Morgunblaðið - 31.03.1994, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994
Kaldbakur, burðarás atvinnulífsins á Grenivík, lýstur gjaldþrota í gærdag
Afall sem íengisí nán-
ast hverri fjölskyldu
„ÞETTA ER óneitanlega stærsti skellur sem svona byggðarlag getur
orðið fyrir. Ef til er ljós punktur í þessu þá er hann sá að útgerðin
fylgir ekki með. Við verðum að reyna að beijast í því að koma upp
nýju fyrirtæki, þetta er enginn heimsendir," sagði Jóhann Ingólfsson
formaður sljórnar Kaldbaks á Grenivík sem lýst var gjaldþrota í gær.
Skuldir fyrirtækisins nema um 80 milljónum króna. Grýtubakkahrepp-
ur átti tæplega 40% hlut í fyrirtækinu ásamt um 80 aðilum öðrum,
einkum einstaklingum búsettum í hreppnum. Fyrirtækið var stofnað
árið 1966. C
„Þetta er stór skellur og tengist
nánast hverri einustu fjölskyldu í
hreppnum með einum eða öðrum
hætti. Fólk er hálf lemstrað eftir
þessi tíðindi," sagði Guðný Sverris-
dóttir sveitarstjóri Grýtubakka-
hrepps.
Eiginfjárstaða Kaldbaks hefur
verið neikvæð mörg undnafarin ár
og á síðasta ári samþykktu lánar-
drottnar nauðasamninga við fyrir-
tækið og var komið að því að greiða
fyrstu greiðsluna. Aðstæður höfðu
breyst mjög frá því samningamir
voru samþykktir að sögn Jóhanns,
afurðaverð hafði lækkað á tímabilinu
en hráefni hækkað. „Við stóðum
frammi fyrir því að geta barist áfram
í 6-8 mánuði en tapa áfram fé og
draga kannski jafnframt aðra með
okkur í fallinu. Það var því eins
hægt að hætta þessu strax,“ sagði
Jóhann.
Fyrirtækið var í upphafi lítið en
hefur stækkað smám saman. Gert
var ráð fyrir vinnslu um 3-3.500
tonna af fiski í húsinu, en Jóhann
sagði að síðustu ár hefði verið barn-
ingur að ná í rúm 2.000 tonn til
vinnslu. Fjárfestingin verði því of
mikil miðað við það magn sem verið
er að vinna.
Ekki að öðru að hverfa
„Það liggur tjóst fyrir að það kem-
ur ekkert annað í stað sjávarútvegs
hér á staðnum og menn eru þegar
famir að beijast í því að reyna að
koma einhverju slíku af stað, en
auðvitað verðum við að sjá einhveija
glætu í slíkum rekstri, annars þýðir
ekkert að fara af stað,“ sagði Jó-
hann. „Við höfum ekki að öðru að
hverfa, hér er ekki loðna, síld eða
rækja og eitt þeirra vandamála sem
við eigum við að glíma er hversu
stórt hlutfallið er af þorski eða allt
að 90% af því sem við erum að vinna.
Skerðingin síðustu ár hefur því kom-
ið afar hart niður á okkur,“ sagði
Jóhann.
Að sögn Guðnýjar er fyrirhugaður
fundur í dag, skírdag, hjá sveitar-
stjórn og ef til vill fleiri aðilum til
að ræða þá stöðu sem upp er komin
og hvernig við verði brugðist. „Við
höfum þegar sett í gang ákveðna
undirbúningsvinnu en framhaldið er
óvíst, það er undir íbúunum og vilja
þeirra komið,“ sagði Guðný og bætti
við að hreppurinn yrði örugglega
hluthafi í nýju fyrirtæki um rekstur
frystihússins en sveitarfélagið myndi
ekki eitt standa að slíkum reksti.
Morgunblaðið/Golli
Gjaldþrota
ÁSGEIR Jónsson verksljóri í tómum vinnslusal Kaldbaks, frystihúss-
ins á Grenivík, sem lýst var gjaldþrota í gær.
Áfall
„Þetta er áfall," sagði Ásgeir Jóns-
son verkstjóri í frystihúsi Katdbaks,
„ég held að þessi tíðindi hafi komið
flestum á óvart.“ Ásgeir sagði að
stjórnendur hefðu séð fyrir að ekki
yrði hægt að standa í skilum og allt
myndi fara í sama farið aftur. „Það
var erfitt á tímabili í vetur að útvega
hráefni til vinnslunnar en síðustu tvo
mánuði hefur Sjöfn ÞH lagt upp afla
hér.“
Ásgeir sagði að starfsfólki hefði
brugðið er því var tilkynnt um gjald-
þrotið á fundi í gærmorgun, enda
væri fyrirtækið burðarás atvinnulífs-
ins á staðnum. „Eg vona að hægt
verið að koma fyrirtækinu af stað
aftur, það er mikið í húfi fyrir byggð-
arlagið. Það verður eflaust ekki auð-
velt að fá aðra vinnu, en það verða
einhveijir í meiri erfiðleikum en ég
sem ekki er með íjölskyldu á fram-
færi,“ sagði Ásgeir.
Öllu starfsfólki Dagsprents sagt upp störfum vegna endurskipulagningar
Ritstjórinn hættir
vegna óánægju
með störf stjóniai-
BRAGI V. Bergmann sem verið hefur ritsíjóri Dags á Akureyri
um árabil gagnrýnir stjórn blaðsins harðlega og segir að rangar
fjárfestingar sem ráðist hafi verið í á undangengnum árum hafi
kostað rekstur blaðsins um 90 milljónir króna og að hver fjárhagsá-
ætlunin á fætur annarri hafi farið út um þúfur. Hann sagðist ekki
ætla að láta á það reyna hvort hann hlyti endurráðningu en öllu
starfsfólki Dagsprents sem gefur blaðið út hefur verið sagt upp
störfum vegna endurskipulagningar á rekstri fyrirtækisins. Ut{
Dags verður þungamiðja í rekstri þess í framtíðinni.
Jtgáfa
Dagsprent hefur átt við fjárhags-
erfiðleika að etja síðustu árin og
hefur verið gripið til ýmissa ráða til
að mæta þeim. í fyrra var hluti hús-
eigna og véla fyrirtækisins seldur
ásamt því sem gripið var til annarra
ráðstafana til að hagræða í rekstrin-
um. Þær ráðstafanir hafa ekki reynst
nægjanlegar, samdráttur hefur orðið
í tekjum og rekstrarafkoman er því
ekki í samræmi við áætlanir.
Varnarbarátta
„Við munum fyrst og fremst ein-
beita okkur að því að gefa út Dag
og mönnun fyrirtækisins verður við
það miðuð. Við höfum verið í mikilli
vamarbaráttu síðustu ár, verið á
skipulögðu undanhaldi og þetta verð-
ur varnarbarátta áfram. Það birtir
ekki upp strax,“ sagði Sigurður Jó-
hannesson formaður stjómar Dags-
prents. „Það var óhjákvæmilegt að
grípa til uppsagna nú, við verðum
að stokka upp spilin því við sjáum
fram á áframhaldandi erfíðleika og
eigum því ekki annars úrkosta en
spyrna við fótum.“
Rangar fjárfestingar
Bragi V. Bergmann ritstjóri segist
vera afar ósáttur við vinnubrögð
framkvæmdastjóra og stjórnar fyrir-
tækisins. Rangar ijárfestingar á síð-
ustu árum, einkum varðandi hús-
byggingu og vélakaup, hafi kostað
fyrirtækið um 90 milljónir króna.
Fjármagnskostnaður vegna nýbygg-
ingar Dagsprents á liðnum árum
nemi um eða yfir 70 milljónum króna,
fyrirtækið hafi tapað 12 milljónum
króna þegar húsið var selt í fýrra
og þá hafi kostnaður við innréttingar
á fyrrum prentsal við flutning í eldra
húsnæði fyrirtækisins kostað um 2
milljónir. Þá séu ótalin kaup á vélum
sem síðan voru seldar, þar á meðal
tölvuprentvél sem aldrei var gang-
sett.
„Nú hafa stjómendur blaðsins tek-
ið enn eina kúvendinguna og þá loks-
ins á að einbeita sér að blaðinu og
hagræða rekstrinum í kringum út-
gáfuna. Ég taldi að þá fengi ég að
ráða ferðinni enda þekki ég þá hlið
best, en framkvæmdastjóranum var
falið það verk. Ég tilkynnti formanni
blaðstjórnar þá strax að ég myndi
ekki láta á það reyna hvort ég hlyti
endurráðningu hjá fyrirtækinu,"
sagði Bragi.
Hann sagðist hafa kosið að skilja
við fyrirtækið með öðrum hætti, „
en ég er alveg búinn að fá nóg og
er sáttur við að hafa tekið þetta
skref,“ sagði Bragi. Hann sagði óráð-
ið hvað hann tæki sér fyrir hendur,
hann hefði þegar fengið tilboð um
atvinnu en ætlaði sér að taka góðan
tíma til umhugsunar. „Ég vona að
þessi endurskipulagning takist, að
fyrirtækið rísi upp úr öskustónni."
Ekki var í gær búið að taka
ákvörðun um hver tæki við af Braga
sem ritstjóri blaðsins, en formaður
blaðstjórnar sagði að nýr ritstjóri
yrði væntanlega ráðinn um páskana.
Á næstu vikum verður unnið að ráðn-
ingu þess starfsfólks sem nauðsyn-
legt er til útgáfu Dags en Sigurður
sagði að líklega yrði starfsfólki fækk-
að úr 30 í 22-24.
Morgunblaðið/Golli
Staðan kynnt
FORMAÐUR blaðstjórnar kynnti
starfsfólki Dags stöðu fyrirtæk-
isins á starfsmannafundi í gær.
Á innfelldu myndinni er Bragi
Bergmann ritstjóri að taka sam-
an á skrifstofu sinni eftir að öllu
starfsfólki Dagsprents hafði ver-
ið sagt upp störfum.
Djass á
Karolínu
UM páskahelgina munu þeir
Omar Einarsson gítarleikari,
Jón Rafnsson kontrabassaleik-
ari og Karl Petersen trommu-
leikari leika djass frá ýmsum
tímabilum fyrir gesti Café
Karolínu.
Þeir Ómar, Jón og Karl leiddu
fyrst saman hesta sína síðastliðið
sumar og héldu eina tónleika á
Akureyri, þar sem þeir Jón og
Karl eru búsettir, en báðir kenna
þeir við Tónlistarskólann á Akur-
eyri. Ómar hefur verið virkur í
reykvísku djasslífi, en hann lauk
prófi frá djassdeild FÍH árið 1990.
Þeir leika á Karolínu laugardag-
inn 2. apríl og mánudaginn 4. apríl
um miðjan daginn eða á „kaffi-
tíma“.
-♦..
■ SAMHLIÐASVIG barna 12
ára og yngri verður í Hlíðarfjalli
næstkomandi laugardag, 2. apríl
kl. 11 fyrir hádegi, ekki kl. 14 eins
og áður hafði verið tilkynnt.
Messur um bænadaga og páska
■AKUREYRARPRESTAKALL:
Fermingarguðsþjónusta kl.
10.30 og 13.30 skírdag. Fyrir-
bænaguðsþjónusta og almenn
altarisganga í kirkjunni sama dag
kl. 20.30. Hátíðarguðsþjónusta
kl. 14. föstudaginn langa. Messa
á Dvalarheimilinu Hlíð kl. 16. Kór
aldraðra syngur, organisti Sigríð-
ur Schiöth. Altarisganga kl.
19.30 vegna fermingar á skírdag.
Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 árdeg-
is á páskadag, á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu kl. 10.30. í Akur-
eyrarkirkju kl. 14.00 og á hjúkrun-
ardeild aldraðra, Seli, kl. 14.
Hátíðarguðsþjónusta verður í
Minjasafnskirkjunni kl. 14 annan
páskadag.
■GLERARKIRKJA: Fermingar-
messur kl. 10.30 og 14.00. á
skírdag. Messa á skírdagskvöld
kl. 21.00. Guðsþjónusta á föstu-
daginn langa kl. 14.00. Hátíðar-
messa kl. 8 árdegis á páskadag.
Eftir messu verður boðið upp á
léttan morgunverð í Safnaðar-
salnum. Fermingarmessa verður
kl. 14.00 annan páskadag.
■HVÍTASUNNUKIRKJAN: Safn-
aðarsamkoma, ræðumaður Ás-
grímur Stefánsson, á skírdag kl.
20.30. Hátíðarsamkoma föstu-
daginn langa kl. 15.30, ræðu-
maður Anna Höskuldsdóttir.
Samkoma í umsjá ungs fólks
laugardaginn 2. apríl. Hátíðar-
samkoma páskadag kl. 15.30,
ræðumaður Vörður Traustason.
í samkomunni fer fram niðurdýf-
ingarskírn. Beðið fyrir sjúkum.
Mikill söngur.
■ KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyrar-
landsvegi 26, guðsþjónustur
verða kl. 18.00 á skírdag, föstu-
daginn langa kl. 15.00, laugar-
daginn 2. apríl kl. 23.00 og á
páskadag kl. 11.00.
■LAUFASPRESTAKALL: Guðs-
þjónusta skírdagskvöld kl. 21.00
í Laufáskirkju. Hr. vígslubiskup
Sigurður Guðmundsson messar.
Altarisganga. Hátíðarguðsþjón-
usta annan í páskum kl. 11.00 í
Svalbarðskirkju. Hr. Sigurður
Guðmundsson messar. Altaris-
ganga. Hátíðarguðsþjónusta í
Grenivíkurkirkju annan í páskum
kl. 14.00. Hr. Sigurður Guð-
mundsson messar. Altaris-
ganga. Væntanleg fermingar-
börn prestakallsins og fjölskyldur
þeirra hvött til að sækja kirkju
um hátíðirnar. Fyrirbænastundir
í Svalbarðskirkju og Grenivíkur-
kirkja falla niður fyrst um sinn.
Næsti kirkjuskóli verður sunnu-
daginn 10. apríl kl. 11.00 í Sval-
barðskirkju og kl. 13.30 í Greni-
víkurkirkju.