Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 60

Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 60
60 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 / v'- w/m iiVÉÉmmm St. Jósefssystur fyrir framan heimili sitt, klaustrið í Garðabæ Klaustur skiptast í svonefndar virkar reglur og íhugunar- reglur. St. Jósefssystur eru í virkri klaustur- reglu sem er stofnuó til að hjúkra sjúkum, kenna börnum og breiða út trúna. Kar- melklaustrið í Hafnar- firði er gott dæmi um íhugunarreglu, þar sem klausturfólk ein- beitir sér að andlegri íhugun. Ihugunar- klaustur eru meira lok- uð fró umheiminum. Á kyrrðardegi í klaustri Hjá St. Jósefssystrum í Garðabæ eftir Oddnýju Sv. Björgvins '^vflVER SEM nálgast klaustur St. Jósefssystra í Garðabæ hlýtur að skyiya kyrrðina sem hjúpar þessa fögru byggingu með hvolfþökun- um níu. Einnig friðinn sem fylgir svartklæddu systrunum, þegar þær ganga léttstígar um nágrennið, brosmildar og geisla frá sér fögnuði til lífsins. í aldanna rás hafa helgi- og friðarreitir orðið til vegna heitra fyrirbæna. Heimili St. Jósefssystra er einn slíkur. Systurnar ástunda fyrirbænir oft á dag og biðja ávallt fyrir landi og þjóð. Nú eru páskar í nánd og kyrrðardagar hafa um aldabil verið hluti af undirbúningi helgustu hátíðar kristninnar hjá ka- þólsku kirkjunni. Kyrrðardagur var í klaustrinu um síðustu helgi. Það var gott að ganga inn í friðhelgina hjá St. Jósefssystrum. Príorinnan, systir Emmanúelle, býður gesti velkomna. Stór, brún augu hennar brosa á móti þeim, það er reisn og öryggi yfir konunni. Litla kapellan er full af fólki sem krýpur framan við altarið, helgar sig með vfgðu vatni, undirbýr sig fyrir bæn- ina. Litla hringlaga kapellan er fög- ur trúarumgjörð, og styttur Baltas- ars af Maríu og Jósef falla vel inn í. Táknmyndin af Maríu sem helgar sig bæninni, minnir um margt á þær Jósefssystur. „Jósef er studdur til verka með bæn Maríu,“ segir systir Emmanúelle. Kyrrðardagurinn hefst með messu, og allir gestir kyrrðardagsins ganga til altaris. Séra Hjalti Þorkels- son, sóknarprestur í Hafnarfirði prédikar. — Gildi kyrrðardagsins I messulok er séra Hjalti spurður um gildi kyrrðardagsins. „Allir hafa gott af því að komast burt úr skarkala daglegs lífs til að hugleiða innstu rök tilverunnar, en það væri miklu betra að leyfa fólki að dvelja við hugleiðslu í nokkra -s*aga ,“ segir hann. - Er föst hefð fyrir kyrrðardög- um hjá kaþólsku kirkjunni? „Já, ástundun andlegra æfinga hefst mjög snemma hjá klaustur- fólki, en eiginlegur upphafsmaður þeirra var heilagur Ignatíus, stofn- andi Jesúítareglunnar. Hann skrifaði kennslubók í hugleiðslu fyrir ein- staklinga undir handleiðslu presta, sem átti að standa í heilan mánuð. Svo lengi höfðu ekki allir tök á að draga sig í hlé, því var farið að stytta tímann niður í viku, þtjá daga eða jafnve! einn dag. Jesúítar fóru að stofna „íhugun- armiðstöðvar“ árið 1579, eða eins- konar hótel þar sem hópar gátu komið saman og hugleitt kenningar kristinnar trúar. Eftir siðaskiptin kemur upp nýr eldmóður í kaþólsku kirkjunni og þá var mjög hvatt til þessa.“ Séra Hjalti segir að mörg klaustur í Evrópu séu með „íhugunarmið- stöðvar" þar sem fólk geti stundað andlegar æfingar undir stjórn klausturpresta eða systra. „Flest íhugunarklaustur eru með slíkar miðstöðvar, sem fólk sækir mikið í.“ Hann nefnir til dæmis klaustur Benediktusarmunka nálægt Munst- er í Þýskalandi, en þangað sækja um 6.000 unglingar hugleiðslunám- skeið árlega. Systir Emmanúelie starfaði í „íhugunarmiðstöð“ klaustursins I kapellunni “Margir leita til okkar og við trúum því að fyrirbænir geti hjálpað." segir systir Emmanúlle. Príorinnan, systir Emmanúelle sumarlangt og sagði að svo mikið hefði verið að gera að henni hefði aldrei gefist tími fyrir sjálfa sig. „Fannst ég vera komin aftur í klaustur, þegar ég kom hingað heim,“ segir hún. Á kyrrðardegi St. Jósefssystra í Garðabæ dreifa þátttakendur sér um hinar mörgu vistarverur klausturs- ins. I setustofu systranna er birta frá innigarði og útklipptir pappírs- fuglar bærast í gluggum. „Pappírs- fuglarnir vama því að smáfuglar í garðinum fljúgi á glerið," segir syst- ir Emmanúelle. Gestir á kyrrðardegi lesa Bibl- íuna, eða loka augum og láta friðinn seitla inn í sálina. Enginn mælir orð af vörum. Allir læðast um á tánum. Á flosaðri veggmynd má sjá íslensk- an smalastrák með hjörð sína, fjöll og burstabæ í baksýn. Á miðju þili breiðir Jesús á krossinum út hend- urnar jrfir mann og konu. Andleg íhugun svífur hér í andrúminu. Þrisvar er kallað til andlegra æf- inga í kapellunni. „Hugleiðing biblíu- texta felst í því að varpa fram spurn- ingum," segir séra Hjalti og leggur út af textanum í Markúsarguðspjalli (3. 13-21) þegar Jesús kallaði postulana til starfa. „Postularnir eru undirstaða kirkjunnar. Þeir yfírgáfu allt og fylgdu honum, létu kalla sig af kærleika til hans - hliðstætt því að verða ástfanginn," segir séra Hjalti og spyr samtímis: „Vil ég leyfa Jesús Kristi að kalla mig á þennan hátt? Hef ég einhvern tíma á lífsleiðinni fundið að Kristur kallaði mig? - hann kallaði okkur öll í heilagri skírn. Leyfi ég Jesús að fylgja mér hvert sem ég fer - fellur þá allt saman í mínu lífi?“ Stundin nálgast þegar hið allra helgasta altarissakramenti er sett fram. St. Jósefssystur setjast inn í kapelluna, bera friðinn með sér í sínu rólega, grandvara tilliti. Ein systirin ber inn reykelsisker. Prest- urinn tignar sakramentið og blessar söfnuðinn ineð því: „Drottinn Guð, þú eftirlést oss minningu písla þinna í hinu dásam- lega sakramenti, veit oss, að vér tignum hinn helga leyndardóm holds þíns og blóðs, svo að vér verðum ætíð aðnjótandi ávaxta endurlausnar þinnar.“ „Við trúum, þegar presturinn seg- ir að brauðið sé Kristur. Trúum, að Jesús sé ávallt hjá okkur,“ segir systir Emmanúelle, „þess vegna log- ar ljós í rauðu glasi á altarinu, til að vekja athygli á því að hann er hjá okkur í ljósinu.“ „Fórnarhugtakið er mjög mikil-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.