Morgunblaðið - 29.03.1994, Page 54

Morgunblaðið - 29.03.1994, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 STJORNUSPA e.ftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þéi' berast góðar fréttir varðandi fjárhaginn í dag og þér tekst að finna góða lausn á verkefni sem hefur beðið lausnar. Naut (20. apríl - 20. maí) (ffö Ástvinir eiga saman góðan dag og skreppa í heimsókn til vinafólks. Félagi þinn fær góða hugmynd sem er mjög íhugunai'verð. Tvíburar (21. maí - 20. júnl) Þú færð tækifæri til að ná mikilvægum áfanga í vinn- unni í dag. Viðræður við ráðamenn ganga vel og skila tilætluðum árangri. Krabbi (21. júnl - 22. júlí) HBB Foreldrum gefst tækifæri til að ræða við kennara um námsárangur barna. Sumir eru að leggja drög að sumar- leyfisferð. Ljón (23. júlf - 22. ágúst) Málefni heimilis og íjöl-. skyldu hafa forgang í dag og sumir tryggja sér lán til húsnæðiskaupa. Þú átt von á gestum. Meyja (23. ágúst - 22. sentemberl Nú er hagstætt fyrir þig að komast að samkomulagi við aðra og undirrita samninga. Ástvinir fara út saman í kvöld. V°8 (23. sept. - 22. október) jg’ZC Eigið framtak tryggir þér velgengni í viðskiptum og batnandi fjárhag. Þú kemur miklu í verk og getur gert góð kaup. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) 9K(S Þróun mála er þér mjög hag- stæð í dag og þér miðar vel að settu marki. Sumir eiga áhugavert stefnumót í kvöld. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) & Vanhugsuð fjárfesting getur komið þér í koll. Þú hefur mikla ánægju af viðfangs- efni sem þú vinnur að heima í dag. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú færð tækifæri til að blanda geði við góða vini í dag og þér berst boð í sam- kvæmi. Ferðalag gæti verið framundan. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þér opnast nýjar leiðir í við- skiptum sem lofa góðu fjár- hagslega. Þú setur markið hátt og lætur ekkert afvega leiða þig. Fiskar (19. febrúar - 20. marsj Þér berst heimboð frá góð- um vinum. Leitaðu ráða hjá sérfræðingum varðandi verkefni í vinnunni. Góðar fréttir berast. Stjörnusþána á aó lesa sem dœgradvól. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra stafireynda. DYRAGLENS GRETTIR HÉfZ Sj'MAfl VIP HINN ALGENfiA SPORVA LJOFFENGUR EINN SER,Em /MEÐPÁLÍTILLI Ttí/MATSÓSO „ HVAÐ ERTUAP I KATTARAS- TOMMI OG JENNI þú, þAZNA hunþuk. ? þúeer'n ' /1A J a i a // /«■ a < i - ÉG VAX AO LUÚ&) V/e> LJ H\SZPNI6 JfTTi ÉGAOVITA fi£> þ£SSA KAKATBB Ótd 0(3 HANN HEF£>/ ÚKA BÓ/cASAFNS L 1 . t HAMN ttE/Ve VEeiDADPtA6/t (H/G i AL- LAN FERDINAND nfm SMAFOLK I FIND TMAT INTERE5TING, DON'TVOU? I CAN'T MEAR VOU..I‘M A5LEEP.. Þú varst sofandi í morgun þeg- Þegar ég kom heim varst þú ar ég fór í skólann... ennþá sofandi.. Mér finnst það Ég heyri ekki til þín.. athyglisvert, finnst ég er sofandi... þér það ekki? BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson Áætlunargerð í þremur grönduin anýst mjög oft um samnýtingu mögu- leika. I spili dagsins þarf suður að finna leið til að gera út á báða láglit- ina. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ 863 V G5 ♦ ÁG9853 ♦ 42 Suður ♦ ÁG4 4 ÁK3 ♦ KIO ♦ ÁDG53 Vestur Norður Austur Suður — — — 2 lauf Pass 2 tiglar Pass 2 grönd Pass 3 grönd AUir pass Útepil: þjartafjarki. Sagnhafi stingur upp hjartagosa í fyrsta slag, en austur á drottning- una, sem suður drepur. Hvernig er best að spila? Tígullinn gæti verið upp á sex slagi, en það væri ógætilegt að setja öll eggin í sömu körfuna með því að spila litnum beint af augum, þ.e. taka fyrst kónginn og svína svo. Betra er að toppa litinn og fara svo í laufið ef drottningin fellur ekki. En allra best er að spila tiunni á gosann. Ef austur drepur á drottningu, má yfir- taka kónginn síðar, en eigi gosinn slaginn er rétt að nota innkomuna til að svína fyrir laufkóng: Norður ♦ 863 V G5 ♦ ÁG9853 ♦ 42 Vestur ♦ K1092 V 108742 ♦ 76 ♦ 96 Austur ♦ D75 ▼ D96 ♦ D42 ♦ K1087 Suður ♦ ÁG4 V ÁK3 ♦ K10 ♦ ÁDG53 Tígulkóngur er svo yfirdrepinn og laufi aftur svínað. Laufás og meira lauf tryggir níu slagi. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Þessi staða kom upp í úrslita- viðureign 3. deildar í deildakeppni Skáksambands íslands sem lauk fyrir skömmu. Stefán Þór Sigur- jónsson (1.930), Taflfélagi Vest- mannaeyja, hafði hvftt og átti leik, en Hörður Garðarsson (1.885), Taflfélagi Reykjavíkur, G-sveit, var með svart. Svartur drap síð- ast riddara á e5, lék 21. - Bg7xe5. í staðinn fyrir að drepa til baka fann hvitur glæsilegan vinnings- leik: 22. Hxf7! (Eftir 22. Hxe5? - Dxc3 má svartur hins vegar vel við una.) 22. - Rf8 (22. - Kxf7, 23. Dxh7+ - Bg7, 24. Bxg6+ var vonlaust). 23. Bxg6! - Dxc3 (23. - Rxg6, 24. Dh7 er mát). 24. Hxf8+! og svartur gafst upp, því 24. - Kxf8 er svarað með 25. Hf2+. G-sveit TR vann TV 3V2- 2‘A og sigraði því ! 3. deild, en Vestmannaeyingarnir komust upp í 2. deild því TR á þar tvær sveit- ir fyrir sem er hámark. Með sveit TV sem vann sig upp tefldu þeir Hrafn Arnarson, Stefán Þór Sig- urjónsson, Siguijón Þorkelsson, Ægir Hallgrímsson, Ágúst Örn Gíslason, Karl Björnsson, Arnar Sigurmundsson og Þórarinn Ingi Ólafsson. Fyrir sigursveit TR-G í 3. deild tefldu James L. Burden, Hörður Garðarsson, Bjarni Magnússon, Vigfús Ó. Vigfússon, Rúnar F. Sigurðsson, Árni H. Kristjánsson og Flóki Ingvarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.