Morgunblaðið - 31.03.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.03.1994, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 Fyrirspurn til Héðins frá Barcelona Ahugi fyrir ís- lensku hugviti Frá Hólmfríði Matthíasdótlur, fréttaritara Morgnnblaðsins. VÉLSMIÐJAN Héðinn hefur fengið fyrirspurn af hálfu Barcelonaborg- ar um möguleika þess að koma fyrir á torgi einu hér í borg eftirlík- ingu af goshver svipuðum þeim sem er í Perlunni í Reykjavík. Forsaga þessarar fyrirspurnar er sú að í fyrrasumar kom háttsettur starfsmaður borgarinnar til íslands í boði Flugleiða í tilefni af vígslu beins flugs milli Barcelona og Reykjavíkur. Meðal annars heim- sóttu gestirnir Perluna og mun gos- hverinn hafa orðið þeim mjög minnis- stæður eftir heimkomuna. Þegar nýverið var kynnt í borgar- stjórn Barcelona fyrirhugað skipulag í hverfinu Navas, þar sem m.a. var áætlað að veita 195 milljónum pe- seta í hönnun torgs með 500 fer- metra gervitjörn og gosbrunni, mundi viðkomandi eftir íslandsferð- inni og bar fram þá tillögu að í stað gosbrunns yrði komið fyrir eftirlíkinu af goshver, svipuðum þeim sem er í Perlunni. Hlaut tillagan góðar undir- tektir og haft var samband við Héð- in hið snarasta. Telja yfirvöld þar að goshver af þessu tagi muni laða að ferðamenn og vera góð kynning bæði fyrir Barcelona og ísland. íslandstorg? Málið er enn á byrjunarstigi og erfitt að segja til um hvort af þessu geti orðið, meðal annars þarf að kanna tæknilega möguleika og íjár- hagshlið málsins. Þar sem torgið hefur enn ekki hlotið nafn er húgsan- legt að ef af þessu yrði gæti nafn torgsins tengst ísiandi á einhvem hátt. Morgunblaðið/Sverrir Hörð barátta í brids SVEIT Verðbréfamarkaðar íslandsbanka tók forustuna í fyrstu um- ferð úrslitakeppni íslandsmótsins í brids sem hófst á Hótel Loftleiðum í gær. 10 sveitir taka þátt í úrslitunum og var keppnin í fyrstu um- ferðinni mjög jöfn og spennandi. íslandsmótinu lýkur á laugardag en keppni hefst klukkan 11 í dag. Á myndinni sjást Akureyringarnir Stefán Ragnarsson og Magnús Magnússon spila við Guðlaug R. Jó- hannsson og Örn Arnþórsson í fyrstu umferðinni í gær. Sjá bridsþátt bls. 61. Féll milli skips og bryggju MAÐUR féll milli skips og bryggju í Keflavík í gær. Þegar lögreglan kom á staðinn voru skipverjar á saltskipi að draga hann upp á bryggju á ný. Maðurinn var nokk- uð hruflaður og marinn, en talið var að honum yrði ekki meint. af að öðru leyti. Óhappið var um kl. 13.45 þegar saltskip var að losa farm sinn. Mað- urinn gekk aftur fyrir vörubíl sinn á bryggjunni, en skrikaði fótur og féll milli skips og bryggju. Skipveijar komu á hann björgunarbelti og þegar lögreglan kom á staðinn voru þeir að ná honum upp á bryggjuna. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík. Hann reyndist marinn og hruflaður, en ekki var talið að honum hefði orðið meint af að öðru leyti. Þó var ákveðið að hann eyddi nótt- inni á sjúkrahúsinu, til vonar og vara. VEÐUR VEÐURHORFURI DAG, 31. MARZ YFIRLIT: Um 700 km suður af landinu er víðáttumikil 944 mb leegð sem hreyflst- fremur hægt norðaustur. SPÁ: Norðlæg átt, kaldi eða stinningskaldi austast á landinu en annars allhvöss eða hvöss. Á Vestfjörðum verða dálitil él, slydda eða rigning norðaniands, skúrir suðaustan til en annars skýjað en að mestu þurrt. Hitl veröur á bilinu 0-5 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAGINN LANGA: Um norðanvert landið verður austan- og norðaustanstrekkingur og víða skúrir eða slydduél, einkum þó á Vestfjörðum. Um sunnan- og austanvert landið verður hæg breytiteg eða suðvestlæg átt og smáskúr- ir. Fremur hlýtt í veðri. HORFUR Á LAUGARDAG: Um sunnanvert iandið verður vestankaldi eða stinnings- kaldi og skúrir, en um norðanvert landið austan- og norðaustankaldi eða stinnings- kaldi og skúrir eða slydduél. HORFUR Á PÁSKADAG; Hæg breytileg eða norðaustlæg átt. Smáél við norður- ströndina og á Vestfjörðum en annars þurrt að mestu. Hiti frá 3 stigum niður í 2 stiga frost. Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað r r r. r r r r r Rigning * r * * r r * r Slydda * * * * * * * * Snjókoma V Skúrir Slydduél V Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka dig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Töluverður skafrenningur er nú á Steingrímsfjarðarheiði og má búast yið að færð þyngist þar fyrir smábíla með kvöldinu. Að öðru ieyti er færð góð á öllum helstu þjóðvegum landsins, ef fra er talin hálka víða á heiðum í flestum landshlutum. Upplýsingar um færð oru veittar hjá Vegaeftirliti f síma 91-631500 og a grænní línu, 99-6316. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA kl. 12.00 í hltl vaður UM HEIM ísl. tíma Akureyri -r1 úrkoma Reykjavík 0 léttskýjað Bergen 6 hálfskýjað Helsinki 4 alskýjað Kaupmannahöfn 12 léttskýjað Narssarssuaq +12 heiðskírt Nuuk +11 skýjað Ósló 9 skýjað Stokkhólmur 7 skýjað Þórshöfn 5 rigning Algarve 19 þokumóða Amsterdam 16 þokumóða Bsrcelona vantar Berlín 15 skýjað Chicago -í-3 léttskýjað Feneyjar 16 þokumóða Frankfurt 18 léttskýjað Glasgow 10 rigning Hamborg 14 hálfskýjað London 12 alskýjað Los Angeles 13 mistur Lúxeniborg 16 hátfskýjað Madríd vantar Malaga vantar Mallorca vantar Montreal +4 léttskýjað NewYork 5 heiðskírt Orlando 12 alskýjað Parfe 18 hálfskýjað Madelra 18 hálfskýjað Róm 16 heiðskírt Vín 19 léttskýjsð Washíngton 4 heiðskfrt Winnipeg +2 léttskýjað íDAG kl. 12.00 Heimild: Voðurslofa fslands (Byggt á veðurspá ki. 16.15 í gœr) Útvarpsmiðlun hf. gjaldþrota 6 hlutafélög með leyfi til útvarps á FM 95,7 frá 1987 ÚTVARPSMIÐLUN hf. var tekin til gjaldþrotaskipta 4. mars síðast- liðinn með úrskurði Héraðsdóms, en fyrirtækið hafði leyfi til útsend- inga á senditíðninni FM 95,7 frá 4. maí 1992. Alls hafa sex útvarpsfé- lög sent út á þessari tiðni frá því að útvarpsrekstur var gefinn frjáls árið 1986 samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneyti og Fjar- skiptaeftirliti. Núverandi leyfishafi til útsendinga á þessari tíðni er Tækni- og tölvuráðgjöf hf. Það var Ljósvakinn hf. sem hóf útsendingar á FM 95,7 í lok ársins 1987. Árið 1989 tók Hljóðbylgjan hf. á Akureyri við útsendingum á tíðninni og í kjölfarið fékk Reyk- víska útvarpsfélagið leyfi til útsend- inga á nefndri tíðni í lok ársins. Ferskur miðill hf. sótti þvínæst um leyfi til útsendinga og var það veitt frá febrúar 1990 til þriggja ára. Útvarpsmiðlun hf., sem búið er að úrskurða gjaldþrota, fékk síðan leyfi til útsendinga í maí 1992 og gilti leyfið til þriggja ára. Hlutafé- lagið Tækni- og tölvuráðgjöf tók síðan við útsendingum á FM 95,7 frá 1. desember 1993 til þriggja mánaða, en útvarpsréttarnefnd á eftir að afgreiða útvarpsleyfí til eins árs með formlegum hætti. Skipta- fundur vegna gjaldþrots Útvarp- smiðlunar hf. verður haldinn 30. maí næstkomandi. Síld & fiskur í hálfa öld FYRIRTÆKIÐ Síld & fiskur á hálfrar aldar afmæli þriðjudaginn 5. apríl. Stofnandi fyrirtækisins var Þorvaldur Guðmundsson og hann rekur fyrirtækið enn. Þorvaldur Guðmundsson stofn- aði Síld & fisk og rak lengi versl- un og matvælaframleiðslu á Berg- staðastræti þar sem Hótel Holt er nú. „Þá vorum við aðallega með síldar- og fiskvörur eins og nafnið bendir til, en þótt við höfum farið í kjötvinnslu getur nafnið haldið áfram því þjóðin lifir á síld og fiski,“ sagði Þorvaldur í sam- tali við Morgunblaðið. Árið 1953 setti Þorvaldur á stofn svínabú á Minni-Vatnsleysu og er þar_ nú stærsta svínabú landsins. Árið 1964 hóf hann rekstur Hótels Holts og árið 1979 flutti kjötvinnsla fyrirtækisins í Dalshraun í Hafnarfírði. Sígandi lukka „Það hefur verið hægur og ró- legur stígandi, enda er sígandi lukka best,“ sagði Þorvaldur. Rekstur fyrirtækisins hefur geng- ið vel „og við höfum alltaf verið dálítið háir í skattinum undanfar- in 30 ár,“ bætti Þorvaldur við, en hann hefur oft á þessum tíma greitt hæstu opinber gjöld ein- staklinga á landinu. Þorvaldur sagði aðspurður að viðskiptalífið hefði breyst mikið á þessum 50 árum. „En það er allt- af jafn ánægjulegt að fást við þetta. Ali-merkið okkar er orðið ansi sterkt, vegna þess að við höfum lagt mest upp úr gæðum, hreinlæti og snyrtimennsku,“ sagði Þorvaldur. Hann sagðist þó fyrst og fremst þakka velgengni fyrirtækisins góðu starfsfólki. Þar vinna nú 47 manns og á annan í páskum heldur Þorvaldur hóf fyr- ir starfsfólk sitt í Þingholti á Hótel Holti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.