjálfstæðis-
menn vildu greiða fyrir starfsemi
smærri fyrirtækja með því að haga
útboðum þannig að þau ættu í
auknum mæli kost á verkefnum hjá
borginni. Ekki ætti að einkavæða
þjónustufyrirtæki í eigu Reykjavík-
ur, en leita leiða til að ná fram
aukinni skilvirkni í rekstri fyrir-
tækja og stofnana.
Tíu Iyklar að nýjum tímum
Tillögur sjálfstæðismanna í at-
vinnumálum felast í tíu atriðum,
sem þeir kalla tíu lykla að nýjum
tímum. Fyrsti Iykillinn lýtur að því,
að skapa ímynd af Reykjavík sem
heilsuborg, þar sem hreinleiki lofts
og lagar sé í fyrirrúmi. „Þetta er
sterkasta Iausnin og hún kajlar á
samstarf sveitarfélaga, því ísland
allt þarf að hafa þá ímynd að hér
sé hreinasta land í heimi. Þannig
getum við komið til dæmis sjávar-
og landbúnaðarafurðum okkar á
markað erlendis sem hágæðavöru,"
sagði Árni. Hann benti á, að nú
væri einnig unnið að athugun á
Reykjavík sem alþjóðlegri heilsu-
miðstöð og aukinni nýtingu Nesja-
vallasvæðisins til útivistar og
heilsuræktar. Þá legðu sjálfstæðis-
menn áherslu á að komur erlendra
farþegaskipa hingað tvöfölduðust
fram til aldamóta. í því sambandi
þyrfti að auka þjónustu hafnarinn-
ar, svo sem með fríhafnarverslun.
Annar lykill sjálfstæðismanna að
nýjum tímum er stuðningur við
smáfyrirtæki. „Það þarf að efla lít-
il fyrirtæki í borginni og sjálfstæðis-
menn vilja útbúa nýja aðstöðu fyrir
slíkan atvinnurekstur, sem gæti
starfað í samstarfsneti_ við önnur
smáfyrirtæki," sagði Árni. Hann
sagðr að nú væri verið að kanna
hvernig best yrði staðið að sköpun
slíkrar aðstöðu, m.a. með nýtingu
húsnæðis í eigu Reykjavíkurborgar
eða einkaaðila.
Þriðji lykillinn lýtur að því að
borgarstjóri hefur ákveðið að koma
á starfshópi, sem marki stefnu til
að innkaup borgarinnar taki_ mið
af eflingu innlends iðnaðar. í síð-
ustu viku samþykkti borgarráð til-
lögu borgarstjóra um að við útboð
og verðkannanir hjá borgarssjóði
og fyrirtækjum borgarinnar verði
tryggt að hlutur innlendra framleið-
enda og þjónustuaðila verði hvergi
fyrir borð borinn og núgildandi fyr-
irmæli og starfshættir verði endur-
skoðaðir í samræmi við þetta.
Fjórða áhersluatriðið er að
Reykjavík verði þjónustumiðstöð í
Norður-Atlantshafi. Árni sagði að
nú vantaði aðeins herslumuninn á
að íslendingar tækju forystu í flestu
sem viðkomi aðferðum við veiðar
og vinnslu sjávarfangs í Norður-
Atlantshafí. „Grundvallaatriði í
þessu er að skipum bjóðist olía á
samkeppnishæfu verði,“ sagði Árni.
„Þá er brýnt að ráðast í endurupp-
byggingu skipasmíðaiðnaðarins í
Reykjavík."
Sjálfstæðismenn leggja fram sem
fimmta áhersluatriði sitt að Reykja-
víkurhöfn vinni áfram að þróun
áætlana um frísvæði með tilliti til
vöruflutninga á milli Evrópu og
Ameríku, svo og aukinna flutninga
til og frá Grænlandi. í sjötta lagi
vilja sjálfstæðismenn vekja athygli
á borginni sem eftirsóknarverðum
kosti fyrir erlend fyriurtæki. Þar
kemur fram, að forvinna til kynn-
ingar á Reykjavík fyrir erlendum
fjárfestum sé hafin, en sú vinna sé
m.a. byggð á ítarlegri starfsskil-
yrðaúttekt og mati á samkeppnis-
stöðu íslands. í sjöunda lagi vilja
sjálfstæðismenn svo styðja verk-
efnaútflutning og benti borgarstjóri
á að reynslan hefði sýnt að mörg
fyrirtæki ættu fullt erindi á erlend-
an markað. Áttunda atriðið lýtur
að samstarfi Reykjavíkurborgar,
atvinnulífsins og Háskólans, en þar
vilja sjálfstæðismenn frekari upp-
byggingu tækni- og iðngarða.
Skattfrelsi og fjárfestingar
Árni Sigfússon sagði að sjálf-
stæðismenn stefndu að því að fella
niður skatt á skrifstofu- og verslun-
arhúsnæði á næsta kjörtímabili.
„Lækkun skatta á fyirtæki þýðir
að þau fjárfesta meira og ráða til
sín fólk. Við viljum gera fyrirtækj-
um og einstaklingun kleift með
skattkerfisbreytingum að leggja fé
í þróunarverkefni og atvinnuupp-
byggingu. Þá viljum við leyfa flýti-
fyrningar, sem hvettu fyrirtæki til
að hraða fjárfestingum. Þannig
mættu þau afskrifa hraðar þær fjár-
festingar sem ráðist verður í næstu
eitt eða tvö árin. Það er hins vegar
ljóst að niðurfelling á sköttum á
verslunar- og skrifstofuhúsnæði
þýðir verulegt tekjutap fyrir borg-
ina. Við þurfum svigrúm til að
kanna hvernig við mætum þessu
tekjutapi, en við viljum fella þennan
skatt niður á kjörtímabilinu. Það
mun þó ekki þýða hækkun útsvars."
Tíundi og síðasti lykillinn, sem
sjálfstæðisrnenn kynntu, tengist
menningu. Árni Sigfússon benti á
að sjálfstæðismenn í Reykjavík
hefðu sýnt frumkvæði í menningar-
lífi borgarinnar með öflugum stuðn-
ingi við margvíslega lsitræna starf-
semi. Hann sagði, að menning væri
útflutningsvara og bæri að líta á
hana sem hugsanlegan vaxtarbrodd
í atvinulífinu.
Árni Sigfússon sagði í lok kynn-
ingarinnar að Reykjavíkurborg
hefði framkvæmt fyrir 35 milljarða
króna á undanförnum 4 árum. Þó
mikið væri talað um kostnað við
Perluna og ráðhúsið væri sá kostn-
aður aðeins brot af þessari upphæð,
eða um 4,8 milljarðar og hafa bæri
í huga að þessar byggingar vektu
athygli útlendinga jafnt sem íslend-
inga. Þá hefðu þessar framkvæmd-
ir skapað atvinnu og eflt íslenskt
handverk.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994
33
Sigfús Halldórsson, tónskáld og listmálari, nýkjörinn heiðursborgari Kópavogs
Morgunblaðið/Kristinn
Heiðursborgarar
SIGFÚS Halldórsson á tali við Huldu Jakobsdóttur sem einnig er
heiðursborgari Kópavogs, en hún og eiginmaður hennar, Finnbogi
Rútur Valdemarsson, voru kjörin heiðursborgarar 8. október 1976.
Kjörinu lýst
BRAGI Mikaelsson, forseti bæjarstjómar Kópavogs, tilkynnir um
kjör Sigfúsar Halldórssonar sem heiðursborgara Kópavogs og af-
hendir honum skjal þar að lútandi.
Þykir vænt um þennan heiður
KJÖR Sigfúsar Halldórssonar tónskálds og
listmálara sem heiðurborgara Kópavogs var
formlega tilkynnt síðastliðinn sunnudag við
hátíðlega athöfn í Félagsheimili Kópavogs.
Sigfús er þriðji heiðursborgarinn sem kjör-
inn hefur verið i Kópavogi, og sagði hann
í samtali við Morgunblaðið að sér þætti
ósköp vænt um þann heiður sem honum
hefði verið sýndur með kjörinu. „Það felst
í þessu viss heiður, en þetta breytir ekki
mínum högum að einu eða neinu leyti, öðrum
en þeim að mér þykir óskaplega vænt um
þetta. Þetta yljar manni,“ sagði Sigfús.
Viðstödd athöfnina þegar tilkynnt var um kjör
Sigfúsar sem heiðursborgara Kópavogs var Huída
Jakobsdóttir ekkja Finnboga Rúts Valdemarsson-
ar, en þau hjónin voru kjörin fyrstu heiðursborgar-
ar Kópavogs 8. október 1976. Sagði Sigfús að
það hefði glatt sig mjög að Hulda hafi verið við-
stödd þegar tilkynnt var um kjör hans.
Sífellt að mála og semja
Sigfús sagðist sífellt vera að mála myndir og
semja tónlist. Þannig hitti á að sama dag og til-
kynnt var um kjör hans sem heiðursborgara var
opnuð sýning í Gallerí Listanum, Hamraborg
20a, á verkum Sigfúsar sem hann hefur tileinkað
Kópavogsbæ. Um er að ræða 12 vatnslitamyndir
af umhverfi Kópavogslækjar sem Sigfús málaði
í fyrra. „Þegar ég varð sjötugur hélt Kópavogs-
bær mér stærðar veislu og gaf út nótnahefti með
34 lögum eftir mig.
Eg vildi sýna einhvern þakklætisvott fyrir
þetta, og þegar ég gekk eitt sinn meðfram Kópa-
vogslæk fannst mér upplagt að gera þessa mynd-
aseríu. Það var hins vegar alveg óháð kjöri mínu
sem heiðursborgara, og tilviljun réð því að sýning-
in var opnuð sama dag og tilkynnt var um kjör-
ið,“ sagði hann.
Endurgreiðslur til olíufélaganna úr flutningsjöfnunarsjóði sL 3 ár
ESSO fékk 131 milljón króna
til baka nmfram greiðslur
Á LIÐNU ári fékk Olíufélagið hf. (ESSO) endurgreitt úr flutningsjöfn-
unarsjóði rúmum 60 milljónum króna hærri upphæð en félagið greiddi
í sjóðinn á árinu, og lækkaði þannig dreifingarkostnað sinn um rétt
rúmar 60 milljónir króna. Skeljungur hf. greiddi á liðnu ári rúmlega
32 milljónum króna meira í sjóðinn en nam endurgreiðslum úr honum.
Þannig hækkuðu greiðslur Skeljungs í sjóðinn dreifingarkostnað fé-
lagsins á árinu sem nam 32,7 milljónum króna. Sambærileg tala hjá
OLIS á liðnu ári var til hækkunar sem nemur 2,3 milljónum króna.
Líkur á
hlaupi í
Tungna-
árj ökli
Jökullinn er orð-
inn varasamur
yfirferðar
LÍKUR benda til að hlaup
hefjist brátt í Tungnaárjökli.
Helgi Björnsson jöklafræð-
ingur hjá Raunvísindastofn-
un Háskólans segir að jökull-
inn hegði sér á allan hátt
þannig og hann eigi allt eins
von á því að jökullinn hlaupi
fram þá og þegar. Sprungur
hafa myndast um miðbik
Tungnaárjökuls, þó langt sé
í að hann líti út eins og Síðu-
jökull, en hlaup hófst í honum
í janúar. Því sé Tungnaáijök-
ull orðinn mjög hættulegur
yfirferðar.
Helgi segir að fram til ársins
1992 hafi Tungnaáijökull skriðið
fram um 30 metra á ári, en hefði
í raun þurft að skríða 60 metra til
þess að bera fram þann snjó sem
á hann settist. Við það verði jökull-
inn stöðugt brattari og þar kæmi
að hann missti jafnvægið, hraðinn
ykist og hlaup hefðist í jöklinum.
Frá árinu 1992 hafi hraðinn auk-
ist jafnt og þétt og hafi um síðustu
áramót mælst um 200 metrar á ári.
Til samanburðar má geta þess
að þegar hraði .Síðujökuls var hvað
mestur færðist hann fram um 100
metra á dag. Tungnaárjökull er í
vestanverðum Vatnajökli. Hann er
fyrir norðan Síðujökul, en á milli
þeirra liggur Skaftárjökull.
Helgi segir að hreyfingin í
Tungnaárjökli sé mest í um 1.100
til 1.200 metra hæð og þar sé hann
orðinn talsvert sprunginn og úfinn
og stórvarasamur yfirferðar.
Jaðar Síðujökuls færst fram um
1.140 metra
Hreyfing Síðujökuls hefur
minnkað verulega undanfarið og
segir Helgi jökulinn hreyfast mest
um miðbik hans. Er hreyfingin um
6 metrar á dag. Síðastliðinn laugar-
dag hafði jaðar jökulsins færst fram
um 1.140 metra frá því að hlaupið
hófst í janúar.
Þegar litið er á ársreikninga olíu-
félaganna undanfarin þijú ár, og
færslur á dreifingarkostnaði í rekstr-
arreikningi, þá kemur á daginn að
um lækkun á dreifingarkostnaði hef-
ur verið að ræða hjá ESSO, ár hvert,
sem skiptist þannig að árið 1991
lækkar dreifingarkostnaður ESSO
um 46 milljónir króna, vegna endur-
greiðslu úr sjóðnum, árið 1992 um
24,4 milljónir króna og árið í fyrra
um 60,3 milljónir króna.
Sambærilegar tölur hjá Skeljungi
voru þessi ár ávallt til hækkunar á
drefingarkostnaði: Árið 1991 hækk-
aði hann um 41,6 milljónir króna,
árið 1992 hækkaði hann um 53,7
milljónir króna og á liðnu ári um
32,8 milljónir króna, eða samtals á
þriggja ára tímabili um 128 milljónir
króna.
Þessar greiðslur urðu einnig til
hækkunar á dreifingarkostnaði hjá
OLÍS: Árið 1991 hækkaði dreifingar-
kostnaður OLÍS vegna greiðslna i
sjóðinn um 18,2 milljónir króna, árið
1992 hækkaði hann um 28,3 milljón-
ir króna og á liðnu ári um 2,3 milljón-
ir króna, eða samtals á þremur árum
um 48,8 milljónir króna.
Heilbrigðisráðuneyti um auglýsingar lyfjaframleiðenda
Osmekkleg herferð um-
boðsaðila erlendra lyfja
„AUÐVITAÐ eiga fyrirtækin mikilla hagsmuna að gæta og þau beita
sinum ráðum til að tryggja þá. Ráðuneytinu fannst þessi aðferð hins
vegar fremur ósmekkleg og var því ákveðið að fara út í þetta kynning-
arátak,“ segir Einar Magnússon, skrifstofustjóri í lyfjamáladeild heil-
brigðisráðuneytisins, um auglýsingar umboðsaðila erlendra lyfja í
Læknablaðinu og kynningarátak heilbrigðisráðuneytis og Trygginga-
stofnunar í kjölfar þeirra.
Auglýsing sem hrinti atburðarás-
inni af stað birtist í fyrsta sinn í des-
emberhefti Læknablaðsins í fyrra.
Yfirskrift auglýsingarinnar er Rétt
skal vera rétt og er hringur dreginn
utan um r-ið í síðasta orðinu. Með
því móti eru mynduð skilaboð lækTíis
á lyfseðli um að aðeins skuli afhent
tiltekið lyf. Bókstafurinn s sem á
sama hátt er dreginn hringur utan
um merkir hins vegar að afhent skuli
ódýrasta samheitalyf í sama lyfja-
flokki.
Auglýsingin hefur birst þrisvar
með þrenns konar texta undir yfir-
skriftinni. Einn þeirra hljóðar svo:
„Læknar! Tryggið að sjúklingar fái
þau lyf sem ávísað er. Ritið R [hring-
ur utan um] við sérheiti frumlyfja."
Fyrir neðan eru nöfn lyfjafyrirtækj-
anna Ciba og Roche (umboðsaðili
Stefán Thorarensens hf.) og Glaxo,
(umboðsaðili Glaxo á íslandi)!
Viðbrögð
Auglýsingarnar höfðu birst þrisvar
í Læknablaðinu þegar heilbrigðis-
ráðuneyti og Tryggingastofnun svör-
uðu þeim með auglýsingu í Morgun-
blaðinu. í henni er mynd af fyrri
auglýsingunni, án nafna lyfjafyrir-
tækja, og texti þar sem segir: „Svona
auglýsingar hafa ítrekað birst í síð-
ustu tölublöðum Læknablaðsins. Þær
eru frá þremur tilgreindum erlendum
lyfjaframleiðendum. Ekki er heimilt
að birta nöfn þeirra hér, vegna
ákvæða í siðareglum um auglýsing-
ar.“
Til hliðar er bent á gífurlegan lyfja-
kostnað, tæpan 5,1 milljarð árið 1993,
og sagt að hægt sé að lækka veru-
lega upphæðina án þess að draga úr
gæðum eða magni lyfja. Slíkt sé ein-
faldlega gert með því að læknar heim-
ili afgreiðslu ódýrustu samheitalyfja
Auglýsingarnar
Meðfylgjandi myndir eru fengnar úr Læknablaðinu, fréttabréfi lækna.
og merki S í stað R við lyfj'aheiti,
ætíð þegar mögulegt er.
Fyrir siðaráði
Einar sagði að auglýsingarnar í
Læknablaðinu hefðu þótt fremur ós-
mekklegar og hefði átakinu verið
hrint af stað sem eins konar svari
við þeim. „Auglýsingarnar voru born-
ar undir Lyfjaeftirlit og Samkeppnis-
stofnun og hafa þeir aðilar ekki talið
þær stangast á við lög. Hins vegar
gæti verið spurning hvort auglýsing-
arnar væru siðferðilega réttar. Því
vísaði ráðuneytið málinu til siðaráðs
lækna í janúar en svar hefur ekki
borist,“ sagði Einar og gat þess að
átakinu væri einnig ætlað að hvetja
lækna til að nota táknin S og R sam--
kvæmt reglugerð frá því 1. ágúst
1992.
I könnun Lyfjaeftirlits ríkisins í
nóvember 1993 kom í ljós að rúmlega
34% lyfseðla voru með táknið R en
aðeins 17,6% með táknið S. Engu að
síður hefur verið reiknað út að með
þessum merkingum hafí um 100 millj-
ónir sparast á ári. Af þessu sagði
Einar að sjá mætti að miklir fjármun-
ir væru í húfi.