Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 61

Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 61 Séra Hjalti Þorkelsson sóknarprestur I Hafnarfirði í styttum Baltasar.er Jósef studdur til verka með bæn. Maríu Páska- kertið og Kristur á krossinum. vægt í kaþólskri messu,“ segir séra Hjalti. „Af því guð er fullkominn kærleikur, gefur hann allt í syni sín- um sem fórnar sér á krossinum fyr- ir syndir mannanna. Við trúum því að það verði gjörbreyting, þegar brauð og vín verður á leyndardóms- fullan hátt að líkama og blóði Krists, að við komumst inn í þessa hringrás í messunni." Forstofuklukka klaustursins slær sex, kyrrðardegi er lokið, gestir kveðja andiega endurnærðir og ánægðir. En hjá-St. Jósefssystrum er undirbúningur páskahátíðar í full- um gangi. „Upprisan er upphaf kirkjunnar," segir systir Emmanúelle. „Ef Kristur væri ekki upprisinn, væri trú okkar einskis virði. A páskadagsmorgni eru fimm rauðir punktar á páska- kertinu sem tákna sár Jesús. Kristur er upphaf alls og endir. Páskakertið iogar fyrir hann, sem er lífsins ljós.“ Máttur bænarinnar Systir Emmanúelle ræðir fúslega • um starf þeirra systra. „Við vorum bæði hjúkrunarsystur og kennslu- konur á Landakoti, sextán fluttu hingað inn, en nú erum við aðeins ellefu, þar af þrjár yfir nírætt." Hún segir að þær séu mjög ánægðar með húsið, þó að það sé nokkuð stórt og mikið að gera að halda öllu hreinu. Þær fá ræstingastúlku einu sinni í viku, matráðskonu fjórum sinnum, annars sjá þær um allt sjálfar. „Hér erum við í ró og næði og það er svo mikið grænt í kringum okkur.“ Klausturgarðurinn fékk við- urkenningu Garðabæjar sem feg- ursta lóðin fyrir tveimur árum, enda einkar falleg steinhleðsla með runnagróðri umhverfis. Klaustrið geislar út frá sér. í skammdeginu lita ljósrákir steindra kapelluglugga hvíta mjöll. Á björtum sumardögum undir sígandi sól, tekur skuggi kap- ellunnar á sig lögun pýramídans sem Égyptar kalla öðru nafni himnastig- ann. „Þó að við séum sestar í helgan stein, þá er enn nóg að starfa sem betur fer, því að margir leita til okkar. Mikið af ungmennum biður um fyrirbænir vegna prófa. Aðrir biðja um fyrirbænir vegna veikinda eða annarra erfiðleika. Okkur þykir ákaflega vænt um, ef við getum orðið að liði, trúum því að fyrirbæn- ir geti hjálpað. En það er ekki nóg að biðja okk- ur um fyrirbænir, fólk verður sjálft að leita á náðir bænarinnar. Guð hjálpar ekki af því við erum góðar, heldur af því hann er góður.“ Fyrir nokkru birtist mynd í Morgunblaðinu af klaustrinu í vetrarbúningi, og ljós- myndarinn, Örn Bárður Jónsson prestur, skrifaði undir myndina: Systurnar biðja svo heitt að snjórinn er bráðnaður af kapelluþakinu. „Þetta þótti okkur vænt um.“ Þegar systir Emmanúelle er spurð hvers vegna hún hafi gerst nunna segir hún: „Þetta er eins og að hitta mann og segja við sjálfan sig - þessum manni vil ég giftast. Annars var ég ekki ung lengur, orðin 32 ára þegar ég gekk í regluna." Systir Emmanúelle rifjar upp eft- irstríðsárin, þegar hún hét Matthild- ur, ein af. sjö systkinum. „Ég þráði að geta gert eitthvað fyrir aðra, eymdin var svo mikil. Það voru svo mörg foreldralaus börn í Þýska- landi, að það voru stofnuð „SOS barnaþorp" til að sem flest börn gætu alist upp hjá fjölskyldum. Ég ætlaði að verða móðir í slíku húsi, en móðir mín taldi mig frá því, sagði að það hlyti að vera alltof erfitt að taka að sér tíu börn úr mismunandi aðstæðum. Þá sá ég konu í sama búningi og föðursystur mína, sem var í reglu St. Jósefssystra. Og skyndilega varð mér ljóst hvert hlutverk mitt væri. Við vitum ekki hver biður fyrir okk- ur, en síðar frétti ég, að þessi föður- systir mín hefði beðið þess að ég myndi taka við af henni. Hún dó 1951 og ég gekk í klaustur 1959. Bæn hennar hjálpaði mér.“ Regla St. Jósefssystra var stofnuð um 1650 í kjölfar borgarastyijaldar í Frakklandi. Brautryðjandi reglunn- ar var Jesúítapresturinn Medaille. Hann safnaði saman ekkjum sem tóku að sér að kenna börnum eða annast sjúka og gamla. Þessar líkn- arkonur urðu að klæðast ekkjubún- ingum til að geta ferðast einar. Klausturbúningur St. Jósefssystra sækir fyrirmynd til ekkjuklæða 17. aldar. „Það er ekki hægt að segja að maður gangi ekki í klaustur fyrir sjálfan sig. Við erum þar fyrir alla sem þurfa hjálp. Þetta kemur ekki af sjálfu sér. Guð leiðir okkur í gegn- um lífið. Ég finn að hönd hans sem leiðir mig, veit að það er miklu meira til í kringum okkur en við sjáum - eitthvað afl sem gefur okkur frið og ró. Við biðjum fyrir Garðabæ, fyrir íslandi og ég trúi því að mátt- ur bænarinnar hafi áhrif.“ Eitt íslenskt par í úrslitum Evrópuparakeppninnar Hjördís og Asmundur í 2. sæti í uppbótarmóti __________Brids Guðm. Sv. Hermannsson ÍSLENSKUM spilurum gekk frekar illa á Evrópuparamótinu sem lauk á sunnjudag í Barcel- ona á Spáni. Aðeins einu pari, Onnu Ivarsdóttur óg Jóni Bald- urssyni, tókst að komast í úrslit tvímenningskeppninnar og end- aði þar í 85. sæti af 120. Hjördís Eyþórsdóttir og Ásmundur Páls- son náðu 2. sæti í sárabótar- keppni fyrir þau pör sem ekki komust í úrslitin og Ljósbrá Baldursdóttir og Ragnar Her- mannsson urðu þar í 19. sæti. 236 pör tóku þátt í uppbótarmót- inu. Evrópumeistarar urðu Þjóð- verjarnir Sabine Zenkel og Ge- orge Nippgen, en margir telja Sabine besta kvenspilara heims um þessar mundir. 12 íslensk pör tóku þátt í tví- menningskeppninni en alls tóku 374 pör þátt í keppninni. Hún skipt- ist í undankeppni og úrslit, og eft- ir fyrri umferð í undankeppninni voru sex íslensk pör í úrslitasætum. En í síðari umferðinni gekk íslend- ingunum afleitlega og aðeins Jón og Anna náðu að halda sér í úrslita- sæti. Zenkel og Nippgen unnu tví- menninginn með yfirburðum en í öðru sæti urðu Kurt og Andrea Feichtinger frá Austurríki. Brons- verðlaunin fengu Daniele Gaviard og Alain Levy frá Frakklandi. Einnig var sveitakeppni í Barc- elona og þar_ tóku sex íslenskar sveitir þátt. íslendingunum gekk ekki betur þar en í tvímenningnum og besta árangri, 55. sæti, náði sveit skipuð Erlu Siguijónsdóttur, Sigurði Siguijónssyni, Dröfn Guð- mundsdóttur og Ásgeiri Ásbjörns- syni. Sveit Ragnheiðar Nielsen náði 63. sæti, en með henni spiluðu Sig- tryggur Sigurðsson, Guðrún Jó- hannesdóttir og Jón Hersir Elíasson. Evrópumeistarar urðu Hollend- ingarnir Bep Vriend, Anton Maas, Marijke van der Pas og Kees Tammens. í öðru sæti urðu Danirn- ir Judy Norris, Jens Auken, Chari- otte Palmlund og Steen Möller. í þriðja sæti urðu Frakkarnir Dani- ele Gaivard, Alain Levy, Sylvie Villard og Hérve Mouiel. Hjördís N orður- Ameríkumeistari Hjördís Eyþórsdóttir dvelur nú í Bandaríkjunum og spilar þar brids. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og fyrir skömmu vann hún kvennamót á Vorþingi Bridssam- bands Ameríku í Cincinnati og er þar með Norður-Ameríkumeistari; nokkuð sem fáir ef nokkrir íslend- ingar geta státað sig af. Mótið sem Hjördís vann var svokallaður Swiss, en þar spila sveitir sem eru slegnar út úr aðalmótinu. Hápunktur Vorþingsins var Vand- erbilt-sveitakeppnin, ein af fjónjm stærstu sveitakeppnum í Ameríku. Hana vann Zia Mahmood ásamt Seymon Deutch, Michael Rosenberg, Gaylor Kasle, Chip Martel og Lew Stansby og munurinn í úrslitaleikn- um var aðeins 1 impi! Islandsmótið hafið íslandsmótið í sveitakeppni hófst í gær á Hótel Loftleiðum. Mótið er að þessu sinni með nýju sniði. í fyrsta lagi taka tíu sveitir þátt í stað átta áður, í öðru lagi eru leik- irnir 24 spila' í stað 32 spila áður, í þriðja lagi verður spilað með skermum á ölium borðum og í fjórða lagi verður tekið í notkun nýtt sýningarkerfi sem gerir kleift að fylgjast með stöðunni í öllum leikjunum samtímis. Mótinu lýkur síðdegis á laugar- dag og þá stendur ein sveitin uppi sem Islandsmeistari. Það verður örugglega hart barist og erfitt fyr- ir sveit Sparisjóðs Siglufjarðar að veija titil sinn. Undirritaður spáir því að keppnin standi aðallega á milli sveita Landsbréfa, Verðbréfa- markaðar íslandsbanka og Trygg- ignamiðstöðvarinnar en aðrar sveitir geta vei blandað sér í þessa baráttu. Spilamennska hefst í dag klukk- an 11 og verða spilaðar þijár um- ferðir í dag. Á morgun hefst spila- mennskan klukkan 15.20 og verða spilaðir tveir leikir. Á laugardag hefst spilamennska klukkan 11 og þá verða tvær síðustu umferðirnar spilaðar. Kevin Schwantz ---Heimsmeistarí 1993- Komið á mótorhiólasýningu J J Sniglanna í Laugardalshöllinni um páskana og skoðið Suzuki mótorhjólin. UMBOÐ JNI15, SÍMi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.