Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 82

Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 82
82 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 Kanntu ekkert annað lag en „Flaskan mín fríð . . .“? HÖGNI HREKKVlSI „ViÐ þUeFU/M bicki ofvaþ má HUMDUM MIExJI? ú& -r&JÁM." BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Breyting á atvinn uháttum framtí ðarinnar Frá Hafsteini Ólafssyni: Það er mikil breyting framundan í atvinnumálum hins vestræna heims. Evrópa _er ekki lengur miðpunktur jarðar. Ég hef nú unnið að breyting- um á húsum í hartnær 10 ár. Á meðan stærstu þjóðir heims sýna hagvöxt upp á 10-15% eru Evrópu- þjóðirnar enn að glíma við að halda hagvextinum réttu megin við núllið ár eftir ár. Atvinnuleysi hefur hellst yfir okkur eins og holskefla og vex með árunum, eða svo lengi sem við finnum enga lausn á vanda þessum. Margt hefur verið skrafað og skrifað um þessi mál í gegnum tíðina en enn án sýnilegs árangurs. Við neyðumst til að breyta hugsunarhætti okkar. Við verðum að læra að taka þátt í uppbyggingu úti í heimi og gera það helst með þeim hætti að eftir verði tekið hvarvetna. Það er erfitt að horfa á þessar hugmyndir verða út- lendingum að bráð og sýna okkur ófæra að sinna þessu eins og menn. Ég bendi á afleiðingarnar af því ástandi, sem skapast af því að reynt sé að lækka framleiðslukostnað og sölu á matvælum og húsum í löndum, sem nú þjást af atvinnuleysinu. Þetta er hrein öfugþróun og stenst ekki lengi. Hús eru nú hætt að seljast af því einu hvað hvað þau eru dýr í byggingu og komin langt fram úr því verðlagi, sem ráða mun í framtíð- inni. Hús þessi geta orðið um helm- ingi' ódýrari en hús byggð á hefð- bundinn hátt. Skipt er um hráefni. Forsmíði á gluggum og hurðum heyr- ir fortíðinni til. Vinna við þessi hús er verulega minni og efniskaup sömuleiðis. Þau fá aldrei yfir sig þær bilanir, sem nú herja á hin eldri hús. Það er ekki hægt að horfa fram hjá þessu öllu lengur. Við verðum að nýta okkur þessar hugmyndir í at- vinnumálum framtíðarinnar. Við höf- um nóg að gera ef við tökum rétt á þessum málum. Við erum ekki fleiri en svo að hægt er að líkja því við eitt hverfi í stórborg eriendis. Heimurinn stendur nú á krossgöt- um. Tæknin hefur heldur betur grip- ið inn í flestar okkar atvinnugreinar — eins og raunar er ætlast til af henni. Við getum nú sent mannlaust skip heimshoma á milli. Flakkað milli hnatta ef okkur sýnist svo og það sem meira er; framleitt sífellt meira með róbótum, sem ynnu launa- laust 24 tíma á sólarhring. Þetta er hin rétta stefna framtíðarinnar. At- vinnan dregst hins vegar saman og afkastagetan eykst með aukinni tækni. Eftirspurnin minnkar að sama skapi eftir handafli til hvers konar vinnu, sem vinna þarf. Að því hlaut svo að koma að atvinnuleysið hefur skollið yfir og hijáir nú heiminn. Það hljóta að verða mikil átök um þessi mál á næstunni. Við verðum því að endurskoða allt okkar efnahagskerfi í heild. Stytta vinnutímann verulega — ef við ætlum okkur að ráða við atvinnuleysið. Annað kemur ekki til greina. Otrúlegustu menn krefjast nú mikilla fjárveitinga í efnahagslífið til að leita að vinnu í staðinn fyrir þá, sem tapast hefur. Undir þetta taka svo valdamestu menn þessa heims allir sem einn. Þetta er þeim Frá Karii Valdimarssyni: Ég heyrði í útvarpsþætti nýlega að verið var að tala um umhverfismál í Reykjavík. Vildi sá sem talaði meina að bókstaflega ekkert hefði verið gert og auglýsti eftir vitneskju um það, hvað sjálfstæðismenn hefðu eiginlega gert í þessum málum. Mikið var ég hissa. Ég er nú bara venjulegur borgari en ég er ekki sjón- laus og þarf ekki að auglýsa eftir vitneskju um það sem ég sé með eig- in augum. Ætli græna byltingin í Reykjavík sé ekki eitt stærsta umhverfisátak sem gert hefur verið hér á landi og hún er enn í gangi. Sennilega er þó byltingin á strand- mun skelfilegra ef skoðað er hvað fjárveiting af þessu tagi muni hafa í för með sér. Þetta verður að fyrir- byggja. Peningar eru ekki til alls fyrst eins og við höfum haldið til þessa. Peningar hugsa aldrei fyrir okkur. Allt stafar þetta af því að menn hafa ekki komið auga á þessi dæmi hvernig sem stendur á því yfir- leitt. Japanir eru komnir lengst í þessum efnum. Eru með 4 vinnudága á viku og 7 tíma á dag. Þetta eru góð viðbrögð við þessum vanda en launaútreikningar eru enn byggðir á röngum forsendum. Hugmyndir þessar hafa stungið sér niður í Evr- ópu upp á síðkastið, svo að okkur er ekki til setunnar boðið. Ég hef látið stimpla hugmyndir þessar hjá lögbókandanum í Reykja- vík og hyggst veija þær á þeim for- sendum ef þurfa þykir og auglýsi ég þetta rækilega hér með. Það er að skapast mikill hiti um þessi mál og verður ef vonir mínar standast lyfti- stöng fyrir málin í framtíðinni. HAFSTEINN ÓLAFSSON, byggingameistari, Box 94, Kópavogi. lengjunni ennþá stærri í sniðum og má nú fyrr vera fáfræðin eða póli- tískt ofstæki, að loka augunum fyrir henni. Holræsaframkvæmdin meðfram allri strandlengju Reykjavíkur, sem er engin smá vegalengd, er talin ein mesta framkvæmd sem nú er í gangi í Evrópu á þessu sviði og fullvíst er að hún klárast, jafnvel fyrr en ætlað var. Ég nefni bara þetta tvennt svona rétt til að verða við ósk þess sem auglýsti eftir því hvað sjálfstæðis- menn í Reykjavík hefðu gert í um- hverfismálum. KARL VALDIMARSSON Brekkustíg 16. Holræsin og strandlengjan Víkverji skrifar Víkveiji horfði á síðustu umræð- una í Alþingi fyrir páska á sjónvarpsstöðinni Sýn í fyrrakvöld. Þar var til umræðu tillaga til þings- ályktunar um að tekinn yrði upp sumartími á Islandi, sem Vilhjálmur Egilsson og fleiri flytja, en hann er eins og kunnugt er einnig fram- kvæmdastjóri Verzlunarráðs ís- lands. Umræður um að taka upp sumartíma hafa skotið úpp kollinum öðru hveiju og muni Víkveiji það rétt, hafa Flugleiðir haft á þessu mikinn áhuga, þar sem nýr sumar- tími yrði til þess að menn þyrftu ekki að vakna eins snemma, þegar farið er með áætlunarflugi til Evr- ópu. Athyglivert var að aðeins einn þingmaður andmælti skoðunum Vil- hjálms í þinginu, þegar tillagan var þar til umræðu, Guðmundur Hall- varðsson, sem taldi ástæðulaust að hringla með klukkuna tvisvar á ári. Nú er það svo, eins og Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur benti á í grein í Morgunblaðinu í gær, að sumartimi er í gildi á íslandi allt árið og hefur svo verið allt frá 1968, er ákveðið var að hætta að hringla með klukkuna, en sumar- tími, sem er klukkustund á undan staðartíma skyldi gilda. Þegar þessi ákvörðun var tekin, voru notuð sömu rök og Vilhjálmur og skoðana- bræður hans í klukkumálinu nota nú fyrir nýjum sumartíma, þá völdu menn sumartímann til að vera allt árið, en höfnuðu staðartíma. Ef til- laga Vilhjálms kæmi til fram- kvæmda yrði sumarími á íslandi tveimur klukkustundum á undan staðartíma, þ.e.a.s. tveimur klukku- stundum á undan réttri klukku mið- að við hnattstöðu landsins. xxx Undanfarið hefur Víkveiji heyrt þann kvitt að Morgunblaðið hafi látið Félagssvísindastofnun Háskólans framkvæma fyrir sig skoðanakönnun um fylgi flokka fyr- ir borgarstjórnarkosningarnar, en könnunin hafi ekki verið birt. Ástæður fyrir þessari sögu, er frétt, sem Ríkisútvarpið, hljóðvarp, birti fyrir nokkrum vikum, þar sem sagt var að „fréttastofan hefði öruggar heimildir" fyrir því að slík könnun hafi verið gerð, en Félagsvísinda- stofnun hafi ekki viijað gefa upp, hver hefði óskað eftir henni. Ríkis- sjónvarpið spurðist fyrir um þetta hjá Morgunblaðinu og fékk réttar upplýsingar, en þær voru ekki birtar á þeim vettvangi (Dagsljós). Vík- veiji getur upplýst að Morgunblaðið á þarna engan hlut að máli og veit þess vegna ekki frekar en frétta- stofa Ríkisútvarpsins um hvað málið snýst. Alla skoðanakannanir sem Félagsvísindastofnun Háskólans hefur gert á undanförnum árum fyrir Morgunblaðið um flokkafylgi hafa' verið birtar í blaðinu. XXX Nú er páskahátíðin, elsta hátíð kristinna manna, að ganga í garð. Þessi hátíð er raunar langtum eldri en kristnin og jafnvel eldri en Móselögmál. Samkvæmt upplýsing- um úr Sögu daganna er orðið pásk- ar hebreskt og barst inn í grísku Nýja testamentisins gegnum aram- eisku og síðan inn í latínu sem pas- hca. Liklegast er nafnið síðan kom- ið inn í Norðurlandamál úr fornsax- nesku. Páskamir eru hreyfanlegir innan almanaksins eins og kunnugt er og allar aðrar hreyfanlegar hátíð- ir kristinna manna miðast við pásk- ana. Páskadagur er fyrsta sunnudag eftir fullt tungl á eftir voijafndægr- um, þó ekki fyrr en 22. marz og eigi síðar en 25. apríl. Páskar eru nú orðið mikil ferða- helgi. Víkveiji brýnir fyrir fólki að fara gætilega um hátíðirnar, svo að allir komi heilir heim. /

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.