Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Atvinnumál í öndvegi á fundi Norræna læknaráðsins
Atvinnuleysi lækna hefur
aukist á Norðurlöndum
ATVINNULEYSI meðal lækna hefur aukist í a.m.k. þremur Norður-
landanna, Finnlandi, Sví})jóð og Danmörku. Ástandið er einna verst
í Finnlandi en á síðustu mánuðum hefur atvinnuleysi einnig aukist
hratt í Svíþjóð. Atvinnumál verða þannig í öndvegi á fyrsta fundi
Norræna læknaráðsins sem haldinn er í Reykjavík í þessari viku.
Þar verða einnig tekin fyrir málefni sem tengjast menntun lækna,
vinnuaðbúnaði þeirra og þagnarskyldu.
Morgunblaðið/Golli
Ræktað í rigningu
Þrátt fyrir vaxandi atvinnuleysi
lækna á Norðurlöndum óttast
Sveinn Magnússon formaður Nor-
ræna læknaráðsins ekki að íslensk-
ir læknar þurfi að kvíða skæðu at-
vinnuleysi í bráð. I fyrsta lagi hafi
þeir á undanförnum misserum sótt
meira í nám og starf til Noregs þar
sem atvinnuleysi lækna er ekki
vandamál enn sem komið er.
Samstarf Norðurlanda
mikilvægt
í annan stað hafi könnun vinnu-
hóps um atvinnuhorfur íslenskra
• lækna nýlega leitt í ljós að framboð
á læknum verði lítið eitt meira en
eftirspurn allt til ársins 2015 en
eftir það myndist nokkur skortur á
læknum. Loks telur Sveinn að fleiri
möguleikar hafí opnast fyrir ís-
lenska lækna, einkum í Bretlandi,
eftir gildistöku EES-samningsins.
Formlegt samstarf norrænna
landsfélaga lækna hófst árið 1992
með stofnun Norræna læknaráðs-
ins. Það kom í hlut íslendinga að
leiða samstarfið í fyrstu og fundur
ráðsins hér í Reykjavík er sá fyrsti
í röðinni. „Norrænir læknar höfðu
starfað mikið saman á ólíkum vett-
vangi en ráðinu er ætlað að auka
það og samræma," sagði Sveinn
Magnússon á blaðamannafundi í
gær. Hann sagði að hlutverk þessa
samstarfsvettvangs verði m.a. að
vaka yfir réttindamálum lækna á
Norðurlöndum og viðhalda sam-
ræmi milli Iandanna þannig að
áunnin réttindi lækna í einu landi
þýði það sama í hinum löndunum.
Á fundinum verður rætt um
skyldur lækna í víðu samhengi en
sérstök áhersla lögð á þagnar-
skyldu þeirra. Fram kom í máli
Sveins að læknar á Norðurlöndum
séu uggandi um síaukna tilhneig-
ingu lögregluyfirvalda, atvinnu-
rekenda eða tryggingarfélaga að
krefjast upplýsinga um heilbrigði
einstaklinga. Að mati formanna
norrænu landsfélaga lækna var
t.a.m. gróflega traðkað á trúnaðar-
skyldu lækna í fyrra þegar lög-
regla í Danmörku ruddist inn á
Ríkissjúkrahúsið í Kaupmanna-
höfn, krafðist upplýsinga um alla
einstaklinga sem slasast höfðu í
óeirðum daginn áður og handtók
þá síðan á staðnum.
Um eitt hundrað fulltrúar nor-
rænna landsfélaga lækna sækja
fund Norræna læknaráðsins og
annar eins fjöldi, makar og böm,
fylgir fundargestum. Fundinum
Iýkur á morgun, 15. júní.
ÞEIR ERU margir krakkarn-
ir, sem þessa dagana hlúa að
beðum sínum í skólagörðun-
um. Skiptir þá ekki máli hvort
sólin skín eða regnið fellur.
Þær Bryndís og Svala gáfu sér
tíma til að líta upp þegar
Morgunblaðið bar að garði í
skólagörðunum við Rauða-
gerði. Þær ætla að rækta í
beðunum sínum kartöflur,
hvítkál, rófur, rauðkál, blóm-
kál og eitthvað fleira, sitt lítið
af hverju.
Erfiðlega gengnr að hemja útgjöld heilbrigðisráðuneytis
Samdráttur yfirvof-
andi á spítölum
Hjálparstarf í Keflavík
Rúm milljón
hefur safnast
Á VEGUM bæjatyfirvalda í Suður-
nesjabæ og Rauða-krossdeildar á
Suðurnesjum hefur verið unnið að
hjálparstarfí vegna þeirra sem
misstu húsnæði og eigur sínar brun-
anum í Keflavík, að kvöldi fimmtu-
dags. Að sögn Guðmundar R.J.
Guðmundssonar fulltrúa Rauða-
krossdeildarinnar, hefur þegar
safnast vel á aðra milljón inn á
reikning 43-1000, hjá Sparisjóði
Njarðvíkur. Á fimmtudag fer af
stað söfnunarátak á útvarpi Bros,
sem er svæðisútvarp Suðurnesja.
Jóhann Geirdal einn íbúanna seg-
ir að vel hafi gengið að koma íbúun-
um fyrir í húsnæði. Starfsfólk
Rauðakrossdeildarinnar og bæjar-
ins hafi brugðist skjótt við og að-
stoðað við flutninga. Guðmundur
R.J. Guðmundsson sagði að Rauði
kross íslands og Rauða-krossdeild-
in á Suðurnesjum hafi hvor um sig
lagt fram 500 þús. til aðstoðarinn-
ar. Það hafi verið hugsað sem sára-
bót til þeirra sem misstu innbú og
fatnað í brunanum og er reiknað
með að hver íbúi fái um 10 þús.
til fatakaupa.
Sagði Guðmundur að Rauða-
krossdeildir víða um land hafi ákveð-
ið að leggia fram aðstoð sína. „Ég
veit að það hefur safnast vel,“ sagði
hann. A Alþýðuflokksþinginu, sem
haldið var um helgina söfnuðust til
dæmis rúmlega 200 þúsund krónur."
Guðmundur sagði að búið væri
að koma þeim verst stöddu fyrir í
húsnæði en ennþá eru margir, sem
búa hjá ættingjum og vinum og
vantar tilfinnanlega íbúðir. Er verið
að vinna að lausn fyrir fólkið í nánu
samstarfi við félagsmálastofnun
bæjarins.
HÁDEGlsMATStPIU
Fiskréttartilboð matreiðslumeistarans
KR. 85O,-
Ofnbökuð smálúða með osti og sperglum
KR. 950,- ^
Gufusoðinn regnbogasilungur með eplum
og banönum í karrí-engifersósu
KR. 950,-
Glóðarsteikt blálanga í appelsínusósu
KR. 950,-
Súpa og heimabakað brauðfylgir öllum réttum dagsins.
Skólabrú
Sími 62 44 SS
Vísbendingar eru um að halli á fjáriögum
þessa árs verði að óbreyttu 13-14 milljarð-
ar króna en ekki innan við 10 milljarðar.
Mestu munar um að ýmis sparnaðaráform
í heilbrigðisráðuneytinu virðast í hættu og
kannaði Guðmundur Sv. Hermannsson
hvernig ráðuneytið ætlar að bregðast við.
Útgjöld heilbrigðis- og trygginga-
ráðuneytis stefna að óbreyttu í að
verða á annan milljarð umfram áætl-
anir fjárlaga og þá eru ekki talin
með útgjöld vegna ákvarðana ríkis-
stjórnarinnar um auknar greiðslur
til lífeyrisþega og vegna kjarasamn-
inga við meinatækna og hjúkrunar-
fræðinga.
Einkum er um að ræða að áform-
aður spamaður vegna lyfjaútgjalda
hefur ekki náðst fram og samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins vantar
þar um 300 milljónir króna upp á.
Þá hafa ekki náðst samningar við
sérfræðinga um að lækka gjaldskrár
þeirra en með því átti að spara um
150 milljóna króna útgjöld. Einnig
stefnir rekstur sjúkrastofnana fram
úr fjárlagaheimildum nema þær grípi
til ráðstafana og niðurskurðar síðari
hluta ársins.
Guðmundur Ámi Stefánsson heil-
brigðisráðherra segir rétt að útgjöld
vegna lyfja hafi verið í hærri kantin-
um það sem af er árinu. Bæði virð-
ist grunnverð lyfja hafa hækkað
erlendis frá og þá hefði ekki dregið
úr lyfjanotkun. „Á móti kemur að
enn hefur ekki mælst lækkun á
álagningu hér innanlands sem ég tók
ákvörðun um og gilti frá 1. mars,“
sagði Guðmundur Árni.
Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri
heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis
segir að fyrirhuguð lækkun útgjalda
til lyfjámála hafi að hluta til tengst
nýjum lyfjalögum sem Alþingi af-
greiddi I vor. Þingið hefði þá ákveð-
ið að lyfjalögin tækju ekki gildi fyrr
en 1. nóvember 1995 og um leið
ákveðið að ýta verðlækkuninni á
undan sér, en samkvæmt frumvarp-
inu áttu lögin að taka gildi um mitt
þetta ár. Fyrirætlanir hefðu verið
um að ná .150-200 milljóna króna
sparnaði með þessu móti og sagðist
Páll efast um að hægt verði að ná
því markmiði með öðrum hætti þar
sem ekki væri gert ráð fyrir að hlut-
ur sjúklinga í lyfjakostnaði yrði
meiri en nú er.
Heyrst hafa efasemdir um að
auglýsingaherferð heilbrigðisráðu-
neytisins í vor til að hvetja almenn-
ing og lækna til að ávísa á ódýrustu
samlyf í stað dýrari sérlyfja, hafi
haft tilætluð áhrif, og jafnvel leitt
til þess að fólk hafi í aukn-
um mæli krafist þess að
fá sérlyf. Þessu vísaði
Guðmundur Ámi Stefáns-
son á bug og sagði að
merkingar við samheita-
lyf á lyfseðlum hefðu aukist verulega
í kjölfar þessarar herferðar þótt
merkingar við sérlyf hafí jafnframt
aukist eitthvað.
Samkvæmt upplýsingum úr heil-
brigðisráðuneytinu sýndi könnun á
lyfseðlum gefnum út í tvo daga í
apríl, að merkingar við samheitalyf
á lyfseðlum höfðu aukist um 21,25%
frá fyrra ári og merking við sérlyf
hafði aukist um 12%. Ómerktum
seðlum hafði fækkað um 49,4%.
Að óbreyttu er, samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins, talið
fyrirsjáanlegt að rekstur ríkisspítal-
anna og Borgarspítala fari talsvert
fram úr fjárlagaheimildum þótt þeim
verði bættur upp kostnaður vegna
Sjúkrahús
verða að
skera niður.
kjarasamninga hjúkrunarfræðinga
og meinatækna. Þá liggur fyrir að
ekki næst fram 160 milljóna niður-
skurður á rekstri Landakotsspítala
sem gert var ráð fyrir á fjárlögum
þar sem barnadeild spítalans hefur
ekki enn verið flutt til Borgarspítal-
ans.
Guðmundur Árni Stefánsson
sagðist telja einsýnt að leysa yrði
hluta af vandamáli Landakots með
aukafjárveitingu í haust. Hins vegar
ætti hann von á að hinir stóru spítal-
arnir yrðu innan fjárlagamarka þeg-
ar upp yrði staðið.
Páll Sigurðsson sagði að ráðu-
neytismenn vissu að ekki hefði geng-
ið vel hjá sjúkrahúsum að ná niður
rekstrarkostnaði á þessu ári. „Ef það
á að verða þurfa sjúkrahúsin að
draga saman starfsemi sína síðari
hluta ársins og það munu þeir gera
fái þeir ekki aukið fé. Því má búast
við samdrætti í þjónustu sjúkrahúsa
þegar líður á árið,“ sagði Páll.
I Ijárlögum var gert ráð fyrir að
ná niður kostnaði sjúkratrygginga
um 150 milljónir með nýjum samn-
ingum við lækna um að lækka gjald-
skrá vegna sérfræðiþjónustu. Ríkið
sagði upp samningum við lækna og
hefur samninganefnd á vegum
tryggingastofnunar og fjármála-
ráðuneytis reynt að ná fram samn-
ingum um lægri gjaldskrár. Þetta
hefur ekki tekist og raunar talið ólík-
legt að samningar náist á árinu. Á
meðan er því áfram farið eftir gömlu
gjaldskránum.
Guðmundur Árni sagði aðspurður
--------- að möguFgt væri að
setja reglugerðir um að
setja þak á greiðslur rík-
isins til sérfræðinganna
og þeir yrðu síðan að
innheimta það sem á
vantaði hjá sjúklingum. Slíkt væru
þó hæpin vinnubrögð og mjög mikil-
vægt væri að ná samkomulagi við
lækna.
í fjárlögum voru að auki áform
um sparnað með útboði á rannsókn-
um, að tekjutengja ekkjulífeyri, og
samræma frítekjumark lífeyris-
greiðslna og hefur verið gagnrýnt
að þessi áform eru ekki enn komin
til framkvæmda. Guðmundur Árni
Stefánsson sagði þetta allt vera í
undirbúningi og sagðist hann gera
ráð fyrir að þegar gefín yrði út reglu-
gerð um eingreiðslur til lífeyrisþega
myndu fylgja með reglugerðir um
tekjutengingu ekkjulífeyris og um
frítekjumark I lífeyristryggingum.