Morgunblaðið - 31.03.1994, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 31.03.1994, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 71 Þú varst hagmælt, sendir mér stundum afmælisvísur. Aldrei birt- ir þú neinar. Mig langar að taka mér skáldaleyfi og heimfæra upp á þig hluta úr einni af þínum eigin vísum: En andríkið er afar lítið, því ætla ég að biðja Guð að blessa þig og „böm“ þín öll og bera yfir fold og völl og leiða þig um ljóssins fögru vegi. Svava Stefánsdóttir. Að leiðarlokum er mér ljúft og skylt að minnast merkrar konu, Matthildar Petersen, sem lést á Landspítalanum 21. mars sl. Úr sjóði minninganna er af mörgu að taka. Ævin var orðin löng, 91 ár að baki, en aldur er afstæður og Matta sannaði það, svo ung í anda, skýr í hugsun og jákvæð að leitun er að öðru eins. í raun fannst mér hún ekkert hafa breyst þau 52 ár sem ég þekkti hana. Heyrnin var að vísu farin að dofna og hún gekk með gervifót og staf síðustu árin en það hefti hana aðeins lítið eitt. Hún sagði mér að oft fyndist sér hún ekki treysta sér eitt og annað en svoleiðis hugsanir fengju ekki að ráða. Fara skyldi hún því hún nyti þess svo margfalt eftir á. Matta og Ludvig Petersen eigin- maður hennar eru órjúfanlega tengd fjölskyldu minni frá því 1930 er þau leigðu herbergi hjá foreldr- um mínum á Ásvallagötu 13. Þá upphófst sú vinátta er aldrei bar skugga á alla þeirra tíð. Árið 1937 hófust fjölskyldurnar handa með að byggja parhús við Víðimel 45 og^7 og hafa búið þar síðan. í mínum huga er Matta stór- merkileg kona. Listræn var hún. Á ákveðnu tímabili í lífi sínu málaði hún mjög sérstæð olíumálverk sem höfðu frá ýmsu að segja og er ég sannfærð um að hefði hún fengið tækifæri til menntunar á því sviði hefði hún náð langt. Hún var mjög vel ritfær, átti auðvelt með að semja greinar um ýmis efni og var víðlesin og áhugasöm um flesta hluti. Þrátt fyrir stopult tungu- málanám þýddi hún stundum greinar úr erlendum blöðum, sem henni fannst að aðrir þyrftu að kynna sér. Eldmóðurinn var slíkur að ekkert stóð í vegi fyrir því. Minnisstæðar eru mér stundir með Möttu sem barn er hún benti mér á fegurð þess smáa og fín- gerða í náttúrunni, litadýrð í blóm- hnappi, fjölbreytileika puntstráa, fullkomleika fuglsfjöður o.fl. af því tagi. Þar opnaðist ný vidd, nýtt næmi á tilveruna. Manngæska og óeigingirni eru í mínum huga aðdáunarverðustu þættir Möttu. Mér er minnisstætt m.a. er vinkona frænku minnar sem hafði leigt um tíma kjallarann hjá Möttu, veiktist af erfiðum hrörnunarsjúkdómi og gat ekki lengur hugsað um sig sjálf. Matta var þá orðin ekkja og bjó í sinni litlu tveggja herbergja íbúð. Þá var ekkert hik í hennar huga. Hún flutti sitt dót út úr svefnherberginu sínu og veiku konuna þangað inn. Síðan annaðist hún hana eins og engum bæri það frekar þar til veik- indin komust á það stig að sjúkra- húsdvöl tók við. Sigríður móðir mín og systur hennar Gauja og Lóa eru allar farnar að kröftum og geta ekki fylgt sinni kæru vinkonu síðasta spölinn. Þær biðja henni Guðs blessunar og þakka af alhug liðnar stundir. Elsku Matta, fjölskylda mín trú- ir því að þín bíði björt og fögur tilvera í nýjum heimkynnum. Vertu ævinlega Guði falin. Aðstandend- um vottum við einlægar samúðar- kveðjur. Þórunn Edda Sigurjónsdóttir. - m — Krossar á leiði A 1 viðarlit og móloðir Aismunandi mynsnjr, vönduð vinna. Sími 91-35929 t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FJÓLA GÍSLADÓTTIR, Álftamýri 22, veðurjarðsunginfrá Fossvogskirkju þriðjudginn 5. apríl kl. 13.30. Anna Margrét Jafetsdóttir, Hálfdán Guðmundsson, Hilmar Bergsteinsson, Þorbjörg Ingólfsdóttir, Elín Jafetsdóttir Proppé, Karl H. Proppé, Hendrik Jafetsson, Sigríður Stefánsdóttir, Gísli Jafetsson, Anna Antonsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Kambsvegi 33, lést á elliheimilinu Grund 25. mars sl. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 5. apríl kl. 15.00. Hafsteinn Guðmundsson, Jónína Hafsteinsdóttir, Magnús K. Jónsson, Guðmundur Hafsteinsson, Kristín Jónsdóttir, Hafsteinn Hafsteinsson, Gerður H. Hafsteinsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR LEÓSSON pípulagningameistari, Hlíðarstræti 15, Bolungarvík, verður jarðsunginn frá Hólskirkju, Bol- ungarvík, þriðjdaginn 5. apríl kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á björgunarsveit slysavarnafélagsins Ernir í Bolungarvík. Guðbjörg Stefánsdóttir, Fanný Gunnarsdóttir, Hörður Gunnarsson, Hafþór Gunnarsson, Jóhanna Sóley Gunnarsdóttir, Páll Benediktsson, Bæring Freyr Gunnarsson, Grazyna Gunnarsson, Elín Gunnarsdóttir, Sigurgeir Sveinsson og barnabörn. + JÓN ÁRNASON frá Þverá í Reykjahverfi, verður jarðsunginn frá Grenjaðarstað- arkirkju laugardaginn 2. apríl kl. 14.00. Hrólfur Árnason og aðrir aðstandendur. + Hjartkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, BRYNJÓLFUR MAGNÚSSON, Bústaðavegi 85, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 5. apríl kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á minningarspjöld frá Kristniboðinu, sími 678899. Jóna G. Sigurðardóttir, Sigurður Brynjólfsson, Guðborg Kristín Olgeirsdóttir, Margrét Karlsdóttir, Herbert Svavarsson, Brynjólfur Sigurðsson, Elín Vídalín Bjarnadóttir, Olgeir Sigurðsson, Edda Rósa Gunnarsdóttir, Jóhanna Selma Sigurðardóttir, Erik Vidalín Brynjólfsson og systkini. + Við þökkum öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sonar okkar og bróður, ARNAR SKÚLASONAR. Guðrún Sigurðardóttir, Hinrik Gunnarsson, Skúli Marteinsson og systur. + Innilegar þakkirfyrirauðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför GÍSLÍNU HARALDSDÓTTUR frá Flesjustöðum, Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi. Árni Þórðarson og börn. + Ástkær faðir minn, stjúpfaðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARL EMIL BJÖRNSSON, áður Sólvöllum, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, 28. mars. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 5. apríl kl. 13.30. Ingimar Snorri Karlsson, Sigríður Árnadóttir, Sigrún Árnadóttir, Regína Árnadóttir, Halldóra Árnadóttir, Ólöf Guðbjörg Kristjánsdóttir, Júlíus Fossdal, Sverrir Jónatansson, Svavar Sigursteinsson, Snorri Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Þökkum innilega margháttaða góðvild, okkur sýnda, við andlát og útför JÓHÖNNU STURLUDÓTTUR, Grænuvöllum 1, Selfossi. Gísli Bjarnason, Benedikta G. Waage, Hallur Arnason, Gísli Jóhann Hallsson, Þorvaldur Friðrik Hallsson, Anna Guðrún Hallsdóttir. + Innilegar þakkirfyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför JÓNÍNU PÉTURSDÓTTUR, Brekastfg 12, Vestmannaeyjum. Helga Ólafsdóttir, Sigmund Jóhannsson, Guðbjartur Guðmundsson, Sigríður Pétursdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Þökkum af alúð auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, JÓHANNESAR FR. SIGURÐSSONAR, Löngumýri 57, Garðabæ. Hafsteinn Jóhannesson, Kristinn Jóhannesson, Magnea Magnúsdóttir, Áslaug Erla Guðnadóttir, Sigurður H. Jóhannesson, Brynja Guðmundsdóttir, Haukur Jóhannesson, Eygló Björk Kristinsdóttir og barnabörn. + Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall mannsins míns, afa, föður og tengdaföður, BJARNA TÓMASSONAR, Markarflöt 21, Garðabæ. Fyrir hönd systkina hins látna og annarra vandamanna, ída Ingibjörg Tómasdóttir, Bjarni Tómas Jónsson, Rannveig Guðleifsdóttir, Birna Bjarnadóttir, Haukur ingibergsson, Hildur Halldóra Bjarnadóttir, Þórður Elefsen. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BALDURS GUÐMUNDSSONAR, Brekkubraut 1, Keflavík. Sérstakar þakkir til Sigurðar Björnsson- ar, yfirlæknis, og hjúkrunarfólks deildar 3B á Landakotsspítala, svo og til sam- starfsfólks og yfirmanna Birgðastofn- unar og Flotadeildar varnarliðsins. Guð blessi ykkur öll. Margrét Friðriksdóttir, Davíð Baldursson, Inger L. Jónsdóttir, Elmborg Rice, David Rice, Guðmundur F. Baldursson, Ingibjörg Árnadóttir, Hannes Baldursson, Agnes M. Sigurðardóttir og barnabörn. ______.nibdsfvifedsmsd po módsfned___________________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.