Morgunblaðið - 31.03.1994, Page 74

Morgunblaðið - 31.03.1994, Page 74
74 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 FRAMHALDSSKOLAR Mælskulist í hávegum höfð Urslit í Mælsku- og rök- ræðukeppni grunn- skóla Reykjavíkur og ná- grennis réðust í Verzlunar- skóla íslands á mánudags- kvöld, þegar lið Fellaskóla bar sigurorð af liði Hvassa- leitisskóla eftir harða keppni. „Er íslensk æska á villigötum?" var um- ræðuefni kvöldsins og voru ræðumenn Fellaskóla and- mælendur. Á myndinni má sjá ræðumann kvöidsins, Ingu Björk Ingadóttur, úr liði Fellaskóla ásamt tima- vörðum kepnninnar, en 93 stig samkvæmt dómblaði Morfís skildu liðin að þegar yfir lauk. Morgunblaðið/Þorkell MORE More tölvan njtnr vaxandi viiisælda Veistn af hverin? PCI/ISA 486 tölvur P24T, SX/DX/DX-2. 25-66MHz örgjörvar. 128/256/512KB flýtiminni. 2 til 128MB vinnsluminni. 3 PCI og 4ISA tengiraufar. 32 bita PCI SCSI stýring. Flash EPROM BIOS. VESA/ISA 486 tölvur P24T, SX/DX/DX-2. 25-66MHz örgjörvar. 1 til 32MB vinnsluminni. 2 VL-Bus 32 bita tengiraufar. 7 ISA 16 bita tengiraufar. PCI/EISA Pentium tölvur 60-66MHz. 256/512KB flýtiminni. 2 - 192MB vinnsluminni. 3 PCI og 5 EISA tengiraufar. Flash EPROM BIOS. VÍRUSVÖRN I BIOS LOCALBUS PENTIUM READY ZIF SÖKKULL "GREEN COMPUTER" More tölvumar eru einfaldlega í hópi þeirra bestu sem fáanlegar em á markaðnum í dag. Það sannar fjöldi smárra og stórra fyrirtækja sem hafa valið More. Stækkunar- og tengimöguleikar eru allir til staðar í tölvunum og því einfalt og ódýrt að auka afl tölvunnar eftir því sem verkefnin vaxa. ViewSonic skjáir fylgja öllum More tölvum. View Sonic ViewSonic skjáimir fást frá 14" til 21" og mæta þeim kröfum, sem gerðar eru til skjáa í dag. MPR-II staðallinn fellur þar undir. Þeir hafa afbragðs skerpu og ekkert flökt og nýta myndflötinn vel. Allir ViewSonic skjáir standa á veltifæti. Bæði 20" og 21" skjáimir hafa "Dual Page Display", "ViewMatch" litastýringu og 21 forritanlegar skjástillingar. ^BOÐEIND- Austurströnd 12 • Sími 612061 • Fax 612081 Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugsdóttir Leó Jónasson og langafabarnið Hilmar Freyr Björnsson. afElj AHir eiga að vera ungir til dauðadags eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Látið þetta bara á borðið þar sem hinar gjafimar eru, það þarf sennilega vörubíl til þess að koma þessu öllu heim,“ sagði hinn níræði bóndi Leó Jónasson á Svanavatni þegar fólk rétti að honum afmælisgjafir í marglitum pappír 28. mars sl. Fyrir utan Félagsheimili Rípurhrepps skein sól í snjóugar hlíðar Staðarfjalla og klaki var enn í Héraðsvötnum sem umlykja Hegranesið. „Ég valdi mér sæti við innganginn til þess að fólk gæti byijað á að heilsa afmælisbarninu. Mér finnst skökk aðferð að hugsa eftir á, það gefst yfirleitt illa,“ segir Leó. Leó er einn þriggja eftirlifandi af 32 börnum Jónasar Jónssonar bónda og yfirsetumanns í Hróars- dal. Leó er sonur Jónasar og þriðju konu hans Lilju Jónsdóttur. „Pabba tókst að koma öllum sínum 28 börnum sem upp komust til manns án þess að þiggja neina styrki,“ segir Leó. „Þrátt fyrir bústörfin og alla ómegð gaf hann sér tíma til að taka á móti 600 börnum og sjálfmennta sig í ensku, þýsku og öllum Norður- landamálunum," bætir hann við. Sigríður Herdís, fósturdóttir Leós færir honum kökur. „Þeir lifa lengst sem lengst éta,“ segir Leó og tekur til matar síns. „Ég er ekki í sykurbindindi, þeir sem það eru verða hugsunarsljóir,“ segir hann og fær sér sopa af vínblöndu úr glasi sínu. „Allir eiga að vera ungir þar til þeir deyja, ég ætla að vera það,“ bætir hann við og horfir brosleitur yfir salinn sem nú er þéttsetinn fólki. „Bráðum kemur Jói í Keflavík, hann ætlar að syngja fyrir okkur, það er mikið söngfólk í þessari ætt, ég er alinn upp við mikinn söng. Hann Jói er dóttursonur Jósteins elsta bróður míns, hann er löngu dáinn,“ segir Leó og hnykkir til höfðinu í átt að um- ræddum Jóa, sem skyndilega er kominn upp á svið ásamt þremur öðrum félögum Mánakvartettsins. Jói kemur kunnuglega fyrir sjónir. Þarna er kominn Jóhann bróðir Kristjáns Jóhannssonar stórsöngv- ara. Jóhann er bóndi í Keflavík í Hegranesi og hefur mikla og und- ur fagra tenórrödd, svo bjarta að manni verður helst hugsað til Stef- áns íslandi, sem einnig var Skag- firðingur. „í gamla daga söng ég með Stebba, hann var frændi minn og tveimur árum yngri en ég,“ segir Leó og raular með einsöng Jóhanns. „Eg hef ekki eyðilagt í mér lungun,“ segir hann kankvís eftir sönginn. Eftir dijúgan samsöng er komið að ræðunum. Sumar þeirra eru í bundnu máli, svo sem sú sem Sig- ríður Friðriksdóttir flytur móður- bróður sínum: Leó hyllum hér í kvöld heill hann stóð að verki. Hefur næstum heila öld hafið bóndans merki. Leó hefur alið allan sinn aldur í Hegranesi, lengst af sem bóndi á Svanavatni. Konu sína, Sigríði Árnadóttur, missti hann árið 1988 en sonur hennar Ásgrímur stjórnar þessari veislu stjúpföður síns. „Hann og systkini hans, Héðinn og Baldvina voru orðin stálpuð þegar við Sigríður giftumst. Hún var ekkja og ég var í fyrstu hik- andi við að biðja hennar, hélt kannski að það yrðu vandræði þegar við kæmum „hinum megin“. En svo kom hinn látni maður henn- ar til mín í draumi og sagði: „Ég stend með þér.“ Þá var engin fyrir- staða lengur,“ segir Leó. Sveitungar hans þurfa nú sumir að fara heim til mjalta. „Þið kom- ið bara aftur á eftir,“ segir Leó milli kveðjukossanna. „Varaðu þig, maður, einn hélt upp á afmæl- ið sitt til klukkan fimm um nóttina og bar ekki sitt barr eftir það,“ segir Sigríður systurdóttir hans. Leó hlær hátt. „Uss, slíkt hendir ekki mig. Guð gaf mér þessa voða- lega góðu skapgerð sem aldrei bilar. Ég tek sæll og glaður við öllu sem að höndum ber,“ segir hann svo og sýpur á glasi sínu. Veislan var í fullum gangi og gestir enn að drífa að þegar blaða- maður neyddist til að kveðja hið níræða, glaðbeitta afmælisbarn. Það er ekki ofsögum sagt að Skag- firðingar kunna að skemmta bæði sér og öðrum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.