Morgunblaðið - 31.03.1994, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 31.03.1994, Qupperneq 84
84 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 KYIKMYNDIR/STJÖRNUBÍÓ frumsýnir kvikmyndina Philadelphia með Tom Hanks og Denzel Washington í aðalhlutverkum. Fyrir leik sinn fékk Tom Hanks óskarsverðlaunin sem besti leikari í karlhlutverki, en hann leikur lögfræðing sem smitast af HlV-veirunni og veikist af alnæmi, og er rekinn úr starfi hjá virtri lögmannastofu af þeim sökum. Barátta við fordóma og óréttlæti Samantekt: Hallur Þorsteinsson PHIL ADELPHIA markar ákveðin tímamót í kvikmynda- sögunni því í myndinni er í fyrsta sinn fyrir alvöru reynt að fjalla um alnæmisvandann og viðbrögð samfélagsins gagnvart einstaklingi sem fær sjúkdóminn. Tom Hanks leikur Andrew Beckett, samkynhneigðan lögfræðing sem smitast af HlV-veirunni og veikist af alnæmi. Hann starf- ar á virtri lögmannastofu og þegar meðeigendur hans komast að því að hann er með alnæmi reka þeir hann frá stofunni á þeim forsendum að hann gegni starfi sínu ekki sem skyldi. Andrew höfðar mál á hendur þeim fyrir að reka sig á fölskum forsendum, og lögfræðingurinn Joe Miller (Denzel Washington) tekur að sér að flytja mál hans. Tom Hanks fékk nýverið óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt í myndinni, og einnig fékk Bruce Springste- en verðlaunin fyrir lag sitt Streets of Philadelphia sem flutt er í myndinni, en lag Neil Young, Philadelphia, var einnig tilnefnt til verðlaunanna. Að auki var myndin svo tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir besta handrit og bestu förðun. Andrew Beckett er á upp- leið í starfi sínu, kiár og áhugasamur, þegar félag- ar hans á lögmannastofunni reka augun í breytingar sem verða á útliti hans. Þegar svo í ljós kemur að hann er með alnæmi þá reka þeir hann. Beckett er staðráðinn í því að ná fram rétti sínum vegna þess óréttlætis sem hann hef- ur verið beittur, og þvælist hann illa til reika um Philad- elphiu í árangurslausri leit að lögfræðingi til að taka að sér málið. Þegar hann svo loksins rekst inn á lögmannsstofu Joe Millers, sem sérhæft hefur sig í að flytja mál fyrir þá sem lent hafa í slysi af einhverju tagi, þá hafa að minnsta kosti níu lögfræðingar neitað að taka mál Becketts að sér. Miller sem haldinn er mikilli hommafælni neitar líka í fyrstu að taka málið að sér, og það er ekki fyrr en hann verður vitni að því að Beekett er beittur áreitni af hálfu bókavarðar á lagabókasafni að hann skiptir um skoðun. Sem blökkumaður ber Miller nefnilega næman skilning á það þegar Beckett er beittur órétti vegna fordóma, og þrátt fyrir að hann hafi litla samúð með samkynhneigðum ákveður hann að veita Bec- kett aðstoð við að ná fram rétti sínum. Raunveruleg fyrirmynd Jonathan Demme leikstjóri myndarinnar fékk fyrst áhuga á að gera mynd sem fjallaðí um alnæmisvandann árið 1988 þegar náinn vinur hans tjáði honum að hann væri haldinn sjúkdómnum. Um þetta leyti var hann að leita að heppilegri sögu til að vinna að með handritshöfund- inum Ron Nyswaner, en þeir höfðu áður unnið saman að gerð myndarinnar Swing Shift með Goldie Hawn í aðal- hlutverki, og ákváðu þeir að næst skyldu þeir taka alnæm- Oöruggur JOE Miller (Denzel Washington) er í fyrstu smeykur við samskiptin við hinn alnæmissjúka Andrew Beckett og lætur því fylgjast með heilsufari sínu. Leitað réttlætis ANDREW Beckett (Tom Hanks) fær lögfræðinginn Joe Miller (Denzel Washington) til að flytja mál sitt gegn fyrrverandi vinnuveitendum sínum. isvandann fyrir. En það vafð- ættu að nálgast viðfangsefn- ist hins vegar nokkuð fyrir ið. f fyrstu voru þeir með þeim félögum hvemig þeir hugmyndir um að gera mynd Ævifélagar ANTONIO Banderas leikur Miguel Alvarez, sambýlis- mann lögfræðingsins Andrew Becketts sem Tom Hanks leikur. Leikstjórinn JONATHAN Demme leik- stjóri myndarinnar Philadelphia við tökur á einu atriði myndarinnar. um smygl á ólöglegum al- næmislyfjum til Bandaríkj- anna, eða að fy'alla um tvo alnæmissýkta bændur í íhaldssömum smábæ í vest- urríkjunum. Það var svo að lokum smá klausa í dagblaði sem varð til þess að þeir duttu niður á réttu lausnina, en í henni var einmitt greint frá baráttu lögfræðings sem rek- inn hafði verið úr starfi sínu vegna þess að hann var með alnæmi og höfðaði síðan mál gegn fyrrum vinnuveitendum sínum. Demme fékk óskarsverð- launin sem besti leikstjórinn árið 1992 fyrir myndina Si- lence of the Lambs, en Anth- ony Hopkins fékk einnig verð- launin sem besti karlleikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni. Svo vildi til að þegar Demme tók við óskamum sátu þeir Tom Hanks og Denzel Was- hington einmitt saman á með- al áhorfenda við verðlaunaaf- hendinguna, og skömmu síð- ar þegar þeim var boðið að leika í Philadelphia vom þeir ekki lengi að samþykkja að starfa með þessum mikilhæfa leikstjóra. í fremstu röð TOM Hanks hefur um nokkurt skeið verið meðal vinsæl- gengu aðeins í eitt ár. í milli- ustu gamanleikara Bandaríkjanna, en í Philadelphia sýnir tíðinni hafði Hanks hins vegar hann svo ekki verður um villst að hann er fær um fleira tryggt sér aðalhlutverkið í en að grínast á hvíta tjaldinu. Leikur hans í myndinni myndinni Splash, en í henni markar vissulega timamót á ferli hans, og strax eftir frum- leikur hann mann sem verður sýningu myndarinnar var ljóst að hann yrði örugglega til- ástfanginn af hafmeyju. Sú nefndur til óskarsverðlaunanna fyrir leik sinn, og þau féllu mynd borgaði sig og gott honum svo í skaut þegar þau voni afhent 21. mars síðast- betur og í kjölfarið rak hvert liðinn. Hanks lagði sig allan fram við að gera persónu hlutverkið annað. alnæmissjúka lögfræðingsins sem trúverðugasta, og í því Meðal mynda sem Hanks skyni Iétti hann sig til dæmis um 15 kfló tfl að sýna sem lék í um miðjan níunda ára- best áhrif sjúkdómsins sem aðalpersóna myndarinnar stríð- tuginn eru Bachelor Party, ir við. Hann kynnti sér auk þess mjög ítarlega stöðu al- The Man With One Red Shoe, næmissjúkra bæði með viðtölum við lækna og sjúklinga. The Money Pit, Volunteers Óskarsverðlaunahafi TOM Hanks fékk óskarsverðlaunin sem besti karlleik- ari ársins 1993, en áður hafði hann verið tilnefndur til verðlaunanna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Big. Tom Hanks ólst að mestu upp í San Francisco, en móðir hans yfirgaf heimil- ið þegar hann var mjög ung- ur og faðir hans gekk í hjóna- band nokkrum sinnum eftir það. Hanks segir að hann hafi verið innhverfur og frek- ar bamalegur þangað til hann nálgaðist tvítugsald- urinn, en í menntaskóla hóf hann að leggja stund á leik- Iist og var kennari hans í faginu samkynhneigður og einnig skólabróðir hans sem hann umgekkst nokkuð. Sá Hanks sérstaka ástæðu til að þakka þessum tveimur mönnum viðkynnin þegar hann veitti óskarsverðlaun- unum viðtöku á dögunum, en hann sagði þá báða hafa haft mjög mikil áhrif á sig. Eftir að hafa starfað með leikflokkum vítt og breitt um Bandaríkin og fengist við fjöl- breytt verkefni, eins og t.d. Shakespearehlutverk á Broadway, þá hélt Hanks til Hollywood að reyna fyrir sér í kvikmyndum. Hann settist að í Los Angeles árið 1982 og byijaði fyrst að leika í sjón- varpsþáttum sem hétu Bosom Buddies, en þeir öðluðust reyndar litlar vinsældir og gengu aðeins í eitt ár. í milli- tíðinni hafði Hanks hins vegar tryggt sér aðalhlutverkið í myndinni Splash, en í henni Ieikur hann mann sem verður ástfanginn af hafmeyju. Sú mynd borgaði sig og gott betur og í kjölfarið rak hvert hlutverkið annað. Meðal mynda sem Hanks lék í um miðjan níunda ára- tuginn eru Bachelor Party, The Man With One Red Shoe, The Money Pit, Volunteers og Nothing in Common, en það var svo árið 1988 sem Hanks sló svo um munaði í gegn sem gamanleikari. Gagnrýnendur jusu hann lofi fyrir leik sinn í myndinni Punchline þar sem hann lék á móti Sally Field, og fékk hann reyndar verðlaun sam- taka gagnrýnenda í Los Ang- eles sem besti karlleikarinn það árið. Þá var frammistaða hans síst lakari í myndinni Big, þar sem hann leikur lítinn strák sem allt í einu verður stór, en fyrir snilldarleik sinn í myndinni var hann tilnefnd- ur til óskarsverðlauna, auk þess sem hann fékk Los Ang- eles kvikmyndaverðlaunin sem besti leikarinn það árið. Meðal mynda sem Hanks hefur leikið í síðan eru The Bonfire of the Vanities, sem gerð var eftir skáldsögu Tom Wolfe og kolféll reyndar, A League of Their Own og Sle- epless in Seattle, en þær hafa báðar notið mikilla vinsælda. Engin hneyksli Philadelphia breytir svo sannarlega því áliti sem Tom Hanks hefur notið sem leikari, því jafnvel þó hann hafi verið stórstjarna um nokkurt skeið þá hefur hann verið tiltölulega lítið í sviðsljósinu. Honum fylg- ir í raun og veru engin sérstök saga, og hann hefur ekki lent í neinum hneykslismálum. „Ég er 37 ára gamall og hef leikið í ’ 17 kvikmyndum, en ég hef stundum sagt í gamni að að- eins fjórar þeirra geti talist góðar og þess virði að horft sé á þær,“ segir hann og á þar við Big, A League of Their Own, Sleepless in Seattle og Philadelphia. Hann segir að hann hafi að eigin áliti verið ákjósanlegt val í hlutverk al- næmissjúka lögfræðingsins í Philadelphia vegna þess að hann sé hvorki ógnvekjandi né fyrirlitlegur á nokkurn hátt, en hann segist telja að einn helsti boðskapur myndarinnar sé hvers vegna svo margir óttist og líti niður á samkyn- hneigða. „Það eru örugglega mjög fáir sem óttast mig, en það kunna kannski að vera einhveijir sem hafa andstyggð á mér einhverra hluta vegna. Ég tel mig hins vegar vera nokkurn veginn hina full- komnu ímynd bæði heillandi og viðkunnanlegrar persónu," segir hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.