Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ1994 25
LISTIR
Eitt verka Jóhönnu
Sveinsdóttur.
Jóhanna sýn-
ir í Gallerí-
inu Hjá þeim
JÓHANNA Sveinsdóttir opnar
sína fyrstu einkasýningu í Gall-
eríinu Hjá Þeim á Skólavörðu-
stíg 6b, í dag þriðjudag.
A sýningunni sem ber yfir-
skriftina „Brot af jörðu“ eru
ný verk unnin á pappír með
ýmsum efnum m.a. ryði, prent-
svertu og vatnslit. Jóhanna
stundaði nám í grafíkdeild MHÍ
1988-91. Árin 1991-92 dvaldi
hún í New York-borg og vann
í grafíkstúdíói, The art Stud-
ents league of New York.
Sýning Jóhönnu stendur til
2. júlí og er opin mán. - föst.
kl. 12-18, lau. kl. 10-14 og
lokað á sunnudögum.
Heidi Kristian-
sen sýnir mynd-
teppi í Svíþjóð
TEXTÍLLISTAKONAN Heidi
Kristiansen opnar sýningu á
myndteppum sínum í Gallerí 1
á Visingso í Váttern i Sviþjóð,
laugardaginn 18. júní nk.
Eigandi Gallerís 1, Anne
Lönnequist, sem sjálf saumar
myndteppi, var hér á ferð í
haust og hélt fyrirlestur um list
sína og Visingso. Hún bauð
Heidi í heimsókn með sýningu.
Þema sýningarinnar er ís-
lensk náttúra og sýnd verða
16 myndteppi, flest unnin á
þessu ári. Heidi hefur tekið
þátt í samsýningum og verið
með einkasýningar bæði hér
heima og í Noregi, en þetta er
í fyrsta skipti sem hún sýnir í
Svíþjóð.
Sýningin er opin fram á
Jónsmessuna, föstudaginn 24.
júní.
Ný geislaplata
SKÍFAN hf. hefur gefið út
geislaplötuna Vor við sæinn
með Gretti Björnssyni. Gretti
til aðstoðar við gerð plötunnar
var Þórir Baldursson, sem einn-
ig annast undirspil.
í kynningu segir: „Á Vori
við sæinn eru valinkunn harm-
onikulög sem öll eiga sér sinn
fasta sess í þjóðarsálinni." Á
plötunni eru eftirfarandi lög:
„Valsasyrpa I (Síldarvalsinn-
Landleguvalsinn-Síldarstúlk-
an-Ship o hoj), Gamla gatan,
Kænupolki, Vor við sæinn,
Sveiflusyrpa, (Út við bláa
sæinn — Ég hvísla yfir hafið —
Út í Hamborg), Litla stúlkan,
Valsasyrpa II (Sjómannavals-
inn — Eyjan hvíta), Vinnuhjúa-
samba, Vökudraumur, Sprett
úr spori, Bátsmannavalsinn, Á
kvöldvökunni og Austfjarðar-
þokan.
Vor við sæinn kemur út á
geislaplötu og snældu.
3M
Scotch Brite
Togarinn Leifur Eiríksson siglir upp Thames
Kór - hljómsveit - listsýning
og útarpsstöð innanborðs
ÍSLENSKA menningar- og listkynn-
ingarskipið Leifur Eiríksson sigldi í
gær upp Thames-fljót, en fyrirtækið
Sjófang hefur nýverið keypt skipið
til að gera út á ævintýra- og skoðun-
arferðir við íslands- og Grænlands-
strendur.
í Lundúnum mun Leifur Eiríksson
þjóna margþættu hlutverki m.a.
verða aðsetur útvarpsstöðvar, sýn-
ingarsalur fyrir listsýningu Biynhild-
ar Þorgeirsdóttur, Hrafnkels Sigurðs-
sonar, Húberts Nóa og Haraldar
Jónssonar, tónleikasalur og kynning-
armiðstöð fyrir margþætta starfsemi.
Togarinn var formlega tekinn í
notkun í sínu nýja hlutverki á há-
degi á fimmtudag eftir að Kór Dal-
víkurkirkju flutti þjóðsönginn og
verk Jóns Leifs, Rímnadans var
fluttur af Caput hópnum í nýrri út-
setningu Atla Heimis Sveinssonar.
Að því loknu tóku við tónleikar
hljómsveitanna Bubbleflies og Bong
og opnuð var myndlistasýning.
Hafmeyjan Auðna Hödd var í
stafni skipsins en skreytti auk þess
einn myndlistarsalanna • þar sem
sandur og risakuðungar mynduðu
einskonar neðansjávarlíkingu.
CAPUT hópurinn leikur Rímnadans eftir Jón Leifs, í nýrri útsetn-
ingu Atla Heimis, við komu togarans til hafnar í Lundúnum.
Frístundafarsíminn
Nýjung fyrir þá sem vilja fá sér farsíma til
að nota á kvöldin, um nætur og um helgar
Ódýrara - öryggisins vegna!
Þeir sem vilja nota farsímann í frítíma sínum, s.s. á
kvöldin og um helgar og sem öryggistæki, býðst nú
að greiða lægrá stofn- og ársfjórðungsgjald fyrir
farsímanotkun.
Mínútugjaldið er það sama og um venjulegan farsíma
væri að ræða, frá kl. 18.00-08.00 alla virka daga og
um helgar. Utan þessa tíma er greitt þrefalt gjald fyrir
hverja mínútu. ,
Farsíminn kemur að góðum notum í frítímanum sem
öryggistæki, í sumarbústaðinn, í veiðiferðina, í
hjólhýsið og fjallaferðina.
Lægra stofngjald
kr. 2.490.-
Lægra afnotagjald
ktJ|Sffií-/ársfjórðungslega
farsImakerfi
PÓSTS OGSÍMA
Þú færð nánari upplýsingar hjá Pósti og síma og hjá
öðrum söluaðilum farsíma.
PÓSTUR 0G SÍMI