Morgunblaðið - 31.03.1994, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 31.03.1994, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 15 Lýsingar Passíusálmanna ________Myndlist______________ Bragi Ásgeirsson Listasafn íslands kynnir fram til 8. maí hinar þekktu lýsingar Barböru (Moray Williams) Árnason við pass- íusálma Hallgrírns Péturssonar og stendur sýningin til 8. maí. Lýsingarnar sem Barbara útfærði á árunum 1944-1951 verður að telj- ast það stórvirki sem halda muni nafni hennar lengst á lofti, og er það vel til fallið af listasafninu að gefa fólki kost á að nálgast þær í frum- gerðinni yfir páskahátíðina. Barbara var fjölhæf listakona, sem markaði spor í íslenzkri myndlist fyrir sérstöðu sína. Hún var af hinum hefðbundna enska skóla en fór sínar eigin leiðir í ýmsu er hún tók sér fyrir hendur, einkum í gerð mynd- klæða og í tilraunum með vatnslita- tréristu. Hér á landi eiga tréstungu- myndir hennar sér enga hliðstæðu og með þeim markaði hún spor, sem einn af frumkvöðlum íslenzkrar graf- íklistasögu. Tréstungan eða xylo- grafían, sem er fagheitið, markast af því að menn nota enda viðarins, plötur límdar saman af mörgum smáum hlutum af hörðum viði t.d. „Buksbom", sortulyngsviði. Kostur- inn við þessar endaviðsplötur er sá, að maður getur notað eirstunguáhöld og unnið jafn auðveldlega með hinum fínustu línum á kross og þvers um plötuna. Á þann hátt er mögulegt að ná fínum blæbrigðum frá ljósi í Barbara Árnason skugga, í líkingu við þann sem kopar- stungan gefur. Það er mikilvægt að leggja áherslu á þessa hlið í listsköpun Barböru vegna þess að myndirnar á sýning- unni, sem eru allar útfærðar í túsk, virðast í og með vera eins konar formyndir að tréstungum. Það styður og skoðun mína að ein myndanna „Kristí krossfesting" (33) er einmitt útfærð í tréstungu en þrykkið er dauft svo ætla mattti að Barbara hafi ekki haft nægilega góða aðstöðu til þrykkingar slíkara mynda, frekar en aðrir grafíklista- menn á þessum tíma. Auk þess alls ekki treyst sér til að leggja út í hið mikla verk að yfirfær allan mynda- flokkinn á tréstokka. Vildi ég sérstaklega vekja athygli á þessu vegna þess að menn hafa sem sagt formyndirnar fyrir framan sig fullgerðar, og það væri vel mögu- legt að fá úrvals fagmann til að yfír- færa allan myndflokkinn yfir í hina réttu tækni sem er að sjálfsögðu tré- stungan. Myndi það að sjálfsögðu auðga íslenzka myndlist og um leið væri tækifæri til að þrykkja ákveðið en takmarkað upplag, sem myndi verða kjöreign sem m.a. væri mögú- legt að dreifa um landið. Hvatinn að þessari hugmynd minni er einnig sá, að áberandi er hve myndirnar í bókinni eru síðri frummyndunum. Hinn snjóhvíti og þykki pappír gerir yfirganginn frá ljósi { skugga harðan og hvellan, en iðulega vinnur listakonan í mildari litbrigði hvítu flórunnar. Annar möguleiki er sá að vinna heila bók á grafísku verkstæði er- lendis, þar sem færustu fagmenn gera allt í höndunum, og myndirnar á stokkunum hafa verið þrykktar beint á pappírinn í bókinni, þannig að um er að ræða ekta þrykk! Þetta er þekkt vinnsluferli og margfaldar að sjálfsögðu verðmæti bóka, sem að auki eru gefnar út í takmörkuðu upplagi. Þótti mér skylda mín að koma þessu á fram- færi en að öðru leyti mæla hinar snjöllu myndir með sér sjálfar og þeim hafa áður verið gerð skil í rýni hér í blaðinu. Norræna húsið Kristinn H. Ámason á Háskólatónleikum Á HÁSKÓLATÓNLEIKUNUM í Norræna húsinu 6. apríl nk. kl. 12.30 leikur Kristinn H. Árnason einleiksverk á gítar. Kristinn lauk burtfararprófi frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinsson- ar árið 1983. Hann stundaði fram- haldsnám í eitt ár hjá Gordon Cros- skey og fór þvínæst til Bandaríkj- anna þar sem hann lauk BM-gráðu frá Manhattan School of Music árið 1987. Einnig stunaði Kristinn nám hjá_ José Tomas á Spáni. Árið 1987 var Kristinn valinn úr hópi fjölda umsækjenda til að taka þátt í síðasta námskeiði sem gítar- snillingurinn Andrés Segovia hélt. Kristinn hefur haldið fjölda tón- leika á íslandi, í Bandaríkjunum, á Englandi og Ítalíu auk þess sem hann hefur komið fram í sjónvarpi og útvarpi. Á Háskólatónleikunum í Norræna húsinu mun Kristinn leika verk eftir barokktónskáldin Róbert de Visée og Silvius Leopold Weiss og einnig verk eftir gítarsnillinginn Agustin Barrios (1885-1944) frá Paraguay. Verðlaun veitt í smásagnasamkeppni VERÐLAUN voru veitt mánu- daginn 28. mars sl. í smásagna- samkeppni sem lialdin var á veg- um Námsefnisráðgjafarinnar í samvinnu við Eimskip. Námsefn- isráðgjöfin er sérstök starfsemi sem veitt er fyrir nemendur sem búa yfir óvenjumiklum hæfileik- um. Veitt voru tvenn aðalverð- laun fyrir bestu smásögurnar í eldri og yngri hóp og voru höf- undar þeirra Helga Agústsdóttir í eldri hópnum og Kristin Brynja Gústafsdóttir og Ylfa Kristín Árnadóttir í yngri hópnum, en þær skrifuðu sögu í sameiningu. Einnig voru veitt fern aukaverð- laun. Alls bárust 48 smásögur í sam- keppnina, þar af voru 22 sögur frá nemendum í 7.-10. bekk og 26 sög- ur frá nemendum í 3. til 6. bekk. Verðlaunaafhendingin fór fram í húsi Eimskipafélagsins við Pósthús- stræti og var þar samankominn hópur þátttakenda og aðstandenda þeirra. Þórður Sverrisson, fram- kvæmdastjóri flutningasviðs, veitti verðlaunin fyrir hönd Eimskips. í Davíð Gunnarsson, 8. bekk í Álftamýrarskóla, Ylfa Kristín Árnadótt- ir, 5. bekk í Hvassaleitisskóla, Þórður Sverrisson, frainkvæmda- stjóri flutningasviðs Eimskips, Helga Ágústsdóttir, 10. bekk í Hóla- brekkuskóla, Bragi Jósepsson prófessor, Hrafnhiídur Júlía Helga- dóttir, 8. bekk í Tjarnaskóla, Arnór Hannibalsson prófessor, Ýmir Vigfússon, 5. bekk i Laugarnesskóla, og Þórey Hannesdóttir, 5. bekk í Hvassaleitisskóla. Á myndina vantar Kristínu Bryiyu Gústafsdótt- ur, 5. bekk í Hvassaleitisskóla. dómnefnd áttu sæti Þóra Kristins- prófessor og Bragi Jósepsson pró- dóttir dósent, Arnór Hannibalsson fessor. Listasafn Siguijóns Ólafssonar Fékk mynd eftir Signrjón að gjöf NÝLEGA barst Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar að gjöf lítið olíu- málverk af bæjarhúsunum að Kolviðarhóli, sem Siguijón mál- aði kringum 1922, þegar hann var á fermingaraldri. Gefendur eru hjónin Marsibil Jónsdóttir og Ferdinand Þ. Ferdinandsson og var myndin áður í eigu móður Ferdinands, Magneu G. Ólafs- dóttur, systur Sigurjóns. Verkið er talið meðal fyrstu olíu- mynda sem vitað er um að Siguijón háfí málað og er frá þeim árum er hann dvaldist á bernskuslóðum sín- um á Eyrarbakka. Eftir fermingu fluttist hann suður til Reykjavíkur þar sem fyrsti kennari hans í mynd- list var Asgrímur Jónsson listmál- ari. Verkið verður til sýnis í safninu á Laugarnesi á sýningunni sem nú er uppi og nefnist Hugmynd-Högg- mynd. Safnið verður lokað á skírdag og föstudaginn langa en opið laug- ardag og á páskadag og annan dag páska milli kl. 14-17 og er boðið 'Uþpilá leiðdögn þ'áiSdiiga!''kl!' T5'. ■:i 1 Listasafni Sigurjóns barst að gjöf Htið olíumálverk af bæjarhúsun- úlil 'á Kolviðarlvóli éftir Sigurjón. Gleðilega páska! MWflM RISTALL V/SA AÐALSTÖÐIN LEIKFELAG REYKJAVÍKUR Sk benelton HAPPDRÆTTI Sinfóníuhljómsveit íslands HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Páskaóperur Aðalstöðvarinnar með Kristjáni Jóhannssyni í aðalhlutverki AIPA áföstudaginn langa kl. 13.00 Aðalhlutverk: Kristján Jóhannsson, Maria Chiara, Juan Pons og Dolora Zajick. CAVALLERIA RUSTICANA efiirPietro Mascagni Aðalhlutverk: Kristján Jóhannsson, Shiriey Verrett, Ettore Nova, Ambra Vespasiani, Rosy Orani. Stjómandi: Baldo Podic. Blindraféiag íslands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.