Morgunblaðið - 31.03.1994, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994
69
Selma Gunnhildur Guðna-
dóttir — Minning
Fædd 28. júlí 1944
Dáin 26. mars 1994
Elskulega Selma mín.
Mikið á ég eftir að sakna þín.
En ljósið í myrkrinu er þó að nú
ertu laus við allar kvalir og þjáning-
ar. Loks hefur þú fengið frið og
hvílir nú í faðmi Guðs.
Ég á svo ótal, ótal margar góðar
minningar um samverustundir okk-
ar og langar svo mikið til að segja
svo margt um þig. En ég er dofin.
Alltaf hefi ég átt auðvelt með að
skrifa, en hugsanir mínar trufla mig
og ég kem bókstaflega engu á blað-
ið. Eg veit að þú skilur það.
Efst í huga mínum er þó þakk-
læti. Þakklæti fyrir að hafa fengið
að kynnast þér og eiga þig sem einn
besta og traustasta vin ævi minnar.
Þakka þér fyrir allan styrkinn sem
þú veittir mér á erfiðum stundum.
Þakka þér’ fyrir öll gullkornin sem
þú skilur eftir. Þó að þú værir alltaf
sárþjáð áttir þú alltaf eitthvað af-
lögu fyrir aðra. Ég mun aldrei
gleyma hve andlit þitt ljómaði af
gleði, þegar Guðni Þór kvæntist
Wjá sinni frá Thailandi. Þú þakkað-
ir Guði fyrir hið einlæga og góða
samband ykkar þriggja.
Á síðastliðnu ári áttir þú því láni
að fagna að kynnast Dodda mínum.
Mikið varstu hamingjusöm og sagð-
ir svo oft: „Doddi er svo góður við
mig — ég hefði aldrei trúað þessu.“
Ég bið góðan Guð að vera með
ykkur, elsku Guðni minn, Wjá og
Dodda, systkinum og öllum öðrum
aðstandendum.
Hvíl þú í friði, elsku vinkona mín.
Horfið er ljósið, Ijósið bjart,
ljósið, sem ég þráði.
Allt er nú orðið öfugt og svart
á ísalands gömlu láði.
(Þ.V.)
Þín Kristín.
Síminn hringdi síðastiiðið föstu-
dagskvöld, Selma í símanum, létt og
kát, skammaði mig fyrir letina, hvort
ég ætlaði ekki að fara að koma í
heimsókn. Hún færi bara að hætta
að þekkja mig í sjón ef ég léti ekki
svo lítið að koma. Ég lofaði bót og
betrun, auðvitað færi ég að koma.
Sú heimsókn verður ekki farin,
morguninn eftir hringdi síminn.
Guðni sonur hennar í símanum:
„Tóta, hún mamma er dáin, hún dó
í morgun.“
Það er víst enginn sem lofar að
lífið verði okkur auðvelt eða auðskil-
ið. Við sem þekktum Selmu vorum
farin að vona að lífið yrði henni auð-
veldara, gangan léttari á fótinn þegar
á liði ævina en fyrri hlutinn hafði
verið. Hún hafði fundið félaga sem
hún virti og þótti vænt um, félaga
sem fyllti tómarúm og gaf henni til-
gang í tilverunni.
Hún var ekki alltaf sátt við hlut-
skipti sitt á þessari jörð, fannst stund-
um að skaparinn hefði leikið hana
illa. Hún var trúuð og trúði að lífið
og baslið hérna megin hefði einhvern
tilgang og það auðveldaði henni á
stundum að sættast við hlutskipti
sitt, en bara stundum.
Lífið hafði myndað um hana skráp,
hafði ekki tekið neinum silkihönskum
á henni, hún gat verið hvefsin við
fólk og jafnframt furðu tilætlunar-
söm. En þeir, sem hún leyfði að kom-
ast inn úr skrápnum, kynntust ann-
arri konu, konu sem var annt um
vini sína, fylgdist með gengi þeirra,
mundi eftir börnum þeirra. Hún
mundi eftir öllum þessum litlu hlutum
sem þó skipta svo miklu máli í tilver-
unni og einmitt þess vegna var henni
fyrirgefið margt sem öðrum fyrir-
gefst síður.
Löngum stundum eyddum við í að
leysa heimsgátuna, bijóta heilann um
af hveiju mannanna leið væri svo
misjöfn, hver væri hlutur almættis-
ins, hver væri hlutur þeirra sem við
ættum samskipti við á lífsleiðinni og
hver væri hlutur okkar sjálfra. Oft
deildum við um lausnina, hún hafði
meiri trú á almættinu og hlutdeild
þess í örlögum okkar en ég.
Núna er hún komin nær lausninni
á lífsgátunni en ég, hefur vonandi
fengið svör við þeim spurningum sem
á knúðu, veikur líkami og takmörkuð
ijárráð hætt að marka henni bás,
bæði í tíma og rúmi. Ljónið hefur
reist makkann og tekist á við ný
verkefni.
Tóta.
Það vill svo skemmtilega til, mín
kæra vinkona, að við höfum aldrei
trúað á dauðann. Fyrir okkur er hann
eins og hver annar flutningur og nú
ákvaðst þú að flytja.
Vissulega hefði ég óskað þess að
þú hefðir flutt eitthvað styttra en þú
hefur alltaf farið eigin leiðir. Samt
sjaldnast þær leiðir sem þig langaði
mest að fara. Og nú skil ég þig svo
vel.
Ég kynntist þér áður en ég kynnt-
ist sjálfri mér, því ég var ekki fyrr
skriðin úr egginu, en þú komst, níu
ára telpuhnokki til að fá að passa
mig; rölta um með risalega stóran,
gráan barnavagninn um rosalega
grófar og holóttar malargöturnar í
Keflavík. Og næstu tvö árin varstu
að ýta mér þetta til og frá í sendiferð-
um fyrir hina og þessa út í Sölvabúð
eða Nonna og Bubba, erinda eilítið
fyrir alla sem báðu þig að snúast
fyrir sig. Aldrei gastu sagt nei. Það
var orð sem gleymdist að hanna inn
í málkerfi þitt. Svo varðstu skvísa
og mynd þín varð fjarlægari um tíma,
eða allt til 15 ára aldurs, þegar þú
veiktist heiftarlega og lást nánast
rúmföst næstu tvö árin.
Eftir það hvarfstu alveg. Þú leiðst
inn í dimman, dimman dal. Sársauk-
inn sem hafði fylgt þér frá fæðingu,
hafði náð heljartökum á þér. Dalurinn
þinn var fullur af alls konar tárum
og þú varst örugg í þeim samastað.
Dagarnir liðu við áður óþekktan
glaum og gleði. Og þú leitaðir að
ástinni sem þú hafðir ekki fengið svo
mikið af. En þú vissir ekki hvað ást
var. Þekktir hana ekki þótt henni
væri slengt framan í þvi. Þess vegna
var svo auðvelt fyrir þá sem hittu
þig að misnota þig.
Á þeim tíma þekkti ég þig ekki
neitt. Ég sá þig aldrei. Stundum
heyrði ég bæjarbúa tyggja líf þitt svo
ákaft að öndin hvarf næstum úr
bijóstum þeirra. Svo hætti ég að
heyra nokkurn skapaðan hlut.
Allt þar til þú hringdir í mig fyrir
þremur árum og sagðist vilja hitta
mig.
Og það var eins og enginn tími
hefði liðið. Það var eins og við hefðum
talað saman síðast í gær. Og fyrir
því var aðeins ein ástæða. í gegnum
allt og allt, hafðir þú varðveitt þvílík-
an hreinleika hjartans að það nálgað-
ist að vera ójarðneskt. Aldrei gastu
sagt neitt vont um neinn. Ekki einu
sinni þá sem höfðu dregið upp sínar
svörtustu tungur í þinn garð. Hlýja
þín við okkur sem áttum þig að var
takmarkalaus og sem betur fer fengu
bömin mín þijú að kynnast því. Þú
áttir svo gott með að umgangast
börn. Þú kunnir svo vel að tala við
þau.
Þú hafðir svo marga kosti. Kímni-
gáfa þín var einstök og ég man ekki
eftir að hafa hlegið eins mikið og
innilega með nokkurri manneskju.
Lund þín var svo létt og stolt þitt
mikið. Þú varst alltaf hefðarkona í
dulargervi.
Það var aðeins einn dökkur blettur
í samskiptum við þig. Þú þurftir allt-
af að vera að troða því inn í hausinn
á fólki að þú hefðir verið úrhrak. Þér
entist því miður ekki æfi til að skilja
sjálf að manneskjan er ekki það sem
almannarómur segir hana vera. Hún
er ekki heldur það sem hún tekur sér
fyrir hendur í lífinu.
Það læra börnin sem fyrir þeim
er haft og það átti svo sannarlega
við um þitt líf. En þú varst líka með
þeim fyrstu að sækja sér leiðréttingu
mála, þegar landinn fór að flykkjast
um haf til að losa sig við áfengis-
fíkn. Þar með var þó ekki harmi þín-
um lokið. Stór mein, eins og liða-
gigt, psoriasis og fleira varnaði því
að þú gætir notið lífsins til fulls,
notið þess að vera úti í náttúrunni,
sem þú elskaðir. Þú elskaðir öll veð-
ur. Fyrir mér voru þessi mein alltaf
tengd vonsku þinni við sjálfa þig. Það
var eins og þú hefðir komið þér þeim
upp til að sýna heiminum hversu
skömm þín var stór.
Eftir áralangan aðskilnað höfðuð
þið Guðni, sonur þinn, gert upp sárs-
aukann sem hafði ríkt milli ykkar og
kærara samband milli móður og son-
ar var vart hægt að finna. Hamingja
þín var svo stór vegna konunnar sem
hann hafði valið sér. Þú sagðir að
hún væri engill. Þú gerðir þér hins
vegar aldrei grein fyrir að sonur vel-
ur sjaldnast þannig konu, nema hann
eigi þannig móður. Missir þeirra
beggja er stór. Svo hafðir þú loksins
fundið hann Dodda, örugglega eina
manninn sem elskaði þig fölskvalaust
í lífinu. Það var svo gaman þegar þú
hringdir tvisvar í viku, bara til að
segja mér hvað Doddi hafði verið að
gera fyrir þig. Þú trúðir því ekki að —
nokkur mannleg vera gæti verið svo
góð við þig.
Mín yndislega vinkona, nú ertu
laus við kaunum sett hulstrið þitt.
Þú ert laus við hismið sem jarðneskt
líf bindur okkur við. Eftir er aðeins
engillinn sem bjó um sig í hjarta þínu
og kveikti á líknandi kerti fyrir alla
sem leituðu til þín. Og þeir voru
margir.
Þótt það gleðji mig að sannleikur
þinn skuli einn vera eftir, er söknuð-
urinn mikill. Ég veit líka að þótt þú
munir hvíla í friði, því það áttu skil-
ið, verður þú á stöðugu flögri, hjálp-
andi og leiðbeinandi þeim sem þurfa
á þér að halda. Það er eðli sálar þinn-
ar.
Súsanna Svavarsdóttir
Minning
Úrsúla Þorkelsdóttir
Fædd 23. desember 1899
Dáin 28. mars 1994
Laugardaginn 2. apríl nk. verður
borin til grafar móðir mín, hún Salla
frá Laxárnesi. Hún var fædd að
Ártúni á Kjalarnesi, næstyrigst átta
barna þeirra hjóna Þorkels Ásmunds-
sonar og Guðrúnar Jónsdóttur.
Snemma hleypti hún heimdraga,
fór tólf ára gömul í vist til systur
sinnar en eftir fermingu tók hún að
vinna hjá vandalausum. Best kunni
hún við sig í sveitinni og stundaði
vinnu sem kaupakona næstu árin.
Síðast réðst hún sem kaupakona að
Laxárnesi og þar voru örlög hennar
ráðin. Þar kynntist hún bóndasynin-
um Bjarna Ingvari Jónssyni. Felldu
þau hugi saman og giftu sig með
pompi og prakt 11. júní 1926.
Eftir tveggja ára hokur í Reykja-
vík tóku þau síðan við búi í Laxár-
nesi af foreldrum Ingvars. Þau
bjuggu fyrst í gamla torfbænum en
árið 1935 fluttu þau inn í ágætis
timburhús er þau létu byggja stutt
frá gamla bæjarstæðinu og voru það
mikil viðbrigði. Þeim varð átta barna
auðið. Þijú þeirra misstu þau við
fæðingu. Son sinn, Jóhannes, misstu
þau 15 ára gamlan og síðast áfalla
var er elsta dóttir þeirra, Fjóla
Svandís, lést á fertugasta aldursári
frá fimm ungum börnum. Þrátt fyrir
áföll þessi varð lífið að ganga sinn
gang jafnt í gleði og sorg, þá sem
nú. Ejin voru eftir þijú, en það eru
þau, Ólafur, Auður Helga og Þrúður
Svanrún. Einnig fóstursonur er var
jafnframt bróðursonur hennar, Hall-
dór Kjartansson. Slík varð að nægja.
Mamma var félagslynd kona, sem
og þau hjón bæði. Hún var aldrei
glaðari en þegar gesti bar að garði,
sem var oft, eða þá við þau störf sín
er lutu að félagsmálum og hag sveit-
arinnar. í Laxárnesi var ætíð nóg
húsrúm. Með fjögur ung börn tók
hún.að sér.aðJjálieimilið til skóla-
halds og var þá með kennarann
bæði í fæði og húsnæði. Var það
eitt hennar áhugamála að stuðla að
bættri menntun hinnar upprennandi
æsku.
Hún var einn af stofnendum Kven-
félags Kjósarhrepps, var stofnfund-
urinn haldinn að Laxárnesi og sá hún
að sjálfsögðu um allan viðurgjörning
við það tækifæri. Hún var mjög
áhugasöm um vöxt og viðfang fé-
lagsins og lá ekki á liði sínu við störf-
in er þær tóku sér fyrir. Þau hjón
voru mjög söngeisk og höfðu bæði
ágæta söngrödd. Oft var tekið lagið
og mikil var ánægja þeirra er þau
höfðu fest kaup á stofuorgeli. Var
það hljóðfæri óspart notað til undir-
leiks við hinar mörgu uppákomur á
heimili þeirra í sambandi við af-
mæli, fermingar og fleira. Karlakór
Kjósveija fékk inni hjá þeim hjónum
um árabil til að iðka æfingar sínar.
Sá þá Salla um að nóg væri til með
kaffi og rómuðu þeir kórfélagar mjög
hennar góða meðlæti.
Árið 1963 tók heilsa Söllu að bila.
Brugðu þau hjón þá búi og festu
kaup á litlu og snotru húsi í Tröilag-
ili 2 í Mosfellssveit. Þangað fluttu
þau árið 1964 og bjuggu þar næstu
árin. Kunni hún þar vel við sig, enda
enn á fornum slóðum. Arið 1981
missir hún mann sinn, Ingvar. Hún
býr svo áfram í Tröllagili næstu árin,
hafði sér þar til halds og trausts
systurson sinn og fósturson að
nokkru, Guðmund Þ. Jónsson, er
verið hafði í heimili hjá þeim hjónum
síðustu árin. Kunnum við systkinin
honum miklar þakkir fyrir umönnun
þá og hjálp er hann veitti henni.
Einnig þeim konum er voru í hús-
hjálp hjá henni þessi ár.
Það mun hafa verið árið 1986-87
að hún fær svo inni á Reykjalundi í
Mosfellsbæ. Þar hefur hún dvalið
síðan að undanskildum síðustu tveim
vikum fyrir andlátið að hún var flutt
á sjúkradeild Elliheimilisins Grundar
í Reykjavík. Síðustu fimm árin vissi
hún lítt hveiju fram fór, var komin
út úr heiminum eins og sagt er. Hún
var bara þarna og þekkti engan er
hennar vitjaði. Slík verða örlög svo
margra er aldur færíst yfir. Því er
það svo að okkur hinum eftirlifandi
finnst sem hún hafi nú loks fengið
lausn og hvíld frá þessu undarlega
jarðlífi og finnum nú aðeins til þakk-
lætis yfir að hún fékk loks að fara,
þó söknuðurinn búi með okkur. Hún
sofnaði út af aðfaranótt 28. mars.
Ég vil hér koma á framfæri þakk-
læti til starfsfólks á Reykjalundi frá
okkur börnum hennar fyrir þá góðu
umönnun og atlæti er það veitti henni
alla þá tíð er hún dvaldi þar. Einnig
skal starfsfólk að Grund fá hér þakk-
ir fyrir sína umönnun þann stutta
tíma er hún dvaldi þar.
Ég hef hér reynt að minnast móð-
ur minnar en það er af svo mörgu
að taka. Því verður aðeins að stikla
á stóru. 95 ára var hún orðin er hún
fór. Langri og strangri starfsævi er
lokið. Hún stóð ætíð eins og klettur
hvað sem á gekk og hélt sínu striki.
Hafi hún þökk fyrir allar góðar
stundir er hún gaf sínum af tryggð
og heilindum. Blessuð sé minning
hennar.
Auður.
Minning
Fanney Magnúsdóttir
Fædd 2. apríl 1929
Dáin 14. mars 1994
Hún Fanney frænka er dáin. Ég
heyrði orðin en vildi ekki skilja þau.
Það er oft stutt milli lífs og dauða,
aðeins sólarhring áður sátum við og
spjölluðum yfir kaffibolla, eins og svo
oft áður. Það er erfitt að trúa því að
ég eigi aldrei eftir að sjá brosið henn-
ar eða að heyra hana segja, komdu
svo fljótt aftur til frænku“. Mitt í
sorginni koma minningarnar. Ég var
ekki há í loftinu þegar ég vildi fá að
heimsækja fallegu frænkuna mína
og Hinna frænda inn í bæ. Áfram
héldu heimsóknirnar þó ég yrði full-
orðin og eignaðist börn. Það var allt-
af tekið jafn vel á móti okkur og
börnunum þótti jafn gaman og mér
að skreppa inn í bæ. Þetta voru allt-
af notalegar stundir þar sem stutt
var í bros og hlátur.
Elsku frænka, þú brostir við mér
þegar vel gekk og gafst mér styrk
og þrek þegar á móti blés. Fátækleg
orð lýsa ekki hversu vænt mér þótti
um þig og hversu þakklát ég er fyrir
að hafa átt þig að. Það er þungbært
að þurfa að kveðja. Ég, Valgeir og
börnin þökkum fyrir allar ánægju-
stundirnar.
Elsku Hinni, börn og barnabörn.
Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu
stundum. Eins og frænka sagði við
mig fyrir stuttu: „Nú skulum við
hugsa um allar góðu og kærleiksríku
minningarnar, þær getur enginn tek-
ið frá okkur.“
Eftir ein á strönd við stöndum,
störum eftir svörtum nökkva,
sem að burtu lífs frá löndum
lætur út á hafið dokkva.
(Gr. Thomsen.)
Dóra.
Amma Fanney er dáin.
Við hittumst stuttu áður en hún
dó og ekki grunaði mig að það yrði
í síðasta sinn sem ég sæi hana, en
skjótt skipast veður í lofti og kallið
kom fyrr en varði.
Nú þegar amma er dáin rifjast upp
fyrir mér þegar ég var hjá henni og
afa inni í innbæ, þar vorum við ósjald-
an fleiri en eitt barnabörnin og var
þá glatt á hjalla. Afi og amma pöss-
uðu vel upp á að engum leiddist og
tóku jafnan þátt í leikjunum með
okkur. Alltaf var gaman að koma til
þeirra og um hver áramót fengu öll
barnabörnin að dvelja hjá þeim og
var það margra daga tilhlökkun.
Amma var trúuð kona og það var
nóg rými bæði í hjarta hennar og
húsi, alltaf sá hún um að ég færi
með bænirnar mínar áður en ég sofn-
aði og aldrei leið sá afmælisdagur
að ekki hringdi amma, svoleiðis dög-
um gleymdi hún ekki.
Ég sendi afa Hinna innilegustu
samúðarkveðjur svo og nánustu ætt-
ingjum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Heiða.