Morgunblaðið - 31.03.1994, Page 33

Morgunblaðið - 31.03.1994, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 33 Morgunblaðið/Rúnar Þór í prófi NEMENDUR í rekstrarfræði þreyta próf a.m.k. 4 sinnum á vetri. mörgum ráðstefnum, sem hafa leitt til útgáfu. Nýkomin er út Líf undir leiðarstjörnu (Man in the North) þar sem eru erindi kennara við háskólann og kanadískra fræði- manna. í ágúst í sumar verða tvær ráðstefnur, alþjóðlegt sagnaþing (the International Saga Congress) og ráðstefna sagnfræðinga sem einbeita sér að sjávargagni. Reglu- lega hafa verið fengnir innlendir og erlendir gestir til að halda fræð- andi fyrirlestra og hafa þeir verið á laugardögum. Bókasafnið Bókasafn Háskólans á Akureyri er til húsa við Þórunnarstræti. Safnið hefur byggst fljótt upp og þar skortir tilfinnanlega húsnæði. Um tólf þúsund bindi eru í safninu og á fimmta hundrað titla tímarita og fréttabréfa. Mikil áhersla er lögð á tölvuleit í gagnabönkum og millisafnalán. Yfirbókavörður er Sigrún Magnúsdóttir. Framtíðin Hugmyndir eru uppi um fjölgun námsbrauta í heilbrigðisdeild, rætt hefur verið um að bæta við emb- ættismannadeild að erlendri fyrir- mynd, sem kenndi verðandi emb- ættismönnum það sem þeir þyrftu að vita. Einnig hefur umhverfis- braut, ferðamálabraut, matvæla- braut og sjávarlíffræðibraut borið á góma. Lagadeild hefur verið rædd. „Til mín hafa hringt meðal annars lærðir lögfræðingar og lýst sig fúsa til að eiga aðild að því,“ segir Haraldur Bessason rektor. Haraldur segist þó ekki búast við fjölgun deilda alveg á næstunni. Nú sé töluvert rætt um svokallaða samkennslu þannig að kennsla í rekstrarfræði og sjávarútvegs- fræði verði sameiginleg að hluta. „Með tilkomu kennaradeildar og uppbyggingu sjávarútvegsfræð- innar sé ég hilla undir aukna möguleika á BA- og BS-námi,“ segir Haraldur. „Eftir tvö til þrjú ár verður skólinn í nokkuð góðri aðstöðu til þess án þess að ráða fjölda starfsfólks." En bæði er örð- ugt að fá heimildir fyrir nýjum stöðum auk þess sem launin sem bjóðast eru það lág að erfitt getur reynst að manna þær. Auk þess er erfiðara að bæta kjörin með aukavinnu fyrir norðan en fyrir sunnan. Nemendur við Háskólann á Ak- ureyri eru tæplega þijú hundruð eins og áður segir. Nú velta menn því óhjákvæmilega fyrir sér hvort stefna beri að því að margfalda nemendaijöldann og hvort sérstaða skólans glatist ekki við það. Sér- staðan lýsir sér til dæmis í því að við skólann lenda nemendur ekki í risabekkjum. Guðmundur Heiðar telur 1.000-1.500 nemenda skóla æskilega stærð. Fræðimennska krefjist ákveðins umhverfis og þess vegna þurfi skólinn að verða stærri en nú. Sjónarmið af þessu tagi bar á góma á kennarafundi um hús- næðismál fyrr í mánuðinum. Reif- aðar voru hugmyndir um að gera ráð fyrir að starfsemi háskólans yrði í framtíðinni undir einu þaki. Þeim hugmyndum var mótmælt með þeim rökum að fyrstu merki stöðnunar hjá stofnun sem þessari væru þegar hún færi að verða of upptekin af yfirbyggingunni. Nær væri að vera sem víðast um bæinn og hafa sem flesta snertifleti við umhverfið og ekki síst atvinnulífið. Rektor kveðst þeirrar skoðunar að rétt væri að taka frá lóð fyrir há- skólann sunnan við bæinn við Tjarnarskóg þar sem hægt yrði að byggja upp glæsilegt háskóla- svæði. DUXINN... námstækninámskeið Besta fermingargjöfin í ár. Bók og snældur. Verð kr. 2.900,- HRAÐLESTRARSKÓLINN, slmi 642100 PASKAEGGIN ERU KOMIN í BARNABOXIN í” Hótel Esja ji t -r Mjódd 68 08 09 CB99nf 68 22 08 RfcKa I ^flutfl Skíðaskálinn í Hveradölum i/t*i OPIÐ ALLA PÁSRANA Ykkar fólk ífjöllunum! Sími 672020, fax 682337. Velkomin til Norðurlanda! Kynntu þér hagstæö kjör og spennandi ferðamöguleika næst þegar þú ferðast til Norðurlanda. Hafðu samband við söluskrifstofu SAS eða Flugleiða eða ferðaskrifstofuna þína. Helgarfargjöld Lukkufargjöld Keflavík-Kaupmannahöfn..........27.500.............................32.700 Keflavík-Osló....................27.500............................32.700 Keflavík-Bergen..................29.200............................32.700 Keflavík-Kristiansand............29.200............................32.700 Keflavík-Stavanger...............29.200............................32.700 Kef lavík-Stokkhólmur...........:. 27.500..........................32.700 Keflavík-Gautaborg...............32.600........................... 32.700 Keflavík-Jönköping...............32.600............................32.700 Keflavík-Kalmar..................32.600............................32.700 Keflavík-Malmö...................29.200............................32.700 Keflavík-Norrköping..............32.600............................32.700 Keflavík-Vaxjö...................32.600............................32.700 Keflavík-Vásterás................32.600............................32.700 Kef lavík-Örebro.................32.600............................32.700 Keflavík-Helsinki................33.200........................... 37.400 Kef lavík-Tampere................33.200............................37.400 Keflavík-Turku...................33.200............................37.400 Hámarksdvöl helgarferða er 4 nætur, lágmarksdvöl aðfararnótt sunnudags. 50% barnaafsláttur fyrir 2-12 ára börn. Hámarksdvöl lukkufargjalda er 1 mánuður, lágmarksdvöl aðfararnótt sunnudags. Kaupa þarf farmiða lukkufargjalda 7-14 dögum fyrir brottför. 50% afsláttur fyrir 2-18 ára börn og unglinga ef þau eru í fylgd meö fullorðnum fjölskyldumeðlimum. Innlendur flugvallarskattur 1.340 kr., danskur 710 kr., saenskur 130 kr. og norskur 590 kr. SAS, sími 622211. Flugleiðir, sími 690300. /////S4S FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.