Morgunblaðið - 29.03.1994, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994
47
8 hlutir - á aðeins 5.490 kr.
Glæsilegt pottasett, 8 hlutir, á aðeins kr. 9.880.
Kaffi- og matarstell á aðeins kr. 6.790
ALLAR VÖRUR TIL AFGREIÐSLU STRAX - PAIUTIÐ EÐA KOMIÐ
Ghielle
VERSLUN, HJALLAHRAUNI8, HAFNARHRÐI
ÞYSK
GÆÐI
PÖMTUMARSÍMI
50200
aðarkvenfólk, sem hafði kynnst
hörmungum, hungri, dauða og
kreppu eftirstríðsáranna. Árið 1954
var Sonnenfeld gerður að þýzkum
kjörræðismanni og gegndi hann því
ólaunaða sjálfboðastarfi allt fram til
ársbyijunar 1980. Var hann sæmdur
„Bundesverdienstkreuz I. Klasse"
fyrir þau störf sín. Eins og áður var
sagt voru þau hjón miklir unnendur
útivistar, stunduðu fjallaferðir,
skíða- og hestamennsku. Blómarækt
var einnig stunduð í frístundum.
Sumarbústað byggðu þau í Vagla-
skógi og áttu þar margar næðis-
stundir. Sonnenfeld var einn stofn-
enda Svifflugfélags Akureyrar og
Þýzk-íslenzka félagsins á Akureyri.
Ursula dóttir þeirra hefur starfað
á Veðurstofu íslands eftir stúdents-
próf. Hún átti tvo syni með fyrri
manni sínum, Kristjáni Grétari Sig-
valdasyni kennara, þá Grétar Kurt,
sem látinn er, og Álfgeir Loga. Seinni.
maður hennar er Jón Kristinsson
búfræðingur og vélstjóri.
Ég hygg að hin síðari árin hafi
verið þeim gömlu hjónunum fremur
erfið, en frú Elisabeth var lengi
heilsulítil. Hún lézt 4. nóvember síð-
astliðinn. Gamli maðurinn stundaði
veika konu sína af mikilli vænt-
umþykju uns yfir lauk. Ung vanda-
laus hjón hér í bæ, þau Árni Harðar-
son og María Tryggvadóttir, sýndu
þeim Sonnenfeld-hjónum fádæma
ræktarsemi hin síðari ár og voru
þeim til aðstoðar í öllu er þau van-
hagaði um í heimilishaldi.
Aldinn höfðingi hefur nú kvatt
þetta vort jarðlíf. Hann, sem var
ætíð föðurlandi sínu til sóma og ekki
síður nýja landinu, sem tók svo vel
við honum og sem hann unni svo
mjög. Minningin um þennan ætíð svo
brosmilda og glaðlega samborgara
og sanna íslending mun lifa meðal
okkar, sem eftir stöndum.
Svanur Eiríksson.
Kurt Sonnenfeld
tannlæknir—Minnmg
Fæddur 3. ágúst 1909
Dáinn 28. febrúar 1994
Kurt Gustav Sonnenfeld fæddist í
Köln-Lindenthal í Þýzkalandi.
Foreldrar hans voru Sigmund
Sonnenfeld kaupmaður (f. 1. janúar
1869 - d. 27. desember 1945) og
kona hans Meta Sonnenfeld, fædd
Schenck (f. 2. nóvember 1875 - d.
28. september 1958). Stúdent varð
Sonnenfeld frá Menntaskóla í Berlín-
Luisenstadt árið 1930 og lauk tann-
læknanámi frá Friedrich-Wilhelm-
háskólanum í Berlín í febrúar 1935,
en sökum þess að faðir hans var
gyðingur voru honum meinuð störf
í Þýzkalandi nazismans. Hildarleik-
urinn mikli, sem átti eftir að leiða
ógn og skelfingu yfir alla heims-
byggðina, var í burðarliðnum. Nærri
má geta hvílíkt áfall starfsbannið
hafði á ungan mann, sem stóð nú
uppi með gagnslaust prófskírteinið í
höndunum. Sonnenfeld brá þá á það
ráð að flytjast til Danmerkur, þar
sem hann gat fengið vinnu i starfs-
grein sinni. En skömmu síðar frétti
hann að tannlækni vantaði á Is-
landi, en þar væru einar átta tann-
læknastofur.
Varð það úr að hann hélt til ís-
lands og steig á land í Reykjavík 30.
ágúst 1935, slyppur og snauður. Var
hann með fímmtíu krónur í vasanum,
en skuldaði eitt hundrað krónur úti
í Kaupmannahöfn.
Jón Benediktsson tannlæknir réð
hann til starfa á stofu sinni og reynd-
ist honum afar vel á þessum fyrstu
og erfiðu árum í ókunnu landi. Starf-
aði hann næstu fimm árin hjá Jóni.
Sonnenfeld hreifst strax mjög af
náttúru íslands og ferðalögum um
nýja landið sitt. Hann kynntist konu-
efni sínu tæpum tveim árum síðar.
Um hvítasunnuhelgina 1937 gekk
hann ásamt öðrum á Snæfellsjökul.
Þar hitti hann stúlku og tóku þau
tal saman, — á íslenzku. Dágóð stund
mun hafa liðið þar til þau uppgötv-
uðu hvað þau áttu sameiginlegt, —
sjálft tungumálið. Stúlka þessi var
Elisabeth Ulrich, ættuð frá Goslar í
Þýzkalandi, Ijósmyndari að mennt.
Hún hafði komið hingað árið 1926
til þess að vinna í hálft ár hjá Lofti
Guðmundssyni ljósmyndara, en land-
ið hafði einnig heillað hana þannig
að dvölin h'afði orðið lengri. Þau
gengu í hjónaband 2. septemer 1939,
en daginn eftir lýstu Bretar og
Frakkland yfir stríði gegn Þýzka-
landi, sem hafði tveimur dögum áður
hafið innrás í Pólland.
Sonnenfeld var orðið ljóst að hann
ætti ekki afturkvæmt til ættjarðar-
innar á næstunni, þar sem hann átti
foreldra og bróður. Skömmu áður
hafði hann farið til Dnamerkur og
ætlaði að komast inn í Þýzkaland til
að ná sambandi við þau, en Gestapó-
maður nokkur réði honum frá því
að reyna slíkt, þar sem hann yrði
strax að handtaka hann er yfir landa-
mærin væri komið. Foreldramir og
bróðirinn, Sigmund, þraukuðu til
stríðsloka. Faðirinn lézt nokkrum
mánuðum síðar, en móðir og bróðir
fluttust til íslands og bjuggu hér til
dauðadags og hlutu hinstu hvílu í
Akureyrarkirkjugarði. Þegar Bretar
hemámu ísland vorið 1940 var fjöldi
Þjóðveija fluttur á skip í enskar
fangabúðir og er þar af mikil örlaga-
saga og hin átakanlegasta. Um
haustið fluttu Sonnenfeld-hjónin til
Siglufjarðar, þar sem Kurt rak tann-
læknastofu næstu fimm árin, en þá
fiuttu þau til Akureyrar með kjör-
dóttur sína, Ursulu Elisabeth, sem
þá var tveggja ára að aldri. Þau
komu sér upp fögru heimili í Munka-
þverárstræti 11 og bjuggu þar til
æviloka. Tannlæknastofu rak Sonn-
enfeld lengstum í Hafnarstræti 90
og allt fram til 1989, síðasta áratug-
inn að vísu aðeins nokkrar stundir á
dag.
Sonnenfeld var hverjum manni
hjálpsamari og leituðu því ýmsir til
hans á árunum eftir styijöldina og
báðu hann liðveizlu í samskiptum við
hið nýja Þýzkaland, sem nú var að
rísa úr rústum undir stjórn lýðræðis-
sinna. Árið 1949, þ.e. áður en sendi-
ráð tók til starfa á íslandi, leituðu
þarlend stjómvöld til þessa týnda
sonar og báðu hann að taka að sér
aðstoð við Þjóðveija á íslandi. Á því
ári komu hundmð ungmenna til
landsins, aðallega stúlkur, á vegum
íslenzkra landbúnaðarsamtaka, til að
vinna við sveitastörf. Skortur var
orðinn á ungu fólki í hinum dreifðu
byggðum landsins. Straumurinn
hafði þá um árabil legið á mölina
fyrir sunnan, en þar var næga at-
vinnu að fá og þar voru peningamir
og lífsgæðin. Mikill meirihluti þessa
unga aðkomufólks festi hér rætur,
gerðust íslendingar, jafnvel meiri og
betri íslendingar í hjartanu en við
innfæddir. Mörgu býlinu munu ungu
húsfreyjurnar hafa bjargað frá því
að fara í eyði, enda var þetta dugn-
4 Pottasett - Gæðastál,
orkusparandi tvöfaldir botnar.
Pottasett - Gæðastál ^
Orkusparandi tvöfaldir botnar - Sterk glerlok
4 Arcopal 44 hlutir.
Sérlega fallegt hvítt kaffi- og matarstell. 44 hlutir úr
höggþolnu Opalgleri á ótrúlega hagstæSu verði. Má
nota í örbylgjuofni, þolir mikinn hita og má þvo í
uppjDvottavél. Arcopal þolir allt. Samanstendur af: 6
bollar, undirskálar og kökudiskar, 0 19 cm, 6
matardiskar, súpudiskar og desertskálar 0 12 cm, 6
eggjabikarar, 6 glös og 2 skálar 0 13 cm og 24 cm.
Við ábyrqjumst að bú getur bætt í settiS næstu 3 árin.
Verð kr. 6.790
EF ÞÚ KAUPIR EDA PAIUTAR
FÆRDU STÓRA
QUELLE-LISTAIUIU ÓKEYPIS!
QUELLE
Þýðingarlisti -
Inneignarávísun
Vöruúrval á 1300 bls. Allt
sem fjölskyldan og
heimilið þarfnast.
Fatnaður, skór, búsáhöld,
gjafavara, heimilisvara,
nytjavara, ratmagnstæki
stór og smá, myndavélar,
verkfæri. Listinn kostar
700 kr. og honum fylgir
íslenskur þýðingarlisti og
inneignarávisun fyrir verði
listans.
MADELEINE
TÍSKULISTINN
Glæsilegur tískufatnaður
fyrir kvenfólk. Fatnaður,
skór og fylgihlutir í
algjörum sérflokki. Þetta
er einstakur listi fyrir
konur sem vilja fatnað
eins og hann gerist
bestur.
Listinn er 160 bls. og
kostar kr. 500.
ICH MAG'S
ICH TRAG'S
STÓR NÚMER
Konur sem þurfa stór
númer geta nú valið úr
fallegum fatnaði skv.
nýjustu tisku. I þessum
lista eru númer a.m.k upp
I stærð 54. Einnig
undirfatnaður, baðfatnaður
o.fl. Listi sem verður sífellt
vinsælli.
Listinn er 84 bls. og kostar
kr. 300.
Ef þú kaupir Quelle
listann færðu þennan
ókeypis.
EURO KIDS
BARNALISTI
Barnalisti með
skemmtilegum
barnafatnaði, rúmfatnaði
og margs konar
aukahlutum og
spennandi hugmyndum
fyrir börn.
Listinn kostar kr. 200.
Fylgir Quelle listanum
ókeypis.
,L I S T A
khxjp
Pottasett úr ryðfríu gæðastáli.
Slær í gegn í öllum góðum eldhúsum um allan heim.
Handföngin eru úr hitaeinangrandi efni og Ivöfaldur
botn styttir suðuna og tryggir orkusparnað. Pottarnir
henta á allar gerðir eldavéla og þá má þvo í
uppþvottavél. I settinu eru: 1 hár suöupottur 0 16 cm, 2
lágir suðupottar 0 16 og 20 cm, 1 mjólkurpottur 0 14
cm og 3 skálar, 0 14, 16 og 18 cm.
Verð kr. 5.490
5 pottar og 3 skálar. Sterk glerlok, hitaeinangrandi handföng,
orkusparandi tvöfaldir botnar. Nú getur (oú látið Ijós (oitt skína i
eldhúsinu meS eldhúsáhöldunum frá Practica úr háglansandi
rySfríu gæöastáli. Svört handföng úr hitaeinangrandi efni og meS
fallegri gyllingu. Oll áhöldin má (ovo í uppjovottavél og (oau passa
fyrir allar gerSir eldavéla. Tvöfaldir botnar tryggja hagkvæma
orkunotkun og bestu mögulega eldunareiginleika. Þetta eru 8
hlutir: 2 lágir pottar meS lokum, (overmál 16 og 20 cm, 1 hár
pottur meS loki, (overmál 16 cm, 1 skaftpottur, (overmál 16 cm, 1
hár mjólkurpottur og 3 skálar, (overmál 18, 20 og 22 cm.
VerS kr. 9.880