Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ _______________________________FRÉTTIR_________________ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tekur við sem borgarstjóri Fljótlega sést hvaða stefnu við munum taka INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, sagði að loknum borg- arstjórnarfundi í gær, að fyrsta mál nýrrar borgarstjórnar yrði væntanlega að fá óháðan aðila til að vinna úttekt á fjárhagsstöðu borgarinnar. Það hafí verið gert við borgarstjórnarskiptin árið 1978 og árið 1982. „Við munum síðan byija á þeim málum sem hæst bar í kosningabaráttunni," sagði borg- arstjóri. „Það tekur allt sinn tíma Rosið í helstu embætti borgarinnar INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir tók við sem borgarstjóri í Reykjavík á aukafundi borgarstjórnar í gær og lét um leið af þingmennsku. Guðrún Ágústsdóttir var kjörin forseti borg- arstjómar til eins árs af R-lista. Pétur Jónsson var kjörinn fyrsti varaforseti og Sigrún Magnúsdóttir annar varaforseti. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, af R-lista, og Inga Jóna Þórðardóttir, af D-lista, voru kjörnar skrifarar borgarstjórnar til eins árs. Til vara eru Ámi Þór Sigurðsson af R-lista og Gunnar Jóhann Birgisson af D-lista. í borgarráð voru kosnir fímm fulltrúar. Af R-Iista vom kosin Sig- rún Magnúsdóttir, Guðrún Ágústs- dóttirog Pétur Jónsson. Af D-lista þeir Ámi Sigfússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Til vara em af R-lista Guðrún Ögmundsdóttir, Al- freð Þorsteinsson og Ámi Þór Sig- urðsson og af D-lista Inga Jóna Þórðardóttir og Hilmar Guðlaugs- son. og varðandi leikskóla og skóla emm við bundin af þeirri fjárhagsáætlun sem samþykkt hefur verið fyrir þetta ár. En ég á von á að fljótlega sjáist hvaða stefnu við munum taka.“ Ingibjörg Sólrún þakkaði í ávarpi sínu það traust sem borgarbúar og nýkjörin borgarstjórn hafí sýnt henni. „Þessu trausti fyigir mikil ábyrgð sem ég geri mér vissulega mjög vel grein fyrir,“ sagði hún. „Væntingar í minn garð sem borg- arstjóra Reykjavíkurlistans eru miklar og það er borin von að ég geti mætt þeim öllum í því marg- slungna starfi sem ég tek nú við. Tilfínningar mínar em því blendnar nú þegar ég geng til þessa leiks og ég finn allt í senn til óþreyju, kvíða og auðmýktar. Óþreyju gagn- vart því að takast á við ný og ögrandi verkefni þar sem hægt er að áorka miklu. Kvíða vegna þeirra breytinga sem óhjákvæmlega verða á mínum högum og auðmýktar gagnvart öllu því fólki sem mér ber að þjóna sem borgarstjóri allra Reykvíkinga. Við þessar aðstæður get ég aðeins sagt það eitt að ég mun leggja mig alla fram um að starfa af heilindum og bregðast ekki því trausti sem mér hefur ver- ið sýnt.“ Pólitískt kjör Ingibjörg sagði að Reykjavíkur- listinn hafí orðið til vegna þrýstings frá borgarbúum. „Það er mér mik- ils virði og mér er mikill styrkur í því að hafa verið pólitískt kjörin til þessa embættis, sem ég mun að öllu óbreyttu gegna næstu fjögur árin,“ sagði hún. Borgarstjóri sagð- ist fyrst og fremst líta á sig sem stjómmálamann og síður sem emb- ættismann. Hlutverk hennar væri að tryggja framgang þeirra mála sem lýðræðislega kjörinn meirihluti Morgunblaðið/Kristinn ÁRNI Sigfússon fráfarandi borgarstjóri óskar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra til hamingju á fundi borgarstjórnar. Óvenju fjölmennt var á áhorf- endapöllunum á fundi borgar- stjórnar í gær er nýr borgar- stjóri tók við. hafí sett á oddinn í nýafstöðnum kosningum. Jafnframt að tryggja að vilji kjósenda nái fram að ganga í borgarkerfínu. „Þetta mun ég gera í umboði Reykjavíkurlistans en ég vil engu að síður að það komi skýrt fram að ég óska eftir góðu samstarfí við borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins og ég mun gera mitt besta til þess að það takist,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Þakkir til Árna Borgarstjóri þakkaði síðan Árna Sigfússyni fráfarandi borgarstjóra, fyrir störf hans í þágu borgarbúa síðustu vikurnar. Sagði hún að þótt sú pólitíska atburðarás sem leiddi hann í starf borgarstjóra, hafi sætt talsverðri gagnrýni í kosningabar- áttunni, yrði því ekki mótmælt að hann hafi tekið við starfinu við erf- iðar aðstæður sem hann hafí náð með atorku og dugnaði að snúa sér í vil. Bankará.ð Lands- banka Islands Aug’lýs- ir stöðu banka- stjóra til umsóknar BANKARÁÐ Landsbanka ís- lands auglýsir í Morgunblaðinu í dag lausa til umsóknar stöðu bankastjóra við Landsbank- ann. Kjartan Gunnarsson, for- maður bankaráðs Landsbank- ans, sagði I samtali við Morg- unblaðið í gær, að það væri með vísan til 29. greinar laga um viðskiptabanka og sþari- sjóði sem nú bæri að auglýsa stöðu sem þessa. I auglýsingunni segir m.a.: „Samkvæmt lögunum er bankastjórn ríkisviðskipta- banka skipuð þremur banka- stjórum, sem eigi skulu ráðnir til lengri tíma en sex ára í senn. Ef um er að ræða stöðu banka- stjóra, sem ekki1 er laus vegna ákvæða laga um starfslok opin- berra starfsmanna, þá er heim- ilt að endurráða þann, sem þegar gegnir starfínu." Tekið er fram að umsóknir, þar sem óskað er nafnleyndar, verði ekki teknar til greina. Staðan sem hér um ræðir er staða Sverris Hermannsson- ar, sem gegnt hefur starfi bankastjóra Landsbankans undanfarin sex ár, eða frá vori 1988. Formaður bankaráðsins sagði að bankaráðið hefði af- ráðið að auglýsa starfíð, vegna lagaákvæðisins sem að ofan er vísað til. Það hafí verið fyr- ir hendi meiningarmunur um túlkun á þessu lagaákvæði, en niðurstaðan hafí orðið þessi, til þess að bankaráðið væri visst um að fara að lögum í hvívetna. Ashkenazy vel fagnað á tónleikum í Háskólabíói VLADIMIR Ashkenazy, heið- ursforseta Listahátíðar, var ákaft fagnað að loknum tón- leikum sínum í Háskólabíói í gærkvöldi. Lék Ashkenazy fyr- ir troðfullu húsi, meðal annars tvær sónötur eftir Beethoven, opus 31 nr. 1 og 2, sónötu nr. 8 eftir Prokofjev og þætti úr Rómeó og Júlíu. Aríur úr óperubókmenntunum Kristján Jóhannsson óperu- söngvari kom til landsins um helgina og í gærmorgun var hann mættur í Laugardalshöll til að æfa fyrir tónleika sína. Hyómsveitarstjórinn, Rico Saccani, var einnig mættur til leiks, en hann stjórnar Sinfón- íuhljómsveit íslands, sem leikur á tónleikunum næsta fimmtu- dagskvöld, 16. júní. Á efnis- skránni eru margar af helstu tenóraríum óperubókmennt- anna og að sögn forsvarsmanna Listahátíðar er að verða upp- selt á tónleikana. Morgunblaðið/Golli VLADIMIR Ashkenazy fagnað að tónleikunum loknum. Morgunblaðið/Krisiinn KRISTJÁN Jóhannsson á æfingu í gær. Norðmenn ótt- ast ekki aðgerðir Islendinga Samtök í sjávarútvegi ætla að kæra til EES SAMTÖK útvegs- og sjómanna í Noregi, Norges fískarlag, ætla ekki að hætta aðgerðum gegn íslenskum skipum, sem hafa verið á veiðum í Smugunni. Yfírlýsingar fjögurra aðila í íslenskum sjávarútvegi um að norsk skip fái ekki þjónustu hér á landi á sama hátt og íslensk fengju ekki þjónustu í Noregi breytir engu um þessa afstöðu Norðmanna. Krist- ján Ragnarsson, formaður Landsambands íslenskra útvegsmanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að aðgerðir Norðmanna verði kærðar til eftir- litsstofnunar EES. Talsmaður Norges fiskarlag, Jon Lauritzen, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki hafa miklar áhyggjur af hótuninni frá íslandi og segir að það sé ekki á dagskrá að hætta að hvetja norsk fyrirtæki til að sniðganga íslensk skip úr Smugunni. „Við íhuguðum hættuna á mótaðgerðum frá Islandi áður en við fórum af stað,“ sagði Jon Laur- itzen. Hann sagði að þau 22 norsku skip, sem notið hefðu þjónustu við íslenskar hafnir frá áramótum væru aðeins lítill hluti norska flotans. Kristján Ragnarsson sagði að það væri vissulega rétt. Þau væru hins vegar nánast öll þau skip, sem væru á því veiðisvæði, þar sem betra væri að sækja þjónustu til íslands en Noregs. Þeir fjórir aðil- ar, sem að yfirlýsingunni stóðu éru Landsamband íslenskra útvegs- manna, Farmanna- og fískimanna- sambandið, Sjómannasamband ís- lands og Vélstjórafélag íslands. Kært á grundvelli EES Kristján sagði að í framhaldi af þessu myndu aðgerðir Norðmanna verða kærðar til eftirlitsstofnunar EES á grundvelli 54. greinar EES- samningsins. „Við teljum að það, sem Norðmenn eru að gera, sé ótví- rætt brot á EES-samningnum og munum standa fyrir því að kæra þessa háttsemi þeirra gagnvart ís- lenskum aðilum. Þótt það sé hins vegar hið eðlilegasta mál að gjalda líku líkt í þessu þá teljum við eðli- legra á þessu stigi máls að láta reyna á samninginn,“ sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.