Morgunblaðið - 31.03.1994, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994
15
Lýsingar Passíusálmanna
________Myndlist______________
Bragi Ásgeirsson
Listasafn íslands kynnir fram til
8. maí hinar þekktu lýsingar Barböru
(Moray Williams) Árnason við pass-
íusálma Hallgrírns Péturssonar og
stendur sýningin til 8. maí.
Lýsingarnar sem Barbara útfærði
á árunum 1944-1951 verður að telj-
ast það stórvirki sem halda muni
nafni hennar lengst á lofti, og er það
vel til fallið af listasafninu að gefa
fólki kost á að nálgast þær í frum-
gerðinni yfir páskahátíðina.
Barbara var fjölhæf listakona, sem
markaði spor í íslenzkri myndlist
fyrir sérstöðu sína. Hún var af hinum
hefðbundna enska skóla en fór sínar
eigin leiðir í ýmsu er hún tók sér
fyrir hendur, einkum í gerð mynd-
klæða og í tilraunum með vatnslita-
tréristu. Hér á landi eiga tréstungu-
myndir hennar sér enga hliðstæðu
og með þeim markaði hún spor, sem
einn af frumkvöðlum íslenzkrar graf-
íklistasögu. Tréstungan eða xylo-
grafían, sem er fagheitið, markast
af því að menn nota enda viðarins,
plötur límdar saman af mörgum
smáum hlutum af hörðum viði t.d.
„Buksbom", sortulyngsviði. Kostur-
inn við þessar endaviðsplötur er sá,
að maður getur notað eirstunguáhöld
og unnið jafn auðveldlega með hinum
fínustu línum á kross og þvers um
plötuna. Á þann hátt er mögulegt
að ná fínum blæbrigðum frá ljósi í
Barbara Árnason
skugga, í líkingu við þann sem kopar-
stungan gefur.
Það er mikilvægt að leggja áherslu
á þessa hlið í listsköpun Barböru
vegna þess að myndirnar á sýning-
unni, sem eru allar útfærðar í túsk,
virðast í og með vera eins konar
formyndir að tréstungum.
Það styður og skoðun mína að ein
myndanna „Kristí krossfesting" (33)
er einmitt útfærð í tréstungu en
þrykkið er dauft svo ætla mattti að
Barbara hafi ekki haft nægilega
góða aðstöðu til þrykkingar slíkara
mynda, frekar en aðrir grafíklista-
menn á þessum tíma. Auk þess alls
ekki treyst sér til að leggja út í hið
mikla verk að yfirfær allan mynda-
flokkinn á tréstokka.
Vildi ég sérstaklega vekja athygli
á þessu vegna þess að menn hafa
sem sagt formyndirnar fyrir framan
sig fullgerðar, og það væri vel mögu-
legt að fá úrvals fagmann til að yfír-
færa allan myndflokkinn yfir í hina
réttu tækni sem er að sjálfsögðu tré-
stungan. Myndi það að sjálfsögðu
auðga íslenzka myndlist og um leið
væri tækifæri til að þrykkja ákveðið
en takmarkað upplag, sem myndi
verða kjöreign sem m.a. væri mögú-
legt að dreifa um landið.
Hvatinn að þessari hugmynd
minni er einnig sá, að áberandi er
hve myndirnar í bókinni eru síðri
frummyndunum. Hinn snjóhvíti og
þykki pappír gerir yfirganginn frá
ljósi { skugga harðan og hvellan, en
iðulega vinnur listakonan í mildari
litbrigði hvítu flórunnar.
Annar möguleiki er sá að vinna
heila bók á grafísku verkstæði er-
lendis, þar sem færustu fagmenn
gera allt í höndunum, og myndirnar
á stokkunum hafa verið þrykktar
beint á pappírinn í bókinni, þannig
að um er að ræða ekta þrykk!
Þetta er þekkt vinnsluferli og
margfaldar að sjálfsögðu verðmæti
bóka, sem að auki eru gefnar út í
takmörkuðu upplagi. Þótti mér
skylda mín að koma þessu á fram-
færi en að öðru leyti mæla hinar
snjöllu myndir með sér sjálfar og
þeim hafa áður verið gerð skil í rýni
hér í blaðinu.
Norræna húsið
Kristinn H. Ámason á Háskólatónleikum
Á HÁSKÓLATÓNLEIKUNUM í
Norræna húsinu 6. apríl nk. kl.
12.30 leikur Kristinn H. Árnason
einleiksverk á gítar.
Kristinn lauk burtfararprófi frá
Tónskóla Sigursveins D. Kristinsson-
ar árið 1983. Hann stundaði fram-
haldsnám í eitt ár hjá Gordon Cros-
skey og fór þvínæst til Bandaríkj-
anna þar sem hann lauk BM-gráðu
frá Manhattan School of Music árið
1987. Einnig stunaði Kristinn nám
hjá_ José Tomas á Spáni.
Árið 1987 var Kristinn valinn úr
hópi fjölda umsækjenda til að taka
þátt í síðasta námskeiði sem gítar-
snillingurinn Andrés Segovia hélt.
Kristinn hefur haldið fjölda tón-
leika á íslandi, í Bandaríkjunum, á
Englandi og Ítalíu auk þess sem
hann hefur komið fram í sjónvarpi
og útvarpi.
Á Háskólatónleikunum í Norræna
húsinu mun Kristinn leika verk eftir
barokktónskáldin Róbert de Visée
og Silvius Leopold Weiss og einnig
verk eftir gítarsnillinginn Agustin
Barrios (1885-1944) frá Paraguay.
Verðlaun veitt í smásagnasamkeppni
VERÐLAUN voru veitt mánu-
daginn 28. mars sl. í smásagna-
samkeppni sem lialdin var á veg-
um Námsefnisráðgjafarinnar í
samvinnu við Eimskip. Námsefn-
isráðgjöfin er sérstök starfsemi
sem veitt er fyrir nemendur sem
búa yfir óvenjumiklum hæfileik-
um. Veitt voru tvenn aðalverð-
laun fyrir bestu smásögurnar í
eldri og yngri hóp og voru höf-
undar þeirra Helga Agústsdóttir
í eldri hópnum og Kristin Brynja
Gústafsdóttir og Ylfa Kristín
Árnadóttir í yngri hópnum, en
þær skrifuðu sögu í sameiningu.
Einnig voru veitt fern aukaverð-
laun.
Alls bárust 48 smásögur í sam-
keppnina, þar af voru 22 sögur frá
nemendum í 7.-10. bekk og 26 sög-
ur frá nemendum í 3. til 6. bekk.
Verðlaunaafhendingin fór fram í
húsi Eimskipafélagsins við Pósthús-
stræti og var þar samankominn
hópur þátttakenda og aðstandenda
þeirra. Þórður Sverrisson, fram-
kvæmdastjóri flutningasviðs, veitti
verðlaunin fyrir hönd Eimskips. í
Davíð Gunnarsson, 8. bekk í Álftamýrarskóla, Ylfa Kristín Árnadótt-
ir, 5. bekk í Hvassaleitisskóla, Þórður Sverrisson, frainkvæmda-
stjóri flutningasviðs Eimskips, Helga Ágústsdóttir, 10. bekk í Hóla-
brekkuskóla, Bragi Jósepsson prófessor, Hrafnhiídur Júlía Helga-
dóttir, 8. bekk í Tjarnaskóla, Arnór Hannibalsson prófessor, Ýmir
Vigfússon, 5. bekk i Laugarnesskóla, og Þórey Hannesdóttir, 5. bekk
í Hvassaleitisskóla. Á myndina vantar Kristínu Bryiyu Gústafsdótt-
ur, 5. bekk í Hvassaleitisskóla.
dómnefnd áttu sæti Þóra Kristins- prófessor og Bragi Jósepsson pró-
dóttir dósent, Arnór Hannibalsson fessor.
Listasafn Siguijóns Ólafssonar
Fékk mynd eftir Signrjón að gjöf
NÝLEGA barst Listasafni Sigur-
jóns Ólafssonar að gjöf lítið olíu-
málverk af bæjarhúsunum að
Kolviðarhóli, sem Siguijón mál-
aði kringum 1922, þegar hann
var á fermingaraldri. Gefendur
eru hjónin Marsibil Jónsdóttir og
Ferdinand Þ. Ferdinandsson og
var myndin áður í eigu móður
Ferdinands, Magneu G. Ólafs-
dóttur, systur Sigurjóns.
Verkið er talið meðal fyrstu olíu-
mynda sem vitað er um að Siguijón
háfí málað og er frá þeim árum er
hann dvaldist á bernskuslóðum sín-
um á Eyrarbakka. Eftir fermingu
fluttist hann suður til Reykjavíkur
þar sem fyrsti kennari hans í mynd-
list var Asgrímur Jónsson listmál-
ari.
Verkið verður til sýnis í safninu
á Laugarnesi á sýningunni sem nú
er uppi og nefnist Hugmynd-Högg-
mynd. Safnið verður lokað á skírdag
og föstudaginn langa en opið laug-
ardag og á páskadag og annan dag
páska milli kl. 14-17 og er boðið
'Uþpilá leiðdögn þ'áiSdiiga!''kl!' T5'. ■:i 1
Listasafni Sigurjóns barst að gjöf
Htið olíumálverk af bæjarhúsun-
úlil 'á Kolviðarlvóli éftir Sigurjón.
Gleðilega páska!
MWflM
RISTALL
V/SA
AÐALSTÖÐIN
LEIKFELAG
REYKJAVÍKUR
Sk benelton
HAPPDRÆTTI Sinfóníuhljómsveit íslands
HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings
Páskaóperur
Aðalstöðvarinnar
með Kristjáni Jóhannssyni
í aðalhlutverki
AIPA
áföstudaginn langa kl. 13.00
Aðalhlutverk: Kristján Jóhannsson, Maria Chiara,
Juan Pons og Dolora Zajick.
CAVALLERIA
RUSTICANA
efiirPietro Mascagni
Aðalhlutverk: Kristján Jóhannsson, Shiriey Verrett,
Ettore Nova, Ambra Vespasiani, Rosy Orani.
Stjómandi: Baldo Podic.
Blindraféiag íslands