Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ UNGLINGAR Er algjör Pollýanna Valgerður Matthíasdóttir er löngu orðin landskunn fyr- ir störf sín í fjölmiðlum. Fýrst sem einn af stofnendum * Stöðvar tvö og síðar sem starfsmaður Ríkissjónvarps- ins. Hún segir hér frá unglingsárum sínum og hvemig sögupersónan Pollýanna, sem sá alltaf eitthvað gott í öllu, hjálpaði henni, og hjálpar enn, í gegnum lífið. Eg var elst af sex systkin- um og for- eldrar mínir báðir kennarar, faðir minn var aðstoðar- skólastjóri og kenndi mér í nokkrum tímum. -í'að var um tvennt að velja, annaðhvort að vera til fyrirmyndar eða fara í uppreisn. Ég einfaldlega datt niður í það hlutverk að vera fyrirmyndar- unglingur og var strax með mjög mikla ábyrgðartilfinningu og það má segja að ég hafi alið tvær yngstu systur mínar upp. Ég ar að mörgu leyti eins g ung-gömul-kerling. Ég var alltaf áhuga- söm og fín í skólanum og fannst ég þurfa að vera til fyrirmyndar fyrir systkini mín, það var sterkt hlutverk sem ég fann fyrir á þessum tíma. Á tímabili hugsaði ég með mér hvað ég hafi verið leið- inlegur unglingur, ekkert fútt og fjör og svoleiðis, en þegar ég hugsa núna til baka þá sé ég að það er ekki rétt. Ég var að gera alla mögulega hluti, tók þátt í leikritum í skólanum og var í félagsstarfí, þannig að niðurstaða mín er að ég hafí ekki verið neitt leiðinlegur unglingur þó ég hafi verið svona „góð“ og reynt að gera öllum til >Jiæfis. Öðruvísi uppreisn lega ekki getað tekið nema vegna þess að það er svo sterkt í mér að standa á mínu. Arkitekt Ég var í arkitekta- námi í sex ár í Kaup- mannahöfn en var tvö sumur í París í verk- legu námi. Lokaverk- efnið mitt frá akadem- íunni var að endur- hanna Hressingarskál- ann, sem að vísu er búið að valta yfír og eyðileggja síðan. Þegar ég kom heim ætlaði ég að vinna við að hanna hús en flæktist út í flöl- miðlana. Helst vildi ég hafa það þannig að ég gæti unnið bæði í sjón- varpi og við hönnun. Pollýanna Ég var alveg rosaleg Pollýanna og er það enn þann dag í dag. Það er svo gott að geta alltaf fundið eitthvað jákvætt við allt sem er að gerast. Ég nota hana og hennar trikk alveg grimmt og það er eitthvað það stórkost- legasta sem ég hef lært á ævinni. Ég trúi því að allt sem maður upplifir í lífinu sé manni til góðs, sama hvað það er vont og hvað það er erfítt. Þegar maður tekur þá afstöðu verða erfíðu tímabilin auðveldari, maður verður ekki bitur heldur vinnur sig út úr hlutunum og verður betri á eftir. Vandamálin Uppreisnin í mér braust út á annan hátt. Ég ákvað til dæmis á unglingsárunum að ég ætlaði ekki að reykja og ekki að drekka áfengi. Það féll auðvitað í kramið hjá full- orðna fólkinu, en ég var ekki f\ að hugsa um það. Ég var í k____ minni eigin sjálf- stæðis- baráttu vegna þess að þrýsting- runum var auðvit- að gífurlegur. na fann ég hlutverk fylgt mé alveg fram Það er að fínna standa fyrir eitt- verið stolt af, og ef Par- sem hefur á daginn í dag. styrk í því að hvað sem ég get mér fínnst eitthvað vera rétt þá get ég staðið föst á því, þó að ég finni það falli ekki í kramið hjá fólkinu í - kring um mig. Þetta er karaktereinkenni sem ég hef reynt að þróa og þroska með mér. Þeg- ar ég kom fyrst fram í fjölmiðlum þá var ég mjög ólík því sem fólk hafði átt að venjast og ég fann að fólki brá á vissan hátt. Ég ákvað þegar ég byrjaði á Stöð tvö að vera bara ég sjálf, flissa.og hlæja ef eitthvað skemmtilegt var að gerast, sama hvort fólk hneykslaðist á því heima hjá sér eða héldi að nú hlyti ég að vera voðalega tilgerðarleg alltaf að hlæja í sjón- varpinu. Fólk var bara óvant þessu, ég fékk mikla gagnrýni í byrjun, sem ég hefði örugg- Á unglingsárunum hjalpaði Pollýanna mér oft þegar mér leið illa. Ég lenti í því á lands- prófí að falla, sem var hræðileg skömm fyrir mig því þar var mér að mistakast eitthvað sem ég ætlaði mér að gera, og af því ég kem úr svona kennaraumhverfi. Ég kom úr skóla þar sem ég hafði alltaf staðið mig vel. Svo tók ég þarna einn flipp vetur og áttaði mig ekki á að læra jafnt og þétt yfír veturinn. Ég þurfti því að fara aftur í landspróf, f og það er erfíðasti tíminn sem ég man eftir sem táningur. Ég var sext- án ára, fékk spangir á tennumar og mér fannst ég gjörsamlega vonlaus, hræðileg í útliti og myndi alltaf vera þann- ig. Allan þennan seinni vetur í landsprófínu hefur Pollýanna verið í fríi. Ég var í bekk með mjög stríðnum strákum og vandamálið hjá mér var að ef einhver horfði_ á mig þá roðn- aði ég upp í hársrætur. Á þessum árum var þetta beinlínis martröð. Ein vinkona mín sem líka yar svona krónískur roðn- ari var alltaf að reyna að finna einhver krem til að vinna á roðanum. Svo bar hún á sig eitthvað hvít-grænt krem og meikaði og púðraði yfír og þetta átti að koma í veg fyrir að hún sæist roðna. Að lokum Þeir krakkar sem eru að ákveða það hvort þeir ætla að prófa að reykja eða drekka ættu að athuga það að sleppa því alveg. Ég hef aldrei fundið það að ég gæti ekki skemmt mér alveg konunglega og verið með allskonar fífla- læti og hávaða og söng og gleði þó ég hafi aldrei fundið á mér. Reykingarnar náttúrlega eru bara svo fáranlegar og það er hræðilegt til þess að hugsa að þetta skuli vera orðin tíska aftur í dag. Það þurfa ekki allir að vera eins, þó það sé í tísku í dag að reykja og drekka, þá er miklu meira töff að vera öðruvísi og segja nei takk. '* I Hvar eru þau og hvað eru þau að gera Umhverfis- listaverk Ivinnuskóla Reykjavíkur er farin óhefðbundin leið í að skoða umhverf- ið. Unglingarnir sem eru um 2.200 vinna „umhverfisruslaverk" við skóla borgarinnar og athuga í leiðinni hvað það er sem við hendum á haugana. Gunnlaugur Egilsson 15 ára er í Vinnuskólanum og hann sagði okkur lítillega frá þessu verk- efni. Af hverju eruðþið að gera þessi umhverfis- listaverk? *Það verður sýning á þessu síðasta vinnu- daginn okkar sem er 30. júlí. Hvaða efni notið þið? *Drasl af ruslahaugunum. Hver er tilgangurinn? *List. Hvað taka margir krakkar þátt í þessari listsköpun? *Allir sem eru í Vinnuskólanum, um það bil 2.200 krakkar. Hvað verða gerðar margar súlur? *Ég veit það ekki alveg, sennilega verða þijár súlur á hveija fjörutíu krakka, svo það er sæmilegur slatti. Er þetta gaman? *Mjög skemmtilegt, gaman að sletta máln- ingu og vera ekki í vinnunni. Gerir þetta ykkur unglingana meðvitaðri um umhverfið? *Já kannski, við lærum hvað er hægt að nýta og hvað ekki. Vill ráða meiru Nafn: Halldór Ólafsson Heima: Reykjavík Aldur: 15 ára Skóli: Austurbæjarskólinn Sumarstarf: Unglingavinnan Helstu áhugamál: Hef engin sérstök ' áhugamál Uppáhalds hljóm- Hsveit: Engin uppá- haldshljómsveit, það er ekki hægt að læma þetta, ég nlusta mest á REM UNGL ingu P_N*i L^a g nuna. Uppáhalds kvik- mynd: Goodfellaws Besta bókin: Lalli ljósastaur Hver myndir þú vilja vera ef þú værir ekki þú? Ég veit það ekki, ég hef ekki hugmynd um það Hvernig er að vera unglingur í dag? Það er ömurlegt, en það fer samt eftir því hvað maður er að gera. Ég er ekki sáttur við að ráða ekki jafn miklu og foreldrarnir Hverju myndir þú vilja breyta í þjóðfélaginu? Eg veit það ekki alveg, mér finnst að maður ætti að fá bílprófið fyrr Hvað er það skemmtileg- asta sem þú gerir? Það er náttúrulega augljóst Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að vera í skólanum Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að verða þjónn, ég fer í Hótel og veitingaskóla íslands Hvað vilt þú ráðleggja þeim sem um- gangast unglinga? Ég ráðlegg full- orðnum að leyfa okkur að drekka og reykja, og fara í áfengis- verslunina fyrir okkur svo við þurfum ekki að , drekka landa Viltu segja eitt- hvað að lokum? Nei Samviskuspurningin Finnst þér gaman í vinnunni? Tómas, 15 ára Nei ogjá...nei
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.