Morgunblaðið - 31.03.1994, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 31.03.1994, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 Seltj arnarnesbær festir kaup á Gróttu HALLDÓR Blöndal, samgöngu- og landbúnaðarráðherra, hefur lagt fram frumvarp til laga um að ríkið selji Setjarnarneskaup- stað Gróttu og þau mannvirki sem ríkið á þar önnur en vitann. Er þetta gert í til efni af 20 ára kaupstaðarafmæli bæjarins þann 9. apríl næstkomandi. Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri, segir að bæjarstjórnin hafi lengi haft áhuga á að eignast eyjuna. „Grótta hefur verið tákn Seltjarnarness í gengum aldirnar og við viljum að hún sé alveg undir okkar stjórn,“ segir hann. Kaupverð hefur ekki enn verið ákveðið. Grótta er 3,3 hektarar að stærð og á henni er eitt íbúðarhús, hlaða og viti, sem ekki verður seldur. Hingað til hefur eyjan verið undir stjórn Vita- og hafnamálastofnun- ar sem mun halda áfram rekstri vitans. Fasteignamat þessara eigna nemur 1,5 milljón króna. Sigurgeir segist ekki búast við því að kaupverðið verði hátt. Grótta verði alltaf friðað útivistar- svæði og væri þess vegna ekki verðmæti sem gengi kaupum og sölum. „Hún er verðmæt fyrir okkur Seltirninga og höfuðborg- arbúa til að njóta þess að vera þar,“ segir hann. Sigurgeir segir að Seltjarnar- neskaupstaður muni virða allar friðunarreglur sem settar hafa verið en bærinn væri af fara af stað með samkeppni á deiliskipu- lagi á útivistarsvæðunum vestan Nesstofu og yrði Grótta tekin með því svæði. Hugmyndin væri að efla svæðið sem útivistarsvæði. Dreki stígur dans í uppfærslu á óper- unni Töfraflautunni ÞRIGGJA manna dreki spilar stóra rullu í uppsetnmgu Nýja tónlistarskólans á Töfraflautunni sem nú er sýnd í Tjarnar- bíói. Sunna María Magnúsdóttir hannaði drekann sem búinn er til úr pappírsmassa og tafti. Hún segir að drekinn sé á sviðinu í byijun verksins en hann sé svo drepinn innan fimm mínútna. Síðan lifnar hann við og stígur dans síðar í óperunni. Sunna María sá einnig um að velja búningana í sýninguna sem eru fengnir hjá Þjóðleikhúsinu og íslensku óperunni. Uppsetning óperunnar er á margan hátt óvenjuleg. Óperan er sungin á þýsku en inn á milli kemur sögumaður og segir sög- una á íslensku. Ragnar Bjömsson skólastjóri Nýja tónlistarskólans segir sýn- ingarnar hafa gengið vel hingað til. Næsta sýning verður þriðju- daginn 5. apríl en síðasta sýning föstudaginn 8. apríl. Sýnt er í Tjarnarbíói og eru miðar seldir þar. R-listinn útfærir stefnuyfirlýsingu „Borgarbúar fá að leggja í púkkiðu ÍTARLEGRI útfærsla á hugmyndum R-listans mun líta dagsins ljós þegar nær dregur kosningum, að dóttur, borgarstjóraefnis. Reykjavíkurlistinn hélt fyrir nokkru fund þar sem stefnuyfirlýs- ing listans var kynnt, en ítarlegri útfærsla verður lögð fram þegar nær dregur og þegar hugur borg- arbúa sjálfra hefur verið kannaður. „Við munum á næstu vikum halda sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísla- fundi með íbúum Reykjavíkur og á grundvelli þeirra funda ætlum við að útfæra stefnuna. Núna erum við fyrst og fremst að safna saman hugmyndum frá borgarbúum sjálf- um. Þeir fá vissulega að leggja í púkkið, ef svo má að orði komast.“ Morgunblaðið/Sverrir Stílverðlaun Þórbergs Þórðarsonar ÞORSTEINN Gylfason heimspekingur hlaut stílverð- gáfu og frumleik í meðferð íslensks máls og geta laun Þórbergs Þórðarsonar sem veitt voru í þriðja þau hlotnast hverjum þeim sem vekur athygli fyrir sinn í gær. Að þeim standa Styrktarsjóður Þórbergs góðan stíl, hvort sem viðkomandi er skáld, bíaðamað- Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur, Mál og menn- ur, stjómmálamaður eða fæst við ritstörf af öðrum ing og menntamálaráðuneytið og nemur féð 200.000 ástæðum, eins og segir í reglum um þau. Mennta- krónum. Verðlaunin eru veitt fyrir óvenjulega stíl- málaráðherra, Ólafur G. Einarsson, veitti verðlaunin. Geir H. Haarde um viðskipti við Bandaríkin Rétt að leita eftír frí- verslunarsamningi Vandamálið að hagsmunir Bandaríkjanna eru hverfandi GEIR H. Haarde, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, segist vera sammála þeim meginniðurstöðum starfshóps embættismanna fimm ráðuneyta að Island eigi að leita eftir fríverslunarsamningi við Bandaríkin eða aðildar að Fríverslunarsamningi Norður- Ameríku, NAFTA. Vandamálið sé hins vegar það að hagsmunir Bandaríkjanna af slíkum samningi við ísland séu hverfandi. Ekki nýtt mál „Ég er sammála því að það eigi að kanna þennan möguleika til þrautar. Ég tel hins vegar ólíklegt að það verði litið á það sem for- gangsverkefni að taka okkur inn í NAFTA. Þeir sem þar eru fyrir líta væntanlega frekar til Suður- Ameríku sem sækjast eftir því að koma þama inn. Vandamálið hefur alltaf verið að hagsmunir Banda- ríkjamanna af svona samningi við okkur eru hverfandi þannig að þeir hafa ekki séð sér hag í að taka upp viðræður um þetta mál. Ég tel engu að síður að við eigum að láta á það reyna, og láta það jafnframt koma í ljós hvaða hags- munir geta verið í húfi fyrir okk- ur, og því fyrr því betra,“ sagði Geir H. Haarde. Hann benti á að þetta mál væri ekki nýtt af nálinni. Það hefði kom- ið upp á Alþingi oftar en einu sinni og nokkrum sinnum tekið upp í viðræðum við Bandaríkjamenn, meðal annars í opinberri heimsókn Þorsteins Pálssonar þáverandi for- sætisráðherra til Bandaríkjanna árið 1988. „En ég er feginn því að þetta álit er komið fram og ég er sammála öllum meginniðurstöð- um þess,“ sagði Geir. í skýrslu starfshópsins kemur fram að nauðsynlegt sé að afstaða íslands til fríverslunarsamnings við Bandaríkin liggi fyrir í næsta mánuði þar sem viðskiptafulltrúi Bandaríkjanna eigi fyrir 1. maí að skila tillögum til Bandaríkjaforseta um það hvaða lönd sé æskilegt að gera fríverslunarsamninga við. Geir H. Háarde sagði, að sér væri ekki fullljóst hvað lægi á bak við þá dagsetningu í raun og veru, en engu að síður væru ástæða til að hraða málinu. Fingur græddir á 17 ára stúlku Hrólfur Sveinsson Draumur á Laugardagsnótt í Morgunblaðsgrein 30.3. kveðst Þórunn Þórsdóttir blaða- maður hafa eftir mér tiltekin um- mæii um flutning bundins máls á leiksviði. í smágrein í sama blaði 29.3. segir Helgi Hálfdanarson, að sama kona hafi sótt þau sömu ummæli í grein eftir hann í Mál- fregnum 1989, og þó ekki komið þeim nógu vel til skila. Um þetta hef ég það eitt að segja, að Þórunni hlýtur að hafa dreymt þetta viðtal við mig og ruglað saman draumnum og grein Helga, því þá konu hef ég hvorki heyrt né séð, hvað þá ég hafi nokk- urn tíma við hana sagt aukatekið orð. Enda er það föst regla mín að tala aldrei við blaðamenn. Þar fer ég einmitt að ráðum frænda míns og fermingarbróður, Helga Hálfdanarsonar, sem kallar það óðs manns æði að sleppa stöku orði upp í eyrun á blaðamanni, því enda þótt hann sé látinn sveija og sárt við leggja að hafa ekkert eftir manni, sé hann vís til að svíkja það, og í þokkabót muni hann ævinlega rangfæra það sem hann hafí eftir manni, þó ekki sé fleira við hann sagt en „Góðan daginn!". Fyrir þessu kveðst Helgi hafa bitra reynslu og þess vegna leggja á flótta, ef hann sjái hilla undir blaðamann. Ég hef haft vit á að taka fullt mark á þessum hyggilegu ráðum Helga vinar míns. Ef mér skyldi einhvern tíma þykja þörf á að segja einhverjum eitthvað, þá vil ég segja það sjálfur, en ekki láta aðra hafa það eftir mér. Og þó veit ég ekki nema á mig rynnu tvær grímur, ef ég ætti þess kost að hitta Þórunni Þórs- dóttur í draumi, og þá fremur mínum draumi en hennar. LÆKNAR á Borgarspítala græddu tvo fingur á 17 ára stúlku í fyrri- nótt, en stúlkan fór með hægri höndina í hníf afhausunarvélar í fiskvinnslufyrirtækinu Nesfiski í Garði á þriðjudag. Hún missti fram- an af baugfingri og löngutöng, auk þess sem vísifingur skaddaðist. í gær var talið að aðgerðin hefði heppnast með ágætum. Slysið varð um kl. 13.50 á þriðju- dag. Stúlkan var að vinna við vélina þegar hún lenti með hægri höndina í hníf hennar. Stúlkan var flutt á sjúkrahúsið í Keflavík og þaðan á Borgarspítalann í Reykjavík. Fingurnir fundust Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Keflavík var hringt þangað frá Nesfiski um kl. 17.50 og til- kynnt að fingurnir, sem stúlkan missti, hefðu fundist þar og væru geymdir í ís. Lögreglan sótti fíng- urna og ók með þá áleiðis til Reykja- víkur, en lögreglan í Reykjavík tók við sendingunni á leiðinni og kom henni á Borgarspítalann. Læknar á Borgarspítalanum, und- ir forystu Magnúsar Páls Albertsson- ar, sérfræðings í aðgerðum af þessu tagi, unnu í alla fyrrinótt við að græða finguma á stúlkuna. í gær var talið, að aðgerðin hefði tekist vel, en tíminn mun endanlega leiða í ljós hvemig stúlkunni reiðir af. ---------------------------- ■ HJA Jógastöðinni lleiinsljósi verður í apríl gestakennarinn Daya- shakti (Sandra Scherer). Hún er kennari frá Kripalumiðstöðinni í Massachusetts. Dayashakti' verður með helgamámskeið, Frá sársauka til gleði, helgina 22.-24. apríl. 15. apríl verður kvöldnámskeið sem kall- ast Öldugangur. Helgina 16. og 17. apríl verður einstaklingsþjálfun fyrir þá sem vilja læra að vinna með þá tækni sem Dayashakti hefur tileinkað sér.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.